Morgunblaðið - 20.10.2009, Qupperneq 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009
✝ Gunnar HelgiÓlafsson fæddist í
Reykjavík 16. apríl
1928. Hann lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði sunnudaginn
11. október sl.
Foreldrar hans
voru Ólafur Sigurðs-
son, f. á Núpi í Dýra-
firði 20. ágúst 1894, d.
9. febrúar 1969 í
Reykjavík, og Una
Þorsteinsdóttir f. 7.
október 1896 í Kvöld-
roðanum á Gríms-
staðaholti, d. 19. mars 1965.
Systkini Gunnars Helga eru Ásta,
f. 15. nóvember 1921, Sigurður f.
16. mars 1923, d. 20. apríl 1994,
Gyða f. 24.12. 1926 og Ólafur f. 7.
maí 1937, d. 25. ágúst 1994.
Eiginkona Gunnars var Ása S.
Ingvarsdóttir frá Geitagili í Örlygs-
höfn við Patreksfjörð, f. 9. maí
1919, d. 6. ágúst 2005.
Þau hjónin voru barn-
laus. Gunnar hóf sjó-
mennsku 1944 á m.sk.
Capitana frá Reykja-
vík og var þar háseti
í ísfiskflutningum
til Englands. Árin
1946-1947 var hann
háseti á fiskiskipum
og síðar á skipum
Eimskipafélags Ís-
lands þar til árið 1952
er hann hóf störf sem
stýrimaður á m.s.
Blátindi við stand-
gæslu. Hann menntaði sig frekar
og var fastráðinn skipstjóri hjá
Landhelgisgæslunni 1958. Þar
starfaði hann til starfsloka, m.a.
sem skipstjóri á flugvél Landhelg-
isgæslunnar TF Sif 1967-1969.
Útför Gunnars Helga fer fram
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.
Hinsta kveðja frá systur.
Ferjan hefur festar losað,
farþegi er einn um borð,
mér er ljúft af mætti veikum
mæla nokkur kveðjuorð.
Þakka fyrir hlýjan huga,
handtak þétt og gleðibrag,
þakkir fyrir þúsund hlátra,
þakkir fyrir liðinn dag.
(J. Har.)
Guð blessi þig
Gyða.
Hann Gunnar frændi er látinn.
Kynni mín við Gunnar frænda hófust
í barnæsku. Ég var þess aðnjótandi
að alast upp mín fyrstu ár á Grettis-
götunni í húsi afa míns og ömmu. Í
risherberginu á Grettisgötunni bjó
líka ungur maður, sem við krakk-
arnir hændust mjög að, þessi ungi
maður var einmitt Gunnar frændi.
Ég minnist heimsókna upp á háa-
loftið til Gunnars, því þar var allt svo
framandi og spennandi fyrir ungan
dreng, að fá að skoða bækur og
myndir um framtíðina og ýmsa nýja
tækni sem var að koma til sögunnar,
og ég man svo vel eftir hvað þessi
maður hafði mikinn áhuga á öllu sem
var nýtt og tæknilegt. Bækur um
eldflaugar, geimferðir og fleira í
þessum dúr var að finna hjá Gunn-
ari, og þetta heillaði mig mjög og oft
lagði maður leið sína á háaloftið til
Gunnars, og stundum fékk maður
lánuð blöð og bækur.
Viðmót Gunnars heillaði alltaf,
hann var alltaf glaður og kátur, og
hafði gaman að grínast um alla hluti.
Þetta viðmót heillaði mig alltaf, og
hann dró mann til sín með glaðværð
sinni. Aldrei minnist ég þess að hafa
séð Gunnar skipta skapi.
Gunnar festi síðan ráð sitt, og
flutti af Grettisgötunni. Það var lán
mitt að þegar ég flutti af Grettisgöt-
unn 10 ára gamall, þá flutti ég vestur
í bæ, og það var gæfa min að Gunnar
bjó í nágrenni við mig og það tók mig
ekki nema örskot að skreppa í heim-
sókn á Tómasarhagann, þar sem
hann og Ása bjuggu. Á þessum tíma
var ekkert sjónvarp, en ég var hepp-
inn, Gunnar frændi var með sjón-
varp og gat horft á Kanasjónvarpið
sem kallað var. Það var því ævintýri
að fara í heimsókn á Tómasarhag-
ann, þegar Gunnar var heima og
horfa á allt það nýjasta frá Ameríku.
