Morgunblaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009
✝ Hörður Hall-dórsson, við-
skiptafræðingur,
fæddist í Reykjavík
26. okt. 1933. Hann
lést 27. ágúst sl.
Foreldrar hans
voru Halldór Pjet-
ursson, rithöfundur,
frá Geirastöðum í
Hróarstungu, f. 12.9.
1897, d. 6.6. 1989 og
Svava Jónsdóttir,
húsmóðir, frá Geita-
vík, Borgarfirði
eystra, f. 24.4. 1909,
d. 4.1. 2001.
Bróðir Harðar er Svanur H.
Halldórsson, leigubílstjóri í Kópa-
vogi, f. 1.3. 1935. Kona hans er Jó-
hanna Jóhannsdóttir, f. 12.9. 1935.
Þau eiga 5 börn. Hörður kvæntist
Þórdísi Sigtryggsdóttur, f. 22.2.
1937, þann 15.11. 1964. Foreldrar
hennar voru Sigtryggur Eiríksson,
verkamaður frá Votumýri á Skeið-
um, f. 16.11. 1904, d. 18.7. 1985 og
Vilhelmína Þórdís Vilhjálmsdóttir,
húsmóðir frá Reykjum á Skeiðum,
f. 16.6. 1905, d. 31.7. 1995.
fræðingur í Reykjavík, f. 17.2.
1958, móðir hans er Jóhanna
Antonsdóttir. Kona hans var Guð-
rún María Guðmundsdóttir, f. 11.6.
1963, þau skildu. Börn þeirra eru:
a) Jóhanna Svanhvít, f. 29.6. 1992,
b) Petrea Sjöfn, f. 22.10. 1993, c)
Kristófer Haukur, f. 30.10. 1998.
Stjúpdætur Hauks, dætur Guð-
rúnar, eru: d) Elín Kristín, f. 14.9.
1982, hún á einn son. e) Guðmunda
Rós, f. 31.1. 1988.
Hörður ólst upp í Reykjavík
fyrstu árin en fluttist með fjöl-
skyldu sinni í Kópavog árið 1946
og bjó hann þar alla tíð síðan. Að
loknu skyldunámi fór Hörður í
Menntaskólann í Reykjavík og lauk
þar stúdentsprófi 1953. Prófi í við-
skiptafræði, cand. oecon, lauk
hann vorið 1969. Hörður var ör-
yggisvörður á Keflavíkurflugvelli
1953-1954, leigubílstjóri á Kefla-
víkurflugvelli og í Reykjavík 1954-
1955, starfaði við landmælingar,
útreikninga og kortagerð hjá Raf-
magnsveitum ríkisins 1956-1961,
bókari hjá Olíuverslun Íslands hf. í
Rvk. 1962-1968 og síðan sem við-
skiptafræðingur hjá Ríkisskatt-
stjóra 1969-2005.
Útför Harðar fer fram frá Digra-
neskirkju í dag, 4. sept. og hefst at-
höfnin kl. 11.
Börn Harðar og
Þórdísar eru: 1) Sig-
tryggur, bifreiða-
smiður í Kópavogi, f.
25.5. 1966. Kona hans
er Katrín Helga
Reynisdóttir, f. 29.11.
1959. Börn þeirra
eru: a) Kristín Þórdís,
f. 2.10. 1999, d. 18.11.
1999, b) Kristinn Þór,
f. 10.11. 2002, c)
Hlynur Þór, f. 1.1.
2007. Sonur Katrínar
Helgu er Kristján
Páll Rafnsson, f.
16.12. 1978. Sambýliskona hans er
Katrín Lilja Sigurðardóttir og eiga
þau tvær dætur. 2) Vildís Ósk, hús-
móðir á Hólum í Árborg, f. 26.2.
1973. Maður hennar er Steindór
Guðmundsson, f. 21.1. 1971. Börn
þeirra eru: a) Vilhelm Freyr, f. 3.3.
2002, b) Guðmundur, f. 1.7. 2005, c)
Þórdís Halla, f. 24.10. 2007.
Fyrir átti Hörður tvo syni. Þeir
eru: 3) Eiríkur Arnar, ketil- og
plötusmiður í Garðabæ, f. 4.8.
