Morgunblaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
FRAMKVÆMDIR sem þegar eru
komnar af stað, einkum á Suð-
urnesjum, eru víða í uppnámi. Að
sögn Vilhjálms Egilssonar, fram-
kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífs-
ins, hafa einstaka ákvarðanir stjórn-
valda, s.s. er varða svokallaða
Suðvesturlínu vegna fyrirhugaðs ál-
vers í Helguvík, valdið því að fjár-
festar halda að sér höndum í öðrum
atvinnugeirum.
„Það eru margir fjárfestar að
horfa til Íslands. Hér er hægt að
gera góð kaup ef menn eiga mikið af
útlendum peningum. Því miður hef-
ur skapast mikil óvissa um nokkurn
fjölda af verkefnum sem flest tengj-
ast orkunýtingu. Ég tel mjög mik-
ilvægt fyrir Ísland að framkvæmdir,
sérstaklega þær sem þegar eru
komnar af stað, fái að halda áfram af
fullum þunga. Annað er ekki verj-
andi,“ segir Vilhjálmur.
Vinna að samningum
Gagnaver Verne Holding, sem
unnið er í að reisa á varnar-
liðssvæðinu við Keflavíkurflugvöll,
er nú í nokkurri óvissu þar sem ekki
hefur verið gengið frá fjárfestinga-
samningi við íslensk stjórnvöld. Þess
er nú beðið að samningaviðræðum
ljúki og verkefnið getið haldið
áfram. Á samningnum byggist með-
al annars þátttaka erlendra fjárfesta
í verkefninu, þ. á m. fyrirtækisins
IBM.
Áform stjórnvalda um skatthækk-
anir, m.a. á sviði auðlindanýtingar,
hafa einnig sett strik í reikninginn.
Samkvæmt tillögum sem koma fram
í fjárlögum standa vonir til þess að
hægt verði að ná um 16 milljörðum í
ríkiskassann með auðlindasköttum.
Útfærslan á þeim liggur ekki fyrir
enn. Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra hefur þó ítrekað í
blaðagrein að álfyrirtækin sem hér
eru með framleiðslu, Alco, Rio Tinto
Alcan og Norðurál, verði að leggja
sitt af mörkum í endurreisninni.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins hafa stjórnvöld kallað
formlega eftir tillögum og hug-
myndum frá álfyrirtækjunum um
hina fyrirhuguðu skatta. Stjórnvöld
hyggjast síðan reyna eftir fremsta
megni að taka tillit til sjónarmiða ál-
fyrirtækjanna þegar skattarnir
verða útfærðir, en ljóst þykir að þeir
munu með einum eða öðrum hætti
hafa áhrif á þau.
Vilhjálmur segir mikilvægt að
stjórnvöld vandi mjög til verka þeg-
ar nýir skattar eru lagðir á. Hugsa
þurfi það til enda hvort það sé þess
virði að reyna að afla mikilla tekna
með því að skattleggja nýfjárfest-
ingu í landinu. „Það þarf að hugsa
málin til enda. Ég get vel skilið að
það þurfi að hækka skatta eða að
fjárlögin geri ráð fyrir niðurskurði
og skattahækkunum. En ég tel
óskynsamlegt að koma á fót nýjum
sköttum ef þeir koma í veg fyrir fjár-
festingar í atvinnulífinu. Því miður
eru þessi nýju skattar [auðlinda-
skattar] líklegir til þess gera það þó
að útfærslan á þeim liggi ekki end-
anlega fyrir ennþá.“
Verkefni stopp og
óvissa um skatta
Mörg verkefni, einkum á Suðurnesjum, bíða þess að kom-
ast af stað á ný Ekki enn búið að útfæra auðlindaskatta
Morgunblaðið/RAX
Í Helguvík Byrjað er að byggja skála fyrirhugaðs álvers í Helguvík.
Ráðgert er að reisa álverið í fjórum 90 þúsund tonna áföngum.
Ýmiss konar orkufrekur iðnaður
bíður þess að verða byggður upp.
Óvissa er um ýmsa þætti, þ. á m.
er varða fjármögnun verkefna og
fyrirhugaða auðlindaskatta.
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð-
herra segir mörg verkefni bíða
þess að komast af stað. Einkum sé
mikill áhugi erlendis á grænum
iðnaði, þ.e. umhverfisvænum iðn-
aði ýmiskonar. „Við finnum fyrir
miklum áhuga og það er mikið að
gerast á ýmsum vígstöðum þrátt
fyrir allt,“ segir Katrín.
Verkefni sem bíða þess að kom-
ast af stað eru m.a. stækkun ál-
versins í Straumsvík og sólarkís-
ilframleiðsla í Þorlákshöfn. Þá
hafa stjórnendur sólarkísilverk-
smiðju Becromal á Akureyri hug á
því að stækka hana. Orka til þess
liggur þó ekki á lausu og áformin
sem slík eru á frumstigi.
Þá er óljóst enn hvernig orkan á
Þeistareykjum á Norðausturlandi
verður nýtt. Alcoa á ekki lengur
aðild að viljayfirlýsingu um und-
irbúning að álveri á Bakka við
Húsavík. Alcoa hefur þó enn mik-
inn áhuga á málinu. Enn er eftir að
rannsaka Þeistareykjasvæðið bet-
ur og fá úr því skorið hversu mikil
virkjanleg orka er á svæðinu.
Finna fyrir miklum áhuga á grænum iðnaði
AFL Starfsgreinafélag á Austur-
landi hyggst stefna sjóðsstjórnum
Landsvaka, er önnuðust upplýs-
ingagjöf til félagsins og fóru með
fjármuni þess, til greiðslu bóta
vegna þeirra fjármuna er félagið
tapaði við uppgjör sjóðsins.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu sem Sverrir Albertsson, fram-
kvæmdastjóri félagsins, sendi frá
sér í gærvöldi, en málshöfðunin var
samþykkt á stjórnarfundi AFLs.
