Morgunblaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 40
40 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 ✝ Margrét Hjart-ardóttir fæddist 28. júlí 1913 á Skarði, Skarðsströnd, Dala- sýslu. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 27. ágúst 2009. Foreldrar hennar voru Ása Egilsdóttir, f. 17.6. 1886 í Köldu- kinn, Haukadal, d. 1.7. 1931 og Hjörtur Jónsson, f. 14.12. 1889 á Barmi, Skarðs- strönd, d. 22.2. 1918. Systkini Margrétar voru Kristján, f. 23.9. 1906, d. 31.3. 1998 (sammæðra), Benedikt, f. 4.2. 1909, d. 7.2. 1990, Jóhanna, f. 24.8. 1911, d. 27.12. 1998, Friðrik, f. 7.8. 1912, d. 24.12. 1985 og Jón Sig- urður, f. 12.9. 1917, d. 9.12. 1996. Margrét giftist árið 1937 Stein- grími Jóni Guðjónssyni, umsjón- armanni Landspítalans, en hann var fæddur á Litlu Brekku í Geira- dal 30.11. 1906, d. 25.7. 1977, sonur hjónanna Guðjóns Jónssonar frá Hjöllum í Gufudalssveit, f. 8.2. 1870, d. 7.4. 1949 og Guðrúnar Magn- úsdóttur frá Tungugröf í Kirkju- bólshreppi, Steingrímsfirði, f. 21.1. 1877, d. 2.11. 1953. Margrét og Steingrímur eignuðust fjóra syni en steinsd. en þau slitu samvistum. Börn þeirra: 1) Margrét, f. 1975. 2) Berglind, f. 1980. 3) Steingrímur Jón, f. 1983. Guðjón kvæntist Mar- gréti Hvannberg en þau slitu sam- vistum. Guðjón er kvæntur Jóhönnu Sigtryggsdóttur. Hennar börn eru Jara Kristina Thomasdóttir, f. 1976 og Stefán Peter Thomasson, f. 1978. Langömmubörn og langalang- ömmubörn Margrétar eru í dag 39. Margrét ólst upp í Purkey á Breiða- firði hjá fósturforeldrum sínum, þeim Jóni Jónssyni bónda og konu hans Helgu Finnsdóttur frá Skorra- vík á Fellsströnd, Dalasýslu. Mar- grét fluttist um tvítugt til Reykja- víkur og réð sig í vist hjá hjónunum Þorsteini Jónssyni rithöfundi og Gróu Árnadóttur, til heimilis að Bárugötu 6. Auk húsmóðurstarfa sinna starfaði hún með manni sín- um að rekstri Vogaþvottahússins í Gnoðarvogi í Reykjavík, sem þau ráku um árabil. Eiginmaður Mar- grétar, Steingrímur, lést af slysför- um þann 25. júlí 1977. Margrét tók virkan þátt í félagsstarfi eldri borg- ara, safnaðarstarfi Dómkirkjunnar og stuðningsaðstoð Rauða kross Ís- lands auk heimilishjálpar, svo lengi sem heilsan leyfði. Hún bjó síðustu æviár sín á Hrafnistu í Reykjavík, þar sem hún lést 27. ágúst sl. Útför Margrétar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 4. september, og hefst athöfnin kl. 15. Meira: mbl.is/minningar þeir eru: 1) Jón Magn- ús, f. 1940, d. 2007. Hann var kvæntur Ellu G. Nielsen en þau slitu samvistum. Börn þeirra: 1) Súsanna Mary, f. 1961. 2) Eva Margrét, f. 1962. 3) Jan Steen, f. 1963. 4) Reynir Harald, f. 1967. 5) Jón Stein- grímur, f. 1970. Seinni eiginkona Jóns Magnúsar er Guðrún Hugborg Mar- inósdóttir. Börn þeirra: 1) Ása Gróa, f. 1977. 2) Fjóla, f. 1979, d. 1979. 3) Þórir, f. 1982. Fósturdóttir Jóns Magnúsar er Rósa Jónasd., f. 1971 sem Guðrún átti áður. 2) Helgi Hólmsteinn, f. 1944, kvæntur Valgerði Halldórs- dóttur, börn þeirra: 1) Halldór, f. 1965, 2) Margrét Gróa, f. 1967. 3) Heiðrún, f. 1970 4) Steingrímur, f. 1978. 5) Friðrik, f. 1981. 3) Þor- steinn, f. 1947. Hann var kvæntur Sigríði Önnu Þorgrímsdóttur en þau slitu samvistum. Börn þeirra: 1) Aðalheiður Lind, f. 1966. 