Morgunblaðið - 20.10.2009, Síða 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009
Elsku mamma, ég
sakna þín svo mikið.
Loks fékkstu þína
hvíld, þú barðist eins og hetja fyrir
hverjum andardrætti. Þegar þú
kvaddir okkur var svo mikill léttir að
sjá þig losna við kvalirnar. Þó situr
söknuðurinn eftir.
Ég kom til þín á spítalann með
rauða rós, spurði þig hvort þú vildir
finna ilminn og þú svaraðir „já“ svo
skýrt og fallega. Ég bað þig um að
muna ilminn því Rósa amma biði eft-
ir þér með fullan arm af rósum. Ég
veit elsku mamma mín að þú ert á
betri stað núna og þér líður vel.
Það var alltaf svo gott að hringja í
þig þegar við vorum lasnar eða ef
mig vantaði ráð með eitthvað. Þú
kunnir alltaf öll svörin og hefur
kennt mér vel. Það kemur enginn í
þinn stað og ég veit að þótt þú sért
farin þá vakir þú alltaf yfir okkur þar
til við hittumst á ný.
Mamma mín ég man svo vel þegar
þú varst að kenna mér og vinkonum
mínum teygjutvist, öllum vinum
mínum fannst þú flottasta mamman
og öll voru þau vinir þínir rétt eins og
mínir.
Mamma mín, ég hefði ekki getað
átt Katrínu án þín. Ég hefði ekki vilj-
að hafa neinn annan en þig með mér
á fæðingardeildina og er ég þér ætíð
þakklát fyrir alla hjálpina. Þú varst
alltaf til staðar fyrir mig og þú verð-
ur ávallt til staðar í hjarta mínu.
Bráðum eru 30 ár síðan við hittumst
fyrst og allur þessi tími er mér ómet-
anlegur.
Ég man líka svo vel hvað ég þurfti
alltaf að vera nálægt þér þegar ég
var yngri, alveg sama hvar þú settist
þá settist ég við hlið þér, jafnvel þótt
það væri ekki mikið pláss þá tróð ég
mér bara, nærvera þín var svo ynd-
isleg. Mér fannst svo gaman þegar
fólk var að segja mér hvað ég ætti
fallega mömmu því það varstu svo
sannarlega. Ég hafði líka alltaf svo
gaman af því þegar þú baðst mig um
að skreyta fyrir þig eða mála þig. Þú
gerðir allt fyrir alla og varst alltaf til
staðar.
Ég hef aldrei kynnst neinni eins
og þér mamma, fallega mamma mín
sem gast gert allt; málað heilt hús,
parketlagt og alið upp fjórar dætur.
Takk fyrir allan þann tíma sem við
áttum saman elsku mamma mín. Ég
og Katrín mín þökkum guði fyrir
hvern dag sem við áttum með þér.
Mamma mín, ég sakna þín svo
mikið, það er svo erfitt að trúa því að
þú sért farin af þessari jörð. Þú átt
svo stóran sess í hjarta mínu og
minning þín mun lifa að eilífu.
Elska þig mamma mín.
Ljóð eftir Katrínu Ýri:
Elsku amma mín, þú ert mjög fal-
leg rós. Ég vildi að þú værir hjá mér.
Þú ert bestasta amman mín í
hjarta mínu. Ég skal gæta mömmu
fyrir þig. Ég elska þig amma mín.
Þín dóttir,
Rósa María
Guðjónsdóttir.
Elsku mamma mín!
Lífið verður ekki eins án þín. Þú
lifir í hjarta mínu og vakir yfir mér.
Sjáumst svo þegar ég kem til þín.
Ég elska þig!
Ingunn Lilja
Guðmundsdóttir
✝ Ingunn LiljaGuðmundsdóttir
fæddist á Selfossi 15.
september 1961. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja
5. október síðastlið-
inn.
Ingunn Lilja var
jarðsungin frá Kefla-
víkurkirkju 13. októ-
ber sl.
