Morgunblaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is „VIÐ sem erum hérna samankomin erum hópur fólks sem einhvern veg- inn rataði saman í kringum þetta mál eingöngu. Við viljum mótmæla fyrir- hugaðri breytingu Vallarstrætis og Ingólfstorgs,“ sagði Björn B. Björns- son í upphafi blaðamannafundar sem haldinn var í Fógetahúsinu í Aðal- stræti 10 í gær. Hugmyndir eru uppi um að færa tvö gömul hús sem standa sunnan megin við Ingólfstorg eina 17 metra inn á torgið og byggja stórt hótel á reitnum sem húsin standa á núna. Borgarbúum gefst núna tækifæri, til 11. september, til að gera athuga- semdir við tillöguna á slóðinni skipu- lag.is. „Tillagan er að okkar mati unn- in út frá hagsmunum lóðareigenda fyrst og fremst,“ hélt Björn áfram, „en ekki út frá hagsmunum borgar- búa.“ Við breytinguna mun Ingólfs- torg minnka verulega, skuggavarp verður af húsunum sem færast inn á torgið auk þess sem fyrirhugað hótel á að vera fimm hæðir. Björn sagði til- löguna fela í sér óafturkræf spjöll á borginni. „Ingólfstorg verður með þessu skuggatorg, en við viljum hafa sól á Ingólfstorgi,“ sagði hann. Vallarstræti verður við breyt- inguna afar þröngt þannig að þar muni hvorki komast rútur né bílar. „Sundið sem þar myndast hefur þeg- ar fengið nafnið pissusund því allir geta séð fyrir sér þá notkun á göt- unni,“ sagði Björn. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is GETUR fólksfækkun hjálpað Íslandi út úr kreppunni? Þóroddur Bjarna- son, prófessor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, telur a.m.k. nauðsynlegt að velta stöðu mála gaumgæfilega fyrir sér áður en skrattinn er málaður á vegginn. Þóroddur hélt erindi á Félagsvís- indatorgi HA í vikunni og benti þar m.a. á að gengju svörtustu spár eftir, um að 9,3% landsmanna flyttust á brott – eins og gerðist í Færeyjum þegar efnahagshrunið varð þar um 1990 – yrðu íbúar Íslands þrátt fyrir allt jafn margir og þeir voru árið 2003. Hverjir fara og hvers vegna? „Það er hugsanlegt að fólksflutn- ingar geti hjálpað okkur út úr krepp- unni, en það sem skiptir mestu máli er hvaða fólk fer og hvers vegna. Það er sitt hvað þegar fólk hrekst úr landi niðurbrotið eftir að hafa orðið gjald- þrota og misst vinnuna eða að fólk fari með því hugarfari að nú sé rétti tíminn til þess að prófa eitthvað nýtt. Að því finnist ný tækifæri gefast,“ segir Þóroddur. Auðvitað yrði það vandamál ef mjög fækkaði í tilteknum aldurshóp- um eða starfsstéttum, segir hann en nefnir að ekki megi gleyma því að Ís- lendingar í útlöndum séu mikil auð- lind, „og þeir sem kunna að flytja út núna eru hluti af varaliðinu sem þjóð- in á í útlöndum“. Ekki stærsta vandamálið Hann leggur áherslu á þá skoðun sína að tími Vesturfaranna sé ekki kominn aftur; ekki séu líkur á því að fólk kveðji í stórum stíl og komi aldrei aftur. „Ef og þegar ástandið lagast munu marga leita aftur heim, auðvit- að ekki allir, en margir. Mér finnst því að menn verði að anda með nefinu og velta hlutunum fyrir sér í rólegheit- um. Fólksflutningar eru ekki stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir.“ Þóroddur dregur þó ekki dul á að nauðsynlegt sé að fylgjast vel með þróun mála, hverjir fari og hvers vegna. Vandræði geti vitaskuld skap- ast, t.d. á fasteignamarkaði, þar sem verð á húsnæði geti lækkað og þar fram eftir götunum en gott sé að velta fyrir sér langtímaáhrifunum af fólks- fækkun. „Minnkar fólksfækkun álag- ið á velferðarkerfið?