Morgunblaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
RAGNA Árnadóttir dómsmálaráð-
herra segist binda vonir við að Ísland
geti fullgilt Palermóbókunina og
samning Evrópuráðsins í byrjun
næsta árs og að nauðsynlegar laga-
breytingar til þess verði samþykktar
á haustþinginu.
Að mati Rögnu var bæði eðlilegt og
tímabært að flytja ábyrgðina á mansalsmálum frá félags-
málaráðuneytinu til dómsmálaráðuneytisins, en sá flutn-
ingur fer formlega fram 1. október nk. „Ég lít þannig á að
baráttan gegn mansali sé hluti af baráttunni gegn skipu-
lagðri glæpastarfsemi. Mikið af þeim aðgerðum sem eru
gegn mansali heyrir beinlínis undir dóms- og kirkju-
málaráðuneytið og með flutningnum getum við einbeitt
okkur betur að þessum málaflokki. Við höfum metnað til
þess að berjast gegn mansali, tökum við þessum mála-
flokki full baráttuþreks í dómsmálaráðuneytinu og ætl-
um ekkert að leggja neitt á ís í þeim efnum,“ segir
Ragna.
Spurð hvenær sérfræðiteymið verði skipað og geti tek-
ið til starfa segir Ragna ekki eftir neinu að bíða í þeim
efnum. „Ég mun byrja að vinna í þessu strax. Þetta er
hvort sem er á leiðinni til okkar og því ekki eftir neinu að
bíða,“ segir Ragna og tekur fram að sú hálfs árs bið sem
orðið hafi á því að skipa teymið frá því aðgerðaáætlunin
var kynnt megi fyrst og fremst skýra af þjóðfélagsað-
stæðum. „Tíminn hefur farið í önnur verkefni. Enda ekki
hægt að gera allt í einu. En auðvitað mega heldur ekki
mikilvæg mál gleymast.“
Innt eftir viðbrögðum við mati sérfræðinga þess efnis
að brýnna sé við núverandi þjóðfélagsaðstæður en áður
að berjast gegn mansali segist Ragna deila þeirri skoðun.
„Ég er sammála því að það eigi að leggja áherslu á
þennan málaflokk og stemma stigu við mansali og vændi.
Nú er búið að gera kaup á vændi refsivert og eitt af við-
fangsefnunum framundan er að framfylgja því,“ segir
Ragna og tekur fram að það verði enn ein áskorunin fyrir
lögregluna.
Ætla ekki að leggja man-
salsmálaflokkinn á ís
Ragna Árnadóttir segir fullt baráttuþrek í ráðuneytinu
Ragna Árnadóttir
Guðbjörg í
Hafnar-
fjörðinn
„MÉR líst mjög
vel á að fara í
Hafnarfjörðinn
og starfa við hlið-
ina á öllu því frá-
bæra fólki sem
þar er,“ segir
séra Guðbjörg
Jóhannesdóttir
en valnefnd
Hafnarfjarð-
arprestakalls hefur lagt til við bisk-
up að hún verði skipuð þar prestur
til fimm ára. Hún var meðal átta um-
sækjenda. Guðbjörg var prestur á
Sauðárkróki frá 1998 til 2007 en hef-
ur frá þeim tíma þjónað m.a. í Há-
teigskirkju, Selfosskirkju og Nes-
kirkju. Hún er með MA-próf í
sáttamiðlun og átakastjórnun frá
Kaupmannahafnarháskóla og að-
spurð segir hún þá menntun koma
sér mjög vel í starfinu. Hún hafi leið-
beint kirkjunni um hvernig heppi-
legast sé að koma að erfiðum að-
stæðum, líkt og hún sjálf þurfti að
gera er hún leysti sr. Gunnar
Björnsson af á Selfossi.
Séra Guðbjörg
Jóhannesdóttir
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
VERÐ í nýútkomnum vörulista Ikea hefur að
jafnaði hækkað um 30-40% frá vörulistanum sem
tók gildi 1. september 2008, að sögn Þórarins Æv-
arssonar framkvæmdastjóra. „Þegar við gáfum út
bæklinginn í fyrra var spáð áframhaldandi styrk-
ingu á krónunni og enginn sá fyrir þetta banka-
fall,“ segir Þórarinn, „þannig að við hækkuðum
sáralítið þá.“ Vegna breyttra aðstæðna í þjóð-
félaginu neyddist Ikea á Íslandi til að hækka verð
í nóvember sl. þótt að öllu jöfnu sé lofað verðvernd
á milli útgefinna vörulista. „Við hækkuðum í nóv-
ember í fyrra, sem þýðir að við fórum út af 28 ára
sögu Ikea með því að hækka á miðju ári,“ segir
Þórarinn. „Þá hækkuðum við um 25% og hækk-
unin núna er um það bil 3% ofan á það. Verðbreyt-
ingin í búðinni er þess vegna sáralítil núna miðað
við fyrir mánuði.“
Gengishækkun hefði áhrif á verðið
Þórarinn segir að ef þær aðstæður komi upp að
krónan styrkist muni sú breyting hafa áhrif á
verðlagið, um það séu mörg fordæmi. „Ef það
verður veruleg styrking munum við lækka verðið.
