Morgunblaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009
var hennar stoð og stytta, börn,
tengdabörn, bróður og mágkonu og
ekki síst barnabörnin sem hún rækt-
aði af uppbyggilegri umhyggju og
elsku. Hún tók veikindum sínum af
miklu æðruleysi og fannst dauðinn að-
eins vera eðlilegt framhald af lífinu.
Öllum ástvinum hennar sendi ég
hjartanlegar samúðarkveðjur.
Erna mín, Guð blessi þig.
Þín vinkona,
Gréta Gunnarsdóttir.
Geturðu sofið um sumarnætur?
– senn kemur brosandi dagur. –
Hitnar þér ekki um hjartarætur,
hve heimur vor er fagur?
Áttu ekki þessar unaðsnætur,
erindi við þig forðum?
– Margt gerist fagurt, er moldin og
döggin
mælast við töfraorðum.
Finnurðu hvað það er broslegt að
bogna
og barnalegt að hræðast,
er ljósmóður hendur himins og jarðar
hjálpa lífinu að fæðast.
Er ekki gaman að eiga þess kost
að orka þar nokkru í haginn,
og mega svo rólegur kveðja að kvöldi
með kærri þökk fyrir daginn?
(Séra Sig. Einarsson í Holti.)
Ég kynntist Ernu fyrst sem vinnu-
félaga sem gæddi hvern dag birtu og
yl og það var mikill skóli að kynnast
henni. Erna hafði allt til að bera, hún
var afar glæsileg kona og vel að sér í
hvívetna. Bjartsýni hennar gaf hverri
stund fegurri sýn á tilveruna. Það var
ekki hægt annað en að horfa til himins
með henni. Því eins og skáldið frá
Fagraskógi sagði svo vel og gætu hafa
verið einkunnarorð Ernu: „Hvað varð-
ar þá um jörðina sem himininn eiga.“
Ég dáðist að lífsviðhorfi Ernu,
dugnaði og elju. Hún gekk ætíð með
bros á vör og á svig við það sem hún
mátti þola í veikindum sínum á und-
anförnum árum. Harry og Erna voru
líkt og blóm af sama meiði, þau kunnu
bæði að lifa og njóta hverrar stundar.
Það var ótrúlegt að verða vitni að
þeirra fallega samspili.
Heimili þeirra bar smekkvísi Ernu
fagurt vitni, það var yndislegt að sitja
með henni á síðkvöldum við stofu-
gluggann í Álftamýrinni og sjá sólina
setjast og jafnvel rísa aftur áður en
mál var að linni.
Við Erna höfum gengið ófáar ferð-
irnar á milli bæjarhluta eftir að hún
veiktist og þegar kraftar hennar
leyfðu. Ef rok var í höfuðborginni
lögðum við leið okkar í lognið í Hafn-
arfirði. Oftast röltum við þó um grasa-
garð Reykvíkinga í Laugardalnum
þar sem Erna „presenteraði“ mig fyr-
ir hverju blómi, tré og runnum sem
hún kunni svo vel skil á og fagnaði af
innlifun að sjá gróðurinn dafna.
Svo tókum við túra um gróðurmikla
kirkjugarðana þar sem við stöldruðum
við hjá ættingjum og vinum sem ófáir
hvíla þar. Við áttuðum okkur á því að
við þekktum fleiri þar en á götum mið-
bæjarins, en þangað lá leið okkar æ
sjaldnar. Okkar hinsta gönguferð lá
um Heiðmörkina á fögrum degi í júlí
þegar Erna og Harrý buðu mér að
slást í för með sér. Ekki grunaði mig
að það yrði síðasta gönguferðin okkar.
Harry, börnum þeirra, barnabörnum,
tengdabörnum og fjölskyldunni allri
votta ég samúð mína. Erna skilur svo
margt eftir okkur til umhugsunar.
Minning hennar á eftir að orna okkur
um ókomna tíð. Guð varðveiti minn-
ingu Ernu.