2) Stein- unn Björk, f. 1970. 3) Steingrímur Jón, f. 1975. 4) Skapti, f. 1977. 5) Margrét, f. 1977. 4) Guðjón, f. 1949. Hann var kvæntur Björgu Þor- Í dag þegar ég kveð tengdamóð- ur mína, Margréti Hjartardóttur, sem varð 96 ára í júlí sl., langar mig með örfáum orðum að þakka henni fyrir samfylgdina, sem orðin er löng. Ég var unglingsstúlka þeg- ar ég kynntist Helga og kom inn í fjölskylduna og tóku Margrét og Steingrímur mér afar vinsamlega og reyndust þau mér, sem tengda- dóttur, alla tíð einstaklega vel. Margrét fæddist á Skarði á Skarðströnd árið 1913. Foreldrar hennar voru Ása Egilsdóttir yngri, sem ólst upp á Þorbergsstöðum í Laxárdal og Hjörtur Jónsson frá Barmi á Skarðsströnd. Margrét var þriðja barn þeirra hjóna, en fyrir átti Ása soninn Kristján, sem ólst upp á Þorbergsstöðum. Þau hjón voru í vinnumennsku á Skarði þegar Margrét fæðist og var henni komið í fóstur í Purkey á Breiða- firði. Gömul vinkona Möggu, eins og við kölluðum Margréti, Lóa á Stakkabergi sagði mér að sér hefði ætíð verið minnisstætt, þegar hún sem krakki fylgdist með þegar far- ið var með Möggu, aðeins sex vikna gamla, á hestum niður Dagverð- arnesland og út í Purkey til fóstur- foreldranna, þeirra Jóns Jónssonar eldri, bónda í Purkey og konu hans Helgu Finnsdóttur. Magga ólst upp hjá góðu fólki í Purkey og eins og hún sagði sjálf, þá hafði hún alla tíð verið umvafin kærleika og ástúð. Helga Hólmfríð- ur, fóstursystir hennar, þá um tví- tugt, reyndist henni besta vinkona og systir og voru ávallt miklir kær- leikar milli þeirra. Þegar Margrét var fjögurra ára var faðir hennar á vertíð á Suðurnesjum og fórst hann með mótorbátnum Nirði frá Njarð- vík í febrúar árið 1918. Magga var í Purkey fram undir tvítugt en flutti þá til Reykjavíkur og fór í vist hjá þeim heiðurshjón- um, Gróu Árnadóttur og Þorsteini Jónssyni bankastarfsmanni og rit- höfundi, er skrifaði undir skálda- heitinu Þórir Bergsson. Frá þeim tíma var hún ein af fjölskyldu þeirra hjóna. Tengdaforeldrar mín- ir, Magga og Steingrímur, bjuggu síðan allan sinn búskap í sama húsi og þessi mætu hjón, nánast sem ein fjölskylda. Þegar drengirnir ólust upp reyndust Gróa og Þorsteinn þeim sem besti afi og amma. Tengdamóðir mín var falleg og glæsileg kona, hún var heilsteypt og jákvæð manneskja og tel ég að hófsemi og nægjusemi í öllu, eink- um að því er snéri að henni sjálfri, hafi verið hennar aðalsmerki. Það var henni mikið áfall þegar Stein- grímur lést af slysförum 1977. Þá sýndi hún hversu sterkur persónu- leiki hún var og kjarkmikil kona, sem sótti allan sinn styrk í að hjálpa öðrum og vinna að góðum málefnum. Magga var mikil húsmóðir á sínu fallega heimili og hugsaði vel um stórfjölskylduna. Á hátíðisdögum, jólum eða við önnur tækifæri, voru haldnar fjölmennar fjölskylduveisl- ur. Hún lagði mikla rækt við sitt fólk og sýndi unga fólkinu alltaf mikinn áhuga og fylgdist vel með hvernig þeim gekk og var stolt af þeim. Að lokum kveð ég elskulega tengdamóður mína með þakklæti fyrir alla þá hlýju og vinsemd sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni alla tíð. Blessuð sé minning hennar