1954, móðir hans er Ragnhildur Ei-
ríksdóttir. 4) Haukur, viðskipta-
Kallið getur komið hvenær sem er
og alveg er maður óundirbúinn þeg-
ar það gerist hjá einhverjum sem
stendur manni nærri. Lífið verður
ekki eins án pabba, hann hringdi oft
eftir hádegi bara til að spjalla og vita
hvernig við hefðum það og svo á
kvöldin til að fá tölvuleiðbeiningar
hjá Steindóri. Nú þarf maður sjálfur
að fara að fylgjast með fréttum og
sjónvarpsdagskránni því hann
hringdi alltaf og lét okkur vita ef það
var eitthvað sem honum þótti varið í
og ef það var eitthvert hestaefni í
sjónvarpinu sem hann hélt að við
myndum hafa áhuga á.
Pabbi var dálítill sérvitringur og
vildi hafa alla hluti á hreinu, punkt-
aði allt niður hjá sér og reiknaði sér
til skemmtunar allt mögulegt sem
honum datt í hug að hægt væri að
reikna. Við hlæjum stundum enn að
því þegar hann labbaði 10 ferðir
framhjá sjónvarpinu að leita að gler-
augunum sínum sem þá voru annað
hvort um hálsinn á honum eða í
brjóstvasanum.
Pabbi vann mikið þegar ég var að
alast upp en kom alltaf heim og
borðaði kvöldmat með okkur og fór
svo frekar aftur á skrifstofuna að
vinna, en fjölskyldan gekk fyrir.
Hann var mikill og góður námsmað-
ur og minnugur með eindæmum því
þegar við vorum að ferðast gat hann
oft bjargað sér á hinum ýmsum
tungumálum þó hann hefði ekki tal-
að þau síðan í menntaskóla.
Þegar pabbi var hættur að vinna
og hafði meiri tíma vorum við systk-
inin orðin uppkomin og hann gat far-
ið að dekra við barnabörnin, sem
hann sá ekki sólina fyrir. Betri afa
var ekki hægt að hugsa sér. Ég
hugsa að barnabörnin hafi verið það
fyrsta sem hann hugsaði um á
morgnana þegar hann vaknaði og
það síðasta áður en hann sofnaði á
kvöldin. Þegar litla bróðurdóttir
mín, Kristín Þórdís, lá mikið veik á
vökudeildinni var pabbi enn að vinna
en kom á hverjum einasta degi til
hennar og hélt í höndina á henni og
sat hjá henni, ég held að hann hafi
aldrei misst úr dag. Það er huggun
harmi gegn að þau hafi nú hist á ný,
þá er hann a.m.k. með barnabarn hjá
sér til að dekra við.
Hann hringdi oft í strákana mína
þegar hann vissi að þeir væru komn-
ir heim á daginn til að spjalla og vita
hvernig dagurinn hefði verið hjá
þeim og var óþreytandi að fræða þá
um hinar ýmsu staðreyndir og þeir
kunna orðið meira í landafræði en
ég. Ég syrgi að börnin mín skuli ekki
fá að njóta samvista við hann lengur
en þakka jafnframt þær stundir sem
við öll áttum saman og lifa munu
áfram í minningunni.
Þín dóttir,
Vildís Ósk.
Okkur langar að kveðja elsku afa
okkar með nokkrum orðum. Hörður
afi var alveg svakalega góður afi,
hann las oft fyrir okkur og tefldi, fór
með okkur í Húsdýragarðinn og að
gefa öndunum brauð. Þegar hann
kom í heimsókn til okkar í sveitina,
fórum við oft í göngutúr saman með
hundinum okkar, henni Birtu, sem á
eftir að sakna þess að afi komi ekki
með kleinur handa henni.
Afi var duglegur að fræða okkur
um allt mögulegt: hvað fjöllin heita,
hvert er dýpsta vatnið á Íslandi,
lengsta áin, straumharðasta áin
o.s.frv., afi vissi allt. Stundum fór
hann líka með okkur strákana í
dekurbíltúr og keypti pylsu, safa, ís
og kannski líka smá nammi svo við
stóðum alveg á blístri.
Í sumar var rosa gaman að vera í
sumarbústaðnum með afa og ömmu,
við fórum að veiða og tína ber og
spiluðum og það var mjög gaman.
