Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 20
20 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009
Á blómaskeiði góðærisins, því herr-
ans ári 2007, var ásjóna þjóð-
þekktra auðmanna nær
daglegt brauð í rækt-
inni. Ég fór gal-
vaskur í Laugar og
velti því fyrir mér
hvaða auðmaður yrði á
vegi mínum þann daginn. Hreiðar Már, Björgólfur Thor,
Lárus Welding, Róbert Wessman, allir þessir menn virt-
ust eiga það sameiginlegt að finnast gott að lyfta lóðum á
milli þess sem þeir gerðu framvirka gjaldeyrisskipta-
samninga og keyptu lyfjafyrirtæki með skuldsettum yfirtök-
um. Eins og hálf þjóðin sem virtist hlekkjuð við staura hjarð-
hugsunar dáðist ég að þessum mönnum. Og gladdist mjög við þá
tilhugsun að eiga að minnsta kosti eitt sameiginlegt með helstu út-
rásarvíkingum þjóðarinnar.
Ég byrjaði sem blaðamaður á innlendum fréttum og fór ekki í
viðskiptafréttirnar fyrr en einum mánuði fyrir bankahrun. Ég
var því blessunarlega ekki ein af klappstýrum útrásarinnar, en
maður fylgdist með úr fjarlægð og bar ómælda virðingu fyrir
þessum stjörnum, svo hugsanlega hefði maður fallið í þá gryfju
hefðu aðstæður boðið upp á slíkt. Ég man t.d. eftir ódauðlegum
ferðum Björgólfs Thors Björgólfssonar í ræktina í svörtum
Dolce & Gabbana hlýrabol með breskan einkaþjálfara sér
til halds og trausts. Á sama tíma fylgdumst við hin með
með aðdáunarsvip, og einhverjir eflaust með öfundar-
augum, þegar auðugasti maður landsins sendi
Bretann að ná í hrein handklæði og meira Gator-
ade.
Þetta er liðin tíð. Auðmennirnir eru hættir
að láta sjá sig í ræktinni. Hvar eru þeir eig-
inlega? Sú „frétt“ birtist nýlega að þekktir
auðmenn hefðu reynt að hylja andlit sín undir
miklum skeggvexti og sólgleraugum er þeir
fylgdust með börnum sínum á knattspyrnumóti
ungmenna á Akureyri fyrr í sumar. Getur verið að
auðmenn séu heima að safna spiki og skeggi? Kannski
þunglyndir í þokkabót?
Eini góðærisgosinn, sem fellur reyndar frekar í mengi
sérviturra vísindamanna, sem mætir enn í ræktina er Kári
Stefánsson. Alltaf mætir Kári samviskusamlega í ræktina
til að lyfta. Maðurinn er á sjötugsaldri og lætur alltaf sjá sig
í körfuboltabúningi og með hvítt skegg. Og alltaf er karlinn
jafn svalur.
Þorbjörn Þórðarson | thorbjorn@mbl.is
HeimurÞorbjarnar
’Ég man t.d. eftiródauðlegum ferðum
Björgólfs Thors Björg-
ólfssonar í ræktina.
EF GESTI ber skyndilega að garði og
húsráðandi vill snara einhverju laufléttu,
ódýru en girnilegu fram úr erminni er ekki
úr vegi að leita í smiðju sjónvarpskokksins
Jamie Oliver. Gott brauð úr bakaríinu er
tilvalið að eiga í frystinum eða kaupa nýtt
og skella á það freistandi og frumlegu
áleggi á örskotsstundu.
Jamie leggur til:
Keyptu þér 20 þroskaða cherry tómata og
skerðu hvern þeirra í fernt
Fjarlægðu steinana úr góðum svörtum
og/eða grænum ólífum og skerðu þær í
bita
Skelltu tómötunum og ólífunum saman í
skál saman við slatta af góðri ólífuolíu
ásamt balsamik ediki.
Kryddaðu blönduna með salti, pipar og
chilidufti (ath. að sumar ólífur eru saltar
svo best að gæta að sér!)
Hitaðu gott brauð í ofni og skelltu svo
blöndunni yfir brauðið niðurskorið
Skreyttu með fersku kryddi, t.d. basiliku
Með þessum einfalda rétti má bera fram
ferskt salat og gott hvítvín og víst er að
gestgjafinn slær í gegn!
Gott í gogginn
Heitt brauð með ólífum og tómötum
Hér kemur jákvæð frétt íkreppunni: Líkams-ræktarkort hafa ekkihækkað í verði á milli
ára! Í það minnsta ekki hjá þeim
stöðvum sem Morgunblaðið hafði
samband við. Svo það er hægt að
púla fyrir sömu krónur og í fyrra.
Flestar stöðvarnar bjóða upp á
sérkjör fyrir námsmenn, hvort sem
þeir eru í framhaldsskóla eða há-
skóla og jafnvel yngri. Ungmenni
undir 18 ára geta auk þess sótt um
frístundastyrk hjá sveitarfélögum til
að niðurgreiða kortin enn frekar. Í
flestum tilfellum nægir að framvísa
skólaskírteinum.
Og þá er bara spurning hvar á að
æfa?
