Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 16

Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 • Hagstæðar afborganir • Söluaðilar geta valið um lán með breytilegum vöxtum eða vaxtalaus • Söluaðilar greiða ekkert þjónustagjald af Kortalánum • VALITOR greiðir út til söluaðila annan virkan dag eftir að sala fer fram FYRIRTÆKJALAUSNIR VALITOR • Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • fyrirt@valitor.is • www.valitor.is Þetta helst ... ● KR hefur gert gagnkröfu í þrotabú Samsonar, eignarhaldsfélags Björgólfs- feðga, vegna kröfu Helga Birgissonar hrl., skiptastjóra þrotabúsins, um að 11 milljóna króna gjöf Samsonar til KR, þegar liðið varð bikarmeistari í fyrra, skömmu fyrir hrun Landsbankans, verði rift. Björgólfur breytti láni til KR í gjöf skömmu áður en bankinn hrundi. For- varsmenn KR halda því fram að Sam- son hafi skuldbundið sig til að styðja við akademíu félagsins, sem nemur hærri fjárhæðum en þeim ellefu millj- ónum sem Björgólfur breytti úr láni í gjöf fyrir hönd Samsonar. Ekki er ljóst enn hvenær niðurstaða fæst í málinu sem nú er rekið fyrir dómstólum. magnush@mbl.is KR gerir gagnkröfu í þrotabú Samsonar ● ERLENDAR eign- ir þjóðarbúsins námu 8.389 millj- örðum króna í lok annars fjóðrungs þessa árs. Skuldir námu þá 14.343 milljörðum króna. Hrein staða þjóð- arbúsins við útlönd var því neikvæð um 5.954 milljarða króna og jókst um 571 milljarð á þrem- ur mánuðum, eða frá lokum fyrsta fjórðungs þessa árs. Þetta kemur fram í yfirliti frá Seðlabanka Íslands, sem birt var í gær. Seðlabankinn segir að inni í tölum um stöðu þjóðarbúsins séu enn eignir viðskiptabankanna þriggja, sem nú eru í greiðslustöðvun. Áætlaðar eignir þeirra hafi numið 6.673 milljörðum og skuldir 11.020 milljörðum og neikvæð eignastaða þeirra hafi því numið 5.347 milljörðum í lok annars ársfjórðungs. Staða þjóðarbúsins án áhrifa frá bönk- unum sé því neikvæð sem nemur 606 milljörðum. gretar@mbl.is Neikvæð staða um 6.000 milljarðar króna Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is NÓNÓ ehf., öðru nafni Reykjavík Economics, sem er í eigu Magnúsar Árna Skúlasonar, hefur höfðað mál gegn Straumi Burðarási fjárfesting- arbanka vegna vangoldinnar skuldar sem varð til vegna þjónustusamnings í gjaldeyrisviðskiptum eftir banka- hrunið. Krefst fyrirtæki Magnúsar Árna 26 milljóna króna. Í bankaráði Seðlabankans Málið verður ekki rekið fyrir dóm- stólum þar sem Straumur er í slita- meðferð. Var málshöfðunin felld nið- ur og fór út af málaskrá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fer krafa Magnúsar Árna nú fyrir slitastjórn Straums sem mun þurfa að taka afstöðu til hennar. Magnús Árni situr í bankaráði Seðla- banka Íslands fyrir hönd Fram- sóknarflokksins og er einn af for- svarsmönnum Indefence-hóps- ins svokallaða. Í stefnu NóNó gegn Straumi segir að eftir þjóðnýtingu stóru viðskiptabank- anna þriggja hafi Magnús Árni átt fund með starfsmönnum Straums þar sem þeir hafi mótað sameiginlega greiðslumiðlunarkerfi til að geta boð- ið viðskiptamönnum sínum upp á miðlun gjaldeyris til Íslands með skjótvirkari hætti en ef greiðslur færu í gegnum Seðlabanka Íslands. Gerði tilboð í gjaldeyri Kerfið fólst í því að Magnús kom Straumi í samband við aðila á Íslandi, m.a. útflutningsaðila í sjávarútvegi. Straumur gerði þessum viðskipta- mönnum síðan tilboð í gjaldeyri í þeirra eigu. Fóru viðskiptin fram með þeim hætti að viðkomandi lagði um- samda fjárhæð í gjaldeyri inn á reikn- ing Straums í banka erlendis, til að mynda Skandinaviska Enskilda Banken AB. Straumur borgaði svo viðskiptavininum fyrir gjaldeyrinn inn á reikning hérlendis í krónum á grundvelli svokallaðs skiptagengis sem var umsamið hverju sinni. Ágreiningurinn snýst um ógreidda þóknun. „Það var neyðarástand sl. haust og viðvarandi erfiðleikar að koma fjár- magni til landsins. Tilgangurinn með þessu var að reyna að bjarga fyrir- tækjum,“ segir Magnús Árni. Ekki hafi verið hægt að koma á gjaldeyr- isviðskiptum gegnum Seðlabankann og því hafi