Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009
Elsku afi, ég sit hér í
rigningunni á Costa
Rica og læt hugann
reika. Margar myndir
koma upp í huga minn
og minningar mínar frá Akureyri
eru og hafa alltaf verið mér dýrmæt-
ar og þá sérstaklega þær stundir
sem ég átti með þér og ömmu. Við
áttum margar stundir saman enda
var ég alltaf tilbúin að keyra með þér
hingað og þangað og hafði gaman af.
Þá ræddum við mikið saman og þú
kenndir mér eitt og annað sem ég
hef svo tekið með mér út í lífið. Með
því að þú kenndir mér að reisa spila-
borgir lærði ég þolinmæði, í öll þau
skipti sem ég kom með þér á dval-
arheimilið á Dalvík lærði ég að
hlusta og þannig læra af mér eldra
fólki og frá þér erfði ég meðal annars
vinnusemi og þrautseigju. Mínar
dýrmætustu stundir voru þegar við
fórum til Dalvíkur að heimsækja
langömmu. Yfirleitt fékk ég að fara
ein með þér og mér leið eins og ég
væri afar mikilvæg að fá að koma
með og fullorðin og mikið þótti mér
vænt um það. Í eitt skipti reiddist ég
þér og það var þegar þú klipptir mig
stutthærða og settir í mig bylgjur en
í dag er þetta sú minning sem ég segi
frá með bros á vör og kærleik í
hjarta. Undanfarin ár hef ég búið
mikið erlendis og við nám í háskóla
hérlendis og gat því ekki heimsótt
þig eins oft og ég hefði viljað en síð-
ustu tvö skipti sem ég kom spurðir
þú mig mikið út í líf mitt og nám. Þú
sýndir alltaf áhuga á því sem ég tók
mér fyrir hendur og ég efast ekki um
að þú sért stoltur af því sem ég er að
gera hér úti. Líkt og við ræddum
einu sinni þá erum við ennþá við-
stödd þó líkami okkar hafi yfirgefið
þetta líf.
Elsku Jón afi, ég kveð þig nú með
söknuði en um leið fyllist ég gleði og
stolti yfir því að þú varst afi minn.
Líf þitt
er á förum,
fellir ilm sinn
og fögnuð sinn,
ljóð sitt,
blöð sín,
birtu sína
og mína
(Þorgeir Sveinbjarnarson.)
Oddný Arnarsdóttir.
Ég á margar góðar minningar um
hann afa minn. Flestar eru frá æsku-
og unglingsárunum þegar ég naut
þess að heimsækja Jón afa og Öddu
ömmu á Akureyri og dvelja hjá þeim
um lengri eða skemmri tíma. Það
voru forréttindi að eiga þau að, og ég
verð ætíð þakklát fyrir örlætið og
elskuna sem þau sýndu mér. Jón afi
minn bar kannski tilfinningar sínar
ekki auðveldlega á torg, en hann
sýndi þær á sinn hátt. Þannig gerðist
það, eins og fyrir yfirskilvitlegar til-
viljanir, þegar mann vantaði eitthvað
sérstakt að maður vann skyndilega í
dularfullu „happdrætti“ fyrir norð-
an. Ég var komin verulega til vits og
ára þegar ég áttaði mig á því að
þetta var engum tilviljunum háð. Afi
fylgdist með sínum og sá til þess að
draumar gætu ræst. Og þegar stór-
viðburðir gerðust, eins og til dæmis
fæðing nýs barns, þá brást ekki að
það kom sending frá afa, skemmtileg
og hugljúf tækifærisvísa hinum nýja
fjölskyldumeðlimi til blessunar.