En annað sem ég minnist í þessum
heimsóknum til Gunnars var, að ef
ekkert sérstakt var í sjónvarpinu, þá
hafði hann gaman af því að tefla, og
hann kenndi mér fljótlega mann-
ganginn. Þegar hann hafði kennt
mér nóg til að vilja tefla við mig, þá
man ég það að hann vildi til að byrja
með gefa mér menn í forgjöf, svo
taflið yrði jafnara, þetta kunni ég að
meta. Þessi skákkennsla endaði þó
þannig að við fórum að tefla saman á
jafnréttisgrundvelli. Þessar heim-
sóknir eru mér mjög minnisstæðar,
og nærveran við Gunnar var alltaf
jafn góð og ánægjuleg.
Gunnar var byrjaður til sjós á
þessum tíma, og ferðunum fækkaði,
en þó var alltaf gott samband á milli
okkar. Þegar ég stofnaði mína fjöl-
skyldu og við fórum í heimsókn til
Gunnars, var alltaf sama glaða við-
mótið og börn mín hændust að þess-
um káta manni.Ég vil þakka Gunn-
ari fyrir að hafa fengið að eiga
samleið með honum, sérstaklega í
minni æsku, því þau lífsviðhorf og
gleði sem honum fylgdi eru góð til
eftirbreytni. Þakka þér Gunnar
frændi.
Stefán Gunnar Stefánsson.
Gunnar Helgi Ólafsson
Í helgidóminn hópast
fólkið inn
og hlýðir þar á söng
og messugjörð,
það besta sem oss
boðað er á jörð
í bæn og trú á himnaföðurinn.
Í febrúar 1994 átti ég leið inn á fé-
lagsþjónustu til þess að sækja um
vinnu fyrir frænku mína. Ég kom út
hálftíma síðar og hafði fengið vinnu,
ég sjálf, sem þjónustufulltrúi eldri
borgara á Vitatorgi.
Hafði hitt tilvonandi forstöðukonu í
ganginum á leiðinni inn.
Þetta var Edda Hjaltested, sem við
kveðjum hér í dag.
Byrjaði vinnu mína í mars.
Vitatorg var ótrúlega falleg og vel
byggð bygging en þarna áttu yfir eitt
hundrað manns að búa.
Næsta mánuð var mikil vinna við
innkaup á hreint ótrúlegustu innan-
stokksmunum. Við Edda unnum að
þessum hlutum ásamt arkitektum
hússins.
Við þekktumst lítið, en höfðum lík-
an smekk, og vorum fljótar að taka
ákvarðanir í sambandi við liti og efni,
t.d. gardínur, áklæði, húsgögn og aðra
innanstokksmuni. Öll innkaup tóku
u.þ.b. einn mánuð!
Stofnunin var opnuð með pomp og
prakt hinn 19. apríl 1994.
Þetta var gleðidagur í hjörtum okk-
Edda Kristín Aaris
Hjaltested
✝ Edda Kristín Aar-is Hjaltested
fæddist í Reykjavik
11. ágúst 1945. Edda
Hjaltested lést 4. þ.m.
á Landspítalanum .
Útför Eddu var
gerð frá Dómkirkj-
unni miðvikudaginn
14. október sl.
ar allra, íbúa, starfsfólks
og ekki síst aðstand-
enda.
Á Vitatorgi var margt
skemmtilegt í boði, t.d.
handavinna, bókband,
smíði, leikfimi, söngur,
dans og spilamennska.
Það er mikill sómi að
þessari félagsmiðstöð.
Þarna var Edda
Hjaltested „húsmóðir“
og naut sín vel.
Einstakt starfsfólk og
íbúarnir urðu góðir fé-
lagar, nánast eins og ein
stór fjölskylda.
Ég vil með þessum línum þakka það
tækifæri, að fá að taka þátt í þessu
stóra verkefni.
Blessuð sé minning Eddu Hjalte-
sted.
Sesselja Þórdís Ásgeirsdóttir.
Starfsfólk á Þjónustumiðstöð Mið-
borgar og Hlíða og á Félagsmiðstöð-
inni á Lindargötu 59 kveður í dag góð-
an samstarfsfélaga til margra ára.
Edda A. Hjaltested hefur unnið hjá
Reykjavíkurborg í yfir 20 ár og sl. 15
ár, eða allt frá stofnun Félagsmið-
stöðvarinnar og þjónustuíbúðakjarn-
ans á Lindargötu 59, árið 1994, hefur
hún unnið þar sem forstöðukona.
