Morgunblaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009
✝ Kári ÍsleifurIngvarsson fædd-
ist í Framnesi í Holt-
um 8. mars 1915.
Hann lést á Hrafnistu
í Reykjavík 25. ágúst
sl.
Foreldrar hans
voru hjónin Ingvar
Pétur Jónsson frá
Austvaðsholti í Land-
sveit, trésmiður og
bóndi, f. 21.6. 1862,
d. 31.3. 1940, og
Katrín Jósefsdóttir
frá Ásmundarstöðum
í Holtum, f. 23.5. 1872, d. 23.10.
1938. Ingvar og Katrín bjuggu
lengst af sínum búskap í Framnesi
í Holtum.
Systkin Kára voru: Kári, f. 1898,
d. 1905; Guðrún, f. 1901, d. 1981;
Jósefína, f. 1904, d. 1904; Ólafur, f.
1906, d. 1997; Magnea, f. 1907, d.
1998; Sigurður, f. 1909; d. 2001;
Guðmundur, f. 1913, d. 1999. Hálf-
systkin Kára frá fyrra hjónabandi
Ingvars voru: Jón, f. 1890, dó í
æsku; Jón Helgi, f. 1891, látinn;
Sigurður, f. 1892, d. 1971; Magnea,
f. 1894, dó í æsku.
Kári kvæntist 14. október 1939
Margréti Stefánsdóttur frá Kleif-
um í Gilsfirði, f. 13.8. 1912, d. 26.4.
2) Stefán Arnar, f. 30.6. 1944,
kona hans: Stefanía Björk Karls-
dóttir f. 21.8. 1940, barn: Sveinn
Arnar;
3) Anna Káradóttir, f. 19.10.
1950, gift Karsten Iversen f. 11.7.
1948, börn: a) Bjarki Þór, sam-
býliskona Þórunn Málfríður Ingv-
arsdóttir, b) Kjartan Vífill, sam-
býliskona Drífa Aðalsteinsdóttir,
c) Margrét Agnes.
Kári ólst upp frá 12 ára aldri
hjá systur sinni Guðrúnu og
manni hennar Þorsteini Runólfs-
syni í Markaskarði í Hvolhreppi.
Þar kynntist hann Margréti Stef-
ánsdóttur vorið 1938 er hún var
þar í kaupavinnu. Þau Kári og
Margrét fluttu til Reykjavíkur
þar sem þau giftu sig og stofnuðu
heimili. Kári vann í fyrstu al-
menna verkamannavinnu, þar til
að hann hóf nám í trésmíði hjá
Guðmundi Jóhannssyni, trésmíða-
meistara í Reykjavík. Kári var
vandvirkur og góður smiður,
hann vann mikið við húsbygg-
ingar en einnig vann hann á tré-
smíðaverkstæðum þar sem hann
sérhæfði sig einkum í smíði og
uppsetningu hurða. Á seinni ár-
um slasaðist Kári á hendi við
vinnu sína þannig að hann átti
erfitt með að stunda smíðar og
gerðist hann þá húsvörður hjá
Landsíma Íslands síðustu starfs-
árin.
Útför Kára fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 4. september, kl.
11. Jarðsett verður í Gufu-
neskirkjugarði.
1993. Foreldrar henn-
ar voru Anna Egg-
ertsdóttir frá Kleifum
í Gilsfirði, f. 6.7. 1874,
d. 1.5. 1924 og Stefán
Eyjólfsson frá Múla í
Gilsfirði, f. 2.8. 1869,
d. 12.2. 1944, er
bjuggu allan sinn bú-
skap á Kleifum.
Kári og Margrét
eignuðust 3 börn. Þau
eru:
1) Katrín Sigríður,
f. 30.6. 1941, gift Öl-
veri Skúlasyni, f. 3.8.
