Morgunblaðið - 02.10.2009, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 02.10.2009, Qupperneq 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HEILDARHALLI á ríkissjóði á næsta ári er áætlaður 87,4 milljarðar króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2010 sem kynnt var í gær. Hallinn á þessu ári er áætlaður rúmlega 182 milljarðar og því gert ráð fyrir veru- legum bata í afkomu ríkissjóðs á næsta ári. Þannig á frumjöfnuður, þ.e. að undanskildum vaxtajöfnuði, að verða neikvæður um 25,4 millj- arða á næsta ári í stað 126,7 millj- arða í mínus á þessu ári. Þá er áætl- að að handbært fé frá rekstri ríkis- sjóðs á næsta ári verði neikvætt um 95 milljarða í stað um 174 milljarða neikvæðrar stöðu þess liðar á þessu ári. Gert er ráð fyrir að skatttekjur ríkisins verði 72,3 milljörðum króna meiri árið 2010 en á þessu ári. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að skatttekjur verði 422,9 milljarðar á árinu 2010 samanborið við 350,6 milljarða á þessu ári. Skatttekjur á þessu ári lækkuðu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF) mið- að við árið 2008. Í ár er hlutfall skatta 23,8% af VLF en var 28% í fyrra. Í fjárlagafrumvarpi 2010 er gert ráð fyrir að skattar verði 27,07% af VLF á næsta ári. Tekjur ríkissjóðs á næsta ári eru áætlaðar 468,2 milljarðar sem er 61 milljarði meira en gert er ráð fyrir í endurskoðaðri áætlun fyrir yfir- standandi ár. Gert er ráð fyrir að heildarútgjöld ríkisins á næsta ári verði 546 milljarðar en útgjöldin á þessu ári verða 589 milljarðar. Nið- urskurðurinn kemur niður á flestum útgjaldaliðum. Heildarútgjöldin eiga því að lækka um 43 milljarða að frá- töldum launa-, gengis- og verðhækk- unum. Að raunvirði er um að ræða 7,3% lækkun útgjalda. Í fréttatilkynningu fjármálaráðu- neytisins segir að veigamesta breyt- ingin felist í ákvörðunum stjórn- valda um aðgerðir til að draga saman ríkisútgjöld sem nemi 42,8 milljörðum kr. á árinu 2010. Frum- gjöld, þ.e. gjöld án fjármagnsgjalda, munu því lækka samanlagt um 21 milljarð frá fjárlögum 2009 á föstu verðlagi. Ýmis útgjöld vegna afleiðinga efnahagskreppunnar og/eða ann- arra útgjaldaskuldbindinga nema 21 milljarði umfram fjárlög á árinu 2009. Þar munar mest um aukin út- gjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs upp á 12,3 milljarða, áfallnar ríkis- ábyrgðir 2,3 milljarða og hækkun launakostnaðar ríkisins vegna hækkunar tryggingargjalds en hún nemur um 2,2 milljörðum. Ein erfiðustu fjárlögin Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra kynnti fjárlög 2010 á fundi með blaðamönnum í gær. Hann taldi að þessi fjárlög væru örugglega ein þau erfiðustu sem ís- lenskur fjármálaráðherra hefði þurft að leggja fram. Steingrímur sagði að fjárlögin tækju mið af áætlun ríkisstjórn- arinnar um jöfnuð í ríkisfjármálum fyrir árið 2009-2013 sem kynnt var fyrir Alþingi í júní síðastliðnum. Einnig af samstarfsáætlun Íslands með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Steingrímur sagði það vera mikilvægt að taka strax á skulda- byrði ríkissjóðs og koma í veg fyrir að hún ykist. Þetta yrði að gera til að draga úr vaxtabyrðinni sem hefði aukist gríðarlega vegna skulda sem hefðu hlaðist á ríkissjóð vegna efnahagshrunsins. Stein- grímur sagði að vaxtakostnaðurinn stefndi yfir 100 milljarða króna á þessu ári. Meginstefnan í fjárlögum ársins 2010 grundvallast á því að ná frum- jöfnuði, þ.e. jöfnuði í tekjum og gjöld- um án fjármagnstekna og fjármagns- gjalda, á árinu 2011 og heildarjöfnuði á árinu 2013. Í heildarjöfnuði er tekið tillit til fjármagnstekna og -gjalda auk annarra tekna og gjalda. Stefnt er að því að hreinar skuldir ríkissjóðs verði um eða innan við 60% af vergri landsframleiðslu (VLF). Framhaldið verður auðveldara Gert er ráð fyrir verulegum bata í afkomu ríkissjóðs á tíma efnahags- áætlunarinnar. Steingrímur sagði að það gerði miklar kröfur til aðgerða á sviði ríkisfjármálanna. „Ein mikilvægasta breytan í þessu, frumjöfnuðurinn – rekstr- artekjur og rekstrargjöld ríkisins – þarf að batna um 16% af vergri landsframleiðslu á áætlunartíma- bilinu.