Morgunblaðið - 02.10.2009, Síða 22
því að ég var farin að panta mjög
mikið af skóm en það var mikil eft-
irspurn eftir skónum hjá okkur.
Við hugsuðum að við gætum ekki
gert Vintage bara að skóbúð þann-
ig að við ákváðum að opna sérbúð
fyrir skó.“
María Birta segir að eftir á að
hyggja hafi nafnið Vintage ekki
hæft búðinni nægilega vel þar sem
hún flytur líka inn ný föt eftir
unga og upprennandi hönnuði, auk
þess sem allir skórnir eru nýir.
Hún segir ekki alla sem koma við í
búðinni átta sig á því og sé stund-
um skondið þegar fólk handleikur
skóna og undrast hví það sé til svo
mikið af alveg eins, notuðum skóm
og hversu vel þeir séu farnir.
Ætlaði að loka búðinni
María Birta viðurkennir að hafa
fengið mikið áfall þegar bankarnir
hrundu og íslenska krónan kolféll
sl. haust. Daginn sem Geir
Haarde, þáverandi forsætisráð-
herra, hélt ræðuna frægu seldist
ekkert í Vintage, nokkuð sem hafði
aldrei gerst áður. „Ég var búin að
ákveða að loka og flytja til New
York í maí,“ segir María Birta en
svo fann hún betra húsnæði fyrir
Vintage og ákvað að halda áfram.
„Og nú er ég allt í einu komin með
tvær verslanir í staðinn fyrir að
hætta! Ég verð að segja að ég er
Flott Kjóll: Vintage, 14.900 kr. Skór: Manía, 14.900 kr.
Ég trúi ekki á örlögin eða Guð heldur á
sjálfan mig og framtíðina. Ég tek samt
skýrt fram að ég heillast af kristnum
gildum og fegurð þess boðskapar sem
trúin færir okkur.
Örlögin eru samt heillandi og merki-
legt fyrirbæri í mínum huga, þrátt fyrir ef-
ann um tilvist þeirra. Stundum er eins og lífið
sjálft ákveði fyrir okkur hlutskipti, meitli framtíðina í steininn á meðan við
fylgjumst ómeðvituð með úr fjarlægð.
Minn ferill í blaðamennsku hófst þegar ég var tólf ára gamall. Ég stofn-
aði blað í grunnskóla sem hét Þursabit. Var
þar gerð tilraun til að kryfja þau mál sem
voru í brennidepli úr heimi íþrótta, tónlist-
ar og stjórnmála. Ég skrifaði allt blaðið
sjálfur, límdi forsíðuna með Uhu-lími og
fékk að fjölrita það á lögmannsstofu afa míns
og frænku. Þetta var svo selt í skólanum fyrir
málamyndaverð. Efnistökin voru fjölbreytt, en
ég gætti þess að fjalla um krakkana í skólanum,
m.ö.o. reynt var eftir fremsta megni að höfða til les-
endanna sjálfra, fjalla um þá, því í grunninn hefur fólk
brennandi áhuga á öðru fólki.
Á þeim tímapunkti hafði ég engan áhuga á því að
verða blaðamaður, en ég hafði áhuga á því að skrifa og
skapa. Svo í menntaskóla- og háskóla var blöðum rit-
stýrt og greinar skrifaðar. Kannski tóku örlögin í
taumana einhvern grámyglaðan haustdag árið 1995
og fyrstu vörðurnar þá lagðar á vegferð ferils í blaða-
mennsku. Á því kann ég engin svör, en það er ákaflega
mikilvægt að spyrna ekki við fótum, berjast ekki við sitt
sanna eðli heldur leyfa því að njóta sín. Vilji okkar og
verk stýrast á endanum af okkar dýpstu löng-
unum.
Það er góðs lífsregla að hafa ekki
áhyggjur af hlutum sem maður getur ekki
haft áhrif á. Rækja starf sitt af alúð og
samviskusemi og leiða ekki hugann að
öðru. Blaðamenn Morgunblaðsins
munu halda áfram að skrifa fréttir og
standa vörð um Morgunblaðið sem
besta fréttablað á Íslandi. Svo lengi
sem þeir eru ekki beðnir um annað er
væntanlega engin ástæða fyrir þá að
endurskoða afstöðu sína til blaðsins.
Þorbjörn Þórðarson | thorbjorn@mbl.is
HeimurÞorbjarnar
’Stundum ereins og lífið sjálft
ákveði fyrir okk-
ur hlutskipti.
22 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009
Shiny er fullkomið hármótunarefni
með afar léttri áferð. Gefur fallega,
afmarkaða og silkikennda glansáferð.