Okkur finnst skrítið að afi sé allt í
einu dáinn, hann var nýbúinn að
vera í heimsókn hjá okkur og við
vorum að tína rifsber saman. Við
eigum eftir að sakna hans mjög mik-
ið en vitum að nú er sálin hans komin
upp til Guðs og hann passar okkur
öll, sérstaklega ömmu sem saknar
hans svo mikið.
Við bræðurnir ætlum líka að vera
duglegir að segja Þórdísi frá afa
þegar hún stækkar svo hún viti hvað
afi var góður.
Þín afabörn,
Vilhelm Freyr, Guðmundur
og Þórdís Halla.
Hörður hennar Dídíar frænku er
dáinn.
Ég man eftir Herði alveg frá því
að ég var smápolli í Eskihlíðinni hjá
Villu langömmu. Hann var alveg ein-
staklega barngóður maður og það
leyndi sér ekki. Hörður tók afahlut-
verkinu af mikilli ábyrgð og ánægju,
enda var hann óskaplega laginn við
að laða að sér barnabörnin sín, fræða
þau og ræða við þau.
Dídí og Hörður hafa alla tíð verið
mér óskaplega góð og skilningsrík.
Það sýndi sig fyrr á þessu ári er ég lá
inni á Borgarspítala og Dídí frænka
kom með konfektkassa frá þeim
hjónum til mín. Oft á tíðum þegar
stórfjölskyldan hittist var mjög glatt
á hjalla. Þótt Hörður væri sá rólegi
og yfirvegaði þá virtist hann hafa
sérstaklega gaman af því að vera
innan um glaðværa fjölskyldu,
frændur og frænkur. Hörður var
skyldurækinn við fjölskyldu sín og
tengdafólk og væntumþykja hans
var öllum ljós.
Ég kveð Hörð með miklum sökn-
uði en fullvissu um að hann er nú í
faðmi frelsarans.
Elsku Dídi frænka, Vildís, Stein-
dór, Sigtryggur, Kata og fjölskyld-
ur, missir ykkar er mikill. Ég sendi
ykkur öllum mínar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Jesús sagði: Komið til mín, allir
þér sem erfiði hafið og þungar byrð-
ar, og ég mun veita yður hvíld. Takið
á yður mitt ok og lærið af mér, því að
ég er hógvær og af hjarta lítillátur,
og þá munuð þér finna hvíld sálum
yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði
mín létt. (Matteus, 11. kafli, 28.-30.
vers.)
Hinsta kveðja,
Vilhjálmur Karl Haraldsson.
Kveðja frá ríkisskattstjóra
Hörður Halldórsson var afbragðs-
námsmaður og dúxaði yfir allt landið
þegar hann tók landspróf til að hefja
nám í menntaskóla. Þaðan lauk hann
stúdentsprófi annar hæstur í stærð-
fræðideild. Viðskiptafræðinni varð
síðan lokið með miklum ágætum –
gott ef ekki námsárangur hans var
með því allra besta á þeim tíma.
Að loknu háskólaprófi réðst Hörð-
ur til starfa hjá ríkisskattstjóra. Þau
yrðu 35 árin sem embættið naut
hans liðveislu. Verkefni Harðar voru
á sviði óbeinna skatta og hann varð
helsti sérfræðingurinn í söluskatti.
Hörður Halldórsson lagði kraft
sinn í starfið sem honum var trúað
fyrir. Hann var gríðarlega nákvæm-
ur og samviskusamur alla sína
starfsævi. Það sem hann sagði stóð
eins og stafur á bók. Hann var tölu-
glöggur og tók m.a. upp hjá sér að
spá fyrir um þróun vísitalna – og
gerði það vitaskuld af ótrúlegri ná-
kvæmni.
Og hann setti svip á vinnustaðinn.
Vandaður í orði og æði sem ekki
hallmælti nokkrum manni. Betri og
skemmtilegri samstarfsmann var
vart unnt að hugsa sér. Á bak við ná-
kvæma embættismanninn áttum við
vinnufélagar hans gamansaman
grallara. Grafalvarlegur sagði hann
okkur meinfyndnar sögur þar sem
hann gerði helst grín að sjálfum sér.