“ Á þessu ári stefnir í að frum- jöfnuður verði -8,6% en hann á að verða jákvæður um 8% í lok tímabils- ins. Steingrímur sagði þetta þýða að bati frumjöfnuðar yrði að vera 3-4% af VLF á ári að meðaltali. Lang- stærsta skrefið verður tekið á næsta ári en áætlunin er það sem kallað er framhlaðin. Samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu 2010 verður stigið skref úr 8,6% halla á frumjöfnuði í ár í 1,6% halla á næsta ári. Heildarjöfn- uður á að verða jákvæður á árinu 2012. Áætlunin er án mats á áföllnum vöxtum vegna IceSave því þeir koma ekki við útgjöld ríkissjóðs á þessu tímabili. Steingrímur kvaðst telja að fjár- lagafrumvarpið 2010 væri að mörgu leyti jákvætt, þrátt fyrir erfiðleika sem það endurspeglaði. „Þetta sýnir að með aðgerðum af þessu tagi, sem eru alveg viðráðanlegar þótt þær séu erfiðar, er hægt að ná miklum bata sem mun breyta gríðarlega miklu. Ef við náum þessum árangri erum við búin að taka langstærsta skrefið og framhaldið verður auðveldara,“ sagði Steingrímur. Ein erfiðustu fjárlögin  Fjárlög 2010 boða miklar skattahækkanir og niðurskurð á flestum sviðum í opinberum rekstri  Fjármálaráðherra segir að takist að ná markmiðum fjárlaga 2010 verði framhaldið auðveldara Morgunblaðið/Ómar Erfið fjárlög Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynnti í gær fjárlög sem endurspegla efnahagserfiðleika. Fjárlög næsta árs endurspegla efnahagshrunið sem dundi yfir í fyrra. Með þeim á að snúa vörn í sókn svo ríkissjóður standi af sér áföllin og hægt verði að halda uppi nauðsynlegri þjónustu. Fjárlagafrumvarp fyrir 2010 Afkoma ríkissjóðs -1 82 .2 70 m a. -8 7. 35 8 m a. Gjöld alls Tekjur alls 58 9. 18 1 m a. 55 5. 60 3 m a. 40 6. 91 0 m a. 46 8. 24 5 m a. Heildarskatttekjur: 2009: 350.564ma. 2010: 422.887ma. Skattar á tekjur lögaðila Virðisaukaskattur Skattar á tekjur einstaklinga Aðrir skattar á vörur og þjónustu Vaxtagjöld ríkissjóðs 14.300 13.500 115.800 125.200 106.700 143.500 54.767 76.261 104.045 99.570 Tölur eru ímilljörðumkróna Í HNOTSKURN »Heildarhalli á ríkissjóði eráætlaður 87,4 milljarðar á næsta ári. Á þessu ári verður hann um 182 milljarðar. »Heildarútgjöld ríkisins ánæsta ári eiga að verða 546 milljarðar samanborið við 589 milljarða í ár. »Tekjur ríkissjóðs á næstaári eru áformaðar 468 milljarðar og er það 61 millj- arðs aukning frá endurskoð- aðri áætlun fyrir árið 2009. TEKJUR af fyrirhuguðum skattbreytingum eru ekki sundurliðaðar nákvæmlega í fjárlaga- frumvarpinu en gerð grein fyrir áætlaðri skipt- ingu þeirra á helstu skattflokka. Áætlað er að beinir skattar, að meðtöldum verðlags- og stofnbreytingum og heilsárs- áhrifum fyrri aðgerða, hækki um 37,6 millj- arða. Óbeinir skattar hækka um 25,5 milljarða króna að sömu forsendum gefnum. Þá er stefnt að því að taka upp ný orku-, umhverfis- og auð- lindagjöld sem áætlað er að skili 16 milljörðum á ári. Einnig á að gera breytingar á vörugjöldum og hugsanlega að breikka stofn virðisaukaskatts og endurflokka í virðisaukaskattsþrep. Reiknað er með að hækka gjöld á áfengi og tóbak, bensín og olíu og bifreiðagjald. Frumvörp sem tengjast fjárlagafrumvarpinu á að leggja fram fyrir miðj- an nóvember. Miðað er við að hækkun beinna skatta snerti sem minnst þá sem síst mega við aukinni skattbyrði. Verið er að skoða frádráttarheim- ildir og undanþágur og leiðir til að draga úr misræmi í skattlagningu tekna af rekstri, t.d. reiknuðu endurgjaldi. Skattahækkun og nýir skattar GRIPIÐ verður til sérstakra aðgerða til að auka trúverðugleika fjárlaga. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að stórherða ætti eftirlit með því að fjárlögum yrði fram- fylgt. Þá eru komnar hertar reglur um yfir- færslu ónotaðra fjárheimilda og skulda. Í fjárlagafrumvarpi 2010 kemur m.a. fram að í áætlunum sem stjórnvöld hafa kynnt hafi ver- ið sett fram markmið um að styrkja regluverk fjármálastjórnar ríkisins. Einnig á að ráðast í margvíslegar umbætur sem snúa að fram- kvæmd fjárlaga. Nú á haustdögum muni fjármálaráðherra leggja fram nánari útfærslu þessarar styrkingar. Henni er m.a. ætlað að auðvelda for- stöðumönnum stofnana og ráðuneytum eftirfylgni með útgjöldum. „Það verður gengið eftir því að rekstraráætlanir liggi fyrir miklu tíman- legar en menn hafa komist upp með að skila áður,“ sagði Steingrímur á blaðamannafundi í gær. „Það er mikil vinna í gangi á þessu sviði. Ein af mörgum ábendingum sem komið hafa frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og sérfræðingateymum þaðan er um að það hafi á köflum verið of losaralega haldið utan um þessa hluti af okkar hálfu. Menn hafa getað látið eftir sér hluti sem við einfaldlega getum ekki nú og höfum ekki efni á eins og að keyra framúr og fá það bætt upp á fjáraukalögum eða skuldahala höggv- inn af. Það vantar meiri aga í þetta og nú verður hann innleiddur.“ Steingrímur sagði gjörbreytt viðhorf ríkja nú meðal forstöðumanna stofnana að þessu leyti. Allir áttuðu sig á þeim veruleika sem þeir stæðu frammi fyrir og unnið væri með starfsfólki að breytingunum. Stóraukið eftirlit með ríkisrekstrinum Í FJÁRLAGAFRUMVARPI 2010 er að venju lagt til að veita fjármálaráðherra heimild til að selja ýmsar eignir ríkisins. Meðal annars er lagt til að leyfa sölu lands á Keldum, á Keldnaholti og við Úlfarsá og verja hluta andvirðisins til eflingar vísindarann- sóknum. Þá er lagt til að selja húseignir ríkisins við Nauthólsvík, húsnæði Náttúrufræðistofn- unar við Hlemm, landspildu við Flekkuvík og í Garðabæ svo nokkuð sé nefnt. Einnig er lagt til að selja megi eignarhluta ríkisins í fasteignum grunnskóla sem ekki eru lengur notaðir til skólahalds og fasteignum framhalds- og sérskóla sem ekki eru lengur notaðir sem slíkir eða þykja ekki henta til skólahalds. Andvirðinu á að verja til end- urbóta á skólahúsnæði í eigu ríkisins. Einnig er lagt til að fjármálaráðherra fái heimild til að selja hlut ríkisins í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, Endurvinnslunni hf. og hluti í sparisjóðum sem ríkið hefur eignast í síðan í október í fyrra vegna sér- stakra aðstæðna á fjármálamarkaði. Heimild til að selja land á Keldum NIÐURSKURÐARHNÍFNUM hefur víðast ver- ið beitt við gerð fjárlaga 2010. Nokkrir liðir hækka þó verulega á milli ára, t.d. framlag til Atvinnuleysistryggingasjóðs. Í fjárlögum 2010 er spáð um 10,6% atvinnuleysi á næsta ári og að um 17.400 manns verði að jafnaði án vinnu á árinu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að at- vinnuleysisbætur á næsta ári verði 28,4 millj- arðar en í fjárlögum yfirstandandi árs var gert ráð fyrir 17,6 milljörðum til sjóðsins. Herða á eftirlit með greiðslu atvinnuleysisbóta og er tal- ið að útgjöld sjóðsins muni lækka um 750 milljónir við það. Bíleigendur munu finna fyrir hærri reksturskostnaði bíla á næsta ári en um leið verður dregið mjög úr framlögum til vegagerðar og viðhalds vega. Reiknað er með því að vörugjöld af bensíni og olíugjald verði hækkuð um 10% í byrjun árs 2010. Einnig að bifreiðagjald hækki um 10% í byrjun næsta árs. Framlög til samgönguverkefna eiga hins vegar að minnka úr 31,4 milljörðum á þessu ári í 18,5 milljarða á því næsta. Gert er ráð fyrir að fjárveiting til vegaframkvæmda lækki um 11,8 milljarða og til viðhalds vega um hálfan milljarð. Ljóst þykir að ríkissjóður geti ekki haldið uppi jafnmiklum framkvæmdum á samgöngusviðinu og undanfarin tvö ár. Niðurskurður, skattahækkanir og útgjöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.