Morgunblaðið - 20.10.2009, Qupperneq 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009
✝ Sigurlaug Jóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 22. febrúar
1924. Hún lést 10.
október síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Helga
Jónsdóttir f. 2. ágúst
1886, d. 4. október
1961 og Jón Frímann
Friðriksson, f. 6. des-
ember 1866, d. 6. des-
ember 1930. Þau
bjuggu á Þrastargötu
9 á Grímsstaðaholti.
Hálfsystkini Sig-
urlaugar sammæðra voru: Ingvar
Magnússon, f. 1. desember 1905,
Ingibjörg Sigurðardóttir f. 20. apríl
1911, Guðmundur Sigurðsson, f. 27.
febrúar 1912 og Kristinn Sigurðs-
son, f. 27. febrúar 1912. Alsystkini
hennar voru: Friðrik Jónsson, f. 21.
okt 1918, Jórunn Jónsdóttir f. 2.
mars 1920, Gunnar Jónsson, f. 6.
júlí 1921 og Ingibjörg Jóna Jóns-
dóttir f. 5. desember 1927. Þau eru
öll látin.
Sigurlaug giftist 15. nóvember
1947 Ágústi Kristjánssyni, prent-
ara, f. 4. júní 1921, d. 16. nóvember
1987. Foreldrar hans voru Kristján
Andreas Ágústsson, prentari, f. 23.
janúar 1898, d. 6. desember 1967 og
Guðríður Jónsdóttir f. 10. ágúst
1897, d. 6. september 1954. Barn
Sigurlaugar, Pálína Oswald f. 1944.
Dætur hennar af
fyrra hjónabandi
Helga Rannveig f.
1965, Lilja Björk f.
1967 og Auður Huld f.
1971. Pálína er gift
Edwardi Pétri Ólafs-
syni f. 1945. Börn Sig-
urlaugar og Ágústar
eru: 1) Kristján Andr-
eas f. 1948, kvæntur
Bryndísi Konráðs-
dóttur f. 1948. Synir
þeirra eru Kristján
Ágúst f. 1971, Brynj-
ar Snær f. 1974 og
Guðmundur Már f. 1982. 2) Þórður
Ágústsson f. 1952, kvæntur Anne S.
Svensson f. 1953. Börn þeirra eru
Thor Egil f. 1982, d. 1986, Sigrun
Anne f. 1985 og Jon Helge f. 1987.
Barn Þórðar af fyrra hjónabandi er
Davíð f. 1975. 3) Jón Frímann f.
1952, kvæntur Hallfríði Ólafsdóttur
f. 1952. 4) Guðríður Ágústsdóttir f.
1958, gift Gunnlaugi Kr. Gunn-
laugssyni f. 1951. Dætur þeirra eru
Sonja Dögg f. 1981 og Heiða María
f. 1985. Langömmubörnin eru
fimmtán talsins.
Sigurlaug vann ýmis störf um
ævina en lengst af í prentsmiðj-
unum Leiftri og Prentsmiðju Árna
Valdimarssonar.
Útför Sigurlaugar verður gerð
frá Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku amma mín. Þá er komið að
kveðjustund hjá okkur eftir langan
og skemmtilegan tíma saman. Marg-
ar góðar minningar koma upp í hug-
ann, þú að prjóna, sauma eða hekla,
enda varstu mikil handavinnukona.
Eins fórum við oft í bíltúr saman og
oft lá leiðin á æskuslóðir þínar
Grímsstaðaholtið.
Það var alltaf hressilegt að heim-
sækja þig í Austurbrúnina, enda lást
þú ekki á skoðunum þínum um menn
og málefni. Ég sé þig alveg fyrir mér
sitjandi við stofugluggann að fylgj-
ast með því sem var að gerast í um-
hverfinu, enda útsýnið frábært úr
íbúðinni þinni.
Í Austurbrúninni var heimili þitt
til margra ára og þar leið þér vel.
Síðustu árin dvaldir þú á Dalbraut,
sem er í næsta nágrenni við þitt
gamla heimili. Ég vil nota tækifærið
og þakka Guðnýju og hennar frá-
bæra starfsfólki fyrir nærgætni við
ömmu og góða umönnun. Amma
mín, eftir 85 ára afmælið þitt í febr-
úar tóku við erfið veikindi sem hafa
reynt mikið á þig, en nú ertu á betri
stað og þér líður vonandi vel.
Góða ferð, elsku amma mín, og
hafðu þökk fyrir allt.
Þín,
Helga Rannveig.
Elsku amma.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
(Höf. óþekktur.)
Hinsta kveðja,
Lilja og Auður.
Það er ekki margt sem ég veit um
ömmu þegar hún var ung, en það er
alltaf ákveðin mynd sem ég hef í
huganum af henni sem ungri konu.