Þegar ég hugsa um Jón afa er
samt alltaf ein minning sem kemur
fyrst upp í hugann. Og þar sem hann
er nú þekktastur fyrir umferðar-
lagabrot sem leiddi til réttarbótar í
íslensku samfélagi þá er pínulítið
fyndið að í þessu minningarbroti
skuli hann sitja undir stýri. Ég sit í
aftursætinu og við erum að keyra
Jón Kristinsson
✝ Jón Kristinssonfæddist á Kamb-
felli í Djúpadal í Saur-
bæjarhreppi 2. júlí
1916. Hann lést á
dvalarheimilinu Hlíð
16. ágúst síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Akureyr-
arkirkju 24. ágúst.
einhversstaðar í Eyja-
firðinum á áttunda
áratug síðustu aldar.
Afi hafði góða söng-
rödd og var vanur að
syngja hressilega í bíl-
túrunum. Í minning-
unni er hann að
syngja þessa vísu sem
ég æ síðan tengi við
hann:
Sól úti, sól inni,
sól í hjarta, sól í sinni,
sól, bara sól.
Ég kveð elsku Jón
afa með sól og söng í hjarta, glöð að
hafa þekkt hann og þakklát fyrir allt
sem hann gaf mér.
Margrét Örnólfsdóttir.
Frændi kær. Kveðjustundin er
komin og ég vil af veikum mætti
reyna að greiða þér smáræði af
þeirri miklu þakkarskuld sem ég á
þér að gjalda. Heilladísirnar sáu til
þess að ég naut þeirra miklu forrétt-
inda að fá að vera til heimilis á hinu
einstaka heimili þínu og þinnar
ógleymanlegu eiginkonu Arnþrúðar
Ingimarsdóttur (Öddu), þau fjögur
ár sem ég var við nám við MA. Allt
frá barnæsku hefur þú verið einn af
föstum punktum tilveru minnar.
Ógleymanlegar eru heimsóknir þín-
ar og fjölskyldu þinnar í sveitina. Þá
geislaði allt af lífi og fjöri, málin
krufin og brugðið á leik, glens og
gaman, eins þegar leiðin lá til Ak-
ureyrar þá var heimili ykkar Öddu
fastur viðkomustaður. Það veganesti
sem ég síðan hlaut með dvölinni hjá
ykkur á skólaárunum er ómetanlegt
og verður aldrei að fullu þakkað.
Kynnin af jákvæðum viðhorfum þín-
um til daglegra starfa. Þau voru unn-
in af reglufestu og trúmennsku og
þar við bættist ótrúlega fjölbreytt og
lifandi félagsmálastarf og er með
ólíkindum hverju þú fékkst áorkað.
Þú áttir það viðhorf að ganga til
verka af jákvæðni og bjartsýni en
samt framar öllu að meta hlutina af
sanngirni og réttsýni. Það veganesti
sem ég fékk þarna hefur orðið mér
heilladrjúgt. Heimilið ólgaði af hinu
fjölþætta félagsmálastarfi, sem þú
varst í forystu um, en þá bar þar
hæst stúkustarf og starf fyrir L.A. Í
stúkustarfinu bar á þessum árum
hæst hjá þér uppbyggingu barna-
heimila á þeirra vegum, þar sem
dvölin varð mörgum ungum sálum
hollt veganesti. Þá er að hefjast
starfið að uppbyggingu atvinnuleik-
húss en hlutur þinn í því máli er
stærri en flestra annarra. Túlkun
þín á persónum leikbókmenntanna á
þessum árum er ógleymanleg. Þú
varst að byrja farsælt starf þitt sem
forstöðumaður í Skjaldarvík. Eftir
að starfsdegi lauk áttir þú ákaflega
lifandi og ánægjulegt ævikvöld. Það
afrek sem mun lengst halda nafni
þínu á lofti er þegar réttsýni þín
bauð þér að ganga á hólm við stjórn-
völd og árangur þess varð endur-
skoðun á aðskilnaði framkvæmda-
og dómsvalds í stjórnkerfi hér á
landi. Þú ert einn af þessum fáu per-
sónum, sem eru slíkum mannkostum
búnar, að samskiptin við þær gera
annað fólk sem þeirra nýtur að betri
mönnum. Þú áttir svo sannarlega
fjölbreytt og jákvætt áhugasvið og
ræktaðir garðinn þinn af einstakri
kostgæfni í öllum samskiptum við
þína nánustu og alla samferðamenn.