1940, börn: a) Kári Magnús, kona
hans Margrét Karlsdóttir, börn: i)
Birgitta Hrund, sambýlismaður
Scott Ramsey, börn, Sverrir Týr
Sigurðson, Kalvin Kári Ramsey, ii)
Elka Mist Káradóttir, b) Svandís
Þóra, sambýlismaður Konráð
Árnason, börn: i) Ingvar Ölver Sig-
urðsson, ii) Davíð Örn Sigurðsson,
barn, Emilía Dís, iii) Lilja Rós Sig-
urðardóttir, sambýlismaður Daði
Freyr Kristjánsson, barn Sæmund-
ur Rúnarsson, iv) Árni Jón Kon-
ráðsson, v) Sigríður Erla Konráðs-
dóttir, c) Erla Dagbjört, börn: i)
Katrín Ösp Rúnarsdóttir, ii) Ynja
Mörk Þórsdóttir, iii) Askja Isabel
Þórsdóttir;
Mig langar til að minnast föður
míns, Kára Ingvarssonar, er lést á
Hrafnistu í Reykjavík 25. ágúst sl.
Foreldrar Kára hófu búskap í Fram-
nesi í Holtum árið 1900 og bjuggu þar
lengst af sinn búskap. Vorið 1919 var
þröngt í búi hjá mörgum, eftir frosta-
veturinn 1918 og Kötlugos um haust-
ið en þá var jörð sviðin af ösku. For-
eldrar Kára brugðu þá búi og
tvístraðist fjölskyldan við þetta. Kári
sem var yngstur fylgdi móður sinni,
þá fjögurra ára að aldri. Móðir Kára
vann fyrir þeim á ýmsum bæjum 3-4
vikur á hverjum stað á veturna en í
kaupavinnu á sumrin.
Vorið 1927 hóf eldri systir Kára
Guðrún búskap með manni sínum
Þorsteini Runólfssyni að Marka-
skarði í Hvolhreppi og tók hún Kára
sem þá var 12 ára að sér en einnig
föður hans sem þá var 65 ára að aldri
og útslitinn af mikilli vinnu. Móðir
Kára var í nokkur ár heimilisföst á
Keldum á Rangárvöllum og þar var
hún er hún lagði upp í sína hinstu
ferð. Sunnudaginn 23.10.1938 fór hún
frá Keldum og ætlaði að heimsækja
fjölskylduna sína í Markaskarði en
hún kom aldrei fram, hún drukknaði í
Eystri-Rangá og lík hennar fannst
aldrei.
Móðir mín, Margrét Stefánsdóttir,
réðst í kaupavinnu að Markaskarði
vorið 1938 og þar kynntust þau Kári
og bundust tryggðum, þau giftu sig
14.10. 1939. Ungu hjónin hófu búskap
í Reykjavík, þar sem Kári vann í
byrjun sem verkamaður en fetaði
fljótlega í fótspor föður síns sem var
lærður smiður og lærði trésmíði hjá
Guðmundi Jóhannssyni, trésmíða-
meistara í Reykjavík.
Á meðan á náminu stóð, bjuggum
við í húsi Guðmundar að Miðstræti 8a
í Reykjavík, en árið 1953 flutti fjöl-
skyldan í nýtt einbýlishús sem Kári
byggði í Heiðargerði 44 í Reykjavík. Í
Heiðargerðinu áttum við góða daga
og þar eignuðust foreldrar mínir
marga góða vini og kunningja meðal
nágranna sinna sem þau bundu
tryggð við æ síðan.
Árið 1989 fluttust þau svo í hús
aldraðra við Grandaveg 47 í Reykja-
vík, þar sem þau undu sér vel í góðum
félagsskap. Kári og Margrét sóttu sér
ung menntun, hann í íþróttaskóla Sig-
urðar Greipssonar í Haukadal og hún
í Héraðsskólann á Laugarvatni. Kári
hafði mikinn áhuga á glímu og entist
honum sá áhugi ævilangt og fór hann
oft að horfa á glímu þegar það var á
boðstólum. Bæði höfðu þau mikinn
áhuga á tónlist. Margrét söng í kór á
Laugarvatni en einnig átti hún orgel
sem hún hafði lært að spila á og Kári
lék á harmonikku og munnhörpu.
