Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 39

Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 39
Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 ✝ Guðrún Sig-urbjörg Bjarna- dóttir fæddist á Hvammstanga 20.10. 1930. Hún lést á Landspítalanum 24.8. 2009. Foreldrar hennar voru Jórunn Jak- obsdóttir, f. 1.2. 1894 á Neðri-Þverá í Vest- urhópi, d. 4.3. 1969 á Hvammstanga, og Bjarni Gíslason, f. 7.10. 1889 á Varmá Mos., d. 2.6. 1972 á Hvammstanga. Systkini Guðrúnar: Jakob Svavar, f. 12.3. 1923 og Guð- rún Sigurbjörg, f. 14.5. 1925, d. 1927. Guðrún giftist 10.12. 1949 Guð- mundi Jónssyni, f. 7.5.1925 á Ref- steinsstöðum í Víðidal. Foreldrar Guðmundar voru Halldóra Margrét Guðmundsdóttir frá Kotum í Ön- undarfirði, f. 26.6.1886, d. 28.8. 1963 og Jón Lárusson kvæðamaður, f. í Holtastaðakoti Langadal A- Hún., f. 26.12. 1873, d. á Hvamms- tanga 14.4. 1959. Systkini Guð- mundar eru Sigríður, f. 1915 d. 1998, Pálmi, f. 1917, María, f. 1918, Kristín, f. 1922, d. 2009 og Jónas, f. 1925. Synir Guðrúnar og Guð- mundar eru: 1 )Bjarni, f. 18.6. 1949, kvæntur Eygló Ólafsdóttur, f. 29.9. Matthías Óskarsson, f. 1983, unn- usta Berglind Sölvadóttir, f. 1986. 2) Unnar Atli, f.18.8. 1955, sonur hans er Eyjólfur, f. 1987. 3) Jón Halldór, f. 25.9. 1957, kvæntur Mar- gréti Veru Knútsdóttur, f. 1963, börn þeirra eru: a) Guðmundur, f. 1986, unnusta Arna Óttarsdóttir, f. 1985, b)Hrefna Sif, f. 1989, c)Sóley Rún, f. 1999, 4) Reynir, f. 15.10. 1967, unnusta Pernille Wulff, f. 1967, synir Reynis: a) Emil Arnar, f. 1989, b) Guðjón Andri, f. 1990, unn- usta María Leferink, f. 1991, c) Breki Sveinn, f. 1995, d) Viktor Darri, f. 1996, e) Mads Christian Buch, f. 2002. Eftir barnaskólann og Alþýðu- skólann á Hvammstanga starfaði Guðrún Sigurbjörg (Didda) sem að- stoðarráðskona í vegavinnuflokk í nokkur sumur. Didda nam við Hús- mæðraskólann á Blönduósi vet- urinn 1947-1948, um það leyti lágu leiðir þeirra Guðmundar saman. Húsmæðraskólamenntun hennar nýttist vel á búskaparárum þeirra hjóna. Eftir stofnun heimilis sinnti hún mest heimilisstörfum. Þegar elstu synirnir voru uppkomnir hóf Didda störf á saumastofunni Drífu. Henni líkaði vel við þau störf, enda átti hún vinsældum þar að fagna. Didda var glaðlynd og spaugsöm og undi sér vel með samstarfsfólki sínu, hún vann á sumastofunni þar til hún fór á eftirlaun. Félagsstörf- um sinnti hún, var bæði í Kven- félaginu Björk og söng í Kirkju- kórnum á Hvammstanga um árabil. Guðrún Sigurbjörg verður jarð- sungin frá Hvammstangakirkju kl. 15 í dag. 1954, börn Bjarna eru: a) Íris Fjóla, f. 1971; hennar börn. 1) Sunna Marý Vals- dóttir, f. 1990 unnusti hennar er Ævar Smári Marteinsson, f. 1990, sonur þeirra Hafsteinn Snær, f. 2007. 2) Margrét Ýr Austmann Viðarsd., f. 1998. 