Óviðjafnanlegt þegar laga þarf slitna
hárenda eða þurrt hár. Fæst í Make
up store í Kringlunni og Smáralind-
inni og kostar 3.590 kr.
Ómissandi
Hárglans
Madonnu „dragshow tribute“ verður
haldið á Batteríinu í kvöld. Húsið
verður opnað á miðnætti og kostar
1.000 kr. inn.
Allt kvöldið verður Madonnu-partí,
„dragshow tribute“ auk óvæntra og
skemmtilegra atriða. DJ mun sjá um
að spila öll skemmtilegustu lög popp-
drottningarinnar langt fram eftir
nóttu. Nú er um að gera að gramsa í
fataskápnum, klæða sig í anda Mad-
onnu á hvaða skeiði sem er og dansa
eins og brjálæðingur.
Batteríið í kvöld
Madonnupartí
Madonna Hefur engu gleymt.
Það þarf ekki að
hafa mörg orð
um vinsældir
Stieg heitins
Larsson. Önnur
bók hans, Stúlk-
an sem lék sér
að eldinum, er
nýkomin út hjá
Bjarti og allir
sem lásu Karlar
sem hata konur verða að lesa þessa.
Andfélagslegi töffarinn Lisbeth Sa-
lander er í forgrunni bókarinnar og
lesandinn fræðist um æsku hennar
og skelfingarnar sem settu mark á
hana og gerðu hana svo tortryggna
og einræna.
Þetta er hágæða spennusaga um
eina áhugaverðustu kvenpersónu
sakamálaheimsins. Það er þyngra en
tárum taki að Stieg Larsson skyldi
einungis takast að ljúka við þrjár
bækur á sinni alltof skömmu ævi.
kolbrun@mbl.is
Bókin
Hágæða spenna
Hvað viltu lesa? Sendu okkur
tölvupóst á daglegtlif@mbl.is
Jeff Who? og
Who Knew leiða
saman hesta
sína á tónleikum
á Sódómu
Reykjavík í
kvöld. Jeff Who?
gaf út plötu
samnefnda
sveitinni í fyrra
en nú hefur Alex
„Flex“ Árnason
tekið við kjuðunum úr hendi Þormóðs
Dagssonar. Who Knew er ungt og
ferskt band sem liggur nú á glænýrri
plötu eins og ormur á gulli.
Húsið opnað kl. 22, 20 ára aldurs-
takmark og kostar 1.000 kr. inn.
Sódóma í kvöld
Tvöfalt Who
Jeff Who
María Birta Bjarnadóttirhefur mörg járn í eld-inum. Þrátt fyrir aðvera aðeins 21 árs
rekur hún nú tvær búðir á Lauga-
veginum; fatabúðina Vintage og
skóbúðina Maníu og næst á dag-
skrá hjá henni er að leika í ung-
lingadramamyndinni Óróa.
María Birta byrjaði að selja föt
á Myspace fyrir þremur árum og
segist hún eiginlega hafa byrjað
„óvart“ á því. „Ég var í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð, var veik
frá skóla í 2 vikur og mér hefur
aldrei leiðst jafnmikið. Ég átti
mikið af fallegum flíkum sem ég
notaði ekki því mér fannst þær
ekki passa mér eða átti ekkert í
stíl við þær þannig að ég ákvað að
byrja að selja þær á uppboði á
Myspace. Á tveimur vikum voru
komnar 1.500 stelpur að biðja t.d.
um skóstærð 36 eða flíkur í stærð
large en þetta voru allt skór í
stærð 39 og flíkur í stærð small.
Ég byrjaði þá að sérpanta. Síðan
vatt þetta upp á sig og hér er ég
komin.“
Nýtt í bland við gamalt
María Birta opnaði Vintage í lok
maí 2008 og Maníu um síðustu
helgi. „Við gerðum það vegna þess
að Vintage var hægt og rólega að
breytast í skóverslun. Ég tók eftir
María Birta Ung athafnakona á Laugaveginum.
Byrjaði óvart að selja föt
og rekur nú tvær búðir
Svört Buxur:
Vintage, 14.900
kr. Peysa: Vin-
tage, 6.900 kr.
Skór: Manía,
16.900 kr.
Morgunblaðið/Heiddi
rosalega ánægð með hvað ég hef
fengið góðar viðtökur síðan ég
flutti hingað. Við höfum reynt að
halda verði í lágmarki og höfum
fengið góðar viðtökur einmitt líka
út af því. Þetta hefur verið erfitt
en mér finnst um að gera að gef-
ast ekki upp og hætta. Við munum
þrauka út þennan vetur og verðum
allavega hér næstu 5 árin.“
Töff Skór: Manía, 15.900 kr.