Sæt er heit og saklaus ást,
sárt er hana að dylja.
Eins og það er sælt að
sjást,
sárt er líka að skilja
(Páll Ólafsson.)
Þín dóttir,
Halla Karen.
Elsku mamma mín.
Nú er baráttu þinni við
krabbamein lokið. Nú
færðu að hvíla í friði og
vonandi með enga
verki lengur. Ég mun geyma allar
þær frábæru stundir sem við áttum
saman.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ég mun ávallt muna þig elsku
engillinn minn og hversu góð þú
varst mér. Vona að amma, afi og
Batti hafi öll tekið vel á móti þér.
Þín dóttir,
Jóhanna Lilja.
Elsku Ingunn, það er svo erfitt að
trúa því að þú sért farin. Þú hefur
barist af miklum krafti og sýnt svo
mikinn styrk í veikindum þínum. Við
höfum beðið um kraftaverk þér til
handa en þér hefur verið ætlað æðra
hlutverk. Minning þín mun lifa í
hjörtum okkar um ókomna tíð.
Farðu í friði, ó, barnið vort blíða,
blessi þig Drottinn og veiti þér náð.
Vægt er þeim þrautum, er varstu að
líða,
en vel sé því öllu sem eru hans ráð.
(Oddur Benediktsson)
Fráfall þitt minnir okkur á hvað
tíminn er dýrmætur og mikilvægt að
gefa sér tíma fyrir þá sem okkur
þykir vænt um. Við erum þakklát
fyrir þær dýrmætu stundir sem við
áttum öll saman í sumar en jafn-
framt sorgmædd yfir því að næst
vanti þig í hópinn.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Guðjón, Rósa María, Gyða
Kolbrún, Halla Karen, Jóhanna
Lilja, Kristín, Sigurbjörg, Hraundís
og fjölskyldur, við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð og biðjum góð-
an guð að styrkja ykkur á þessum
erfiða tíma.
Benedikt, Berglind, Tyrfingur,
Helena og fjölskyldur.
Elsku Inga okkar.
Þú varst hetja og huguð, Inga mín
hjartað úr gulli og mikilli ást.
Hélst vel um góða Guðjón, börnin þín
Guð leiði alla þá, sem í dag nú þjást.
Traust og tryggð lýsir elsku þér
trúin hjálpar, læknar og gefur.
Þakka þér fyrir, þú margt gafst mér
þakklæti í huga, þú engillinn sefur.
Guð leiði ykkur í gegnum myrkur
Guð og bænin er mikill styrkur.
Guð og trúin gullinbjarta
Guð og vonin í mannsins hjarta.
Kveðja
Katrín, Guðjartur,
Baldvin og Atli.
Kær samstarfskona okkar í
Njarðvíkurskóla er látin langt um
aldur fram. Ingunn Guðmundsdóttir
var ein af þessum hlýlegu, yfirveg-
uðu konum sem vinna verk sín af
samviskusemi og alúð. Hún vann í
mötuneyti Njarðvíkurskóla og tók að
sér afleysingar við ýmis störf í skól-
anum. Ingunn kom ávallt fram við
börnin í skólanum af ljúfmennsku og
hlýju. Hún var flink í sínu starfi og
við starfsmennirnir nutum hæfileika
hennar þegar hún framreiddi smur-
brauð af miklu listfengi fyrir okkur.
Okkur fannst hún sýna ótrúlegan
styrk þegar hún var orðin veik og
farin að ganga í gegnum erfiðar
meðferðir en vildi samt lifa lífinu og
ekki láta sjúkdóminn taka öll völd.
