Morgunblaðið - 02.10.2009, Page 51

Morgunblaðið - 02.10.2009, Page 51
Menning 51 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 því að fyrsta smáskífan af plötunni var gef- in út síðla árs 2007. Þar var á ferðinni lagið „Paperboat“ og ári síðar var því fylgt eftir með smáskífunni „Silver Lining“. Síðan hafa tvær smáskíf- ur í viðbót litið dagsljós og því ekki seinna vænna að gefa út plöt- una sjálfa. Hún er hér komin og ber nokkurri stefnubreytingu vitni hvað músíkina varðar, en við því var sjálfsagt að búast í kjölfar Útgáfa annarar breiðskífuLights On TheHighway, AmanitaMuscaria, átti sér tals- verðan aðdraganda sé mið tekið af nokkurs róts á meðlimaskipan hljómsveitarinnar. Í dag er tónlist LOTH mestan- part sýruskotið popprokk, gít- ardrifið með rödduðum söng eins og oft er kennt við suð-vesturhluta Bandaríkjanna. Sjálfsagt er nafn nýju plötunnar liður í að gefa til kynna hækkað sýrustig LOTH, en um er að ræða latneskt heiti ber- serkjasveppsins illræmda sem er allsendis óætur eitursveppur. Nafngiftin felur sumpart í sér for- spárgildi því lögin fara misvel í maga. Ekki einvörðungu af því að um sýrurokk er að ræða – leik- aðferðin gildir einu ef almennileg- ur efniviður er til staðar – heldur skortir einfaldlega heldur oft mel- ódíur sem lyfta kántríblúsnum upp úr súrnum. Fyrir bragðið hljómar LOTH á stundum eins og ódýra útgáfan af Doobie Brothers eða Eagles. Engu að síður á sveitin fína spretti hér og hvar, það vantar ekki. „Coffin Nail“ er flott lag þó heldur sé lopinn teygður í annan endann; „Heart of Moon“ er sömuleiðis þéttur slagari og loka- lagið „Memorabilia“ er prýðilegt. Þá er spilamennskan hin fínasta í hvívetna, svo því sé haldið til haga, og sándið allt hið fagmann- legasta; ef maður vissi ekki betur gæti hér verið komin hljómsveit frá Kaliforníu með lög frá árinu 1974, og sjálfsagt er það að ein- hverju leyti hljómurinn sem með- limir LOTH eru að sækjast eftir. Það er ekki endilega verra leið- arljós en hvað annað, en tónlistin sjálf heldur ekki fyllilega dampi – eða áhuga hlustandans – gegnum lögin tíu. Á súrum sunnanvegum Lights On The Highway -Amanita Muscaria bbmnn JÓN AGNAR ÓLASON TÓNLIST LÍTIÐ hefur far- ið fyrir leik- aranum Matt Le- Blanc, sem flestir þekkja fyrir að leika hinn geð- þekka Joey Tribbiani í Fri- ends og Joey, undanfarin ár. Kvikmyndaferill- inn hefur ekki verið upp á marga fiska, utan lítils hlutverks í Char- lie’s Angels er LeBlancs helst minnst fyrir að leika á móti simp- ansa í mynd sem fjallar um hafna- bolta. LeBlanc stefnir nú hinsvegar aft- ur á sjónvarpsskjáinn, í samstarfi við einn höfunda Friends, í þáttum sem bera hið einfalda nafn Þættir en í þeim leikur LeBlanc sjálfan sig og gerir stólpagrín að sjónvarps- þáttabransanum. Þættir fjalla um bresk hjón sem eiga að baki farsælan feril sem grínistar. Þau verða himinsæl þeg- ar þeim er boðið að framleiða bandaríska útgáfu af gamanþáttum sínum en eru fljótt neydd til að skipta aðalleikaranum, hámennt- uðum Breta, út fyrir hinn dæmi- gerða bandaríska gamanleikara, Matt LeBlanc. Hjónin sökkva dýpra í fen sjónvarpsgeirans í Hollywood þar sem yfirmenn kvikmyndavera og sjónvarpsstöðva ráða ríkjum. LeBlanc snýr aft- ur … sem LeBlanc Matt LeBlanc TIL greina kemur að leikkonan fagra, Jessica Alba, leiki í mynd- inni Little Fockers, þriðju gam- anmyndinni um Greg Focker og tengdafjölskyldu hans. Fyrsta myndin um vandræði Fockers og tengdapabbans, sem Ben Stiller og Robert De Niro léku svo eftir- minnilega, kom út árið 2000 og sló rækilega í gegn. Hermt er að Alba muni leika kynþokkafullan starfsmann lyfja- sölufyrirtækis sem vekur mikinn usla meðal karlmannanna í mynd- inni. Áætlað er að myndin verði sýnd á næsta ári en hún mun taka upp þráðinn þar sem sú síðasta endaði, þegar Focker-fjölskyldan átti von á sínu fyrsta barni. Alba í Little Fockers? Þokki Jessica Alba er fönguleg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.