Morgunblaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009
– meira fyrir áskrifendur
Glæsilegt sérblað um börn og
uppeldi fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 11. september
Börn &
uppeldi
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16
mánudaginn 7. september.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 netfang: kata@mbl.is
Víða verður komið við í uppeldi barna
bæði í tómstundum þroska og öllu því
sem viðkemur börnum.
Meðal efnis:
• Öryggi barna innan og utan heimilis.
• Barnavagnar og kerrur.
• Bækur fyrir börnin.
• Þroskaleikföng.
• Ungbarnasund.
• Verðandi foreldrar.
• Fatnaður á börn.
• Þroski barna.
• Góð ráð við uppeldi.
• Umhverfi barna.
• Námskeið fyrir börnin.
• Barnaskemmtanir.
• Tómstundir fyrir börnin.
• Barnamatur.
• Ljósmyndir.
• Ásamt fullt af spennandi efni um börn.
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið í Galleríi Fold á Rauðarárstíg virka daga 10–18, laugard. 11–16 og sunnud. 14–16
Listmunauppboð
í Galleríi Fold
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
fer fram mánudaginn 7. september,
kl. 18.15 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg
Ásgrímur Jónsson
Á uppboðinu er úrval góðra verka,
meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna
Verkin verða sýnd:
í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17 og mánudag 10–17
Á UNDANFÖRN-
UM vikum hafa fjöl-
miðlar sagt frá fjölda
atvika þar sem mót-
mælendur hafa gripið
til beinna aðgerða
gegn einstaklingum
og fyrirtækjum sem
þeir telja að hafi ógn-
að velferð og misnot-
að traust almennings.
Sagt var frá einni
slíkri miðvikudaginn 15. ágúst sl. í
frétt um mótmælendur sem eyði-
lögðu 40 fermetra ræktun á erfða-
breyttu byggi í Gunnarsholti og
birtust í kjölfar þess nokkrir pistl-
ar, myndir og blogg í ýmsum miðl-
um um hinar eyðilögðu plöntur.
Þótt eyðilegging ræktunarreitsins
væri fréttnæm hefur sagan sem
meira máli skiptir líklega ekki ver-
ið sögð.
Leyfi það sem ORF Líftækni
var veitt þann 22. júní sl. til rækt-
unar á erfðabreyttu lyfjabyggi á
allt að 10 ha svæði á fimm ára
tímabili var mjög umdeilt. Nær
þúsund manns undirrituðu mót-
mælaskjal gegn leyfisveitingu og
margir fræði- og vísindamenn
lögðu fram óháðar, ritrýndar vís-
indarannsóknir sem sanna áhættu
af erfðabreyttum lyfjaplöntum fyr-
ir umhverfi og heilsu.
Engu að síður veitti Umhverfis-
stofnun (Ust) leyfi þar sem fram
kom að „ekki sé hætta á að sú
slepping erfðabreyttra lífvera sem
óskað er eftir valdi skaða með til-
liti til umhverfis- og heilsuvernd-
arsjónarmiða enda verði viðhafðar
þær varúðarráðstafanir sem til-
greinar eru í neðangreindum skil-
yrðum“. Ust setti níu skilyrði fyrir
leyfinu sem þó gerðu ekki meiri
kröfur en svo að ORF viðhefði þær
ráðstafanir sem fyrirtækið til-
geindi í umsókn sinni.
Fjórða skilyrðið segir: „Rækt-
unarsvæðið skal afmarkað með raf-
girðingu og varðbelti með höfrum.
Yfir ræktunarsvæði skal strengja
línur eða net til að
fæla frá hugsanlegar
fuglakomur og skal
Ust yfirfara og sam-
þykkja afmörkun
ræktunarreits að lok-
inni sáningu að vori.“
Fréttir, viðtöl og birt-
ar myndir (m.a. ein-
stök myndröð á blogg-
síðunni
http://hehau.blog.is/
blog/hehau/) sýna svo
ekki verður um villst
að ræktunarreitur
ORF í Gunnarsholti var girtur
óvirkri rafgirðingu og að umfang
og gerð neta sem strengd voru yfir
voru allsendis ófullnægjandi til að
hindra að fuglar kæmust inn á
reitinn. Þegar mótmælendur eyði-
lögðu þessa 40 fm ræktun í Gunn-
arsholti voru umdeilanlegar að-
ferðir þeirra aðalfréttaefnið.
Afleiðingar gjörða þeirra afhjúp-
uðu hinsvegar fyrir þjóðinni
óþægilegan sannleika málsins, þ.e.
að ORF braut skilyrðin sem sett
voru fyrir leyfinu og að Umhverf-
isstofnun leyfði fyrirtækinu að
komast upp með það.
