Morgunblaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „VIÐ erum ræða þau mál sem út af hafa staðið en ég get ekki sagt að það hafi miðað neitt vel. Við sjáum það kannski á morgun [í dag] hvort það verða einhverjar breytingar varðandi þessa málaflokka eins og ríkisfjármálin, gjaldeyrishöftin og vextina en framkvæmdamálin eru alveg stopp,“ segir Vilhjálmur Eg- ilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um framhald við- ræðna um stöðugleikasáttmála ríkis, verkalýðsfélaga og fulltrúa atvinnu- lífsins. – Ertu vongóður um framhaldið? „Eins og þetta horfir við í dag er það algjörlega raunhæfur möguleiki að samningarnir detti í sundur og verði ekki framlengdir.“ – Hvenær gæti það gerst? „Fresturinn sem við höfum renn- ur út á þriðjudaginn í næstu viku.“ Framkvæmdafundi frestað Til stóð að ræða fyrirhugaðar framkvæmdir hins opinbera, sem ætlað er að vega á móti niðursveifl- unni og slá á atvinnuleysi, en þeim fundi var frestað, að sögn Vilhjálms, sem telur málin þokast alltof hægt hjá ríkinu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, tekur undir það að sáttmálinn sé í uppnámi. „Það sem hefur staðið út af eru í fyrsta lagi skattamálin, umfang skattheimtu á næsta ári. Þá er það framkvæmdahliðin, en verklegar framkvæmdir eru í uppnámi, sér- staklega vegna inngripa umhverfis- ráðherra gagnvart suðvesturlínu. Síðan er ágreiningur um vexti og gjaldeyrishöft en frágangur Icesave- málsins hjálpar mikið til með það,“ segir Gylfi, sem óttast að auknar álögur muni draga úr neyslu og þar með úr atvinnuframboði síðar meir. Samningurinn gæti sprungið  Stöðugleikasáttmálinn í uppnámi  Fundi um framkvæmdir frestað Vilhjálmur Egilsson Gylfi Arnbjörnsson NOKKRIR mótmælendur stóðu vaktina fyrir utan Alþingishúsið er samn- ingurinn um Icesave var ræddur þar í gær. Skilaboð voru hengd á snúru milli ljósastaura og þarna dingluðu líka nokkrir bangsar og dúkkur. Morgunblaðið/Golli STÓÐU MÓTMÆLAVAKTINA „VIÐ gátum brugðist hratt við og leyst vandamálið,“ segir Hrannar Pétursson, blaðafulltrúi Vodafone. Eins og Morgunblaðið sagði frá í gær lenti Árni Jónsson, fjölskyldu- faðir í Reykjavík, í því þegar hann flutti fastlínusíma sinn frá Voda- fone yfir til Símans að ekki var hægt að hringja til hans úr fastl- ínukerfi fyrrnefnda fyrirtækisins. Hrannar segir skýringu þessa felast í mistökum við skráningu. Mál af þessu tagi eru þekkt þegar fólk færir sig milli fyrirtækja, en símafyrirtækin leysa þau jafnan hratt og vel. „Hér virðist brotalöm í samskiptum símfyrirtækjanna hafa orðið til þess að Árni fékk ekki þá þjónustu sem hann gerði eðlilega kröfu um. Við hörmum að svo hafi verið og munum í fram- haldinu skoða hvort eitthvað geti komið í veg fyrir að svona lagað endurtaki sig,“ segir Hrannar. sbs@mbl.is Brotalöm í símkerfi leyst Morgunblaðið/Kristinn Sími Síminn á heimili Árna Jóns- sonar er loksins kominn í lag. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FRÁ því að bankarnir hrundu fyrir um ári hefur Eftirlitsstofnun EFTA (Fríverslunarbandalags Evrópu), ESA, tekið á móti 13 kærum á ís- lensk stjórnvöld og stofnanir á veg- um hins opinbera. Þar af eru 11 kær- ur sem með einum eða öðrum hætti tengjast hruni bankanna og meint- um brotum á reglum hins innri markaðar í Evrópu. Tvær kærur tengjast ríkisstyrkjum eða stuðningi opinberra aðila við tiltekin verkefni. Inge Hausken Thygesen, upplýs- ingafulltrúi ESA, segist ekki geta upplýst hvaðan kærurnar koma ná- kvæmlega, óskað hafi verið eftir trúnaði að hálfu kærenda, en segir þær flestar koma frá bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum í Evr- ópu. Þó að Thygesen geti ekki upplýst um kærendur nema að takmörkuðu leyti má fastlega ganga út frá að þetta séu kröfuhafar