Valgerður Halldórsdóttir. Elsku amma á Báró, við kveðjum þig nú með söknuði í hjarta. Nú ert þú farin til afa. Við erum þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu og fengið að vera samferða þér, eftir sitja margar góðar minningar. Það var alltaf gaman að koma í heim- sókn til þín, amma. Fá að sitja hjá þér og spjalla við þig, þú hafðir alltaf mikinn áhuga á að heyra hvað hafði drifið á daga okkar. Það kom okkur líka alltaf jafn mikið á óvart hvað þú mundir vel hvað við vorum að fást við hverju sinni. Í hvert skipti sem við komum í heim- sókn þá spurðum við okkur af hverju við kæmum ekki oftar í heimsókn því við fórum alltaf frá þér með gleði í hjarta. Þú hafðir svo góða nærveru, varst alltaf svo góð og vildir öllum svo vel. Okkur er það sterkt í minni þeg- ar þú bauðst okkur heim í reyktar svínakótelettur. Enn þann dag í dag höfum við ekki fengið eins góð- ar svínakótelettur og þú eldaðir fyrir okkur þá. Ást þín og kær- leikur hefur án efa fylgt þeirri uppskrift. Það var alltaf hægt að treysta á að fá hreinskilið álit frá þér, amma. Þú hafði líka alltaf skoðun á hlut- unum og það var skemmtilegt hvað þú tókst alltaf sérstaklega vel eftir því hvernig við litum út. Hvort sem þér fannst við hafa grennst, fitnað eða annað þá lést þú það ávallt í ljós. Þegar þú hrósaðir okkur þá vissum við líka að það var ósvikið hrós. Elsku amma á Báró, þú munt alltaf vera í hjarta okkar. Takk fyrir að hafa alltaf verið svona góð- hjörtuð og yndisleg. Við söknum þín en vitum að þú ert komin til afa þar sem þér líður vel. Margrét Guðjónsdóttir, Berglind Guðjónsdóttir og Steingrímur Jón Guðjónsson. Amma var í miklu uppáhaldi hjá okkur systrunum. Hún bjó á Báru- götunni stærstan hluta ævi sinnar og var aldrei kölluð annað en amma á Báró af barnabörnum sín- um. Það var alltaf gaman að heim- sækja hana og hún tók á móti öll- um með hlýju og brosi. Frændsystkinahópurinn var mjög stór og skrautlegur og var öllum alltaf velkomið að gista. Oft var glatt á hjalla og var heimili hennar eins og ævintýraheimur fyrir okkur systurnar. Margar skemmtilegar minning- ar koma upp í hugann þegar við hugsum til baka um ömmu í stóra húsinu á Bárugötunni. Við munum til dæmis eftir því þegar við stál- umst í sparipúðana hennar og not- uðum þá sem sleða niður brattan stigann heima hjá henni. Amma þóttist ekkert vita þótt þetta væri auðvitað harðbannað. Annað sem kemur í hugann er fatahengið á ganginum sem var með stórum og þungum flauels- gardínum. Þar voru settar upp ófá- ar leiksýningar fyrir ömmu og mikið var rætt um það hver fengi að draga gardínurnar frá og fyrir. Í kringum þessar leiksýningar var mikil gleði og við hlógum og skemmtum okkur öll konunglega. Amma var mjög trúuð og fór með okkur í sunnudagaskólann þar sem við lærðum bænir sem hún lét okkur alltaf fara með á kvöldin. Við viljum kveðja hana með bæn sem er í miklum metum hjá okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Aðalheiður Lind og Steinunn. Í dag kveð ég ömmu mína, Mar- gréti Hjartardóttur eða ömmu á Báró, eftir langa og farsæla ævi. Margar minningar koma upp í hugann einkum frá bernskuárun- um en við systkinin vorum svo lán- söm að