Við birtum hámarksverð í verðlistunum og við
mundum klárlega láta fólk njóta styrkingar.“
Þórarinn kveðst hafa borið saman verð ákveð-
inna vörutegunda, sem ávallt fást í Ikea og mikið
selst af, allt aftur til ársins 1996. Og niðurstaðan
kom honum nokkuð á óvart. „Þetta er vörukarfa
sem ég setti saman og reiknaði út. Þessi karfa
kostar það sama í dag, í krónum talið, og hún
gerði árið 1996. Hún fer yfir 70.000 í kringum
2005 og hefur þá lækkað, eftir að kaupmáttur hef-
ur aukist,“ segir Þórarinn og bætir við að þar sem
fyrirtækið hafi stækkað sé reksturinn nú hag-
kvæmari. „Staðreyndin er að frá árinu 1996 til
2008 var stöðug lækkun á þessum vöruflokkum. Í
kjölfar hrunsins er verðið þess vegna komið á
sama stað og það var árið 1996.“
Í vörukörfunni eru Poang-hægindastóll, Billy-
bókaskápur, Lack-hliðarborð, Klippan-sófi,
Malm-kommóða og Expedit-bókaskápur.
Ikea hækkar verð um 30% milli ára
Samanburður á vinsælum vörum sem alltaf fást sýnir að verð er núna svipað því
sem var árið 1996 Veruleg breyting til batnaðar á krónu yrði til að lækka verðið
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu hefur handtekið karlmann sem
er grunaður um að hafa kveikt í
Laugarásvídeói aðfaranótt sunnu-
dags. Maðurinn var yfirheyrður í
gærmorgun og sleppt í framhaldinu.
Skv. upplýsingum frá lögreglu hefur
hann réttarstöðu grunaðs manns.
Húsnæðið skemmdist mikið í elds-
voðanum. Þá eyðilagðist mest af
þeim kvikmyndum sem voru til á
leigunni en þær voru hátt í 40.000
talsins.
Grunaður
um íkveikju
AÐ nýta landsins gögn og gæði og bæta umhverfið er
inntak verkefnis sem nemendur elstu bekkja Sæmund-
arskóla í Grafarholti í Reykjavík unnu að í gær. Undir
leiðsögn Guðmundar Hrafns Arngrímssonar, formanns
Íbúasamtaka Grafarholts- og Úlfarársdals, hlóðu
krakkarnir torfveggi og eldstæði og til stendur að
smíða æfingatæki og skógarbekki á fjórum áning-
arsvæðum í Grafarholti og við Reynisvatn.
Morgunblaðið/Golli
NÝTA GÖGN OG GÆÐI Í GRAFARHOLTI
ALLS bárust á þessu ári 2.700 hug-
myndir í Nýsköpunarkeppni grunn-
skólanemenda, NKG, en markmiðið
með henni er að auka fólki skilning á
eigin sköpunarmætti og þroska
hann með vinnu.
Nýsköpunarkeppnin er fyrir alla
aldurshópa grunnskólans um allt
land. Var hún haldin í fyrsta skipti
árið 1991 og er nú haldin í 18. sinn.
Hugmyndirnar 2.700 að þessu
sinni eru frá 60 grunnskólum en
voru rúmlega 3.600 í fyrra og þá frá
65 skólum.
Nú um helgina munu 44 hug-
myndasmiðir á aldrinum 8 til 15 ára
taka þátt í vinnusmiðju í Foldaskóla
en þeir komust allir í gegnum nál-
araugað. Verður afrakstur hennar
kynntur í lokahófi í Grafarvogs-
kirkju laugardaginn 19. þ.m. og þar
mun Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, afhenda verðlaun.
Alls 2.700 hug-
myndir bárust
Vörukarfa Ikea
114.340 kr.
Árið 2010
72.190 kr.
Árið 2008
90.100 kr.
Árið 2000
114.800 kr.
Árið 1996
Lögreglan stöðvaði kannabisrækt-
un í íbúð í Árbænum síðdegis í
fyrradag. Við húsleit fundust um
440 kannabisplöntur. Tveir karlar
á þrítugsaldri tengjast málinu sem
telst upplýst að sögn lögreglu.
Lögðu hald á 440
kannabisplöntur