Anna Agnars.
Ég trúi á ljós sem lýsir mér
á líf og kærleika
á sigur þess sem sannast er
og sættir mannanna.
Á afl sem stendur ætíð vörð
um allt sem fagurt er.
Á Guð á himni, Guð á jörð
og Guð í sjálfum mér.
(Íslenskur texti; Ólafur Gaukur.)
Ég sendi þér þessa miskunnarbæn í
ljósi síðustu heimsóknar minnar til
þín, – rétt viku áður en þú fórst. Því
hún er lýsandi fyrir þig. Sú heimsókn
var sérstök að því leytinu til að við
vissum sennilega báðar að við mynd-
um ekki hittast aftur í þessu lífi.
Við ræddum lífið og tilveruna, á op-
inskáan hátt, og það sem óhjákomu-
lega væri framundan.
Þú varst að vanda yfirveguð og yfir
þér var ró. En jafnframt varstu glöð
og þakklát yfir liðinni tíð og genginni
götu.
Við höfum báðar háð baráttu við
krabbamein, og einhvern veginn var
ég alltaf viss um að þú hefðir betur í
þeirri baráttu, rétt eins og ég.
En við deildum ekki einungis veik-
indum, við bjuggum í sama húsi og það
var gott að koma til þín, jákvæðni þín
og baráttuþrek var smitandi og af-
staða þín var einföld: Þessi veikindi
var verkefni sem þurfti að glíma við og
þú varst svo sannarlega fyrirmynd
mín með afstöðu þinni og jákvæðni.
Ég mun hafa í heiðri veganestið frá
þér, að vera jákvæð og og njóta líð-
andi stundar.
Takk fyrir að vera vinkona mín og
takk fyrir að vera þú.
Elísabet B. Þórisdóttir.
Það fer ekki á milli mála að það
stendur eitthvað mikið til hjá Almætt-
inu. Til þeirra framkvæmda hefur á
nýliðnum árum, mánuðum, vikum og
dögum verið kallað til fólk úr jarð-
heimum, hæfileikaríkt fólk á besta
aldri sem hafði margt til brunns að
bera, en einkum hæfileikann til þess
að sá fræjum gleði á vegferð sinni.
Auðvitað skiljum við Almættið að
hafa valið hana Ernu í þennan hóp því
auk þess að vera gleðigjafi af Guðs
náð hafði hún fleiri og fjölbreyttari
hæfileika en flestir þeir sem hafa orð-
ið á vegi mínum. Mér þykir því ekki
ólíklegt að Erna sitji nú í forsæti
framkvæmdahóps Almættisins.
Kynni okkar Ernu voru ekki ýkja
löng í árum talið en samt kenndi hún
mér svo ótalmargt, og þá einkum og
sér í lagi um allt sem viðkemur
gleðinni, hamingjunni og bjartsýn-
inni. Erna kunni manna best að blása
í burtu svörtu skýin sem stundum
eiga það til að safnast saman yfir
höfðunum á okkur og byrgja okkur
sýn. Sá hæfileiki kom henni og öllum
sem elskuðu hana að góðum notum í
erfiðum veikindum Ernu.
Síðast þegar ég hitti Ernu lá hún á
Líknardeild Landspítalans. Ég kveið
heimsókninni, kveið því að sjá Ernu í
hlutverki sjúklings að þrotum kom-
inn. En sú ímynd var víðs fjarri raun-
veruleikanum. Erna sat á rúmstokkn-
um, uppábúin og glæsileg að venju og
hafði á engan hátt glatað hæfileikan-
um til þess að lýsa upp umhverfið með
nærveru sinni einni saman. Gestinum
var fagnað að hætti Ernu, með fallegu
brosi, opnum faðmi og kossi á kinn.
Jákvæðnin var líka enn á sínum stað;
Erna gekk með mér um ganga Líkn-
ardeildarinnar og lýsti gleði sinni yfir
að fá að dvelja í þessu fallega húsi, þar
sem umhyggjan við gestina og öll að-
staða væri eins og á fimm stjörnu hót-
eli.