Vinnudagur Harðar var jafnan lang-
ur og hann var iðulega sá sem síð-
astur fór af vinnustaðnum seint að
kveldi. Fór hann aldrei af skrifstof-
unni öðruvísi en að ganga úr skugga
um að allir gluggar og dyr væru
kirfilega lokaðir. Hörður sagði með
glettni í auga að slíkt væri í sam-
ræmi við ákvæði brunamálasam-
þykktar og því bæri að fylgja þeim
reglum út í hörgul. Hörður átti
þannig einn stærsta þáttinn í að gera
vinnustaðinn að skemmtilegu sam-
félagi fólks sem naut samvista hvað
við annað og var samstiga í úr-
vinnslu verkefna. Og þegar Hörður
varð fimmtugur slógum við vinnu-
félagarnir saman í afmælisgjöf sem
hann fékk að velja sér sjálfur. Hann
valdi sér haglabyssu í afmælispakk-
ann. Engum var Hörður líkur.
Það var lærdómsríkt að starfa
með Herði. Ekki var óalgengt að
Hörður fengi flóknar spurningar
sem kölluðu á ítarlegan fyrirlestur af
hans hálfu, þar sem hann hafði á
reiðum höndum öll atriði sem skiptu
máli. Hann gat rakið á nákvæman
hátt aðdraganda lagasetningar og
hvaða forsendur lágu á bak við
ákvarðanir löggjafans.
Hörður var gæddur miklum per-
sónutöfrum, hlýr, skemmtilegur,
áreiðanlegur, skarpgreindur, rök-
viss, heiðarlegur og vandaður maður
sem gott var að leita til. Hann hafði
afar góða návist, hvort heldur var
augliti til auglitis eða í símtali. Góð-
semi hans, trygglyndi, og liðveisla
við ættingja og vinnufélaga var mik-
il. Og síðustu árin áttu barnabörnin
huga hans allan. Eiginkonu, börnum
og öðrum ættingjum eru sendar
hugheilar samúðarkveðjur. Herði er
þökkuð gefandi samfylgd og fyrir að
vera eins og hann var. Blessuð sé
minning þessa góða drengs.
Skúli Eggert Þórðarson.
Fyrir sextíu árum kom hópur
ungs fólks saman í þriðja bekk
Menntaskólans í Reykjavík. Þetta
fólk kom úr ýmsum áttum eftir að
hafa lokið landsprófi. Nokkur hluti
hópsins hafði þó verið í skólanum frá
því í fyrsta bekk og var síðasti ár-
gangurinn, sem fór þá leið, því gagn-
fræðadeild skólans var þar með lögð
af. Við hin komum víða að, einkum
þó úr þeim skólum, sem kallaðir
voru Ingimarsskóli og Gaggó Vest
og heyra nú báðir sögunni til.
Það var því í fyrstu býsna sundur-
leitur hópur, sem þarna safnaðist
saman á göngum hins aldna skóla.
Sumir þekktust vel en aðrir alls ekki
neitt. Þessi fyrsti vetur einkenndist
óneitanlega af því að menn skoðuðu
hver annan og þreifuðu á nánari
kynnum. Einn úr hópi heimamanna,
það er þeirra, sem fyrir voru í skól-
anum, vakti athygli umfram marga
aðra. Þetta var vörpulegur maður,
hógvær og fremur hlédrægur en að
einu leyti skar hann sig þó úr hópn-
um. Hann var meiri námsmaður en
aðrir í árganginum og þeirri forystu
hélt hann öll okkar ár í skólanum að
því er virtist án verulegrar fyrir-
hafnar, fáir komust þangað með
tærnar, sem hann hafði hælana í
þeim efnum. Þessi maður var Hörð-
ur Halldórsson, sá sem við kveðjum
nú.
Það átti fyrir okkur Herði að
liggja að kynnast nánar og bindast
vináttuböndum. Við vorum sessu-
nautar seinni árin í skólanum. Þá
kynntist ég vel þeim eiginleikum
hans, sem ég mat svo mikils og dáð-
ist svo mjög að, prúðmennskunni og
tillitsseminni, samviskuseminni og
nákvæmninni og þá ekki síst hinum
öguðu vinnubrögðum, sem skiluðu
honum svo miklum árangri þar sem
hann beitti þeim. Oft leið langur tími
milli samfunda, vissulega of langur
en þessi hópur samstúdenta, sem
þarna varð til fyrir svo mörgum ár-
um, náði þó svo vel saman að nú um
nokkurra ára bil höfum við hist einu
sinni í mánuði hverjum að vetrinum.