Fáir munu njóta þeirrar gæfu að
skilja við blómlegri reit. Eftir að við
vorum búsettir hvor á sínu lands-
horninu fækkaði fundum. Fyrir um
mánuði hittumst við stutta stund. Þá
í fyrsta sinni fann ég hjá þér að lífs-
löngunin var ekki lengur jafn tindr-
andi og áður. Líkamlegir kraftar
höfðu dvínað hratt, en hinn andlegi
kraftur var greinilega samur og jafn
og áður og þú sagðir að þér liði í raun
ágætlega en þráðir orðið að fá frið-
inn og hvíldina. Þú hefur nú samein-
ast hinum eilífa friði. Minningin um
einstakt göfugmenni mun samt lifa.
Arnari, Helgu Boggu, Öddu og öðr-
um aðstandendum flyt ég innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Jón Viðar Jónmundsson.
Kveðja frá Leikfélagi
Akureyrar
Með Jóni Kristinssyni er genginn
einn mikilvirkasti leiðtoginn í sögu
Leikfélags Akureyrar. Með reglu-
festu sinni og öguðum vinnubrögð-
um vann hann félagi sínu ómælt
gagn, jafnt útá við sem inná við.
Hann bar hag leikhúsfólksins ávallt
mjög fyrir brjósti og nægir þar að
nefna Framkvæmda- og menningar-
sjóð LA sem hann kom á laggirnar
upp á sitt einsdæmi til að hvetja fé-
lagsmenn til dáða.
Jón var brautryðjandi, en í for-
mennskutíð hans á sjöunda og átt-
unda áratug síðustu aldar var Leik-
félagi Akureyrar breytt úr
áhugamannaleikhúsi í atvinnuleik-
hús og þar naut félagið þess ríkulega
hversu ábyrgur og heilsteyptur Jón
var í verkum sínum. Fyrir öll hans
störf og góð ráð ber að þakka.
Sannur heiðursfélagi er fallinn
frá, en nafn hans mun ávallt lifa í
Samkomuhúsinu okkar undir
brekkubrún.
Sigmundur Ernir Rúnarsson
formaður stjórnar LA.
Einhvern tímann var mér sögð sú
saga að þegar Jón Kristinsson fædd-
ist, 2. júlí 1916, í óhrjálegum húsa-
kynnum á bænum Kambafelli,
Djúpadal í Eyjafirði hefði baðstofan
verið tjölduð innan með leiktjöldum.
Þessi saga er mjög táknræn fyrir
Jón og það áhugamál sem átti hug
hans allan síðar á ævinni. Jón gekk
ungur til liðs við Góðtemplararegl-
una og aldrei á sinni löngu ævi rauf
hann heit templara. Jón lærði til rak-
ara og stundaði þá iðn árum saman.
Jón var einstaklega duglegur og
reglusamur í öllu sem hann tók sér
fyrir hendur og mikill félagsmála-
maður.
Á sjöunda áratug síðustu aldar
urðu straumhvörf í lífi Jóns, þegar
hann hætti rekstri rakarastofu sinn-
ar og gerðist forstöðumaður elli-
heimilisins Skjaldarvíkur og dvalar-
heimilisins Hlíðar á Akureyri. Þessu
erilsama starfi sinnti Jón af ein-
skærri trúmennsku, dugnaði og út-
sjónarsemi allar götur þar til hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Jón var um tíma meðhjálpari í Ak-
ureyrarkirkju, og eftir að hann lét af
störum hjá Akureyrarbæ vann hann
ómælda sjálfboðavinnu við safnaðar-
heimili kirkjunnar.
