Morgunblaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 • Hagstæðar afborganir • Söluaðilar geta valið um lán með breytilegum vöxtum eða vaxtalaus • Söluaðilar greiða ekkert þjónustagjald af Kortalánum • VALITOR greiðir út til söluaðila annan virkan dag eftir að sala fer fram FYRIRTÆKJALAUSNIR VALITOR • Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • fyrirt@valitor.is • www.valitor.is Þetta helst ... ● KR hefur gert gagnkröfu í þrotabú Samsonar, eignarhaldsfélags Björgólfs- feðga, vegna kröfu Helga Birgissonar hrl., skiptastjóra þrotabúsins, um að 11 milljóna króna gjöf Samsonar til KR, þegar liðið varð bikarmeistari í fyrra, skömmu fyrir hrun Landsbankans, verði rift. Björgólfur breytti láni til KR í gjöf skömmu áður en bankinn hrundi. For- varsmenn KR halda því fram að Sam- son hafi skuldbundið sig til að styðja við akademíu félagsins, sem nemur hærri fjárhæðum en þeim ellefu millj- ónum sem Björgólfur breytti úr láni í gjöf fyrir hönd Samsonar. Ekki er ljóst enn hvenær niðurstaða fæst í málinu sem nú er rekið fyrir dómstólum. magnush@mbl.is KR gerir gagnkröfu í þrotabú Samsonar ● ERLENDAR eign- ir þjóðarbúsins námu 8.389 millj- örðum króna í lok annars fjóðrungs þessa árs. Skuldir námu þá 14.343 milljörðum króna. Hrein staða þjóð- arbúsins við útlönd var því neikvæð um 5.954 milljarða króna og jókst um 571 milljarð á þrem- ur mánuðum, eða frá lokum fyrsta fjórðungs þessa árs. Þetta kemur fram í yfirliti frá Seðlabanka Íslands, sem birt var í gær. Seðlabankinn segir að inni í tölum um stöðu þjóðarbúsins séu enn eignir viðskiptabankanna þriggja, sem nú eru í greiðslustöðvun. Áætlaðar eignir þeirra hafi numið 6.673 milljörðum og skuldir 11.020 milljörðum og neikvæð eignastaða þeirra hafi því numið 5.347 milljörðum í lok annars ársfjórðungs. Staða þjóðarbúsins án áhrifa frá bönk- unum sé því neikvæð sem nemur 606 milljörðum. gretar@mbl.is Neikvæð staða um 6.000 milljarðar króna Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is NÓNÓ ehf., öðru nafni Reykjavík Economics, sem er í eigu Magnúsar Árna Skúlasonar, hefur höfðað mál gegn Straumi Burðarási fjárfesting- arbanka vegna vangoldinnar skuldar sem varð til vegna þjónustusamnings í gjaldeyrisviðskiptum eftir banka- hrunið. Krefst fyrirtæki Magnúsar Árna 26 milljóna króna. Í bankaráði Seðlabankans Málið verður ekki rekið fyrir dóm- stólum þar sem Straumur er í slita- meðferð. Var málshöfðunin felld nið- ur og fór út af málaskrá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fer krafa Magnúsar Árna nú fyrir slitastjórn Straums sem mun þurfa að taka afstöðu til hennar. Magnús Árni situr í bankaráði Seðla- banka Íslands fyrir hönd Fram- sóknarflokksins og er einn af for- svarsmönnum Indefence-hóps- ins svokallaða. Í stefnu NóNó gegn Straumi segir að eftir þjóðnýtingu stóru viðskiptabank- anna þriggja hafi Magnús Árni átt fund með starfsmönnum Straums þar sem þeir hafi mótað sameiginlega greiðslumiðlunarkerfi til að geta boð- ið viðskiptamönnum sínum upp á miðlun gjaldeyris til Íslands með skjótvirkari hætti en ef greiðslur færu í gegnum Seðlabanka Íslands. Gerði tilboð í gjaldeyri Kerfið fólst í því að Magnús kom Straumi í samband við aðila á Íslandi, m.a. útflutningsaðila í sjávarútvegi. Straumur gerði þessum viðskipta- mönnum síðan tilboð í gjaldeyri í þeirra eigu. Fóru viðskiptin fram með þeim hætti að viðkomandi lagði um- samda fjárhæð í gjaldeyri inn á reikn- ing Straums í banka erlendis, til að mynda Skandinaviska Enskilda Banken AB. Straumur borgaði svo viðskiptavininum fyrir gjaldeyrinn inn á reikning hérlendis í krónum á grundvelli svokallaðs skiptagengis sem var umsamið hverju sinni. Ágreiningurinn snýst um ógreidda þóknun. „Það var neyðarástand sl. haust og viðvarandi erfiðleikar að koma fjár- magni til landsins. Tilgangurinn með þessu var að reyna að bjarga fyrir- tækjum,“ segir Magnús Árni. Ekki hafi verið hægt að koma á gjaldeyr- isviðskiptum gegnum Seðlabankann og því hafi fyrirtæki hans í samvinnu