Við höfum farið saman í létta göngu
og átt nokkra samverustund. Þó hné
og mjaðmir séu farin að gefa sig eða
mæði aukist og þrek minnki til
gönguferða hafa þessir endurfundir
verið mörgum okkar mikilsverðir.
Hörður lét sig þar sjaldan vanta og
því er nú höggvið skarð í hópinn, en
þannig er lífsins gangur. Það skarð
er stórt og verður ekki fyllt en eftir
stendur minning um mætan mann
og góðan dreng.
Ég veit að ég mæli fyrir munn
okkar allra í árganginum frá 1953
þegar ég þakka honum samfylgdina
og vináttuna, sem svo lengi hefur
staðið. Jafnframt sendum við Þórdísi
og fjölskyldunni allri okkar hlýjustu
samúðarkveðjur.
Gunnar Jónsson.
„Hann hefur eitthvað að lesa
þessi.“
Þannig komst aðkomumaður að
orði þegar hann leit skjalabunkana á
borðum og hillum í skrifstofu Harð-
ar Halldórssonar á annarri hæðinni
að Skúlagötu 57.
Jú, svo sannarlega hafði Hörður
alltaf einhverja lesningu til að moða
úr í sínu starfi.. Það einkenndi Hörð
að öll hans verk á vegum hins op-
inbera voru 120% unnin. Niðurstaða
var fengin eftir vandaðan undirbún-
ing. Skjalabunkarnir tilheyrðu slíkri
vinnslurás. Í starfi sínu stóð Hörður
jafnt að vígi í tæknimálum og hinum
fræðilega hluta. Hjá ríkisskattstjóra
var brautin rudd á fjölmörgum svið-
um tölvuvæðingar og upplýsinga-
tækni og þar var hinn fræðilegi og
faglegi grunnur skattframkvæmdar-
innar lagður og kerfin keyrð. Emb-
ættið naut óskiptra starfskrafta
Harðar Halldórssonar um áratugi.
Langur og þungur vinnudagur var
þar engin fyrirstaða. Reglulegar
sundferðir með vinnufélögum gáfu
aukinn andlegan og líkamlegan
kraft.
Hver vinnustaður hefur sínar
hefðir og starfsanda. Þáttur Harðar
í að skapa jákvæðar hefðir og léttan
anda á virðulegu embætti var ekki
smár.
Hörður var víðlesinn og stálminn-
ugur. Kímnigáfan og léttleikinn var
samt alltaf í fyrirrúmi hversu alvar-
leg sem málin voru eða erfið úr-
lausnar. Umhverfis Hörð var, eins
og skáldið sagði: „Never a dull mo-
ment.“ Slíkir starfsmenn verða ekki
mældir í launaflokkum.
Sem fjölskyldumaður var Hörður
kærleiksríkur og til fyrirmyndar.
Ást hans og umhyggja fyrir Þórdísi
sinni og stolt hans og stuðningur við
börnin sín fór aldrei á milli mála.
Foreldrar Harðar og tengdaforeldr-
ar nutu ríkulega aðstoðar hans í ell-
inni. Hann var stoltur af austfirskum
uppruna sínum og Borgarfirðinum
fallega þar sem frændgarðurinn bjó.
Áhugamál Harðar, þessa
rólyndismanns og hvers manns hug-
ljúfa, var svo númer eitt að sjálf-
sögðu skotveiði. Þessu áhugamáli
sinnti hann af mismiklu kappi en
aldrei vék það samt úr huga hans allt
árið um kring. Var Hörður sennilega
einn af fáum sem við hentug tæki-
færi hafa notað byssuleyfi sitt sem
persónuskilríki. Þar sameinaðist
auðvitað húmorinn og áhugamálið.
Það er næsta víst að blessuð rjúpan
hvíta mátti fara að vara sig þegar
Hörður var á ferðinni á veiðilend-
Hörður Halldórsson
Skrifstofa ríkisskattstjóra verður lokuð
milli kl. 10:30 og 13:00 föstudaginn 4. september
vegna útfarar HARÐAR HALLDÓRSSONAR.
Ríkisskattstjóri
✝
Elskuleg móðir okkar,
INGIBJÖRG HALLGRÍMSDÓTTIR,
Hólavegi 26,
Sauðárkróki,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Skagfirðinga
miðvikudaginn 2. september.
Esther Skaftadóttir,
Sigríður Skaftadóttir,
Anna Skaftadóttir,
Margrét Skaftadóttir.