Tónlist var í hávegum höfð á heim-
ilinu og var lagið oft tekið. Seinna á
ævinni voru þau svo stofnfélagar í kór
eldri borgara í Reykjavík.
Eftir lát Margrétar 26. apríl. 1993,
bjó Kári einn á Grandavegi 47, þar til
heilsu hans tók að hraka og fluttist
hann þá að Hrafnistu árið 2003.
Elsku pabbi, við söknum þín öll en
við vitum líka að þú varst orðinn
þreyttur og þráðir hvíld. Einnig vit-
um við að það er tekið vel á móti þér
þar sem þú ert nú. Guð blessi minn-
ingu þína.
Stefán, Stefanía og Sveinn.
Ég vil minnast tengdaföður míns,
Kára Ingvarssonar trésmíðameist-
ara, sem nú er fallinn frá 94 ára að
aldri.
Þegar ég kynntist Kára fyrst hafði
ég engan þroska né skilning á því
hvað honum og Möggu hlaut að finn-
ast um þá fásinnu að frumburður
þeirra vildi bindast óhörðnuðum
unglingi sem að auki hafði stopula
vinnu á þessum tíma.
En fljótlega varð Heiðargerðið
mitt aðalheimili.
Þegar hafist var handa við bygg-
ingu Holtagerðis 8 var Kári óþreyt-
andi að hjálpa okkur, sem varð til
þess að við eignuðumst okkar fyrstu
íbúð. Frá fyrstu kynnum mínum af
Kára sem nú hafa spannað yfir 50 ár
hef ég alla tíð borið mikla virðingu
fyrir honum og ég á honum margt að
þakka sem ekki verður upptalið hér,
en með auknum þroska og eftir því
sem við fórum að þekkja hvor annan
betur urðum við ekki bara bundnir
fjölskylduböndum heldur vina- og
virðingar-.
Alla tíð var svo sjálfsagt að við og
börnin okkar værum heimagangar
hjá Möggu og Kára að segja má að við
höfum átt 2 heimili, okkar og þeirra.
Kári var þéttur maður og vel í með-
alagi stór, ótrúlega líkamlega sterkur
og í ljósi þess er nær óskiljanlegt að
börnin okkar kölluðu afa sinn og
ömmu alltaf litla afa og litlu ömmu og
þegar eitthvað var verið að rúnta var
alltaf söngurinn í baksætinu: komum
til litla afa og litlu ömmu og varð það
oftast úr að þangað var farið.
Kári var af þeirri kynslóð sem
þekkti tímana tvenna, atvinnuleysi,
lág laun og skort á flestu sem á þurfti
að halda. Hann hafði mikla þörf fyrir
að sjá fjölskyldunni vel farborða og
lærði ég af honum að fara vel með allt
sem manni var trúað fyrir.
Nýtni hans og útsjónarsemi mætti
gjarnan vera fyrirmynd þeirra sem
nú alast upp.
Kári var mjög vel gerður, orðheld-
inn og traustur og honum fannst
betra að vinna lengur en honum bar
ef á þurfti að halda og taldi hann það
ekki eftir sér.
Ég held að á allri sinni löngu
starfsævi hafi hann aldrei komið of
seint til vinnu og ekki hætt fyrr en
klukkan var komin að vinnulokum og
helst meir.
Svona var Kári, gerði allt vel, var
trúr og traustur og vann sínum vel.
