Morgunblaðið - 20.10.2009, Side 1

Morgunblaðið - 20.10.2009, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 0. O K T Ó B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 285. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is GRÆNN TILBÚINN TIL NOTKUNAR . RAUÐUR TILBÚINN TIL NOTKUNAR R. HVÍTUR TILBÚINN TIL NOTKUNAR . GULUR TILBÚINN TIL NOTK UNAR lsi 3 - 11 0 R. «EM FATLAÐRA MYNDASYRPA FRÁ LAUGARDALSLAUG «KRONBYKRONKRON Yfir lönd, yfir höf með hönnunina Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is VEIKIST gengi krónunnar á samn- ingstíma Icesave-samningsins við Breta og Hollendinga getur það leitt til þess að kostnaður íslenska rík- isins aukist um hundruð milljarða. Lagalega umhverfið í kringum upp- gjör á þrotabúi gamla Landsbank- ans gerir það að verkum að mikil gengisáhætta hvílir á ríkinu vegna Icesave-samningsins. Ástæðan er einföld. Krafa Trygg- ingasjóðs innistæðueigenda í þrotabú gamla Landsbankans er 670 milljarðar í íslenskum krónum. Skuldir sjóðsins við Breta og Hol- lendinga eru hins vegar í erlendri mynt og hækka því í íslenskum krón- um með veikara gengi krónunnar. Sama er hve mikið fæst til baka af eignum gamla Landsbankans, sjóð- urinn mun aldrei fá meira en áður- nefnda 670 milljarða. Veikist krónan mikið getur það orðið til þess að allar forgangskröfur í þrotabú Lands- bankans fáist greiddar og að eitt- hvað fáist upp í almennar kröfur. Til almennra krafna teljast t.d. skuldabréf, gefin út af bankanum, og hafa eigendur þessara bréfa því hagsmuni af því að gengið veikist á meðan þrotabú bankans er gert upp. Sé gert ráð fyrir því að allar for- gangskröfur fáist greiddar með eignum gamla Landsbankans mun ríkið þurfa að bera vaxtakostnaðinn af bresku og hollensku lánunum. Höfuðstóll upp á 720 milljarða og óbreytt gengi þýðir að eftir fimm ár verður nettóskuld tryggingasjóðsins um 270 milljarðar, 380 milljarðar eft- ir sjö ár og 500 milljarðar eftir níu ár. Dæmið verður enn svartara sé gert ráð fyrir frekari veikingu krón- unnar. Veikist krónan um 25 prósent gagnvart evru og pundi verður nettóskuld íslenska ríkisins 500 milljarðar eftir fimm ár og 780 millj- arðar eftir níu ár.  Gríðarleg | 13 Ríkið ber mikla gengis- áhættu vegna Icesave » Kostnaður getur aukist um hundruð milljarða » Eignir Tryggingasjóðs eru í íslenskum krónum » Skuldirnar eru hins vegar í erlendri mynt og staða sjóðsins versnar ef krónan veikist SKEMMTISTAÐURINN Oliver við Laugaveg hefur verið með vinsælli stöðum í skemmtanalífi höfuðborgarinnar og þar er oft fullt út úr dyrum um helgar. Í gær var komið að því að skipta um sprungna rúðu og verður ekki annað sagt en að fagmannlega hafi verið staðið að verki. Loka þurfti Laugaveginum fyrir bílaumferð á meðan fimm karlmenn settu rúðuna á sinn stað með aðstoð krana. Það var mikil nákvæmnisvinna að koma rúðunni fyrir – hafa ber í huga að hún er engin smásmíði eða 10 fer- metrar að stærð og vegur um 300 kg. SKIPT UM RÚÐU Í RIGNINGUNNI Morgunblaðið/Golli „EF AÐ líkum lætur er þessu ekki lokið,“ segir Haraldur Briem smit- sjúkdómalæknir, spurður hvort flensan geti leitt til fleiri dauðsfalla. Átján ára fjölfötluð stúlka lést af völdum svínaflensunnar á Barna- spítala Hringsins í gær. Talið er að langvinnur lungnasjúkómur sé meginorsök andláts hennar. Bóluefnið sem kom til landsins í fyrri viku þykir skila góðri svörun. Bólusetningu heilbrigðisstarfsfólks er að ljúka og nú er komið að lög- reglu- og slökkviliðsmönnum, björgunarsveitum, þingmönnum, ráðherrum og æðstu embætt- ismönnum. Átta hafa til þessa látist af völd- um flensunnar í Noregi og tveir í Svíþjóð. Í Danmörku hefur flens- unnar lítið orðið vart. | 11, 12 sbs@mbl.is Mögulegt að fleiri látist  Eftirlits- stofnun EFTA, ESA, hefur frá því að bank- arnir hrundu fyrir ári fengið til sín 13 kærur, þar af 11 sem tengja má ís- lensku bönk- unum beint vegna meintra brota á reglum um innri fjármálamarkað í Evrópu. Beinast kærurnar í flest- um tilvikum gegn stjórnvöldum eða stofnunum á vegum þeirra. Koma kærurnar oftast nær frá bönkum eða öðrum fjármálafyr- irtækjum í Evrópu, en einnig frá hópi sparifjáreigenda sem töpuðu á Icesave-reikningunum í Hol- landi. Athugun málanna verður líklega sameinuð að sögn upplýs- ingafulltrúa ESA. »4 ESA fengið 13 kærur til sín eftir hrun bankanna  „Eins og þetta horfir við í dag er það algjörlega raunhæfur mögu- leiki að samningarnir detti í sundur og verði ekki framlengdir,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, um líkurnar á því að stöðugleikasátt- máli ríkisins, verkalýðsfélaga og fulltrúa atvinnulífsins falli úr gildi á þriðjudaginn í næstu viku. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, tekur undir að sáttmálinn sé í uppnámi. Röskun á fyrirhuguðum stórframkvæmd- um í vetur vegi þar þungt. »4 Stöðugleikasáttmáli stjórnarinnar í uppnámi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.