Að heimsókn lokinni var aftur boð-
inn opinn faðmur og koss á kinn og
það er undarlegt að hugsa til þess að
þessi glæsilega, glaðværa og fallega
kona hafi stuttu seinna kvatt jarðlífið.
Þessi stund, eins og svo margar aðrar
sem ég átti með Ernu, verður varð-
veitt um alla eilífð í gullakistu minn-
inganna. Farðu í friði, elsku Erna, og
Guð geymi þig.
Þórunn Stefánsdóttir (Tóta.)
Elsku Kristján.
Þú hefur alltaf átt stóran sess í
hjörtum okkar allra. Það var alltaf
fastur liður að koma í heimsókn til þín
í hvert skipti sem við fórum til
Reykjavíkur. Þrátt fyrir að það væri
erfitt að búa svona langt í burtu og
geta ekki eytt nógu miklum tíma með
þér og náð að kynnast þér betur, þá
var ánægjulegt að vita til þess að þú
ættir gott heimili með yndislegu fólki.
Þegar ástvinur manns á við svona
alvarleg veikindi að stríða kemst
maður ekki hjá því að hugsa til þess
hvernig líf hans hefði orðið hefði hann
verið heilbrigður og fær um að gera
Kristján Pálsson
✝ Kristján Pálssonfæddist á Blöndu-
ósi 1. mars 1971. Hann
lést á deild 20, Land-
spítala, Kópavogi, 27.
ágúst síðastliðinn. For-
eldrar hans eru Guð-
mundur Páll Krist-
jánsson, f. 30.
september 1945,
kvæntur Sigríði
Sveinsdóttur. Börn
þeirra eru Viðar Örn,
Hafdís, Sandra og
Erla. Móðir Kristjáns
er Sigríður Sigurjóns-
dóttir, f. 8. ágúst 1949, gift Reyni
Gunnarssyni. Börn þeirra eru Jóna
Valdís, Þóra Dögg og Sigurjón Arn-
ar.
Útför Kristjáns fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag, 4. september, og
hefst athöfnin klukkan 13.
allt það sem hann
dreymdi um. En þú
lést ekki veikindin
stoppa þig við að njóta
lífsins, þú fórst upp í
sumarbústað, í göngu-
túra, í Kringluna og
svo mætti lengi telja.
Þú kenndir okkur að
lifa fyrir daginn í dag
því maður veit aldrei
hvað morgundagurinn
ber í skauti sér. Við
getum huggað okkur
við það að núna líður
þér vel og ert frjáls.
Þín verður sárt saknað, elsku Krist-
ján.
Þín fjölskylda,
pabbi, Sigríður, Viðar,
Hafdís, Sandra, Einar,
Katrín Björk og Erla.
Í dag kveðjum við frá Kópavogs-
kirkju Kristján Pálsson.
Það er ávallt mikil gleði og tilhlökk-
un þegar von er á nýjum einstaklingi í
fjölskylduna. Tilkynningar berast til
ættingja nýbakaðra foreldra og frétt-
in er að fæddur sé fallegur og skýr-
legur drengur og heilsist honum vel.
Það er mjög eðlilegt að sjá fyrir sér
annasöm ár framundan þar sem
hress, orkumikill og kátur drengur
sem þarf mikla umönnun og umsjá
hleypur um, sullar, sparkar boltum,
dettur og þarf plástur á bágtið.
Það liðu sex mánuðir frá fæðingu
Kristjáns þegar líf hans tók miklum
breytingum. Hann veiktist mjög al-
varlega og frá þeim degi sem hann
veiktist var bara þrautaganga nokkra
mánuði eða þar til fréttin barst um að
hann kæmi til með að verða bundinn
við hjólastól alla ævi og þurfa umönn-
un allan sólahringinn. Við Íslendingar
erum sem betur fer svo vel sett að
mjög vel er hlúð að börnum sem lenda
í þessari stöðu. Kristján hefur dvalið á
Deild 20 í Kópavoginum mestan hluta
ævi sinnar.