alast upp í nágrenni við ömmu og afa. Það var mikill sam- gangur á milli heimilanna og oft hjóluðum við systkinin á Bárugöt- una sem var vel staðsett gagnvart miðbænum og voru þá hjólin alltaf skilin eftir þar á meðan farið var að erinda niður í bæ. Það var alltaf tekið hlýlega á móti okkur þegar við komum í heimsókn og oftar en ekki voru nýbakaðar pönnukökur eða annað bakkelsi á boðstólum. Ég minnist líka matar- og kaffi- boðanna á sunnudögum að ógleymdum jólaboðum og öðrum tilefnum þar sem stórfjölskyldan kom saman. Amma helgaði líf sitt heimili sínu og fjölskyldu. Hún hafði gam- an af hannyrðum, bæði að sauma út og prjóna og fengum við barna- börnin að njóta þess á haustdögum þegar amma birtist með vettlinga og sokka í margs konar litum fyrir veturinn. Amma var trúrækin kona og starfaði um árabil í kvenfélagi Dómkirkjunnar í Reykjavík þar sem hún vann óeigingjarnt starf og lét margt gott af sér leiða og var sá félagsskapur henni mikilvægur. Það var mikið áfall fyrir ömmu og okkur öll þegar afi Steingrímur lést af slysförum sumarið 1977 en þá var amma á besta aldri. Þau voru einstaklega falleg og samhent hjón þar sem sambandið einkennd- ist af væntumþykju og virðingu. Eftir að amma varð ein dvaldi hún oft heima hjá okkur á Hagameln- um og ég man hvað mér fannst notalegt að hafa hana hjá okkur og geta spjallað fram eftir kvöldi þeg- ar allt var komið í ró. Við amma vorum mjög samrýnd- ar alla tíð. Hún var ákaflega glæsi- leg kona með þykkt og mikið hár, fallegan svip, blítt augnaráð og hlýtt faðmlag. Ég var afar stolt af því að vera nafna hennar og Gróu sem var henni ávallt svo kær. Við amma nutum þess að spjalla saman um allt milli himins og jarðar en hin síðari ár ræddum við oft og iðu- lega saman í síma og skipti þá engu þótt aldursmunur væri mikill. Amma hafði gaman af því að heyra spaugilegar sögur úr daglegu lífi og ómar enn í huga mér glettinn hlátur hennar. Hún var góður hlustandi og á sinn stillta, einlæga og jákvæða hátt veitti hún ótrúleg- an styrk. Amma var einstaklega þakklát og átti auðvelt með að samgleðjast öðrum og hugsaði um- fram allt um velferð fjölskyldu sinnar. Amma var svo lánsöm að vera heilsuhraust alla ævi og gat fylgst með öllu því sem við fjölskyldan tókum okkur fyrir hendur allt fram á síðasta dag. Hún var ákaflega stolt af strákunum sínum og talaði oft um hversu vel þeir hefðu reynst henni í gegnum árin. Ég kveð ömmu mína með söknuði og þakk- læti í huga fyrir allar yndislegu samverustundirnar sem við höfum átt saman í gegnum árin og þá hlýju og vinsemd sem hún sýndi fjölskyldu minni alla tíð. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Margrét Gróa Helgadóttir. Nú þegar hún Margrét Hjartar- dóttir, „amma á Báró“, er farin er hugur minn fullur þakklætis fyrir það lán að hafa verið henni sam- ferða í lífinu. Við kynntumst fyrst árið 1972 og hægt og rólega þróuð- ust þau kynni þannig að úr varð traust vinátta sem aldrei bar skugga á. Hún var tengdamóðir mín í tuttugu ár, stórglæsileg kona og amma barnanna minna og alltaf með þeirra hag í huga, fylgdist vel með lífi þeirra og var til staðar fyr- ir þau. Á sinni löngu og viðburða- ríku ævi hefur