Það er ómetanlegt að hafa átt slíkan
mann að vini. Ekki get ég sleppt því
að minnast skoðanafestu hans og
réttlætiskenndar. Hann lét ekki hlut
sinn fyrir neinum og hafði skoðanir á
öllu, en skoðanir hans féllu kannski
ekki öllum en það skipti Kára engu,
hann stóð og féll með sinni sannfær-
ingu.
Kári minn, þetta eru bara smá-
minningabrot þegar komið er að
kveðjustund. Ekki get ég þakkað nóg
fyrir samveruna og vinskapinn, ég
veit og trúi að nú ertu kominn þangað
sem þú þráðir seinustu árin og litla
amma tók á móti þér með opinn
faðminn.
Margt er í minni og mikið er skeð
minningar þjappast í huga
að kveðja þig Kári á uppbúnum beð
er kvöl sem mig ei skal þó buga.
Og nú þegar endar þín langfara leið
þú loks hefur hvíldina fengið
þá veit ég og óska þín gata sé greið
og grjótlaus sem rennslétta engið.
(Ö.SK.)
Hvíl í friði.
Þinn tengdasonur,
Ölver og dóttir, Katrín.
Kvaddur er í dag ástkær faðir, afi
og tengdafaðir, Kári Ísleifur Ingvars-
son húsasmíðameistari sem lést á
heimili sínu að Hrafnistu í Reykjavík.
Hann flutti til Reykjavíkur vorið
1939 og það sumar og sumarið 1940
var hann við vegaviðhald frá Ingólfs-
fjalli til Hveravalla. Hann þekkti vel
landið sitt, ferðaðist mikið og þótti
undurvænt um það. Hann tók þátt í
ungmennastarfi í sveitinni og hélt
alla tíð mikið upp á glímu. Sagði
skemmtilegar sögur frá því þegar
hann spilaði á harmonikkuna sína á
böllum og þegar hann var í vega-
vinnu. Ungu mennirnir sváfu í tjöld-
um hvernig sem viðraði og þrátt fyrir
þreytu var þar oft glatt á hjalla.
Sveinsbréf í húsasmíði fékk hann
1948 og meistarabréf 1951. Hann
starfaði í iðngreininni til 1979 er hann
gerðist húsvörður hjá Pósti og síma
og vann þar til ársins 1987. Hann
vann með Alþýðuflokknum að bætt-
um kjörum fyrir verkafólk og iðnað-
armenn. Pabbi átti farsælt líf að baki
með mömmu, Margréti Stefánsdótt-
ur. Þau byrjuðu sinn búskap við
þröngan kost eins og margt ungt fólk
á þeim tíma. Mamma átti orgel sem
hún fékk í fermingargjöf og pabbi
spilaði á munnhörpu. Þau sungu eða
rauluðu bæði við vinnu sína og kunnu
ógrynni ljóða og lagatexta.
Sem ungur fjölskyldufaðir í
Reykjavík sótti hann sér menntun
með hjálp konu sinnar. Ég man hvað
mamma var stolt af því að pabbi var
orðinn húsasmíðameistari. Hann
byggði húsið þeirra í Heiðargerði.
Þar leið okkur vel og við áttum góða
nágranna.
Mannkostir pabba og mömmu
komu vel í ljós þegar við hjónin flutt-
um heim með barn vorið 1980 frá
Danmörku og bjuggum í hálft ár inni
á heimili þeirra. Þau gerðu pláss fyrir
okkur og breyttu sínum siðum og
venjum eins og ekkert væri sjálfsagð-
ara. Pabbi var með verkstæði í kjall-
aranum, þar fékk ég sem barn af-
gangs-trébúta sem urðu að allskonar
dýrindis hlutum í þykjustuleiknum.
Hann smíðaði húsgögn fyrir fjöl-
skylduna, herðatré og leikföng.
