Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 26

Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 LANDSVIRKJUN eyðir áfram fjármunum í undirbúning Þjórs- árvirkjana í byggð, þótt ákvörðun um virkj- anirnar liggi ekki fyrir og breytingar á skipu- lagi vegna þeirra hafi ekki verið samþykktar. Þetta kom fram á fundi heimamanna við Þjórsá í vikunni. Undirbúningur vegagerðar, rannsóknir og margvísleg undirbún- ingsvinna hefur blasað við íbúum á bæjum við Þjórsá í sumar, þrátt fyrir samkomulag ríkisstjórnar um að ekki skuli hreyft við málinu meðan ramma- samningur um verndun og nýtingu auðlinda er ófrágenginn. Fundarmenn vilja skýr svör við því hvaðan Lands- virkjun fær fjármagn til að vinna að umdeildum framkvæmdum sem ekki hafa verið samþykktar og verða von- andi aldrei. Þeim þykir furðu sæta að Landsvirkjun geti eytt stórfé í auglýs- ingar í kreppunni. Fundur heima- manna leggur til að sótt verði um fé af fjárlögum til að standa undir kostnaði við að verjast ágangi Landsvirkjunar og kynningu á málefnum íbúa við Þjórsá. Staða skipulagsmála bæði í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi og í Fló- anum er óljós. Í Flóa er ekkert gildandi aðalskipulag, en sveitarstjórn hefur síðastliðin tvö ár reynt að fá skipulags- tillögu sína samþykkta. Meirihluti íbúa í Flóahreppi hefur skorað á sveitarstjórnina að hafna Urr- iðafossvirkjun og setja hana ekki inn á aðalskipulag. Auk þessa hefur sveit- arstjórnin fengið á sig stjórnsýslukæru vegna vinnubragða við skipulagsvinnu og er verið að kanna hvort Lands- virkjun hafi keypt sér skipulag. Sveit- arstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps stóð rangt að kynningu og undirbún- ingi síns skipulags. Stjórnvöld hafa af þessum sökum ekki staðfest skipulag- sóskir sveitarstjórnar. Upplýst er orðið að sveitarstjórnirnar báðar fóru rangt að við skipulagsgerðina. Í áliti umboðs- manns Alþingis var farið hörðum orð- um um verklag Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahreppur fékk skipulagið endursent úr stjórnarráðinu þar sem rangt hafði verið staðið að kynningu. Fundarmenn telja að í sveitarstjórn- unum báðum séu fulltrúar sem van- hæfir eru til að fjalla um skipulagstil- lögurnar, þar sem þeir stefna að peningalegum ávinningi við sölu á landi, veiðihlunnindum og vatnsrétt- indum til Landsvirkjunar. Fund- armenn telja að andstaða við virkjun Þjórsár í byggð hafi vaxið meðal heimamanna og var hún þó mikil fyrir. Óttast menn nú ofan á annað að Lands- virkjun verði gjaldþrota einhvern tíma á næstu misserum eða yfirtekin af er- lendum aðilum. Fundarmenn undrast yfirlýsingu iðnaðarráðherra um að til greina komi að virkja Þjórsá og nýta orku tíma- bundið til álvers í Helguvík. Þeir vona að ráðherrann taki þetta aftur. Þá vilja þeir boða umhverfisráðherra á sinn fund hið fyrsta til að ræða stöðuna við Þjórsá, þar sem margt sé óljóst og ým- is sjónarmið órædd eða hafi verið hundsuð. Á fundinum kom fram sú skoðun að Vinstri græn hljóti að stöðva áform um virkjanir í neðri hluta Þjórsár, en geri flokkurinn það ekki, hljóti hann að líða undir lok sem stjórnmálaafl. Nú nokkrum dögum eftir fund heimamanna við Þjórsá hef- ur flokksráð Vinstri grænna samþykkt ályktun þar sem ráðherrum og þing- mönnum flokksins er falið að sjá til þess að ekki verði virkjað í neðri hluta Þjórsár. Því hljóta íbúar við Þjórsá og allir náttúruunnendur að fagna og því hljóta ráðherrar og þingmenn flokks- ins að fara eftir. Þetta er líka spurning um trúverðugleika, enda hafa þing- menn beggja stjórnarflokkanna lýst yfir eindreginni andstöðu við þessar virkjanir í byggð. Stöðugleikasáttmáli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda er í andstöðu við loforð og stefnu þeirra sem það hafa gert. Í þeim sátt- mála er