“ spyr hann til dæmis. Þóroddur bendir á að fólksfjölgun á Íslandi hafi verið ótrúleg á uppgangs- tímanum. „Hér fjölgaði um 2% á ári í nokkur ár, sem er algjörlega út úr korti á Vesturlöndum. Við búum að þessari miklu fjölgun og þó svo hér fækki um 5% þá byggju hér samt sem áður jafn margir og árið 2006. Fólks- fjölgun er eitt af því sem keyrði ból- una áfram, þess vegna var t.d. byggt svona rosalega mikið. Við búum í opnu hagkerfi, þá er auðvelt að fá fólk inn í landið í þenslu og það er hluti af sveigjanleika kerfisins að fólkið geti farið.“ Hann nefnir að jafnvel grípi um sig einhvers konar þjóðerniskennd ef fólk vill flytja úr landi. „Það er eins og kallað sé maður fyrir borð ef ein- hverjir vilja fara þótt hér sé 10% at- vinnuleysi.“ Er fólksfækkun jafnvel jákvæð í kreppunni? Hluti sveigjanleikans að fólk geti farið Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fjöldi Að vera eða fara og þá að koma aftur eða ekki. Þar er efinn. Í HNOTSKURN »Heldur færri útlendingarkoma nú til landsins en áð- ur en aðeins fleiri flytjast úr landi. Jafnvægi er á milli fjölda Íslendinga sem koma og flytjast í burtu. »Ef Íslendingum myndifjölga jafn hratt og síðustu ár yrðu þeir 600.000 eftir 37 ár. „Halda mætti að byggt hefði verið húsnæði hér á landi síðustu árin miðað við þá þróun!“ segir Þóroddur Bjarnason. Við breytinguna mun húsið sem tónlistarstaðurinn Nasa er í hverfa með öllu, en áform eru uppi um að í framtíðinni verði eftirlíking tónlistarsals Nasa sett upp í kjallara hótelsins. Hópurinn veltir þeirri spurningu upp hvort þörf sé fyrir nýtt hótel á þessum stað þar sem 370 hótelherbergi eru þegar í næsta nágrenni. Arki- tektastofan Gláma Kím hefur gert úttekt á breytingunni og í niðurlagi hennar segir m.a.: „Reykjavíkurborg þarf að láta vinna heildstætt deili- skipulag fyrir Ingólfstorg þar sem hagsmunir heildarinnar verði hafðir að leiðarljósi og skoðað hvort ekki megi varðveita og endurnýja húsin við Vallarstræti með öðrum hætti en hér er gert ráð fyrir.“ Blásið hefur verið til tónleika á Ingólfstorgi á morgun til að vekja at- hygli á málinu. Dagskráin er í mótun en eftirtaldir listamenn hafa staðfest þátttöku: Hjálmar, Hljómsveit Tómasar R. Einarssonar, Buff og Páll Ósk- ar. „Og vonandi bætast einhverjir við,“ lauk Samúel J. Samúelsson máli sínu. Heimasíða áhugahópsins verður jafnframt opnuð í dag; bin.is. Nasa myndi hverfa með öllu Morgunblaðið/Heiddi Sjálfsprottinn hópur Ragnheiður Þorláksdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Björn B. Björnsson, Samúel J. Sam- úelsson, Guðmundur Ingólfsson, Halla Bogadóttir og Eiríkur Guðmundsson mótmæla breytingunum. Skuggatorg myndast Langt inn á Ingólfstorg Þessi tvö hús, hið rauða og hið gula, færast eina sautján metra inn á torgið ef tillögur að deiliskipulaginu ganga eftir. Sjálfsprottinn hópur mótmælir fyrirhugaðri byggingu hótels og breytingu á deiliskipulagi Vallarstrætis og Ingólfstorgs Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Óseyri 2, Akureyri, 461 1150 • Opið virka daga kl. 12:00-18:00 – laugardaga kl. 12:00-16:00 www.svefn.is Stillanleg rúm á sumartilboði Ein besta heilsudýna í heimi Gerið samanburð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.