3) Viðar Örn Austmann Viðarsson, f. 2000. b) Valgeir Ágúst, f. 1977, unn- usta Monika Jagusi- ak, f. 1982. c) Rúnar Bjarni, f. 1979, börn hans eru Natalía, f. 2003 og Baltasar Diljan, f. 2007. d)Tinna Gunnur, f. 1984, sonur hennar er Jóhannes Liljan Árnason, f. 2004, börn Eyglóar eru: a)Anna Guðrún McCall, f. 1972, gift Steven Earl McCall, f. 1976, sonur þeirra er Kristmann Ísak, f. 2005. b) Steinunn Helga Óskarsdóttir, f. 1975, maki Arnfreyr Kristinsson, f. 1974, dæt- ur þeirra eru: 1) Eygló Ósk, f. 1992, unnusti Atli Steinn Stefánsson, f. 1988, þeirra sonur andvana fæddur Baldvin Ingi 2009 2) Arney Helga, f. 1998 3) Rebekka Ýr, f. 2004. c) Kristmann Óskarsson, f. 1979, maki Karitas Sæmundsdóttir, f. 1981, börn þeirra eru Brynjar Már, f. 2004 og Rakel Eva, f. 2008. d) Móðir mín er til moldar borin í dag. Og sorgin ríkir á meðal okkar. Hún var búin að fá nokkur áföll hvað heilsufar varðar í gegnum tíð- ina. Vorið 2002 lá hún á milli heims og helju um nokkurt skeið, en með góðri hjálp á Borgarspítala og síðar á sjúkrahúsinu á Hvammstanga fékk hún þokkalega heilsu á undra- skömmum tíma. Líklegt er að þessi reynsla hafi haft áhrif á viðhorf hennar, og ég held að hún hafi ekki óttast margt upp frá því. Hún var þakklát öllu því góða fólki sem starfaði við hjúkrun hennar og að heimahjúkrun á Hvammstanga til hinsta dags. Foreldrar mínir hafa alltaf verið samrýmd og hennar vilji var að geta búið heima og verið sjálfri sér nóg að miklu leyti; þetta veittist henni. Eitt sinn er við bræður vorum all- ir fluttir burtu, spurði ég hana hvort þau yrðu ein um jólin. Hún neitaði því, sagði að þau yrðu tvö. Á vordögum voru mamma og pabbi farin að líta til 60 ára hjú- skaparafmælis þann 10 des. nk. Hún þrýsti á að flýta því og halda upp á það nú í sumar. Þessi fyrsta og síðasta stóra veisla þeirra var vegleg og ógleymanleg öllum gest- um, sem voru systkini þeirra, við bræðurnir og okkar fjölskyldur, og í dag minnumst við þess öll með þakklæti. Ég vil þakka þér, mamma, fyrir samfylgdina, ég kveð þig með sökn- uði. Pabbi, Unnar, Jón og Reynir. Megi góður guð gefa okkur styrk í sorginni. Bjarni Guðmundsson. Móðir mín var einstök móðir og að lýsa henni myndi gera allt fölt í kring, og orða mér væri vant að lýsa hvernig eða af hverju; kannski eins og rósin. Hún fölnaði ekki þó hún veiktist og væri átta vikur út úr heiminum vegna veikinda fyrir sjö árum og náði sér alveg eftir það. Hugulsöm var hún og mundi til dæmis afmælisdaga barna og barnabarna og var allan tímann vel meðvituð um hvað var að gerast til hinstu stundar. Síðustu árin þá kvöddumst við eða heilsuðumst með kossi og þá beint á munninn. En nú svo snöggt á brott þú fórst og tómið, söknuðinn sem eftir er, set ég í mínar góðu stundir og minningar. Þín minning lifir. Hjartans þakkir fyrir sam- fylgdina, elsku mamma mín. Þinn sonur, Unnar. Mamma mín, hún Guðrún Sig- urbjörg Bjarnadóttir, er fallin frá, eða Didda eins hún var alltaf nefnd af sínum nánustu. Ég ímyndaði mér að Didda væri gælunafn sem Jakob bróðir hennar hefði gefið henni í æsku og þýddi systir og trúi því enn. Ég veit að stundum vorum við fjórir synirnir henni erfiðir að ýmsu leyti, en heimilið var ástríkt, þó að kærleiksorðin væru kannski færri stundum en það sem fólst í öllu hinu ósagða. Vinnudagurinn gat verið langur hjá húsmóður á þessum árum, föt voru saumuð og bætt og ýmis matur gerður. Í hugann koma minningar um haustin, þegar fjárhópar voru reknir niður þorpið fram hjá Sól- völlum og mórótta rollan hún Gretja vakti athygli sumra í fjöl- skyldunni. Önnur haustminning leitar einnig á hugann, þegar vænn slurkur af löppum, nýsviðnum og soðnum, ilmaði um allt hús. Þá var veisla. Pabbi vann langan vinnudag lengst af sinnar starfsævi