Morgunblaðið - 02.10.2009, Page 1
F Ö S T U D A G U R 2. O K T Ó B E R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
267. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
Sérblað um
VinnuVélar og bíla
fylgir Morgunblaðinu í dag
DAGLEGT LÍF
NÝTT OG GAMALT Í VINTAGE, ÁVAXTAMASKAR,
ÞURSABIT ÞORBJARNAR OG MADONNUPARTÍ
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
„ÞETTA eru tölur og áform sem ég sé ekki að
gangi upp á nokkurn hátt,“ segir Vilhjálmur Eg-
ilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Í fjárlagafrumvarpi er áformaður sextán milljarða
tekjuauki af umverfis-, orku- og auðlindasköttum.
Það gæti þýtt milljarðaskattheimtu af hverju ál-
fyrirtæki fyrir sig, þegar fram í sækir, en þau eru
kaupendur að nærri þremur fjórðu allrar raforku
í landinu.
Viðmælendur hafa þann fyrirvara á að hug-
myndin sé óútfærð í frumvarpinu, en Ólafur Teit-
ur Guðnason, talsmaður RioTinto Alcan í
Straumsvík, segir þetta stórtæk áform sem fari
fram úr öllu meðalhófi. Að óbreyttu gætu þau
þurrkað út allan hagnað fyrirtækisins og gott bet-
ur. „Þessi áform um skattheimtu hljóta að setja
stórkostlegt strik í reikninginn fyrir alla upp-
byggingu orkufrekrar starfsemi,“ segir Vil-
hjálmur Egilsson.
Heildarhalli á ríkissjóði 2010 er áætlaður 87,4
milljarðar samkvæmt frumvarpinu. Í krónum tal-
ið verða útgjöld ríkissjóðs skorin niður um 43
milljarða króna en tekjurnar auknar um 61 millj-
arð. Þetta eru því einhver sársaukafyllstu fjárlög í
sögunni. Áætlað er að beinir skattar hækki um
37,6 milljarða. Á meðal margvíslegra hækkana er
10% hækkun bensín-, olíu- og bifreiðagjalda. Á
sama tíma eiga fjárveitingar til vegaframkvæmda
að lækka gríðarlega, um tólf milljarða.
Stórtækir auðlindaskattar
Hugmynd um sextán milljarða orkuskatta ekki sögð ganga upp á neinn hátt
Þurrkar að óbreyttu út hagnað álversins og gott betur segir talsmaður Alcan
Í HNOTSKURN
»Ný þjóðhagsspá gerir ráð fyrir að kaup-máttur ráðstöfunartekna á mann rýrni
um 10,4% á þessu ári og 11,4% á því næsta.
»Hann verður þá svipaður kaupmætti ár-anna 1999 og 2000.
Ein erfiðustu fjárlögin 15, 16 og 20
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
GRUNUR leikur á um að Kaupþing, Glitnir og
Landsbanki hafi vísvitandi birt rangar upplýs-
ingar um virði eigna sinna í árs- og árshlutareikn-
ingum til að fela raunverulega stöðu sína.
Vegna þessara grunsemda gerði embætti sér-
staks saksóknara húsleitir í höfuðstöðvum endur-
skoðunarskrifstofanna KPMG og PriceWater-
houseCoopers (PWC) í gærmorgun. Alls tóku 22
þátt í aðgerðunum sem hófust klukkan tíu um
morguninn og stóðu frameftir degi.
„Við erum fyrst og fremst að komast að þeim
ins herma að húsleitirnar hafi farið fram á grund-
velli skýrslu fransks endurskoðanda sem unnin
var fyrir embætti sérstaks saksóknara.
Sex erlendir sérfræðingar, í tveimur þriggja
manna hópum, á sviði endurskoðunar aðstoðuðu
við húsleitirnar í gær. Annar hópurinn er fransk-
ur og fór hann inn í KPMG. Hinn hópurinn var
samansettur af þremur norskum endurskoð-
endum og leitaði hjá PWC. Embætti sérstaks sak-
sóknara komst í kynni við endurskoðendurna í
gegnum Evu Joly og þeir starfa allir samkvæmt
samningi við embættið.
gögnum sem lögð voru til grundvallar við endur-
skoðun og ársreikningaskil bankanna fyrir hrun,“
segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
„Annars vegar er þetta afmarkað rannsókn-
arefni og hins vegar mun þetta hjálpa okkur við
rannsókn annarra mála sem eru inni á okkar
borði,“ segir Ólafur Þór. Heimildir Morgunblaðs-
Fegruðu bankar stöðuna?
Húsleitir sérstaks saksóknara vegna gruns um að bankarnir hafi vísvitandi
birt rangar upplýsingar um stöðu sína Erlendir endurskoðendur rannsaka
» Leitað hjá KPMG og PWC í gær
» Sex erlendir sérfræðingar
» 22 leituðu hjá fyrirtækjunum
Bankarnir taldir hafa fegrað | 20
Til þings Alþingi var sett í gær og hér ganga helstu ráðamenn þjóðarinnar
til þings eftir að hafa hlýtt messu í Dómkirkjunni en þar predikaði séra Jón
A. Baldvinsson vígslubiskup. Fremstur fer Ólafur Ragnar Grímsson for-
seti. Ekki er laust við að sumir í hópnum horfi tortryggnislega á mótmæl-
endur sem létu í sér heyra á Austurvelli. Fjárlög voru lögð fram í gær. Gert
er ráð fyrir halla upp á 87 milljarða og útgjöld lækka um 43 milljarða.
Morgunblaðið/RAX
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra fer til Tyrklands í
dag á ársfund Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins og mun eiga fundi með
fjármálaráðherrum Breta og Hol-
lendinga til að reyna að semja um
Icesave. Hann sagði í Kastljós-
viðtali að Alþingi yrði upplýst um
slíkt samkomulag ef það næðist en
málið yrði aðeins lagt fyrir þingið
ef það væri talið nauðsynlegt.
Ögmundur Jónasson mun hafa
sagt af sér vegna þess að hann taldi
að farið hefði verið fram hjá vilja
Alþingis með framhaldsviðræðum
embættismanna um nýjan samning
við Breta og Hollendinga. »4
Steingrímur ræðir við Breta
og Hollendinga í Istanbúl
um Icesave-ábyrgðina
Alþingi nötr-
aði síðasta vet-
ur vegna stig-
vaxandi
mótmæla á
Austurvelli. Á
sama tíma
voru átök inn-
an þáverandi
stjórnarflokka,
ekki síst Sam-
fylkingar, sem
logaði stafna á
milli. Vantraust ríkti innan forystu
flokksins, m.a. gagnvart fram-
komu Björgvins G. Sigurðssonar á
daglegum blaðamannafundum með
Geir Haarde. Var hann talinn
skyggja á Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur í fjarveru hennar
vegna veikinda. Þetta ósætti var
meðal ástæðna þess að blaða-
mannafundirnir voru blásnir af.
»18-19
Átök um forystu flokkanna
í aðdraganda stjórnarslita
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Mótmæli og stjórnarslit
mbl.is | SJÓNVARP