Þegar ég fór í fyrsta skipti að
heiman gaf hann mér hamar, tommu-
stokk og naglbít og þótti mér mjög
vænt um það. Sem barn fræddi hann
mann um Njálu og skáldin okkar í
Vesturheimi. Hann hélt upp á vísurn-
ar hans Stefáns G. Stephanssonar
„Þótt þú langförull legðir“ og „Láttu
hug þinn aldrei eldast“. Alla ævi var
hann að skrifa niður vísur og semja
sjálfur. Hann var mikill fjölskyldu-
maður, sterkur, kátur, strangur og
gat verið alvarlegur en jafnframt ná-
kvæmur, blíður, hláturmildur og
ótrúlega úrræðagóður pabbi. Hann
lét sig varða örlög fólks og lagði
áherslu á að maður ætti að vanda sig
við sérhvert verk, vera jákvæður,
láta gott af sér leiða og vera öðrum
góð fyrirmynd í lífinu. Ef ég spurði
hann hvað honum fyndist um trúmál
svaraði hann ávallt með vísu Stein-
gríms Thorsteinssonar:
Trúðu á tvennt í heimi
tign sem æðsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
Elsku pabbi og tengdapabbi, þín
verður sárt saknað, hafðu þökk fyrir
allt. Alúðarþakkir færum við öllu
heimilisfólki og starfsfólki á hjúkrun-
ardeild H-1, Hrafnistu, Reykjavík
fyrir kærleiksríka umönnun og góðan
félagsskap.
Karsten Iversen
og Anna Káradóttir.
Elsku afi.
Nú þegar þín hinsta ferð er hafin
rifjast upp margar minningar sem
mig langar að koma á blað.
Ég man hvað ég hlakkaði alltaf til
að koma inn í Heiðargerði til litla afa
og litlu ömmu, já þegar við vorum að
stelast í sykurskúffuna hjá ömmu og
fá okkur sykurbrauð, hvernig þú
huggaðir mig þegar ég datt og gerði
gat á nýju sokkabuxurnar mínar eða
þegar þú labbaðir með mér út á róló
og hjálpaðir mér að róla, hvernig þú
hjálpaðir mér að búa til eldhús í kjall-
aratröppunum í búaleiknum mínum
með gömlu leirtaui sem amma hafði
gefið mér.
Já afi, það er ógleymanlegt og
ómetanlegt hvað það var spennandi
að koma til þín í kjallarann og sjá öll
verkfærin og fá að fylgjast með hvað
þú varst að stússa þarna niðri, minn-
ingarnar eru óteljandi og alltof langt
mál að telja þær allar upp hér. En eitt
er víst, að þín verður sárt saknað en
okkar hughreysting er sú vissa okkar
að nú ert þú á leið á betri stað og sam-
einast ömmu aftur eftir 16 ára að-
skilnað.
Litli afi og litla amma, ykkar er
sárt saknað af okkur hérna úti í Dan-
mörku og heima á Íslandi. Hvíl í friði,
elsku afi okkar.
Svandís, Konráð og börn.
Elsku besti afi. Okkur langar á
þessari stundu að þakka þér fyrir
okkur. Þú hefur verið okkur systk-
inunum góður afi og eru minningarn-
ar ófáar þegar við horfum til baka.
Sama hvað við ærsluðumst mikið, við
máttum alltaf fá að sitja í vinnuher-
berginu þínu í Heiðargerðinu og
hlusta á kassettutækið þitt.
Í Heiðargerðinu fengum við líka
alltaf eitthvað gott að borða og þó svo
að þú hafir verið ákveðinn og strang-
ari en amma, þá varst þú engu síðri í
að mata okkur á kandís, Bismarck-
brjóstsykri og sætabrauði. Það var
eins með kjallarann í Heiðargerðinu
eins og á Grandaveginum að þar gát-
um við leikið okkur og fundið ýmis-
legt spennandi að skoða. Í Heiðar-
gerðinu virtist alltaf vera sínalco eða
Egils appelsín í felum inni í skápun-
um og á Grandaveginum var kjallar-
inn völundarhús þar sem við lékum
okkur.