Edda var glæsileg kona og lagði
metnað sinn í það að allt innbú, skipu-
lag og þjónusta bæri merki aðsóps-
mikils frumkvöðuls, sem gekk hreint
til verks og vissi hvað hún vildi.
Um leið og ég kveð Eddu fyrir hönd
samstarfsfólks hennar og þakka henni
viðkynninguna sendi ég fjölskyldu
hennar mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigtryggur Jónsson,
framkvæmdastjóri Þjónustu-
miðstöðvar Miðborgar og Hlíða.
Grétar Þór
Brynjólfsson
✝ Grétar Þór Brynj-ólfsson fæddist á
Ekkjufelli í Fellum 26.
mars 1930 og ólst þar
upp. Hann lést á
sjúkradeild HSA á Eg-
ilsstöðum 5. okt. sl.
Útför Grétars var
gerð frá Egilsstaðakirkju 10. október sl.
en jarðsett var í kirkjugarði Ássóknar í
Fellabæ.
Meira: mbl.is/minningar
Ævarr
Hjartarson
✝ Ævarr Hjartarsonfæddist að Ytra-
Garðshorni í Svarf-
aðardal 26. júní 1940.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Akureyri 7.
október síðastliðinn.
Útför Ævars fór
fram frá Akureyrarkirkju 16. október sl.
Meira: mbl.is/minningar
Steingrímur
Jónasson
✝ Steingrímur Jón-asson fæddist í
Reykjavík 11. ágúst
1933. Hann lést á dval-
ar- og hjúkrunarheim-
ilinu Grund þann 5.
október sl.
Útför Steingríms fór
fram frá Bústaðakirkju 15. október sl.
Meira: mbl.is/minningar
Óskar Maríus
Hallgrímsson
✝ Óskar M. Hall-grímsson fædd-
ist á Ytri-Sólheimum í
Mýrdal 18. mars
1922. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir 4. okt 2009.
Útför Óskars fór
fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 12.
október sl.
Meira: mbl.is/minningar
Minningar á mbl.is
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, fósturbróðir, afi og langafi,
GEORG FRANKLÍNSSON,
Malmö,
Svíþjóð,
lést á háskólasjúkrahúsinu í Malmö, Svíþjóð
fimmtudaginn 15. október.
Útförin fer fram á Íslandi og verður auglýst síðar.
Franklín Georgsson, Elínborg Jónsdóttir,
Jóhannes Georgsson, Erla Lóa Jónsdóttir,
Björk Georgsdóttir, Ársæll Friðriksson,
Lúðvík Georgsson, Birgit Engler,
Hulda Georgsdóttir, Michel Kizawi,
Baldvin Georgsson, Eva Georgsson,
Guðjón Þorbjörnsson, Hulda Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUNNAR JAKOBSSON,
Lerkilundi 18,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn
22. október kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Heimahlynningu á Akureyri.
Guðrún Helgadóttir,
Hafþór Viðar Gunnarsson, Anna Björk Ívarsdóttir,
Kristín Gunnarsdóttir, Þorleifur Albert Reimarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN HAFLIÐASON
frá Hergilsey,
andaðist á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík
föstudaginn 16. október.
Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 23. októ-
ber kl. 11.00.
Matthildur Kristjánsdóttir, Jón Már Jakobsson,
Snæbjörn Kristjánsson,
Gunnar Kristjánsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN LOFTSDÓTTIR
frá Vilborgarstöðum,
Vestmannaeyjum,
Blöndubakka 12,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Hringbraut föstudaginn
16. október.
Útförin fer fram frá Breiðholtskirkju föstudaginn 6. nóvember kl. 13.00.
Loftur Harðarson,
Friðrik Harðarson, Guðrún Sveinsdóttir,
Ágústa Harðardóttir, Jón Snorri Ásgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ÁRNI GRÉTAR FINNSSON
hæstaréttarlögmaður,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn
11. október.
Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku-
daginn 21. október kl. 15.00.
Sigríður Oliversdóttir,
Lovísa Árnadóttir, Viðar Pétursson,
Finnur Árnason, Anna María Urbancic,
Ingibjörg Árnadóttir, Jónas Þór Guðmundsson,
Sigríður Erla, Pétur, Davíð, Finnur Árni, Árni Grétar,
Ebba Katrín, Oliver Páll, Viktor Pétur,
Guðmundur Már, Lovísa Margrét og Stefán Árni.