fyrirtæki hans í samvinnu við Straum hannað kerfi til að koma til móts við viðskiptavini til þess að tryggja greiðslumiðlun við útlönd. „Straumur var eini bankinn á Íslandi fyrir utan Íbúðalánasjóð sem hafði lánshæfismat og hinir bankarnir nutu ekki trausts. Því gat Reykjavík Economics ekki mælt með neinum öðrum en Straumi varðandi greiðslu- miðlun,“ segir Magnús Árni. Að hans sögn lét fyrirtækið hans af viðskipt- unum áður en höftum var komið á. Bankaráðsmaður í mál við Straum vegna gjaldeyrisviðskipta  Í bankaráði Seðlabankans  Krefst þóknunar vegna gjaldeyrismiðlunar Í HNOTSKURN »Fyrir þá þjónustu, semStraumur veitti viðskipta- mönnum sem Magnús Árni afl- aði, lagði Straumur 10 prósent álag ofan á fjárhæð við- skiptanna og átti helmingur þess álags að greiðast til Magnúsar Árna. »Eftir að gjaldeyrishöft-unum var komið á í nóv- ember á síðasta ári var það mat Magnúsar Árna að „veru- legur vafi léki á um það hvort áframhaldandi viðskipti [Straums] með gjaldeyris- skipti væru lögmæt,“ eins og segir í stefnunni. Magnús Árni Skúlason Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is TILLAGA sem fram kemur í skýrslu Efnahags- og framfarastofn- unarinnar, OECD, um að tekin verði upp samræmd neysluverðsvísitala hér á landi í tengslum við verðbólgu- markmið Seðlabankans í stað hinnar hefðbundnu neysluverðsvísitölu, sem verðbólgumarkið bankans mið- ast við í dag, hefur ekkert með lána- mál heimila og fyrirtækja að gera. Þetta kom fram í skýrslu OECD sem birt var í fyrradag. Á það var bent í skýrslunni að samræmda vísitalan hefði hækkað minna á uppgangstímanum hér á landi fram á mitt ár 2007 en neyslu- verðsvísitalan. Að sögn Rósmundar Guðnasonar, skrifstofustjóra efnahagssviðs Hag- stofu Íslands, er OECD einungis að leggja til að samræmda vísitalan verði tekin upp í tengslum við pen- ingamálastefnu Seðlabankans. „Sú breyting myndi því ein og sér engin áhrif hafa á verðtryggingu á lána- markaði,“ segir Rósmundur. Hann segir að þetta sé í samræmi við það sem víðast hvar eigi við, því allflest ríki sem noti samræmdu vísi- töluna séu jafnframt með sína eigin vísitölu. Tillaga OECD snúi hins vegar að því hvernig hægt yrði að stuðla að því að Ísland gæti uppfyllt Maastricht-skilyrðin, ef ákveðið yrði að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Verðtrygging óbreytt Tillaga OECD snýr eingöngu að peningastefnunni Morgunblaðið/Kristinn Tillaga Í skýrslu OECD er lagt til að stjórnvöld beiti sér fyrir því að sam- ræmd neysluverðsvísitala verði tekin upp hér á landi sem allra fyrst. LÁNSHÆF- ISEINKUNN ríkissjóðs hjá al- þjóðlega matsfyr- irtækinu Fitch Ratings er óbreytt. Ein- kunnin í erlendri mynt fyrir lang- tímaskuldbind- ingar er BBB- og fyrir skamm- tímaskuldbindingar F3. Einkunn í íslenskum krónum fyrir lang- tímaskuldbindingar er A- og lands- einkunn Íslands er BBB-. Fitch metur horfurnar fyrir Ís- land áfram neikvæðar. Segir í skýrslu matsfyrirtækisins að það sem gæti haft áhrif á lánshæfismatið til lækkunar sé í fyrsta lagi ef ekki tekst að leysa Icesave-deilurnar. Í annan stað myndi það hafa áhrif ef opinberar skuldir halda áfram að aukast eftir 2010 og í þriðja lagi ef það mistekst að koma á jafnvægi í peningamálum og gengi krónunnar. gretar@mbl.is Horfur enn neikvæðar                                     !       ● GISTINÆTUR á hótelum í júlí síðast- liðnum voru 203.400 en 202.200 í sama mánuði árið 2008. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Gistinótt- um fjölgaði víða um landið, en þó ekki á Suðurnesjum, Vesturlandi, Vestfjörðum né á Suðurlandi. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á Norðurlandi; úr 22.300 í 25.000, eða um tæp 12%. Gistinóttum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði úr 114.500 í 117.200 eða rúmlega 2%. Fyrstu sjö mánuði ársins fækkaði gistinóttum Íslendinga um 14% en aukning meðal erlendra ríkisborgara var 2% miðað við fyrra ár. sbs@mbl.is Gistinóttum á hótelum landsins fjölgaði í júlí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.