bankanna í flestum tilvikum, sem telja sér hafa verið mismunað eftir fall bankanna, líkt og hollenskir sparifjáreigendur sem lagt hafa inn kæru til ESA vegna Icesave-reikninganna, og greint var frá í Morgunblaðinu fyrir helgi. Í þeirra tilviki beinist kæran gegn Fjármálaeftirlitinu sem með setningu neyðarlaga tók yfir stóru bankana þrjá. Thygsen segir að bak við hverja kæru séu í sumum tilvikum margir aðilar. ESA sé enn að vinna í þessum málum og afla gagna og upplýsinga frá stjórnvöldum. Góður tími geti liðið þar til einhver niðurstaða fæst, ef ESA telur ástæðu til að fara með málin alla leið. Þar sem kæruefnin eru mörg sambærileg býst Thyge- sen við að ESA sameini athugun á þeim. „Ef við teljum ástæðu til að kanna kæruefnin nánar munum við gera það á okkar vegum, ekki kær- enda,“ segir hann. Þrettán kærur eftir hrunið  Eftirlitsstofnun EFTA í önnum eftir hrun íslensku bankanna  Af 13 kærum tengjast 11 hruni bankanna með einum eða öðrum hætti  Málin líklega sameinuð EFTA Eftirlitsstofnunin er í Brüssel og þar starfa nokkrir Íslendingar. Í HNOTSKURN »Fljótlega eftir hrun bank-anna í október á síðasta ári hafði ESA frumkvæði að því að óska eftir upplýsingum frá stjórnvöldum um neyðarlögin. »Eftir því sem lengri tímihefur liðið frá hruninu hefur kærum til stofnunar- innar fjölgað. EKKERT hefur spurst til Jakobs Fenger, 57 ára gamals Íslendings, sem hvarf í fyrrasumar þegar hann sigldi einn á skútu frá Bermúda- eyjum til Íslands. Nú hefur verið höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem gerðar eru þær dómkröfur að Jakob verði úrskurðaður látinn. Málið verður tekið fyrir fimmtudaginn 28. janúar 2010 og þangað er stefnt hverjum þeim sem telur sig geta gefið upplýsingar um dvalarstað eða afdrif Jakobs Fenger. Komi engar nýjar upplýsingar fram má búast við að dómur gangi um að Jakob verði úrskurðaður látinn. Fram kemur í stefnu til staðfest- ingar á andlátinu að Jakob Fenger hafi haldið úr höfn á Bermúda á 34 feta skútu hinn 31. maí 2008. Hugð- ist hann sigla skútunni til Íslands með viðkomu á St. Johns á Ný- fundnalandi. Á hádegi hinn 3. júní heyrðist síðast frá Jakobi og virtist þá ferðin ganga ágætlega. Frá þeim tíma hefur ekkert spurst til hans. Mikil leit hófst þegar og tók banda- ríska og kanadíska strandgæslan þátt í henni ásamt Landhelgisgæsl- unni. Skipulagðri leit var hætt 19. júní. Eftir það var svipast um eftir skútunni en án árangurs. Enn ekkert spurst til Jakobs Krafa gerð fyrir dómi um að hann verði úrskurðaður látinn TVÖ félög í eigu lögmannsins Björns Þorra Viktorssonar og við- skiptafélaga hans hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta og er skiptafundur boðaður 5. janúar næstkomandi. Félögin heita Fasteignasalan Mið- borg ehf. og lögmannsstofan Lög- menn Laugardal, bæði til húsa á Laugavegi 182 í Reykjavík. Björn Þorri hefur á síðustu misserum tekið upp hanskann fyrir skulduga ein- staklinga í kjölfar hrunsins. Heldur málflutningsréttindum Eins og rakið hefur verið í Morgunblaðinu þarf lögmaður að verða persónulega gjaldþrota til að sæta sviptingu málflutningsréttinda af hálfu dómsmálaráðuneytisins. Þegar félög í eigu lögmanns verða gjaldþrota er ekki brugðist við með sama hætti, enda eiga þá við hluta- félaga- og einkahlutafélagalög sem kveða á um rekstur fyrirtækja. Skipt var um kennitölu á ofan- greindum fyrirtækjum og var nafni lögmannsstofunnar Lögmenn Laug- ardal breytt í M182-A ehf en nafni Miðborgar í M182-B ehf. Að auki átti Björn Þorri hlut í annarri fasteignasölu og lögmanns- stofu en hann neitaði að tjá sig um stöðu þeirra fyrirtækja þegar eftir því var leitað síðdegis í gær. Tvö félög Björns Þorra í þrot Missir ekki leyfið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.