Eitt er það sem Jón er ef til vill
þekktastur fyrir; hann breytti rétt-
arkerfinu og þar með Íslandssög-
unni. Hann var kærður af sýslu-
mannsembættinu á Akureyri fyrir
minniháttar umferðarlagabrot. Sami
aðili rannsakaði málið og dæmdi Jón
í fjársekt. Þetta gat minn maður
ekki sætt sig við og kom málinu, með
aðstoð lögmanns, til Haag. Mann-
réttindadómstólnum fannst þetta at-
hyglisvert mál og dæmdi Jóni fullan
sigur. Þar með var komið an uppá í
íslensku réttarkerfi sem varð til þess
að fullur aðskilnaður varð milli
ákæruvalds og dómsvalds. Minnis-
varði hefur nú verið reistur á gatna-
mótum Þingvallastrætis og Byggða-
vegar, þar sem þetta örlagaríka
umferðalagabrot átti sér stað.
Þá kem ég að því sem ég nefndi í
upphafi, að leiktjöldin sem Jón
Kristinsson fæddist í hafi haft tákn-
rænt gildi.
Jón fékk brennandi áhuga á leik-
list og gekk hann til liðs við Leik-
félag Akureyrar og var þar betri en
enginn um áratuga skeið. Hann lék
fjölda hlutverka með leikfélaginu,
sat í stjórn þess og var formaður um
árabil. Hann átti sér draum – draum
um að á Akureyri yrði rekið atvinnu-
leikhús, í höfuðstað Norðurlands.
Jón barðist á öllum vígstöðvum –
lét engan í friði – var eins og grár
köttur í ráðuneytum menntamála og
fjármála, glímdi við bæjarstjórn Ak-
ureyrar og draumurinn rættist
haustið 1973.
Á annan dag jóla 1978 lék Jón sitt
síðasta hlutverk og átti þá 40 ára
leikafmæli. Og hvað gerði Jón þá –
hann gaf leikaralaunin sín og gott
betur, 250 þúsund krónur, í fram-
kvæmda- og menningarsjóð LA.
Lýsandi dæmi um hugsjónamanninn
Jón, sem varð heiðursfélagi Leik-
félags Akureyrar.
Kona Jóns var Arnþrúður Ingi-
marsdóttir, en hún lést árið 1993.
Arnþrúður var glæsileg kona og
samstiga Jóni í áhugamálum er
tengdust leikhúsinu. Jón og Arn-
þrúður eignuðust tvö börn, Arnar
Jónsson og Helgu Elínborgu Jóns-
dóttur. Þá ættleiddu þau frænku
Arnþrúðar, Arnþrúði Jónsdóttur.
Vertu nú sæll – farðu í friði gamli
vinur.
Þráinn Karlsson.
Kveðja frá Náttúrulækninga-
félagi Akureyrar
Sterkur stofn er fallinn í valinn.
Jón Kristinsson var einstakur dugn-
aðarforkur og nutum við í NLFA
góðs af því um langt árabil. Hann
gegndi margvíslegum trúnaðarstörf-
um og sat í stjórn félagsins í mörg
ár. Hann var einn af þeim eldhugum
sem lögðu á sig ótakmarkaða sjálf-
boðavinnu vegna byggingar Kjarna-
lundar. Háaldraður tók hann sig til
og skrifaði sögu Náttúrulækninga-
félags Akureyrar, af þeirri snilld
sem honum einum var lagið. Hér er
aðeins fátt eitt talið upp sem hann
framkvæmdi á sinni löngu ævi. Vilj-
um við færa honum einlægar þakkir
fyrir allt sem hann fékk áorkað fyrir
félagið okkar
Kæri vinur, far þú í friði og hafðu
þökk fyrir allt.
Sendum fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur. Núverandi og fyrr-
verandi stjórn Náttúrulækninga-
félags Akureyrar.
Ásdís Árnadóttir.