stefnt að því að fórna meiri hagsmunum fyrir minni, koma af stað hagvexti og stundargróða á kostnað náttúru og byggðar við Þjórsá. Raun- ar getum við ekki séð af stöðu lands- mála á Íslandi í dag að virkjana- og stóriðjustefna stjórnvalda hafi komið á neinum stöðugleika í efnahagsmálum hingað til. Við það verður ekki unað. Baráttu heimamanna til að verja Þjórsá og ásýnd landbúnaðarhéraðsins Suður- lands verður ekki hætt. Það er ljóst að meðal fjölmargra íbúa Suðurlands verður aldrei sátt um virkjanirnar í neðri hluta Þjórsár. Við erum þess fullviss að meirihluti þjóðarinnar telji tíma vera kominn til að reyna aðrar leiðir við framtíðarupp- byggingu landsins en þær sem efna til sundrungar og andstöðu meðal íbúa landsins. Hver borgar fyrir Landsvirkjun? Eftir Ólaf Sig- urjónsson og Guð- finn Jakobsson » Landeigendur telja stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og aðfarir Landsvirkjunar varðandi virkjanir í neðri hluta Þjórsár valda sundrungu og ófriði Ólafur Sigurjónsson Höfundar eru bændur og landeigendur við Þjórsá. Guðfinnur Jakobsson ÞEGAR þetta er skrifað eru mánaðamót nýliðin og eins og um hver mánaðamót að undanförnu hefur verið straumur fólks til safn- aða þjóðkirkjunnar og hjálparstofnana í leit að fjárhagslegri aðstoð. Það eru reyndar sér- staklega erfið mán- aðamót að þessu sinni, því skólarnir voru að byrja og kostnaður barnafjöl- skyldna mikill af þeim sökum. Matur er að hækka, bækur, föt og nauðsynjar hafa margfaldast í verði. Og undanfarið ár hefur grynnkað mikið í sjóðum landsmanna eins og við vitum. Það fólk sem leitar sér aðstoðar og kemur til dæmis til kirkjunnar er á öllum aldri og af báðum kynjum. Í hópnum eru marg- ir sem af einhverjum ástæðum hafa orðið undir í þjóðfélagsbaráttunni og geta ekki lengur séð sér og sínum far- borða með þeim stuðningi sem sam- félagið veitir. Sumir eru öryrkjar, aðrir hafa barist lengi við erfiða sjúkdóma. Enn aðrir eiga veik börn eða veika að- standendur og hafa orðið að draga sig út úr vinnumarkaðinum um stund- arsakir að hluta eða öllu, til þess að helga sig umönnun sjúklingsins. Í hópnum eru líka ellilífeyrisþegar að ógleymdum öllum einstæðu foreldr- unum, oftast mæðrum. Þar eru líka margir fulltrúar þeirra sem hafa misst vinnuna undanfarið. Svo eru það hinir sem eiga fyrir stórri fjölskyldu að sjá og eru í fullu starfi en launin duga ekki til þess að endar nái saman. Til þess er skuldabyrðin of þung eða matarreikn- ingarnir of háir. Hópurinn er sem sagt mjög fjöl- breyttur. En eitt eiga allir í hópnum sameiginlegt. Í síðustu viku mánaðar- ins eiga þau varla fyrir mat eða öðrum nauð- þurftum handa sér og sínum. Þess vegna leita þau til hjálparstofnana, til að fá hjálp til þess að kaupa mat svo að það ríki ekki matarleysi á heim- ilinu. Það er ekki þar með sagt að allar skuldir hafi verið gerðar upp frá því um síðustu mánaðamót. Oftast duga tekjurnar ekki til þess. En þegar vika eða meira er eftir af mánuðinum og enginn matur er til, þá skipta skuld- irnar minna máli á móts við það að þurfa að horfa upp á börnin sín án mat- ar. Oft er um það deilt á opinberum vett- vangi hvað fátækt sé og hvernig eigi að skilgreina fátækt. Sýnist sitt hverjum og sumir segja að lítil sem engin fátækt sé á Íslandi miðað við önnur lönd. En þetta fólk sem leitar eftir stuðningi við matarinnkaup í kringum mánaðamótin er hið sanna andlit fátæktarinnar á Ís- landi, andlit sem fáir ef nokkrir kjósa að sýna opinberlega. Það er e.t.v. ekki auðvelt að trúa því fyrir sadda og sæla góðborgara að það sé til fólk hér á landi sem hreint og beint eigi ekki til hnífs og skeiðar. En það er nú samt hin kalda staðreynd sem ekki verður undan vik- ist. Eins og ég sagði hér fyrr þá deila menn um hvernig skilgreina beri hug- takið fátækt. Sú