Í samþykkt sem stjórnin gerði
kemur fram að grundvöllur máls-
höfðunar sé að félagið telji að um-
ræddir sjóðsstjórar hafi blekkt fé-
lagið til áframhaldandi viðskipta
þegar ljóst hafi verið að eignasafn
sjóðsins hafi ekki verið í samræmi
við lýsingar og sjóðurinn stefndi í
óefni. Ennfremur telur félagið að
verulega óeðlilegt
útstreymi hafi
verið síðustu fjóra
daga í starfs-
rækslu sjóðsins
og ljóst að inn-
herjaupplýsingar hafi haft áhrif sem
juku enn á tap annarra.
Grundvöllur málshöfðunarinnar
eru, að því er fram kemur í til-
kynnignu AFLs, gögn sem AFL
Starfsgreinafélag hefur fengið af-
hent frá Landsbankanum í kjölfar
málshöfðunar félagsins á hendur
bankanum til að fá afhentar upplýs-
ingar um samsetningu eigna sjóðs-
ins vikurnar fyrir hrun. Þær upplýs-
ingar fengust afhentar fyrir
skömmu.
Samþykkt stjórnarinnar frá því
fyrr í kvöld er svohljóðandi: „Stjórn
AFLs Starfsgreinafélags felur fram-
kvæmdastjóra félagsins í samráði
við lögmenn AFLs að undirbúa og
hefja málsókn á hendur þeim sjóðs-
stjórum Landsvaka sem önnuðust
um sjóði félagsins og upplýsingagjöf
til AFLs.
Ennfremur samþykkir stjórn
AFLs að fela lögmönnum félagsins
að gæta hagsmuna félagsins gagn-
vart uppgjöri Landsbankans þar
sem svo virðist sem reglur Lands-
vaka um áhættudreifingu hafi verið
brotnar.
Stjórn AFLs Starfsgreinafélags
samþykkir að fela lögmanni AFLs,
að ganga frá sátt við Landsbanka Ís-
lands / Landsvaka vegna málshöfð-
unar AFLs varðandi upplýsingar
um meðferð peningamarkaðssjóða
Landsvaka.“
AFL hyggst stefna sjóðs-
stjórnum Landsvaka
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
EXISTA tapaði 206 milljörðum
króna á síðasta ári, en félagið birti
í gær uppgjör sitt fyrir árið 2008.
Eigið fé Exista var um síðustu
áramót 200 milljónir evra, eða um
34 milljarðar króna, sem er lækk-
un um 90 prósent milli ára.
Fall Kaupþings þungt högg
Eftir því sem næst verður kom-
ist hefur ekkert annað íslenskt fé-
lag tapað meiri peningum á einu
rekstrarári. Fram kemur í af-
komuskýrslu Exista með ársreikn-
ingi að fall Kaupþings og sala
eignarhluta Exista í Sampo hafi
haft verulega neikvæð áhrif á af-
komu félagsins á síðasta ári. Þar
segir jafnframt að félagið eigi í
viðræðum við helstu lánveitendur
um fjárhagslega endurskipulagn-
ingu.
Heildareignir Exista námu 2,3
milljörðum evra, eða um 391 millj-
arði króna, í árslok 2008 og lækk-
aði verðmæti þeirra um rúm 70
prósent frá árinu á undan.
Endurskoðendur
gefa ekki álit
Fram kemur í ársreikningnum
að Exista telur sig eiga kröfur á
Kaupþing og Glitni vegna gjald-
miðlaskiptasamninga upp á sam-
tals 782 milljónir evra. Félagið og
bankana greinir á um uppgjör
þessara samninga og hafa báðir
bankarnir höfðað mál gegn Exista
og telja sig á móti eiga kröfu á fé-
lagið upp á 46 milljónir evra. Ex-
ista vill að samningarnir verði
gerðir upp miðað við gengi evru
hjá Seðlabanka Evrópu hinn 9.
október 2008, eða 305 krónur fyrir
hverja evru.
Niðurstöður dómsmála vegna
gjaldmiðlaskiptasamninganna
munu skipta verulegu máli varð-
andi afkomu Exista og eigið fé, en
mikil óvissa er um hver niðurstað-
an verður. Það er m.a af þessari
ástæðu sem endurskoðendur fé-
lagsins hjá Deloitte treysta sér
ekki til að undirrita ársreikninginn
með áliti, samkvæmt upplýsingum
frá Deloitte. Með öðrum orðum
eru þeir ekki tilbúnir að skrifa upp
á að ársreikningurinn gefi rétta
mynd af fjárhagsstöðu félagsins
þar sem óvissa er til staðar um
jafn veigamikinn þátt og uppgjör
gjaldmiðlaskiptasamninganna er.
Íslandsmet
í taprekstri
Exista tapaði 206 milljörðum árið 2008
Morgunblaðið/Kristinn
Taprekstur Bankahrunið var Exista þungbært. Eignir rýrnuðu um 70%.
Í HNOTSKURN
»Exista er móðurfélagSkipta (Símans), VÍS, Lífís
og Lýsingar. Félagið er í raun
í óbeinni eigu kröfuhafa í dag.
»Skilanefnd Kaupþings hef-ur stefnt Exista og krefst
þess að félagið greiði sér 20,1
milljarð króna vegna gjald-
eyrisskiptasamninga.
»Frá því í maí á þessu árihafa innlendir kröfuhafar
viljað taka félagið yfir og gera
breytingar á stjórn þess.