Konu sem hefur verið kjörkuð,
vinnusöm og nokkuð á undan sinni
samtíð. Ég sé hana fyrir mér arkandi
með barnahópinn á eftir sér, öll prúð
og stillt á leiðinni út í búð eða inn í
bæ, að finna sér eitthvað til að gera,
fáir voru eins duglegir að drífa sig í
heimsóknir eða í eitthvert bæjarráp
eins og hún amma.
Það virtist kannski ekki við fyrstu
kynni að hér væri um að ræða eins
hjartahlýja konu og hún amma var,
en þegar maður var kominn inn fyrir
hjá henni þá varð ekki aftur snúið.
Það eru margar minningar sem
koma upp í hugann þegar ég hugsa
til ömmu. Sumrin í sveitinni, bæjar-
ferðirnar og öll jólin. En þær stundir
sem mér þykir vænst um eru þær
stundir þar sem við vorum bara tvær
einar. Það var nefnilega svo gott að
vera hjá ömmu og maður þurfti aldr-
ei að fylla þögnina með óþarfa masi.
Ég á henni líka að þakka nokkur per-
sónueinkenni sem ég er stolt af líkt
og að láta í sér heyra þegar manni er
misboðið, og við báðar höfum komist
langt á þrjóskunni.
Seinustu árin voru þreytan og
veikindin farin að setja mörk sín á
ömmu, en þrátt fyrir mikið mótlæti
gafst hún aldrei upp og var alltaf
staðráðin í að jafna sig og komast
aftur á stjá. Amma hafði gaman af
ljóðum og því þykir mér við hæfi að
kveðja hana með litlu ljóð.
Gaman væri að gleðja hana ömmu
og gleðibros á vanga hennar sjá,
því amma hún er mamma hennar
mömmu
og mamma er það besta sem ég á.
Í rökkrinu hún segir mér oft sögur,
svæfir mig er dimma tekur nótt,
syngur við mig kvæði fögur,
þá sofna ég bæði sætt og vært og rótt.
(Björgvin Jörgensson.)
Heiða María Gunnlaugsdóttir.
Látin er í Reykjavík föðursystir
okkar, Sigurlaug Jónsdóttir, Lauga
frænka. Hún er síðust systkina sinna
til að kveðja. Duglegu börnin hennar
Helgu ömmu á Þrastargötu 9 á
Grímsstaðaholti eru nú öll látin.
Rótgróið alþýðufólk með vinnusem-
ina í blóð borna.
Þegar ég var barn lék ég mér
stundum við Gauju frænku mína.
Mér er minnisstæð sú glaðværð sem
ríkti á heimlinu hjá þeim Laugu og
Didda. Lauga var alltaf svo kát og sí-
vinnandi, með ríka réttlætiskennd
og trygglynd við frændfólkið. Hún
var sérstaklega góð við þá sem voru
veikir og nutu mágkonur hennar,
Margrét og Elín (móðir okkar), góðs
af þeirri hlýju.
Ég flutti ung vestur á firði og hitti
Laugu þar af leiðandi sjaldnar, en
þegar Kristján sonur hennar flutti
vestur ásamt fjölskyldu sinni fékk ég
reglulega fregnir af henni. Eins voru
þau Björn og Lauga sérlega góðir
vinir og hittust alltaf reglulega.
Með þessum orðum viljum við
systkinin kveðja frænku okkar,
þakka henni samfylgdina og votta
börnum og öðrum aðstandendum
okkar innilegustu samúð.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Guð blessi minningu Laugu
frænku.
Helga og Björn Friðriksbörn.
Við fráfall Sigurlaugar móðursyst-
ur minnar eru öll börn Helgu ömmu
minnar, þvottakonu á Grímsstaða-
holtinu, látin. Lauga, eins og hún var
ávallt kölluð, fæddist á miklum
krepputíma í íslensku samfélagi þar
sem íslensk alþýðubörn nutu sjaldn-
ast langrar skólagöngu og þurftu
snemma að sjá sér farborða. Efni
voru af skornum skammti og vinnan
dyggð.
Það veganesti, sem börnin á
Þrastargötu 9 á Grímsstaðaholtinu
fengu, var vinnusemi, heiðarleiki,
glaðværð og að hjálpa jafnan þeim
sem minna mega sín í lífinu. Lauga
reyndist svo sannarlega þeim gildum
trú, sem hún hafði numið í foreldra-
húsum. Hún var alla tíð framúrskar-
andi dugleg, samviskusöm, heiðarleg
og mátti aldrei neitt aumt sjá.
Ég man aldrei eftir móðursystur
minni öðruvísi en sístarfandi, jafn-
framt því að sjá um stórt heimili
vann hún ávallt utan heimilis. Móðir
mín og Lauga voru yngstar níu
systkina og höfðu alla tíð mikið og
gott samband og hjálpuðust að.