gefið á bátinn inn á milli eins og gengur en með sínu ljúfa, hreinskilna viðmóti bræddi hún allra hjörtu og stóð allt af sér. Upp í hugann koma myndir af frásögnum hennar, hún sem reifa- barn flutt í fóstur út í Purkey þegar fjölskyldan tvístrast eftir að heim- ilisfaðirinn drukknar, dagurinn þegar hún hittir móður sína fyrst, þá orðin stálpuð stúlka, þegar hún kynnist systkinum sínum sem full- orðin kona og ótal margt fleira sem ekki verður nefnt hér en situr eftir í minningunni. Beinskeyttar en græskulausar athugasemdir henn- ar um menn og málefni hafa oft kitlað hláturtaugarnar og þeirra verður saknað. Þegar stormasamt hefur verið í mínu lífi þá var það fyrst og fremst hún sem reisti við trú á hið góða í mannfólkinu, bara með því að vera þarna svo fordóma- laus, aldrei í sæti dómarans, elsk- andi sitt fólk og æðrulaus. Fram á síðasta dag gaf hún mér þær gjafir að ganga léttfættari og bjartsýnni af fundum okkar. Hún var engri lík og lifir svo sannarlega áfram með okkur. Björg. Sumir segja að lífið skiptist niður í kafla, rétt eins og í bók. Sum rit- verk eru gefin út í einni bók og önn- ur í nokkrum bindum. Mér líður eins og ég sé að ljúka við eitt veg- legt bindi í mínu lífi og er komin með kvíða fyrir því að byrja næsta. Það sem gerir þetta ókláraða bindi svona sérstakt er hvað amma kem- ur mikið við sögu, því þær voru margar góðar stundirnar hjá okkur saman. Ég er þakklátur í bland við væntumþyggju þegar nafnið Mar- grét Hjartardóttir eða amma á Báró ber á góma. Þær eru óteljandi góðu minningarnar sem streyma um kollinn, t.d. rétt í þessu var ég að hugsa til þess þegar amma, ég og fleiri frændur og frænkur fórum saman í sunnudagaskólann í Dóm- kirkjunni vetur eftir vetur, sungum saman, lituðum biblíumyndir og lékum okkur saman. Eftir það var farið heim til ömmu í hádegismat og smákökur. Amma átti jú alltaf smákökur í rauða kistlinum í milli- gangnum á Bárugötunni. Ég gæti haldið endalaust áfram. Ég ætla þó að enda þessa kveðju til þín amma á að láta litla rímu fylgja með, hún var í miklu uppáhaldi hjá þér því hún er úr gömlu afmæliskorti frá mér til þín. Amma á Báró mín er amma Magga mín … Hún er fögur því henni er það mikið mál … að vera mögur Hún er sólin er alltaf skín enda er hún nær alltaf fín … Hún er hin eina sanna. Amma Magga á Báró mín. Kveðja. Jón Helgi Sigurðsson. Við kveðjum í dag mæta konu, Margréti Hjartardóttur, eða ömmu á Báró eins og hún var ávallt kölluð í fjölskyldunni. Það er margt sem kemur upp í hugann en þó fyrst og fremst söknuður, þakklæti og margar góðar minningar. Amma var afar glæsileg kona, dagfarsprúð og það var mikil reisn yfir henni hvar sem hún fór. Hún fylgdist vel með þjóðmálum, var staðföst og hafði ákveðnar skoðanir á hlutun- um. Amma tileinkaði sér heilindi, traust og umburðarlyndi í öllum samskiptum í sínu daglega lífi. Margrét Hjartardóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA BENTSSONAR fyrrv. yfirverkstjóra hjá Flugmálastjórn, Digranesvegi 80, Kópavogi. Unnur Jakobsdóttir, Bent Bjarnason, Helga Helgadóttir, Anna Þórdís Bjarnadóttir, Stefán R. Jónsson, Jakob Bjarnason, Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.