Þó að ég hafi verið skírður Jón
Kristinn Hannesson þá breyttist
nafnið mitt í Jon K. Kristinsson við
það að flytja til Ameríku. Ég lít á það
sem forréttindi að vera skírður í höf-
uðið á Jóni frænda. Ég þekkti hann
ekki mjög vel fyrr en ég kom ásamt
Helga bróður mínum á Byggðaveg
95 bjartan og sólríkan dag í janúar
1967, þá 11 ára gamall. Jón og Adda
náðu í okkur á flugvöllinn og þegar
við keyrðum inn á bílaplanið sá ég
skíði sem stóðu upp við húsvegg. Ég
varð strax spenntur fyrir þeim og
spurði hvort ég mætti prófa. Ég festi
þau á skóna mína og hélt af stað nið-
ur planið án þess að hugsa um hvað
biði mín eða hvort ég gæti stoppað.
Þegar ég nálgaðist götuna áttaði ég
mig á því að Ford Bronco bifreið
kom aðvífandi og að hætta væri á
árekstri. Ég hugsaði með mér að
þetta yrði stutt skíðareynsla fyrir
mig. Sem betur fer var bara einhver
að koma til að heilsa upp á okkur
Helga. Þennan dag féll ég fyrir
skíðaíþróttinni sem hefur enst fram
til dagsins í dag og er að stórum
hluta ástæða þess að ég bý í Colo-
rado, allt skíðunum við húsvegginn
að þakka.
Það sem er þó mikilvægara er að
nú hófst samband sem var miklu
meira en það að við værum nafnar.
Við eigum margt sameiginlegt og
ýmislegt lærði ég af honum. Hann
var einstaklega göfuglyndur maður
þó að það væri stundum falið í höst-
ugum rómi og orðum sem hreint
ekki pössuðu við það sem hann svo
gerði. Mín reynsla í lífinu er sú að
fólk er miklu líklegra til að sýna ör-
læti í orðum en gjörðum. Öfgafyllstu
dæmi um slíkt eru svikahrappar.
Þeir lofa gulli og grænum skógum á
sama tíma og þeir eru að skipuleggja
að ræna þig. Jón var algjör and-
stæða við slíka menn. Þegar við
komum á Byggðaveginn var þröngt
setinn bekkurinn. Ungt par leigði
kjallarann, Jón Viðar bjó í austur-
herberginu og kom ekki fram nema
til að fara í skólann eða setjast að
matarborðinu. Helgi og ég fengum
herbergið hennar Öddu og hún var
sett í hjónaherbergið. Adda missti
herbergið sitt, Jón og Adda einka-
lífið. Mikil fórn sem lýsir vel örlæt-
inu, að skaffa okkur heimili að heim-
an.
11 ára gamall drengur hefur ekki
forsendur til að meta slíkt örlæti. Ég
var miklu meðvitaðri um harðleita
röddina og hversu strangur hann
var. Reyndar hefur það tekið mig
mörg ár að átta mig á því að gjörðir
eru mikilvægari en orð. Ekki er ég
að draga úr mikilvægi orða heldur
benda á að gjörðir segja meira en
orð þ.e. ef við hlustum gaumgæfi-
lega. Það tók mig langan tíma að átta
mig á því að ég var svipaður frænda,
sem ég var skírður í höfuðið á. Mér
þótti auðvelt að skipuleggja það að
hjálpa öðrum en það sem ég lét út úr
mér var oft án sömu nærgætni. Það
var ekki fyrr en mörgum árum
seinna að ég áttaði mig á hversu al-
gengt þetta vandamál er og hversu
mikið við þurfum öll að glíma við það
hvernig við tölum.
Líf Jóns var hlaðið afrekum, ör-
læti, aga og réttum gjörðum. Ég
vona að okkur auðnist öllum að ná að
afreka álíka í lífi okkar um leið og við
glímum við litla vöðvann í munnhol-
inu. Megi orð okkar bæta við gjörðir
okkar en ekki gera lítið úr þeim.
Jón Kristinn Hannesson.