enda fór það svo að umsjón með heimilinu var að mestu í höndum mömmu. Mamma sá um að muna eftir af- mælum barnabarna og annarra úr fjölskyldunni, sá um heimilisverkin að miklu leyti alla sína búskapar- tíð, eftir því sem heilsa og kraftar leyfðu. Árið 2002 veiktist mamma alvar- lega og var haldið sofandi svo vik- um skipti og var á stundum vart hugað líf. Ekkert annað en krafta- verk virtist hjálpa henni að ná aft- ur fyrri heilsu og það var stór stund er hún komst aftur heim um 5 mánuðum seinna. Elsku mamma, það er sárt að kveðja þig, en fjölskyldan reynir að hugga sig við allar góðu minning- arnar sem við eigum um þig, við þökkum aukaárin sjö sem við feng- um með þér og ekki síst góða sam- veru sem við áttum öll, þessi glæsi- legi hópur, á Hvammstanga í sumar. Hvíl þú í friði, elsku mamma. Jón Halldór. Kveðja til mömmu. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa, og eykur þeirra afl og trú, en það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt. Er Íslands bestu mæður verða taldar, þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna, blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, – og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Hvíl í friði, mamma og amma. Reynir Guðmundsson og synir. Í dag kveð ég tengdamóður mína, Guðrúnu Sigurbjörgu Bjarnadótt- ur. Með nokkrum fátæklegum orð- um langar mig að þakka henni fyrir samfylgdina. Þegar ég kom inn á heimili þeirra Diddu og Munda fyr- ir 11 árum tóku þau á móti mér með opinn og hlýjan faðm. Það var fyrir 7 árum að hún veiktist alvarlega, en með þrautseigju og góðra manna hjálp steig hún á fætur eftir 6 mán- aða baráttu á sjúkrahúsum í Reykjavík og Hvammstanga og gaf hún okkur þessi góðu ár með sér. Vil ég þakka henni hversu vel hún tók á móti mínum börnum og barnabörnum, ferðirnar okkar saman til Danmerkur, stundirnar við spilamennsku, spjall, hlátur og gamansögur sem við áttum saman á Tanganum og heimili okkar Bjarna. Það er svo ótal margt sem ég gæti talið upp og sagt, en það geymi ég í góðri minningu um góða tengdamóður. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ég bið góðan Guð að gefa tengdapabba, sonum og fjölskyld- um þeirra styrk í sorginni. Guð blessi minningu þína. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Eygló. Mig langar að minnast Diddu ömmu með örfáum orðum við þessi leiðarlok. Ég var svo heppin að búa nálægt ömmu og afa og datt oft í hug að skreppa í heimsókn til þeirra eða til ömmu í vinnuna, ekk- ert var erindið né hafði ég mikið að spjalla um sem krakki en einhverra hluta vegna datt mér þetta oft í hug. Í dag hugsa ég að ég hafi alltaf fundið að ég væri velkomin (eða mig hafi vantað plástur á einhverj- ar skrámur). Það eru alltaf allir, og hafa alltaf verið, velkomnir á Sól- velli og alltaf er boðið uppá kaffi og það besta sem til er. Síðustu árin hafa vöfflurnar verið vinsælar hjá fullorðnum, börnum og dýrum. Ekki var óalgengt að afi tæki fram nikkuna eða spilaði eitthvað á org- elið og kunnu barnabörnin vel að meta það og sungu með, einnig var yfirleitt kíkt í skúrinn til afa og ein- hverju sinni dvaldist okkur þar og komu einhverjir nýklipptir og vel stutthærðir út úr skúrnum þá. Amma var heimakær og hana skipti miklu máli fjölskyldan, fólkið