Margar voru ferðirnar til Laugu á
Nesveginn og þar var alltaf gott og
gaman að koma og ekki síst að við
frændsystkinin vorum á líkum aldri
og var því oft glatt á hjalla.
Lauga var einstaklega barngóð og
fáar manneskjur, sem ég hef hitt á
lífsleiðinni, voru jafn snjallar að ná
til barna og laða þau að sér. Hún við-
hafði einstakt orðfæri, sem börn
skildu vel.
Eftir að móðir mín lést skyndilega
fyrir 10 árum reyndist Lauga mér
sérlega vel. Ég fann umhyggju
hennar fyrir mér og mínum og við
áttum mörg góð samtöl, þar sem ég
gat spurt hana um bernsku þeirra
systkina og æsku, sem ég átti eftir að
fara yfir með móður minni. Þar upp-
lifði ég hversu minni hennar var sér-
lega gott og óbrigðult. Ég fann líka
hversu vænt henni þótti um uppruna
sinn og fólkið sitt og hún gat svo
sannarlega verið stolt af dagsverki
sínu. Ég er ekki síst þakklát henni
fyrir þessi síðustu ár.
Þegar Lauga var ung dreymdi
hana draum sem hún réði þannig að
hún myndi lifa öll systkini sín. Það
reyndist rétt þrátt fyrir að Lauga
hafi átt við mikla vanheilsu að stríða
árum saman. Nú eru ákveðin kafla-
skipti. Nú er það hlutverk okkar, af-
komenda þessara dugnaðarsystkina,
að miðla áfram því sem þeim var
helgast.
Ég vil fyrir hönd dætra minna og
barnabarna þakka Laugu vináttu og
frændsemi. Ég votta börnum hennar
mína dýpstu samúð og þau geta ver-
ið þakklát fyrir að hafa átt slíka móð-
ur.
Ég minnist hennar með þökk og
virðingu.
Lilja Hilmarsdóttir.
Sigurlaug Jónsdóttir
Elsku langamma. Takk fyrir
alla prjónabangsana og púð-
ana sem þú gerðir handa
okkur.
Góða ferð upp til Guðs. Við
söknum þín.
Nína Huld og Ísak Orri.
HINSTA KVEÐJA
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
systir og amma,
SÓLVEIG RÓSA JÓNSDÓTTIR
frá Einarsstöðum,
Reykjadal,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn
15. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Bragi Árnason,
Lilja Kristín Bragadóttir, Valdemar Gísli Valdemarsson,
Guðrún Jóna Bragadóttir, Hilmar Þorvaldsson,
Anna Þóra Bragadóttir, Haraldur Kr. Ólason,
Jóhanna Bragadóttir, Sigurjón Hendriksson,
Aðalsteinn Jónsson,
Sigríður Jónsdóttir
og barnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁLFHEIÐUR ÁSTVALDARDÓTTIR,
Björk v/Freyjugötu,
Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks miðviku-
daginn 14. október.
Jarðsungið verður frá Sauðárkrókskirkju laugar-
daginn 24. október kl. 14.00.
Ástvaldur Guðmundsson,
Ólafur Helgi Jóhannsson, Alda Valgarðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku hjartans drengurinn okkar,
KRISTINN ÖRN FRIÐGEIRSSON,
Diddi,
lést laugardaginn 17. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðbjörg Erla Andrésdóttir, Friðgeir Sveinn Kristinsson,
Guðmundur Friðgeirsson, Hildur Björk Hafsteinsdóttir,
Margrét Friðgeirsdóttir,
Daníel Örn Guðmundsson,
Kári Steinn Guðmundsson.
✝
Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn og frændi,
ARON SNORRI BJARNASON,
Skeljagranda 1,
Reykjavík,
er látinn.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn
26. október kl. 13.00.
Thelma Theodórsdóttir,
Bjarni Snorrason, Bente Tönnesen,
Theodór Elmar Bjarnason, Pattra Sriyanonge,
Brynjar Orri Bjarnason,
Sigríður Bjarnadóttir,
Theodór Guðmundsson, Björk Guðmundsdóttir,
Jóhannes Snorrason, Sigrún Jónsdóttir,
Guðmundur B. Theodórsson og fjölskylda,
Hörður Theodórsson, Lára Eymundsdóttir og fjölskylda,
og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær móðir mín, amma og langamma,
LÁRA HJALTESTED,
Reynimel 44,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2 laugardaginn
10. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Sóltúni.
Þökkum hlýju og samúð.
Erla Hjaltested,
Lára Hjaltested Ragnarsdóttir,
Ragnar Hjaltested,
Svavar Hjaltested, Bára Björk Ingibergsdóttir,
Júlíana Björt Hjaltested.