Enn haustar að og atvinnuleikhús-
in í landinu kynna öfluga vetrardag-
skrá. Þá berast þær fréttir að ak-
ureyrski höfðinginn Jón Kristinsson
sé látinn, 93 ára að aldri. Ég drúpi
höfði í virðingu og verður hugsað um
samhengi hlutanna. Ekkert verður
til úr engu. Það er mönnum eins og
Jóni Kristinssyni að þakka að ís-
lensk leiklist hefur náð þeim list-
rænu hæðum sem raun ber vitni,
skapar nú fjölda manns atvinnu og
hrærir hug og hjörtu bæði innan
lands og utan. Þetta samhengi varð
mér einkum skýrt er ég starfaði ung
sem leikhússtjóri hjá Leikfélagi Ak-
ureyrar og kynntist sögu þess og
fólki. Umhyggja Jóns fyrir leikfélag-
inu, þroska þess og þróun var aug-
ljós.
Að lokinni frumsýningu á My Fair
Lady í október 1983 var þess sér-
staklega minnst að liðin voru 10 ár
frá því að Leikfélag Akureyrar gerð-
ist atvinnuleikhús. Þar var Jóni sér-
staklega þakkað að verðleikum, en
hann hafði í formannstíð sinni hjá
leikfélaginu barist ötullega fyrir því
að LA stigi skrefið til fulls úr áhuga-
leikhúsi yfir í atvinnumennsku, eins
og Leikfélag Reykjavíkur hafði gert
árið 1963. Þar höfðu brautryðjenda-
hæfileikar Jóns notið sín sem fyrr,
en hann var geysilega kraftmikill
maður, ákveðinn og fastur fyrir.
Hann hlífði sér aldrei í baráttu og
náði því sem hann ætlaði sér. Hann
var líka bráðmyndarlegur, kom vel
fyrir sig orði og sópaði að honum
hvar sem hann fór.
Að sjálfsögðu var hann leikari sem
fór með ótal rullur hjá leikfélaginu
frá tvítugsaldri. Ég var aðeins of
sein að ná því að sjá hann á sviði, eða
réttara sagt tókst mér aldrei að plata
hann í hlutverk, en mikilvirkur er sá
leiklistarættbogi sem frá honum er
kominn, leikarar, leikskáld, leik-
stjórar og dansarar með meiru – öll
með fríðleika og dugnað forföðurins í
farteskinu. Ég minnist yndislegra
ljósmynda af Jóni, Björgu Baldvins-
dóttur og drengjunum í leikritinu
„Pabba“ frá 1960 þar sem Arnar
Jónsson leikur son pabba síns. Í
Sögu leiklistar á Akureyri 1860-1992
eftir Harald Sigurðsson segir: „Að-
alhlutverkið, hinn uppstökka harð-
stjóra og taugaveiklaða æðikoll, lék
Jón Kristinsson og komst vel frá því
þó örðugt sé“ (Íslendingur), en blað-
ið Íslendingur segir þar einmitt um
Arnar að hann virðist hafa áunna eða
meðfædda hæfileika til að koma
fram á leiksviði. Það var einmitt við
útgáfu þessarar bókar sem ég
kynntist náið eljusemi Jóns er við
sátum saman í ritnefndinni og hann
stjórnaði fjármálahliðinni af festu.
Ræktarsemi Jóns við LA var alltaf
söm við sig. Í lok frumsýningar á
Skugga-Sveini á annan jóladag 1978
var 40 ára leikafmælis Jóns minnst.
Hann færði þá LA að gjöf veglega
fjárupphæð sem stofnframlag í
framkvæmda- og menningarsjóð
LA. Sá sjóður hefur nýst til margra
góðra verka.
Við verkamenn á menningarakr-
inum minnumst Jóns Kristinssonar
með þakklæti og virðingu. Hann
reyndist hugsjónamaður í fleiru en
leiklistinni eins og frægt er orðið en
það verður ekki rakið hér.
Ég færi fjölskyldu hans innilegar
samúðarkveðjur. Blessuð sé minn-
ing Jóns Kristinssonar.
Signý Pálsdóttir.