sitt og velferð þeirra. Amma og afi voru eitt, bestu vinir og falleg hjón. Amma var hrein og bein, einlæg og heiðarleg, og með góða kímnigáfu. Þegar mamma átti mig, stóðu þau við bakið á henni og er ég ömmu óendanlega þakklát fyrir það sem og allt spjallið við mig og seinna meir börnin mín. Mér finnst ómet- anlegt að þau hafi fengið að kynn- ast langömmu og -afa, tengjast þeim og eigum við í dag margar og góðar minningar. Við kveðjum ömmu, langömmu og langalangömmu með þakklæti og góðum minningum. Íris Fjóla, Sunna Mary, Margrét Ýr, Viðar Örn og Hafsteinn Snær. Elsku amma. Við viljum kveðja þig með nokkr- um hlýjum orðum. Við þökkum þér fyrir það hversu vel þú tókst á móti okkur fyrir um 11 árum þegar mamma okkar og Bjarni tóku saman, við urðum strax hluti af fjölskyldunni ykkar. Þú varst lengi á spítala fyrir um 7 árum síðan þar sem þú barðist fyrir lífi þínu og hafði betur en þrátt fyr- ir veikindin varst þú alltaf með bros á vör og kát í skapi. Ef þið vissuð af okkur á ferðinni vilduð þið að við kæmum við á Sól- völlum og þar beið fullt borð af kræsingum, vöfflur og kaffi, og fengu börnin oft að hjálpa afa að baka vöfflurnar. Það er alltaf gott og notalegt að koma á Sólvelli, en það verður skrítið að koma og engin amma að taka á móti manni. Þú prjónaðir heil ósköp af ullar- sokkum og vettlingum á yngri kyn- slóðina og vakti það alltaf mikla lukku. Þið afi hefðuð átt 60 ára brúð- kaupsafmæli í desember n.k. en ákváðuð að halda upp á það s.l sum- ar. Það var haldið stórt og mikið fjölskyldumót sem tóks vel í alla stað og eftir öll þessi ár í hjóna- bandi leiddust þið afi eins og ást- fangnir unglingar. Elsku amma, takk fyrir okkur, Hvíldu í friði. Anna og Steve, Steinunn og Arnfreyr, Kristmann og Karítas, Matthías og Berglind. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Didda mín, þökkum góða vináttu á liðnum árum. Við sendum Guðmundi, sonum hans og fjölskyldum þeirra innileg- ar samúðarkveðjur. Ingibjörg og Ágúst, Esjuvöllum. Elsku Didda mín. Nú þegar komið er að hinstu kveðjustund þá langar mig að kveðja þig með þessu kvæði og þakka þér allar góðar stundir síð- astliðin ár Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Mundi minn og fjölskyldan öll, innilegustu samúðuarkveðjur til ykkar allra og megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Helga Marteinsdóttir. Guðrún Sigurbjörg Bjarnadóttir Elsku Didda amma. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Takk fyrir að vera svona góð amma. Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvallt er runnið á eilífðar braut, en minning þess víst skal þó vaka. (Valdimar Briem.) Hvíl í friði, elsku amma. Eygló Ósk, Arney Helga, Rebekka Ýr, Brynjar Már, Kristmann Isak og Rakel Eva. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Minningargreinar Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ANNA BALDVINSDÓTTIR, Fossheiði 62, Selfossi, andaðist miðvikudaginn 26. ágúst. Hún verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugar- daginn 5. september kl. 13.30. Geir Grétar Pétursson, Grétar Pétur Geirsson, Brynhildur Fjölnisdóttir, Heimir Freyr Geirsson, Margrét Þuríður Sverrisdóttir, Sævar Helgi Geirsson, Anna Lea Geirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.