við Straum hannað kerfi til að koma til móts við viðskiptavini til þess að tryggja greiðslumiðlun við útlönd. „Straumur var eini bankinn á Íslandi fyrir utan Íbúðalánasjóð sem hafði lánshæfismat og hinir bankarnir nutu ekki trausts. Því gat Reykjavík Economics ekki mælt með neinum öðrum en Straumi varðandi greiðslu- miðlun,“ segir Magnús Árni. Að hans sögn lét fyrirtækið hans af viðskipt- unum áður en höftum var komið á. Bankaráðsmaður í mál við Straum vegna gjaldeyrisviðskipta  Í bankaráði Seðlabankans  Krefst þóknunar vegna gjaldeyrismiðlunar Í HNOTSKURN »Fyrir þá þjónustu, semStraumur veitti viðskipta- mönnum sem Magnús Árni afl- aði, lagði Straumur 10 prósent álag ofan á fjárhæð við- skiptanna og átti helmingur þess álags að greiðast til Magnúsar Árna. »Eftir að gjaldeyrishöft-unum var komið á í nóv- ember á síðasta ári var það mat Magnúsar Árna að „veru- legur vafi léki á um það hvort áframhaldandi viðskipti [Straums] með gjaldeyris- skipti væru lögmæt,“ eins og segir í stefnunni. Magnús Árni Skúlason Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is TILLAGA sem fram kemur í skýrslu Efnahags- og framfarastofn- unarinnar, OECD, um að tekin verði upp samræmd neysluverðsvísitala hér á landi í tengslum við verðbólgu- markmið Seðlabankans í stað hinnar hefðbundnu neysluverðsvísitölu, sem verðbólgumarkið bankans mið- ast við í dag, hefur ekkert með lána- mál heimila og fyrirtækja að gera. Þetta kom fram í skýrslu OECD sem birt var í fyrradag. Á það var bent í skýrslunni að samræmda vísitalan hefði hækkað minna á uppgangstímanum hér á landi fram á mitt ár 2007 en neyslu- verðsvísitalan. Að sögn Rósmundar Guðnasonar, skrifstofustjóra efnahagssviðs Hag- stofu Íslands, er OECD einungis að leggja til að samræmda vísitalan verði tekin upp í tengslum við pen- ingamálastefnu Seðlabankans. „Sú breyting myndi því ein og sér engin áhrif hafa á verðtryggingu á lána- markaði,“ segir Rósmundur. Hann segir að þetta sé í samræmi við það sem víðast hvar eigi við, því allflest ríki sem noti samræmdu vísi- töluna séu jafnframt með sína eigin vísitölu. Tillaga OECD snúi hins vegar að því hvernig hægt yrði að stuðla að því að Ísland gæti uppfyllt Maastricht-skilyrðin, ef ákveðið yrði að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Verðtrygging óbreytt Tillaga OECD snýr eingöngu að peningastefnunni Morgunblaðið/Kristinn Tillaga Í skýrslu OECD er lagt til að stjórnvöld beiti sér fyrir því að sam- ræmd neysluverðsvísitala verði tekin upp hér á landi sem allra fyrst. LÁNSHÆF- ISEINKUNN ríkissjóðs hjá al- þjóðlega matsfyr- irtækinu Fitch Ratings er óbreytt. Ein- kunnin í erlendri mynt fyrir lang- tímaskuldbind- ingar er BBB- og fyrir skamm- tímaskuldbindingar F3. Einkunn í íslenskum krónum fyrir lang- tímaskuldbindingar er A- og lands- einkunn Íslands er BBB-. Fitch metur horfurnar fyrir Ís- land áfram neikvæðar. Segir í skýrslu matsfyrirtækisins að það sem gæti haft áhrif á lánshæfismatið til lækkunar sé í fyrsta lagi ef ekki tekst að leysa Icesave-deilurnar. Í annan stað myndi það hafa áhrif ef opinberar skuldir halda áfram að aukast eftir 2010 og í þriðja lagi ef það mistekst að koma á jafnvægi í peningamálum og gengi krónunnar. gretar@mbl.is Horfur enn neikvæðar                                     !       ● GISTINÆTUR á hótelum í júlí síðast- liðnum voru 203.400 en 202.200 í sama mánuði árið 2008. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Gistinótt- um fjölgaði víða um landið, en þó ekki á Suðurnesjum, Vesturlandi, Vestfjörðum né á Suðurlandi. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á Norðurlandi; úr 22.300 í 25.000, eða um tæp 12%. Gistinóttum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði úr 114.500 í 117.200 eða rúmlega 2%. Fyrstu sjö mánuði ársins fækkaði gistinóttum Íslendinga um 14% en aukning meðal erlendra ríkisborgara var 2% miðað við fyrra ár. sbs@mbl.is Gistinóttum á hótelum landsins fjölgaði í júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.