Morgunblaðið - 02.10.2009, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009
EIN ALLRA BES
TA
DISNEY-PIXAR
MYND TIL ÞES
SA
HHHH
- T.V. KVIKMYNDIR.IS
HHHH
- ROGER EBERT
HHHH
– H.S. MBL
HHHH
RÁS 2-HGG
HHHH
Ó.H.T. RÁS 2
100/100 – THE HOLLYWOOD REPORTER
100/100 – VARIETY
Í REYKJAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI
TVÆR ÓLÍKLEGAR HETJUR
MUNU FINNA TÝNDA VERÖLD,
EN STÆRSTA ÆVINTÝRIÐ
VERÐUR AÐ KOMAST AFTUR HEIM
STÓRKOSTLEGT ÆVINTÝRI
SEM ENGIN FJÖLSKYLDA
MÁ MISSA AF
GAGNRÝNENDUR ERU Á EINU MÁLI
“BESTA MYND ÁRSINS”
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI
BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM
ATBURÐUM
ÓHUGNALEG MYND ÞAR SEM
ÓÚTSKÝRÐIR HLUTIR ÁTTU SÉR STAÐ Í
GÖMLU ÚTFARARHEIMILI
SUMA HLUTI ER EKKI HÆGT AÐ
ÚTSKÝRA
ATH. ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA
HHHH
- K.U. - TIME OUT NEW YORK
"ENTERTAINING AND INGENIOUS! - ROGER EBERT
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
BÍÓ GESTIR TJÁ SIG Á FACEBOOK
- Æðisleg!
- Algjört meistarverk!!
- Myndin er geeðveik! :D
- sá myndina þína í dag þú er idolið mitt sveppi
- Þetta er geðveik mynd!!!! Allir að fara á hana
- Langbesta myndin líka - Sveppi á erindi til okkar allra
- hún er geeeðveik
- Snillddddddd
- Besta fjölskyldumyndin síðan MEÐ ALLT Á HREINU
- Hún er jafn fyndin fyrir fullorðna!
- Strákurinn minn er enn með stjörnur í augunum
- Krakkarnir tala ekki um annað!
YFIR 10.000 GESTIR FYRSTU VIKUNA
PENINGAR - SVIK - MORÐ
MANNLEG FULLKOMNUN – HVAÐ GETUR FARIÐ ÚRSKEIÐIS?
BRUCE WILLIS ER MÆTTUR Í HÖRKUSPENNANDI MYND
SEM ENGIN MÁ MISSA AF
/ KRINGLUNNI
SURROGATES kl.6:10 -8:20D -10:30D 12 DIGITAL DISTRICT9 kl. 8:20 - 10:40 16
ALGJÖRSVEPPIOGLEITIN... kl. 4D -6D-8:20D L DIGITAL UPP (UP) ísl. tali kl.3:503D L
KRAFTUR Síðastispretturinn kl. 5:50D - 7D L DIGITAL UPP (UP) ísl. tali kl.4 L
FINAL DESTINATION 4 kl. 10:303D 16 DIGITAL
/ ÁLFABAKKA
SURROGATES kl. 4 - 6 - 8D - 10:10D 12 DIGITAL ALGJÖR SVEPPI.. kl. 4D - 5 - 6D L
SURROGATES kl. 8 - 10:10 16 LÚXUS VIP DISTRICT 9 kl. 5:50 - 8 - 10:20 16
FUNNY PEOPLE kl. 8 - 10:50 12 BANDSLAM kl. 3:30 - 5:45 L
FUNNY PEOPLE kl.5 12 LÚXUS VIP UPP (UP) m. ísl. tali kl. 3:40 L
HAUNTING IN CONNECTICUT kl. 8 - 10:20 16 HARRY POTTER kl. 8 10
REYKJAVÍK WHALE WAT.. kl. 10:50 16
á allar 3D sýningar merktar með grænu850 krrSPARBÍÓ
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
FJÖRUTÍU og eitt ár eru liðin síð-
an hljómsveitin Sonet lagði upp
laupana. Meðlimir hennar hafa þó
engu gleymt og ætla að taka upp
þráðinn á Kring-
lukránni um
helgina.