Eina örugga aðferðin til að
rækta erfðabreyttar lyfjaplöntur
er að rækta þær innandyra í lok-
uðum kerfum og í tegundum sem
ekki eru notaðar til manneldis eða
fóðrunar. ORF var veitt leyfi til
útiræktunar slíkra plantna þótt
fyrirtækið hafi yfir að ráða fyrsta
flokks gróðurhúsum í Grindavík.
Af óútskýrðum ástæðum fylgdu
leyfinu engin skilyrði um rannsókn
á heilsufarsáhrifum á dýr – sem
var þáttur í leyfisveitingu til ORF
árið 2005. Mat á umhverfisáhættu
sem þetta leyfi – og hin fyrri tvö –
byggðist á var stórgallað, m.a.
vegna þess að engar rannsóknir á
vistfræðiáhrifum á jarðveg og
grunnvatn voru gerðar.
Leyfi var ekki veitt í þeim til-
gangi að framleiða fyrir markað
heldur eingöngu í tilraunaskyni.
En þótt dæmin sýni að til tilrauna
með erfðabreyttar lyfjaplöntur
dugi yfirleitt vel innan við hálfur
hektari var ORF veitt leyfi fyrir
ræktun á 10 hekturum. Af þeim
sökum leikur vafi á um tilgang
með notkun leyfisins. Með því er
Íslandi stillt utan við Evrópu þar
sem reglugerðir hafa aldrei og
munu líkast til aldrei leyfa úti-
ræktun erfðabreyttra lyfjaplantna
til framleiðslu fyrir markað.
Ennfremur hafa spurningar um
hæfi í aðdraganda leyfisveitingar
komið upp, sbr. fróðlega umfjöllun
í DV nýlega. Ust veitir leyfi til
ræktunar erfðabreyttra afurða eft-
ir að hafa leitað umsagna Nátt-
úrufræðistofnunar og ráðgjaf-
arnefndar, en þeir fáu innan
ráðgjafarnefndar sem eru sam-
eindalíffræðingar starfa innan
deilda Háskóla Íslands sem vinna
náið með ORF á grundvelli víð-
tæks samstarfssamnings. Þess
vegna hefði mátt vænta þess að
Ust hefði tekið staðhæfingum
þessara samstarfsmanna ORF um
öryggi lyfjabyggsins með varúð.
Samt gaf Umhverfisstofnun út
leyfi sem eftirlét ORF að mestu að
sjá sjálft um eftirlit með ræktun
sinni í Gunnarsholti og krafðist að-
eins einnar eftirlitsheimsóknar
stofnunarinnar á ári.
Leyfið sem ORF fékk var sem
gjöf á silfurfati, nánast samkvæmt
þeirra forskrift og óskum. Samt
framkvæmdi fyrirtækið verkið af
fullkomnu tillitsleysi gagnvart
þeim tveimur öryggiskröfum sem
einhverja þýðingu höfðu og settar
voru í leyfinu. Deilt verður áfram
um með hvaða hætti þetta leyfi var
undirbúið og veitt, en ekki þarf að
deila um hve alvarleg sú van-
ræksla er sem bæði leyfishafi og
leyfisveitandi hafa nú sýnt af sér.
Með því hefur trúverðugleiki
ORFs sem ábyrgs fyrirtækis beðið
hnekki og grafið hefur verið undan
tiltrú almennings á burðum megin-
stjórnstofnunar umhverfismála til
að hafa skikkanlegt eftirlit með
erfðabreyttum lífverum. Ef til vill
er hin raunverulega og ósagða
frétt málsins fólgin í hegðun þeirra
sem mótmælin í Gunnarsholti
beindust gegn – fremur en aðgerð-
um þeirra sem mótmæltu.
Erfðabreytt bygg eyðilagt –
en hver var fréttin í málinu?
Eftir Söndru B.
Jónsdóttur »Hinn óþægilegi
sannleikur málsins
er að ORF braut skil-
yrðin sem sett voru fyr-
ir leyfinu og Umhverf-
isstofnun lét fyrirtækið
komast upp með það.
Sandra B. Jónsdóttir
Höfundur er sjálfstætt
starfandi ráðgjafi.
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla
útgáfudaga aðsendar umræðu-
greinar frá lesendum. Blaðið
áskilur sér rétt til að hafna grein-
um, stytta texta í samráði við höf-
unda og ákveða hvort grein birtist
í umræðunni, í bréfum til blaðsins
eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir
ekki greinar, sem eru skrifaðar
fyrst og fremst til að kynna starf-
semi einstakra stofnana, fyr-
irtækja eða samtaka eða til að
kynna viðburði, svo sem fundi og
ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins.
Móttaka aðsendra greina