Morgunblaðið - 20.10.2009, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 20.10.2009, Qupperneq 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009 Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is SÍÐDEGIS í gær voru 26 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum vegna svínaflensunnar, þar af fjórir á gjörgæsludeild. Um sextíu manns hafa verið lagðir inn á spítalann frá upphafi faraldursins og þar af fimm frá því sl. föstudag. Þrír voru útskrif- aðir um helgina. Inflúensan færist í aukana, eink- um á höfuðborgarsvæðinu en einnig út um land. Síðustu þrjár vikur lætur nærri að staðfest tilfelli hafi tvöfald- ast að fjölda milli vikna. Álag hefur að sama skapi aukist á starfsfólk heilbrigðisþjónustu. Ekki hetjudáðir í heimahúsum „Það hve margir eru inniliggjandi á gjörgæslu og almennum deildum af völdum inflúensunnar er mælikvarði á alvarleikann,“ sagði Már Kristjánsson yfirmaður smitsjúk- dómadeildar Landspítalans, á blaða- mannafundi í gær. Aðspurður sagð- ist Már ekki geta greint nákvæmlega frá líðan þeirra sjúklinga sem nú eru á gjörgæslu. Það lægi hins vegar í orðanna hljóðan að sjúklingar væru ekki vistaðir á slíkri deild nema ástand þeirra væri alvarlegt. Már sagði mikilvægt að fólk sem teldi sig vera með einkenni flensu leitaði að- stoðar. „Fólk sem er veikt á ekki að drýgja hetjudáðir í heimahúsum heldur leita meðferðar sem fyrst,“ segir Már. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma er í mesta áhættuhópnum vegna flensunnar, svo sem þeir sem eru með hjarta- og öndunarfæra- sjúkdóma en einnig nýrnabilun og skorpulifur og eða eiga í baráttu við krabbamein. Áberandi er að þeir sem veikst hafa af flensunni hafa fengið svæsna lungabólgu sem hefur farið djúpt ofan í lungnavefi. Áætlanir hafa staðist Fram kom á blaðamannafundinum í gær að samkvæmt reynslu úr Eyja- álfu væru tveir af hverjum þremur sem veikst hafa af flensunni þar með undirliggjandi sjúkdóma en þriðjungur ekki. Mætti ætla að þetta hlutfall væri á svipuðu róli hér. Ólafur Baldursson, framkvæmda- stjóri lækninga á Landspítalanum, segir áætlanir sem gerðar voru í að- draganda farsóttarinnar hafa stað- ist. Hann segir sóttina þó vissulega taka í. Sjúklingarnir sem liggja á ýmsum deildum sjúkrahússins eru sem fyrr segir 26, ámóta margir og einn sjúkragangur tekur. „Auðvitað tekur þetta á, nú á niðurskurðar- og þrengingatímum,“ segir Már sem bætir við að öll al- menn starfsemi sjúkrahússins gangi þó greitt fyrir sig. Birgðahald svo sem vegna lyfja sé í öruggum far- vegi og sama megi segja um þætti er snúa að starfsfólki en 80% þess hafa nú verið bólusett gegn flensunni og er því verkefni nánast lokið. „Bólusetning heilbrigðisstarfs- fólks var mikilvæg. Þegar fólk með flensuna lagðist inn á spítalann fór starfsfólk að veikjast. Því vildum við hraða bólusetningu þess, enda mik- ilvægt að það standi sem lengst svo það geti veitt sjúkum aðstoð,“ segir Haraldur Briem smitsjúkdóma- læknir. Hann segir að nú sé að hefj- ast bólusetning fólks sem sinnir störfum til dæmis á sviði örygg- isþjónustu og þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Í fram- haldinu kemst fólkið á götunni í bólusetningu, eða eins og bóluefnið dugar til og svigrúm heilsugæsl- unnar leyfir. Flensan er að færast í aukana  26 sjúklingar á Landspítala vegna svínaflensu  Tilfelli tvöfaldast milli vikna Fimm lagðir inn um helgina  Áætlanir sjúkrahússins hafa staðist  Bólusetningu heilbrigðisstarfsfólks er að ljúka Morgunblaðið/RAX Flensa Már Kristjánsson frá smitsjúkdómadeild Landspítala, Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga Landspítala, Haraldur Briem sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild RLS á fundi í gær. Í HNOTSKURN »Um 60 manns hafa veriðlagðir inn á Landspítala frá upphafi flensufaraldursins. »Síðustu þrjár vikur hafastaðfest tilfelli nær tvöfald- ast að fjölda milli vikna. »Bólusetning fólks sem sinn-ir störfum á sviði örygg- isþjónustu og þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma er nú að hefjast. »Það hve margir eru inni-liggjandi á gjörgæslu og al- mennum deildum af völdum inflúensunnar er mælikvarði á alvarleika hennar. Alls 26 manns sem hafa veikst af svínaflensunni liggja nú á Land- spítala. Tilfellunum fjölgar stöð- ugt. Bólusetning gengur vel fyrir sig og starfsemi sjúkrahússins hefur ekki raskast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.