skilgreining er í raun sára einföld. Það er fátæk fjölskylda sem verður að neita börnunum sínum um þátttöku í margskonar félagsstarfi vegna þess að það eru engir peningar til á heimilinu. Það eru fátæk börn sem komast ekki í tónlistarskóla, geta ekki stundað íþróttir, eru ekki jafnrétthá öðrum börnum í samfélaginu, af því að foreldrarnir geta ekki greitt þau gjöld sem krafist er. Það er fátæk fjölskylda sem getur ekki keypt skólabækur og námsgögn fyrir börnin sín. Og það er fjölskylda í neyð sem þarf að biðja um mataraðstoð af því að engir peningar eru til fyrir mat. Nei, það er ekki auð- velt að trúa því að ástandið sé svona á allt of mörgum heimilum. En fátæktin er því miður staðreynd sem ekki er hægt að afneita. Hvernig er best að bregðast við þessum staðreyndum fá- tæktarinnar á Íslandi sem ég nefndi? Ætli fyrsta skrefið sé ekki að við- urkenna fátæktina og horfast í augu við staðreyndir? Til þess að snúa við þeirri dapurlegu þróun sem Rauði krossinn, Hjálparstarf kirkjunnar og fleiri hjálparsamtök hafa bent okkur á að eigi sér stað um þessar mundir í átt til meiri fátæktar, þá held ég að það sé nauðsynlegt að taka höndum saman á breiðum grundvelli um þjóðarátak gegn fátækt. Svo margir þjóðflags- hópar eru það illa staddir að ekki þýðir lengur að vera með venjulegt flokkak- arp og ásakanir um hverjum allt sé að kenna. Velferðarkerfið á Íslandi hefur aldrei staðið undir nafni miðað við hin norrænu ríkin og er á engan hátt í stakk búið til að takast á við þann mikla vanda sem nú blasir við. Þess vegna verður að breyta um stefnu. At- hafnir en ekki orð eru það sem þarf. Raunveruleg hjálp fyrir fjölskyldur landsins – ekki smáskammtalækn- ingar. Þannig og aðeins þannig er hægt að vinna bug á þeirri fátækt og því von- leysi sem ríkir svo víða í landinu nú þegar haustar að og langur vetur er á næsta leiti. Fátækt á Íslandi Eftir Þórhall Heimisson »En eitt eiga allir í hópnum sameig- inlegt. Í síðustu viku mánaðarins eiga þau varla fyrir mat eða öðr- um nauðþurftum handa sér og sínum. Þórhallur Heimisson Höfundur er sóknarprestur. LANGSTÆRSTU fjárfestingar Lífeyr- issjóðs versl- unarmanna voru í Kaupþingi, Existu og Bakkavör. Verðmæti hlutabréfa sjóðsins í þessum félögum í árs- lok 2007 voru yfir 30 milljarðar en eru verðlaus í dag. Talið er að sjóðurinn hafi tapað 12 milljörðum á skuldabréf- um í þessum félögum sem gerir heildartapið um 42 milljarðar, óvissa um uppgjör gjaldeyrissamn- inga er ekki tekin með og ekki tap á eignahlut sjóðsins í Skiptum. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, stjórnarmaður í Kaupþingi, Lánanefnd Kaupþings. Eiginkona Gunnars Páls, Ásta Pálsdóttir, lykilstarfsmaður hjá Kaupþingi og á innherjalista FME. Fjölskylda hennar á og rekur Atafl, gömlu Keflavíkurverktaka. Atafl-samsteypan fékk 50 milljónir evra, eða yfir 9 milljarða lán, í gegnum Íslandsverktaka og tengd félög samkvæmt lánabók Kaup- þings. Ásta er systir Bjarna Páls, stjórnarformanns Atafls, sem er þá mágur Gunnars. Þau Ásta og Gunnar eru bæði talin hafa fengið niðurfelldar ábyrgðir vegna hlutabréfakaupa. Þorgeir Eyjólfsson, fv. forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Eig- inkona Þorgeirs og sonur eru starfsmenn Kaupþings. Dóttir Þorgeirs, Guðrún Þor- geirsdóttir, er framkv.stjóri eign- astýringar hjá Existu. Víglundur Þorsteinsson, fv. stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og eigandi BM- Vallár. Fékk 62,2 mlljónir evra, eða um 11,2 milljarða í lán skv. Lána- bók Kaupþings. BM-Vallá hefur ekki skilað inn ársreikningum til ríkisskattstjóra síðan 1995. Það hlýtur að vera lykilforsenda lánshæfis að fyrirtæki standi skil á slíkum gögnum skv. lögum. Exista var stærsti eigandi Kaup- þings. Samkvæmt lánabók og fréttum fjölmiðla höfðu stjórnendur