Morgunblaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „MÉR finnst þetta mál vekja upp ýmsar spurningar sem rétt er að leita svara við,“ segir Svandís Svav- arsdóttir umhverfisráðherra um þær greiðslur sem fóru frá Landsvirkjun til Skeiða- og Gnúpverjahrepps í tengslum við skipulagsvinnu vegna virkjanaáforma í neðri Þjórsá. Að mestu leyti var um lögfræði- kostnað að ræða en greiðslur upp á alls 11 milljónir kr. ná til vinnu á ár- unum 2006 til 2008, þar sem breyta þurfti deiliskipulagi og aðalskipulagi vegna áforma um Hvamms- og Holtavirkjun í neðri Þjórsá, sem eru innan hreppsins. Sveitarstjórnin hélt tíu vinnufundi á árunum 2007 og 2008 og fengu hreppsnefndarmenn greiddar 200 þúsund krónur hver, einnig Sigurður Jónsson, fv. sveitar- stjóri, sem vakti athygli á þessum greiðslum opinberlega í vikunni. Skeiða- og Gnúpverjahreppur samþykkti skipulagið og er umhverf- isráðherra nú með það mál til með- ferðar. Svandís segist ekki hafa kynnt sér greiðslur Landsvirkjunar til hlítar en almennt megi velta fyrir sér hvernig lítil sveitarfélög geti staðið straum af kostnaði við skipu- lagsvinnu. „Þau þyrftu að geta sótt í miðlægan sjóð svo að þau væru ekki háð hagsmunaaðilum um kostnað. Það er mikilvægt að farið sé vel með slíka hagsmuni og allar ákvarðanir og athafnir hafnar yfir allan vafa. Þetta dæmi vekur mann verulega til umhugsunar um stöðu sveitarfélaga í málum sem þessum,“ segir Svandís. Undir þetta tekur Gunnar Örn Marteinsson, oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sem veltir fyrir sér hvort lítil sveitarfélög eigi að leggja í allan kostnað við und- irbúning stórra framkvæmda. Eðli- legra geti verið að ríkið sjái um þann kostnað frekar en framkvæmdaaðil- ar sjálfir. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir fyrirtækið hafa gert svipaða sam- starfssamninga við fleiri sveitarfélög í tengslum við skipulagsvinnu vegna virkjanaáforma, m.a. við Norðurhér- að á Austurlandi og við sveitarfélög í Húnaþingi vegna Blönduvirkjunar. Líka samið við Ásahrepp? Þar sem aðalskipulag hafi legið fyrir austanmegin Þjórsár, hjá Ása- hreppi og Rangárþingi ytra, hafi ekki þurft að gera svona samninga við þau sveitarfélög. Þar geti þó þurft að koma til breytinga á deiliskipulagi og ekki sé útilokað að samið verði við þau, líkt og Skeiða- og Gnúpverja- hrepp. „Þetta er í samræmi við þau vinnubrögð sem við höfum viðhaft í gegnum tíðina,“ segir Þorsteinn. Mál sem vekur upp spurningar  Umhverfisráðherra telur greiðslur Landsvirkjunar til Skeiða- og Gnúpverjahrepps vekja spurningar um stöðu sveitarfélaga gagnvart stórum framkvæmdaraðilum  Oddviti hreppsins er sömu skoðunar RANNSÓKNARÞJÓNUSTAN Sýni opnaði í vikunni matvælaskóla. Matvælafræðingar og ráðgjafar hjá Sýni munu halda námskeið sem fjalla um matvæli og meðhöndlun þeirra frá öllum hliðum, allt frá frumframleiðslu til neytanda. Náms- efnið nær einnig yfir hollustu og fjöl- breytta notkun matvæla og hráefna- val en það er unnið af ráðgjöfum sem starfað hafa í mörg ár í matvælaiðn- aði og byggist á langri reynslu þeirra af námskeiðahaldi, rannsóknar- störfum og samstarfi við fyrirtæki og fagmenn. Er skólinn hugsaður jafnt fyrir einstaklinga, fyrirtæki, veitinga- staði, bændur sem vilja selja beint frá býli og ófaglærða starfsmenn í matvælageiranum sem vilja fá rétt- indi til að starfa sem gæðastjórar. Fjalla um meðhöndlun matvæla frá öllum hliðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýni Ásta Guðmundsdóttir, Guðrún Alfonsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir. Á FUNDI borgarráðs í gær var samþykkt tillaga VG um könnun á kostum þess að bílastæðahús borgarinnar verði seld. Borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG sam- þykktu tillöguna en fulltrúar Sam- fylkingarinnar bókuðu fyrirvara við málið og sátu hjá. Í bókun Sam- fylkingar segir að augljóst sé að þessar hugmyndir gætu leitt til stórhækkunar á bílastæðagjöldum í borginni. Þá sé vandséð hvernig hægt sé að aðskilja stefnu um verð- lagningu og aðgengi að miðborg- inni frá rekstri bílastæðahúsa. Skoða einkavæð- ingu bílastæðahúsa ÁRNI Helgason var kjörinn for- maður Heimdall- ar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á að- alfundi félagsins. Árni hlaut 58,5% atkvæða, en 930 atkvæði voru greidd á aðal- fundinum. Í stjórnmálaályktun, sem sam- þykkt var á fundinum, er m.a. hörmuð hjáseta meirihluta þing- flokks Sjálfstæðisflokksins í at- kvæðagreiðslu á Alþingi um Ice- save-frumvarpið. Þá er þeirri skoðun lýst, að um- sókn Íslands um aðild að Evrópu- sambandinu sé ógæfuspor og að hagsmunum Íslendinga sé best borgið utan sambandsins. Árni kjörinn formað- ur Heimdallar Árni Helgason Oddviti Skeiða- og Gnúpverja- hrepps sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis í gær vegna frétta- flutnings af greiðslum Lands- virkjunar, auk þess sem hann birti rammasamkomulag við Landsvirkjun og fleiri gögn (sjá mbl.is). Greiðslurnar hafi verið í fullu samræmi við samkomu- lagið og þær ekki runnið beint til sveitarstjórnarmanna. Frá- leitt sé að ýja að því að borið hafi verið fé á sveitarstjórn- armenn. Bendir hann einnig á að Sigurður Jónsson, fv. sveit- arstjóri, hafi verið látinn hætta. Eigi borið fé á okkur Þorsteinn Hilmarsson Svandís Svavarsdóttir Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Grunn- og leikskólabörn í Reykjanesbæ settu ljósahátíð í 10. sinn í gær- morgun þegar þau slepptu 2000 blöðrum í öll- um litum til himins, sem tákn um þau 55 þjóð- arbrot sem búa í bænum. Börnin komu fótgangandi til setningarinnar við Myllu- bakkaskóla og tóku með því þátt í heims- göngu til friðar en takmark hennar er að skapa kringumstæður sem leitt geta til friðar og tilvistar án ofbeldis. Fjölbreytt dagskrá er hafin um allan bæ og heldur áfram til síðdegis á sunnudag með há- punkti á laugardag, Ljósanótt. Aðaláhersla verður lögð á tónlistarviðburði í tengslum við 10 ára afmæli hátíðarinnar, m.a. með Ljósa- nætursvítu á hátíðarsviði á laugardagskvöld, ásamt flutningi ljósalagins. Áhugi á sýning- arhaldi er ekki minni nú en verið hefur og er allt sýningarrými bæjarins nýtt. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Friður í upphafi ljósahátíðar í Reykjanesbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.