Við erum afskaplega þakklát fyrir
tímann á Grandaveginum þar sem þú
og amma voruð fyrirmyndar barnapí-
ur og á milli þess sem við sátum í sóf-
anum og horfðum á sjónvarpið
kennduð þið amma okkur að spila á
spil inni í eldhúsi. Við erum líka þakk-
lát fyrir að hafa haft þig hjá okkur
eftir að amma lést, þó svo að það hafi
verið erfitt fyrir þig.
Þegar þú fluttir inn á Hrafnistu
varðstu orðinn töluvert eldri. Við
gerðum stundum þau mistök að
halda að þú værir orðinn gamall og
gleyminn, en þá áttir þú það til að
fara með heilu ljóðabálkana eða
stuttar og hnitmiðaðar vísur. Þetta
átti vel við þegar eitt okkar var að
reyna að kenna þér á myndbands-
tækið þitt í 100. skiptið, og þú skelli-
hlóst og sagðir:
„Illt er að kenna göldum grepp
og gömlum hundi að sitja rétt.“
Við erum rosalega þakklát fyrir
þann tíma sem við náðum að vera
með þér, við erum þakklát fyrir að
hafa haft þig fyrir afa okkar og að nú
sért þú búinn að fá frið og kominn á
endastað, þar sem þú og amma mun-
uð fylgja okkur áfram um ókomna
tíð.
Ástarkveðja,
Bjarki, Kjartan og Margrét.
Þá ertu farinn í þína hinstu för,
elsku litli afi, að því er við best vitum
og ég veit að hún litla amma bíður eft-
ir þér með opinn faðminn, enda eru
16 ár síðan þið sáust síðast.
Þegar ég sit hérna og hugsa um þig
koma margar minningar í huga minn,
enda kannski ekki skrýtið því að ég
var svo mikið hjá ykkur og með ykk-
ur. Mínar fyrstu minningar um þig,
afi, eru þær að við erum að smíða
dyramottu í sumarbústaðinn okkar,
dyramottan var gerð úr timbri og
töppum af gosflöskum. Já, það verð-
ur seint sagt um þig að þú hafir ekki
verið nýtinn.
Í bílskúrnum hjá mér er mikið af
skrúfum og öðru dóti frá þér sem ég
verð að segja er alveg ótrúlegt að
skoða, allt á sínum stað í allskonar
dósum og kössum, ég get ímyndað
mér að þú hafir verið duglegur að
nota Atrix-handáburð því að í þeim
dósum er að finna mikið af nöglum.
Á hverju sumri fórum við í sum-
arbústaðinn okkar sem var hjá
Markaskarði í Hvolhreppi og þar
fannst þér gott að vera og alltaf
varstu iðinn við að gera eitthvað og
laga og hjálpa til. Alltaf komuð þið
amma til okkar á jóladag og gistuð
fram á annan í jólum en þá var jóla-
boð hjá okkur í Grindavíkinni og þá
var gaman. Þið áttuð heima mestalla
mína tíð í Heiðargerðinu og þar var
ég tíður gestur, ég man varla eftir því
að hafa farið í bæinn öðruvísi en að
koma við hjá ykkur og alltaf var tekið
á móti okkur með kaffi og bakkelsi.
Nú er þínu verkefni lokið hér á
meðal okkar og við taka önnur verk-
Kári Ísleifur
Ingvarsson
Sigurður
Brynjar
Sigurðsson
✝ Sigurður BrynjarSigurðsson
(Binni á Hellu) í
Grenivík fæddist á
Borgarhóli á Látra-
strönd 11. júní 1934.
Hann lést á Dvalar-
heimilinu Hlíð á Ak-
ureyri 28. ágúst síðastliðinn.
Útför Brynjars var gerð frá Gler-
árkirkju 3. september sl.
Meira: mbl.is/minningar
Minningar á mbl.is