Morgunblaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009
Atvinnuauglýsingar
„Au pair“ í Danmörku
„Au pair” óskast á lítinn sveitabæ á Jótlandi í
Danmörku fram að næstu áramótum. Þarf að
hafa bílpróf. Fríar ferðir.
Nánari upplýsingar hjá Sigrúnu í síma:
0045 9718 4965 og í gsm: 0045 2228 5697.
Vinsælt veitingahús
í hjarta miðbæjarins óskar eftir matreiðslu-
manni/matráði. Einnig vantar aðstoðarfólk í
eldhús. Áhugasamir sendi umsóknir á
box@mbl.is merktar: „V - 22610“.
Biskup Íslands auglýsir eftir
presti
til afleysingar í Nesprestakalli, Reykja-
víkurprófastsdæmi vestra í níu mánuði
frá 1. október 2009 til og með 31. júní
2010.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á Biskups-
stofu, s. 528 4000.
Umsóknir berist til Biskupsstofu, Laugavegi 31,
150 Reykjavík fyrir 19. september nk.
Raðauglýsingar 569 1100
Félagsstarf
18 - 20 SEPTEMBER IN FORUM COPENHAGEN
FRIDAY 14-21 SATURDAY & SUNDAY 11-18
www.artcopenhagen.dk
LEADING GALLERIES FROM
DENMARK, SWEDEN, NORWAY, ICELAND, FINLAND,
FAROE ISLANDS AND GREENLAND
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Baldursgata 9, 200-7125, Reykjavík, þingl. eig. Þóra Jónsdóttir,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 8. september 2009
kl. 14:00.
Engjasel 79, 205-5374, Reykjavík, þingl. eig. þb. Jónasar Andrésar
Þórs Jónssonar, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn
8. september 2009 kl. 11:00.
Njálsgata 72, 200-8393, Reykjavík, þingl. eig. Elvar Már Atlason,
gerðarbeiðandi Lögmenn Laugardal ehf., þriðjudaginn 8. september
2009 kl. 13:30.
Rauðarárstígur 28, 201-0831, 75% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Heimir
Þór Guðjónsson, gerðarbeiðandi Síminn hf., þriðjudaginn 8. septem-
ber 2009 kl. 14:30.
Rauðavað 25, 227-3064, Reykjavík, þingl. eig. Birkir Reynisson,
gerðarbeiðandi Húsfélagið - Bílskýli Rauðavað 1-25, þriðjudaginn
8. september 2009 kl. 10:30.
Suðurhólar 26, 205-0945, Reykjavík, þingl. eig. Karl Olsen, gerðar-
beiðendur Íbúðalánasjóður, Suðurhólar 26, húsfélag ogTrygginga-
miðstöðin hf., þriðjudaginn 8. september 2009 kl. 11:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
3. september 2009.
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag –
Þingeyjarsveit
Tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í
landi Hafralækjar í Aðaldal, Þingeyjarsveit.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti 28.
ágúst sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi
fyrir frístundabyggð í landi Einarsstaða, skv.
25. grein laga nr. 73/1997 m.s.br.Tillagan nær
til 6 ha svæðis og er gert ráð fyrir 9
frístundalóðum.
Deiliskipulagið verður til sýnis á skrifstofu
Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugum frá 7.
sept. 2009 – 12. okt. 2009. Nánari upplýsingar
eru veittar á skrifstofu Þingeyjarsveitar. Þá eru
upplýsingar og aðgengilegar á heimasíðu
Þingeyjarsveitar, www.thingeyjarsveit.is
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er
gefinn kostur á að gera athugasemdir við deili-
skipulagstillöguna og skal þeim skilað skriflega
til skrifstofu Þingeyjarsveitar, eigi síðar en 20.
október 2009. Þeir sem ekki gera athugasemd
við tillöguna teljast samþykkir henni.
3. september 2009.
Sveitarstjórinn í Þingeyjarsveit,
Tryggvi Harðarson.
Efnistaka úr Háuhnúkum við Vatnsskarð
í Grindavíkurbæ
(Vatnsskarðsnáma).
Mat á umhverfisáhrifum - Álit Skipu-
lagsstofnunar
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á
umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr.
106/2000 m.s.b.
Skipulagsstofnun telur að mestu umhverfis-
áhrif efnistökunnar úr Háuhnúkum verði
sjónræn sem og áhrif á landslag og jarð-
myndanir. Sjónræn áhrif verði talsvert til veru-
lega neikvæð og áhrif á landslag og jarð-
myndanir talsvert neikvæð. Skipulagsstofnun
telur að áhrif framkvæmdarinnar á landnotkun,
loftgæði, grunn- og neysluvatn, hljóðvist, um-
ferðaröryggi og fornleifar verði ekki veruleg.
Skipulagsstofnun telur að staðbundin áhrif á
gróður verði verulega neikvæð í ljósi þess að
jarðvegi verður rutt af efnistökusvæðinu og
töluverð óvissa er um hvernig landnám og
framvinda náttúrulegs gróðurs mun ganga að
frágangi loknum. Á framkvæmdasvæðinu er
hins vegar hvorki um stór samfelld jarðvegs-
svæði né sjaldgæfar tegundir að ræða og
áhrifin á svæðisvísu því ekki veruleg. Bent er á
að haft verði samráð við Grindavíkurbæ,
Umhverfisstofnun og stjórn Reykjanesfólk-
vangs um landmótun og uppgræðslu við
frágang svæðisins.
Álitið í heild liggur frammi hjá Skipulagsstofn-
un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Álit Skipu-
lagsstofnunar og matsskýrsla Alexanders
Ólafssonar ehf. er einnig að finna á heimasíðu
stofnunarinnar: www.skipulag.is.
Skipulagsstofnun.
Félagslíf
Kaffi Amen í kvöld kl. 21
með lifandi tónlist.
Ertu að leita þér að vinnu?
Vantar þig starfskraft?
Farðu inn á mbl.is/atvinna