Í Baðhúsinu verður dansstemn-
ingin í hávegum höfð í
stundaskrá vetrarins en
að auki er boðið upp á
hefðbundið púl af ýmsum
gerðum. Magadans, afró,
salsa og latin fitness er meðal
þess sem vinsælt er um þessar
mundir.
World Class er með sjö líkams-
ræktarstöðvar vítt og breitt og þar
er stundaskráin full af spennandi
tímum. Viljirðu fá fulla keyrslu ferðu
t.d. í High Impact en meiri rólegheit
verða í jógatímunum. Í Laugum í
Laugardal er stundaskráin stútfull
af fjölbreyttum tímum.
Í Bootcamp við Suðurlandsbraut
er svo púlið sett á oddinn.
„Nei, við finnum lítið fyrir krepp-
unni, það æfðu til dæmis fleiri hjá
okkur í maí síðastliðnum en í sama
mánuði í fyrra,“ segir Arnaldur
Birgir Konráðsson fram-
kvæmdastjóri, en hann
á von á því að um 800
til 1.000 manns taki á því í Bootcamp
í vetur.
Það verður allt á iði í Hreyfingu í
vetur sem fyrri ár. Stöðin var flutt í
nýtt og glæsilegt húsnæði nýverið
og aðstaðan því stórbætt. „Hvort
sem þú vilt leggja áherslu á
styrktarþjálfun, liðleika, fitu-
brennslu, dans eða sitt lítið af
hverju ættirðu að geta fundið eitt-
hvað við þitt hæfi,“ segir á heima-
síðu Hreyfingar. Ingibjörg Reyn-
isdóttir sölustjóri segir allt komið á
fullt í stöðinni. „Nú eru jólin hjá
okkur,“ segir hún hlæjandi.
Í Heilsuakademíunni í Egilshöll
er boðið upp á herþjálfun, jump fit,
sem er æfingakerfi með sippubönd-
um, jóga og margt fleira.
Nú er bara málið að leggjast yfir
heimasíður líkamsræktarstöðv-
anna og finna eitthvað sem heillar.
Eitt er víst: Úr nógu er að velja!
Púlað fyrir sömu
krónur og í fyrra
HLJÓMSVEITIRNAR Jeff Who? Stuð-
menn, Dikta og Hairdoctor koma
fram á unglingaballi í íþróttahúsinu
á Seltjarnarnesi í kvöld. Ballið er
hugsað fyrir aldurshópinn frá 13 til
17 ára, og stendur ballið frá kl. 20 til
kl. 24. Miðaverð er 1.500 krónur og
fer miðasala fram í íþróttahúsinu.
Annað kvöld verður svo ball fyrir
fullorðna fólkið, þar sem Stuðmenn,
Megas, Björn Jörundur og fleiri
koma fram. Nánari upplýsingar um
það má finna á blaðsíðu 39 í Morg-
unblaðinu í dag.
Tónleikar
Ball fyrir 13
til 17 ára
AÐ stæra sig af
nýju hljómflutn-
ingsgræjunum
eða flatskjánum
með myndum á
Facebook og til-
kynna svo nokkr-
um dögum síðar
að þú sért á leið í
sumarbústað í
nokkra daga gæti
haft alvarlegar af-
leiðingar í för með sér.
Nýleg bresk könnun á vegum Legal
And General leiddi í ljós að nærri fjór-
ir af tíu notendum samskipta-
vefjanna Facebook eða Twitter hika
ekki við að láta vini og kunningja vita
að þeir verði að heiman um skeið. Að-
standendur könnunarinnar unnu í
samstarfi við fyrrverandi þjóf sem
staðfesti að þjófar nýttu sér sam-
skiptavefi við að undirbúa rán.
Vinabeiðnir frá ókunnugu fólki
voru sendar til 100 manns og af þeim
voru 13 samþykktar á Facebook og 92
á Twitter. 48% af 2.000 þátttak-
endum höfðu engar áhyggjur af ör-
yggi á samskiptavefjum og 70%
töldu vefina rétta staðinn til að sýna
nýkeyptar gersemar. jmv@mbl.is
Varlega á Facebook
Twitter Betra að
gæta orða sinna.
Þjófarnir
fylgjast með
SAGAN um Franken-
stein er alkunn,
enda hafa ótal kvik-
myndir verið gerðir
eftir henni og mikið
vitnað í hana, oft af
þeim sem ekki hafa
lesið skáldsögu
Mary Shelley. Þessi
magnaða saga er nú
komin út í kilju í
þýðingu Böðvars Guðmundssonar.
Mary Shelley var einungis átján ára
þegar hún hóf að skrifa söguna um
unga menntamanninn Frankenstein
sem skapar skrímsli í mannsmynd
sem síðan rís gegn skapara sínum og
verður eyðandi afl. Þetta er einmitt
bók sem hentar ungu og bókhneigðu
fólki sérstaklega vel. Sagan er drama-
tísk og spennandi og það er afar auð-
velt að gleyma sér í henni. Þessi út-
gáfa er einkar falleg, enda ríkulega
myndskreytt. kolbrun@mbl.is
Bækur
Frankenstein
Spennandi
klassík
Hvað viltu lesa? Sendu okkur
tölvupóst á daglegtlif@mbl.is
'( ) *
+ ,
+(( -$#
. /
.")$
0 "( $% $% % $% $% % $% $%
- -
--' ) /