„Sonet var stofn-
uð árið 1966 upp úr
þessari bylgju sem
hófst um miðjan
sjöunda áratuginn á
Íslandi og var leidd
af Hljómum. Við
komum inn þegar
hippatímabilið var
að byrja og spiluðum þá mikið tón-
list þess tíma,“ segir Óttar Felix
Hauksson um hljómsveitina sem
hann lék á gítar í. Ásamt honum
skipuðu Sonet, Jón Ólafsson bassa-
leikari og Karl Júlíusson trommu-
leikari.
„Við spiluðum mjög víða, m.a. á
hljómleikum í Austurbæjarbíói og
Háskólabíói. Okkar helsti staður var
þó Æskulýðsráðið eins og það var
kallað en það var kjallarinn á Frí-
kirkjuvegi 11, í því fræga húsi. Það
var samkomustaður Reykjavík-
uræskunnar og eitt helsta vígi
ungra hljómsveita á þeim tíma. Þar
hófu margar sveitir leikinn eins og
Pops, Sonet og Mods,“ segir Óttar.
Sonet starfaði bara í tvö ár, eða
til ársins 1968. „Þá fór ég til Lund-
úna og þegar ég kom til baka hafði
ýmislegt breyst í músíkinni. Mér
bauðst þá starf með Hljómum frá
Keflavík sem ég hljóp á. Þeir voru
nýbúnir að kaupa sér stóran bíl og
ég var nýbúinn að fá bílpróf og óður
og uppvægur í að verða fyrsti rótari
landsins. Ég vann með Hljómum í
eitt ár og fór svo yfir í Pops,“ rifjar
Óttar upp.
Sonet var tökulagahljómsveit eins
og svo margar á þeim tíma, átti eng-
in frumsamin lög og gaf aldrei neitt
út. „Við munum taka helstu lögin
sem við vorum að spila á sínum tíma
um helgina; Rolling Stones, Bítlana
og Kinks. Við höfum ekki spilað
saman síðan við hættum 1968 en
höfum oft rætt það að koma saman
aftur. Það var tækifæri núna og við
létum slag standa enda fengum við
úrvalsmenn til liðs við okkur,“ segir
Óttar. Karl trommuleikari er ekki
með þeim í endurkomunni, enda
lagði hann snemma frá sér kjuðana,
en í staðinn koma fram með Óttari
og Jóni, Tryggvi Hübner gítarleik-
ari, Gunnar Gunnlaugsson trommu-
leikari og Sigurður Sigurðsson
munnhörpuleikari.
Sonet verður með tvenna tónleika
á Kringlukránni um helgina, í kvöld
og annað kvöld. „Við höfum engu
gleymt og erum eflaust bara öflugri
en nokkru sinni fyrr,“ segir Óttar
og kveðst bara hlakka til helg-
arinnar.
Sonet lét slag standa og snýr aftur
Sonet Jón, Óttar og Karl á tónleikum í Austurbæjarbíói árið 1967.
Ein vinsælasta unglingahljómsveit hippatímans á Kringlukránni um helgina
Hefur ekki komið fram síðan 1968 „Við höfum engu gleymt“
Óttar Felix
Hauksson
SÆNSKA leik-
konan Noomi Ra-
pace, sem leikur
Lisbeth Salander
í kvikmyndum
eftir bókum Stieg
Larssons, hefur
fengið tilboð um
að leika stórt
hlutverk í al-
þjóðlegri spennu-
mynd sem verið
er að undirbúa. Meðal annarra leik-
ara eru Mads Mikkelsen, Harvey
Keitel, Timothy Dalton oG Elliot
Gould.
„Þetta er frábært. Barthélémy
Grossmann (leikstjóri myndarinnar)
kom til Stokkhólms með handritið.
Ég hafði ekki sjálf leitað eftir þessu
hlutverki og þess vegna er auðveld-
ara að koma inn í svona stóra al-
þjóðlega framleiðslu, einkum þegar
leikstjórinn vill endilega hafa mann
með,“ hefur Dagens Nyheter eftir
Rapace. Fram kemur að hún hefur
átt fundi með leikstjóranum í París.
Myndin á að heita Clean Out, er
sögð vera svört hasarkómedía og
fjalla um samvinnu ítölsku og rúss-
nesku mafíunnar í New York við
peningaþvætti.
Drauma-
smiðjan vill
Rapace
Í góðum málum
Noomi Rapace.