Eftir að mín fjölskylda flutti í
Hafnarfjörðinn 1996 höfum við haft
ánægju af því að mæta í afmælis- og
jólaboð á Deild 20 þegar við mögulega
gátum. Það var ávallt hlaðborð af
kræsingum. Jólaboðin á deildinni
voru mjög hátíðleg þar sem allir voru
prúðbúnir og stofa og herbergi heim-
ilismanna voru fallega skreytt og hlý-
leg. Fram í stofu var ávallt dekkað
kaffiborð með kræsingum og ilmandi
súkkulaði. Starfsfólk Deildar 20 hugs-
ar um fólkið á deildinni eins og þetta
séu þeirra nánustu.
Við viljum þakka þessu góða og
fórnfúsa fólki sem annast hefur Krist-
ján af góðvild og vináttu öll þessi ár.
Það hefur oft komið upp í huga minn
þegar ég hef komið í heimsókn að
þetta fólk vinnur af miklum heilindum
og þykir því virkilega vænt um sína
skjólstæðinga. Ég bið góðan guð að
blessa ykkur öll, fyrrverandi og nú-
verandi starfsfólk á Deild 20 í Kópa-
voginum.
Ég þakka Kristjáni bróðursyni
mínum fyrir allt og veit að hann fær
góða heimkomu. Foreldrum Krist-
jáns og fjölskyldum þeirra sendi ég
ósk um styrk á kveðjustund.
Ólöf Friðgerður Kristjánsdóttir
og fjölskylda.
✝
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
LEIFUR EIRÍKSSON
kennari
frá Raufarhöfn,
til heimilis á
dvalarheimilinu Hrafnistu Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu þriðjudaginn 1. september á 103. aldursári.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Eysteinn Völundur Leifsson, Ína Sigurlaug Guðmundsdóttir,
Rannveig Lovísa Leifsdóttir,
Ingibjörg Fríður Leifsdóttir, Jón Guðmundur Sveinsson,
Erlingur Viðar Leifsson, Arndís Jóna Gunnarsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELÍN ODDSDÓTTIR,
Ástúni 8,
Kópavogi,
lést mánudaginn 31. ágúst.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju Kópavogi
föstudaginn 11. september kl. 13.00.
Sólrún Björg Kristinsdóttir,
Hauður Kristinsdóttir, Magnús Alfonsson,
Þóra Sjöfn Kristinsdóttir,
Anna Margrét Kristinsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Ástkær móðir og tengdamóðir,
ELSE ÞORKELSSON,
Funafold 48,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn
2. september.
Björn Sigurðsson,
Einar Sigurðsson, Sigrún Guðmundsdóttir,
Pétur Sigurðsson, Jóhanna Ólafsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
HALLDÓRA GUNNARSDÓTTIR
frá Steinsstöðum,
til heimilis
Höfðagrund 19,
Akranesi,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn
1. september.
Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju miðvikudaginn
9. september kl. 14.00.
Árni S. Einarsson, Guðbjörg Halldórsdóttir,
Gunnar Einarsson, Ragnheiður Pétursdóttir,
Marteinn G. Einarsson, Guðrún Sigurbjörnsdóttir,
Einar Halldór Einarsson,
Guðmundur Einarsson, Sóley Sævarsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur faðir okkar, sonur og bróðir,
GÍSLI ÁGÚSTSSON
trésmiður,
sem lést af slysförum þriðjudaginn 1. september,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 8. september kl. 13.00.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Alex Gíslason,
Kristófer Þórður Ingibjargarson,
Eygló Jónsdóttir,
Ólöf Ágústsdóttir,
Kolbrún Linda Haraldsdóttir,
Jón Hafsteinn Haraldsson,
Ásdís Erna Guðmundsdóttir.