loka- ákvörðunarvald um það hverjir fengu lán hjá bankanum. Fyrirtæki sem tengjast fyrrver- andi stjórnarformönnum LV fengu tug milljarða í fyrirgreiðslur frá Kaupþingi, stærstu fjárfestingu líf- eyrissjóðsins og voru meðal stærstu skuldara bankans. Hver voru veðin? Höfðu ákvarðanir þeirra um óverjandi stórlánveit- ingar til helstu eigenda bankans eitthvað að gera með fyrirgreiðslur til fyrirtækja þeim tengd? Tóku þeir eigin hagsmuni fram yfir sjóðsfélaga? Er þetta skýringin á því að LV vill með öllum ráðum ganga til nauðasamninga við Bakkavar- arbræður um stjórn Existu sem er eingöngu hriplek skel yfir aðrar sjálfstæðar einingar innan félags- ins. Stjórnendur Existu vildu rúm- lega 1 milljarð á ári fyrir umsýslu skuldasúpunnar. Í dag má ætla að það fáist aðeins um 5% upp í kröf- ur. Ekki hafa afskriftir LV verið í samræmi við þær heimtur svo mik- ið er víst. Í fréttum hefur rekstrarkostn- aður verið togaður niður í 150 milljónir. Ég er ansi hræddur um að inn í þá tölu vanti árangurs- tengdar heimtur á kröfum, ekki ósvipaður díll og Straumverjar ætluðu að plata kröfuhafa til að samþykkja. Ætla Bakkabræður að blóð- mjólka fyrirtækin sem eftir eru í samstæð- unni og setja rekstr- arkostnað Existu í for- gang. Neytendur borga brúsann í formi hækkana á vöru og þjónustu viðkomandi fyrirtækja, nið- urskurður og uppsagnir verða óumflýjanlegar. Síðan lengja þeir gjalddaga í skuldafréfaútgáfum sínum en þá geta lífeyrissjóðirnir dreift tapinu yfir langan tíma? Hvað veldur því að LV hugleiði slíka samninga við aðila sem lék sjóðinn svo grátt þegar klárlega liggur fyrir að mest fáist upp í kröfurnar með því að skera burt blóðsugurnar. Á hvaða forsendum voru gjald- eyrissamningar upp á 93 milljarða sem LV gerði? Af hverju er stjórn- armönnum VR og sjóðsfélögum neitað um þessar upplýsingar sem geta haft svo mikil áhrif á lífeyr- isréttindi okkar. Þegar pabbinn (Þorgeir Eyjólfs- son, forstjóri LV) tók stöðu með ís- lensku krónunni fyrir 93 milljarða, tók dóttirin (Guðrún Þorgeirs- dóttir, frkv.stjóri eignastýringar Existu,) stöðu gegn krónunni. Gunnar Páll, formaður VR, stjórnarformaður LV, staðfesti svo samningana fyrir báða aðila í stjórn Kaupþings og í lánanefnd bankans. Stærsti eigandi Kaupþings „Ex- ista“ gerir kröfu á gamla Kaupþing upp á 100 milljarða fyrir gjaldeyr- issamninga. Hverjir voru látnir veðja á móti? Það voru við- skiptavinir Kaupþings, Lýsingar og LV sem tóku stöðu með krónunni. Ef Exista tók ekki stöðu gegn ís- lensku krónunni, þá hlýtur hug- takið að vera marklaust í Íslands lögum. Þessir snillingar hafa kallað þessa gjörninga gjaldeyrisvarnir og eru á góðri leið með að komast upp með það. Var það hrein tilviljun að krafa sjóðsfélaga um breytingar og gegnsæi voru hafðar að engu þegar nýr stjórnarformaður LV, Ragnar Önundarson, réð „nýjan“ frv.stjóra sjóðsins til starfa. Fyrir valinu varð Guðmundur Þórhallsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri eign- astýringar LV, sem bar meðábyrgð á fjárfestingum sjóðsins með Þor- geiri Eyjólfssyni sem þáði 34 millj- ónir í laun að viðbættum fríðindum fyrir árið 2008. Var ráðningasamningur Guð- mundar sem er leynilegur til 7 ára tilviljun? En í 7 ár þarf sjóðurinn að halda í bókhaldsgögn, eftir þann tíma má kveikja á pappírstæturum. Lífeyrissjóður verslunarmanna tapaði langmest á viðskiptum sín- um við Bakkavararbræður. Að láta þeim eftir fyrirtækin er eins og að rétta drukknum manni bíllykla og algerlega siðlaust. Brennt barn forðast eldinn Eftir Ragnar Þór Ingólfsson Ragnar Þór Ingólfsson »Hvað er það sem þol- ir ekki dagsljósið? Með því að gera nauð- arsamninga við glæpa- lýð í ágúst komumst við aldrei að hinu sanna. Höfundur er sölustjóri og er sjóðs- félagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.