Hún mætti glöð og kát til vinnu þeg-
ar hún hafði þrek til og hafði samið
um það við vinnuveitanda sinn,
Skólamat, að hún mætti koma þegar
hún treysti sér til. Ingunn vildi að
samstarfsfólkinu væri ljóst hver
staða sjúkdómsins væri og bað okk-
ur að upplýsa það svo hún gæti kom-
ið án þess að þurfa að svara hverjum
og einum. Þetta lýsir styrk hennar
og ákveðni í að leyfa ekki sjúkdómn-
um að taka völdin en hún vissi af
samhygðinni og umhyggjunni sem
ríkir í starfsmannahópi skólans. Eft-
ir það kom hún af og til og afgreiddi
matinn eins og ekkert hefði ískorist
og okkur þótti vænt um að hafa hana
hjá okkur alveg fram í september
síðastliðinn.
Við erum þakklát fyrir að hafa
mátt hafa hana svona lengi hjá okkur
í skólanum þó að við vissum að hún
væri sárþjáð og væri að ganga í
gegnum mikla eldraun.
Fyrir hönd starfsfólks og nem-
enda Njarðvíkurskóla sendum við
Guðjóni, Rósu Maríu, Gyðu, Höllu
Karen, Jóhönnu, fjölskyldu Ingunn-
ar og vinum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Guð blessi minningu
Ingunnar Guðmundsdóttur.
Ásgerður Þorgeirsdóttir
og Lára Guðmundsdóttir.
Elsku amma mín, þú ert
mjög falleg rós. Ég vildi að
þú værir hjá mér. Þú ert bes-
tasta amman mín í hjarta
mínu. Ég skal gæta mömmu
fyrir þig. Ég elska þig amma
mín.
Katrín Ýr.
HINSTA KVEÐJA
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður
og afa,
ÞÓRIS BJARNASONAR,
Sóltúni 2.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar-
heimilisins Sóltúni 2.
Þráinn Viðar Þórisson, Þorbjörg Oddgeirsdóttir,
Þóra Þórisdóttir, Ólafur Már Björnsson,
Páll Þórisson
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengda-
sonur,
JOHN JESSE DEATON,
Hólagötu 3,
Njarðvík,
sem lést mánudaginn 12. október, verður jarð-
sunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn
22. október kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast
hans er bent á blóðlækningadeild Landspítalans.
Þórunn Drífa Deaton,
Kristófer Þór Deaton,
Alexandra Sól Deaton,
Einar Þórarinsson, Ragnheiður Gestsdóttir
og fjölskylda.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
stuðning við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
STEFÁNS ÁRNASONAR,
Suðurbyggð 1,
Akureyri.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Þórarinn, Sigrún, Gunnhildur, Árni, Páll og Ólöf Stefánsbörn.
✝
Guð blessi ykkur öll, vandamenn og vini,
sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför sonar okkar og bróður,
JÖKULS TANDRA ARNARSONAR,
Brávallagötu 10.
Þessi kærleikur, von og trú, sem þið eigið í Jesú
Kristi er dauðanum sterkari.
Guðmundur Örn Ragnarsson,
Jónína Lára Einarsdóttir,
Bjartmar Orri Arnarson,
Brynjar Frosti Arnarson.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
HALLA LÁRUSDÓTTIR,
Markarflöt 45,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi
fimmtudagsins 15. október.
Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni föstudaginn
23. október kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á krabbameinsdeild Landspítalans 11-E
og heimahlynningu Landspítalans í síma 543 1159.
Bolli Þór Bollason,
Jóhanna Guðmundsdóttir, Mohsen Khajeh,
Lilja Guðlaug Bolladóttir,
Lárus Bollason,
Þórunn Bolladóttir, Sigurgeir Guðlaugsson,
Ólöf Bolladóttir, Guðmundur Pálsson
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁSTA SIGRÚN ODDSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 41,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
föstudaginn 9. október, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. október kl. 13.00.
Anna Lísa Blomsterberg, Hlini Pétursson,
Kristín Blomsterberg Ahl, Bengt Ahl,
Friðrik Blomsterberg, Alda G. Jóhannesdóttir,
Sigrún Blomsterberg, Friðrik Jósafatsson,
Ellen Blomsterberg, Einar Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is