Morgunblaðið - 20.10.2009, Síða 8

Morgunblaðið - 20.10.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ALÞINGI er að gefa frá sér, sam- kvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar, réttinn til þess að takmarka ríkis- ábyrgðina. Ef leyst verður úr þessum ágreiningi leiðir það einungis til við- ræðna. Ég hlýt að spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra: Hvað réttlætir þessa kúvendingu í málinu? Hvers vegna var það skoðun hæstvirts fjár- málaráðherra og stjórnarliðanna allra í sumar að slík niðurstaða hlyti að leiða til þess að Alþingi hlyti að takmarka ábyrgð sína en núna á ein- ungis að setjast yfir tebolla?“ spurði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, í upphafi umræðna um Icesave-samkomulagið á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra vísaði þessu á bug og sagði Alþingi enn hafa tækifæri til að leita réttar síns í málinu. Sá lagalegi fyr- irvari héldi að Ísland hefði ekki fyr- irfram viðurkennt að greiðsluskyldan væri ótvíræð í málinu. Lagaleg staða orðin sterkari Þvert á túlkun Bjarna væri staða hins lagalega áskilnaðar, eins og Steingrímur orðaði það, nú sterkari. Spurði Bjarni þá hvers vegna stjórnin hefði skrifað undir sam- komulag sem þýddi að íslensk stjórn- völd yrðu að una niðurstöðu í mögu- legu dómsmáli vegna greiðsluskyld- unnar, ef til málaferla kæmi síðar. Möguleikinn á að taka málið upp fyrir dómstólum væri einskis virði ef það hefði engar aðrar afleiðingar en þær að samningsaðilar ræddu málin. Steingrímur svaraði því þá til að Alþingi hefði löggjafarvald og ýmis úrræði til að vinna málstað sínum gagn. Því hefði ekkert framsal vald- heimilda farið fram í þeim efnum. Fyrirvörunum var hafnað Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, vék að Icesave-samkomu- laginu með þeim orðum að fyrir- vörunum sem Alþingi hefði barist fyrir í þrjá mánuði væri hafnað. Viðsemjendur Íslendinga hefðu „blygðunarlaust“ viðurkennt að nú væri í lagi að semja um framhald efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, eftir að Icesave væri úr vegi. Ásakanir um kúvendingu  Formaður Sjálfstæðisflokksins sakar stjórnina um að veikja stöðuna í Icesave- málinu  Fjármálaráðherra vísar þessu á bug  Vaxtagreiðslurnar taldar þungar Bjarni Benediktsson Steingrímur J. Sigfússon ÞAÐ getur tekið á að sitja í þingsölum Alþingis, sérstaklega á mánudögum þegar ný vinnuvika hefur göngu sína. Þeir virkuðu að minnsta kosti þreytulegir þing- mennirnir Atli Gíslason, Sigmundur Ernir Rún- arsson og Tryggvi Þór Herbertsson. Umræðuefnin voru þó ekki af syfjulegra taginu: Tekist var á um Icesave-samkomulagið og sam- vinnuna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. MÁNUDAGAR TIL MÆÐU Morgunblaðið/Golli Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Í GÆR kynnti ríkisstjórnin áform sín um fullkomna uppgjöf og í raun niðurlægingu vegna hins margumtala Icesave-máls [...] Þau sögulegu tíð- indi, sem í raun ættu að vera heims- frétt, urðu samhliða þessu, að op- inberlega var viðurkennt af hálfu Íslendinga sem og Breta og Hollend- inga að þessar þjóðir hefðu staðið í vegi fyrir því að Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn, alþjóðastofnun sem Ís- lendingar voru stofnaðilar að, myndi ekki lána okkur peninga nema við gengjum að þessum nauðungarsamn- ingum sem ríkisstjórnin ætlar nú að taka þátt í að þröngva upp á Íslend- inga. Þetta eru mikilvæg tíðindi.“ Svo hóf Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsóknar- flokksins, mál sitt í framsöguræðu um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á Al- þingi í gær og vék þar að lendingunni í Icesave-málinu á sunnudag. Hart var tekist á um samstarfið við sjóðinn í þingumræðum í kjölfarið en fram kom í máli Magnúsar Orra Schram, þingmanns Samfylking- arinnar, að opinberir aðilar þyrftu að greiða niður lán fyrir um 1.000 millj- arða í erlendri mynt. Sigmundur Davíð sagði upphæðina nýmæli en Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tók undir með Magnúsi er hann sagði þjóðarbúið þurfa að geta staðið undir stórum gjalddögum, sérstaklega á árunum 2011 og 2012. Játning ríkjanna sögð heimsfrétt „VERT er að taka fram að okkur ber að reyna með öllum ráðum að halda uppi atvinnustigi í landinu. Í ljósi þess langar mig að spyrja hæstvirtan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvort hann geti beitt einhverjum ráðum til þess að auka fiskvinnslu hér í landinu,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í fyrirspurn til Jóns Bjarnasonar ráðherra. Jón sagði í svari sínu að útflutn- ingur á óunnum fiski í gámi hefði verið til skoðunar hjá ráðuneytinu í sumar. Magnið hefði aukist hin síð- ari ár og væri nú á milli 50.000 og 60.000 tonn af botnfiskafla. Eftir að heimildir til ýsuveiða hefðu verið minnkaðar hefði samkeppnin um ýsuaflann harðnað. Fiskvinnslan verði heima Hollráð gegn innbrotum oryggi.is Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim! Setjið öryggiskerfi ávallt á vörð Jafnvel þó heimilið sé einungis yfirgefið í skamma stund. Setjið öryggiskerfi á „næturstillingu“ þegar fjölskyldan fer að sofa. Fleiri hollráð gegn innbrotum er að finna á oryggi.is P IP A R • S ÍA • 9 1 3 4 0 FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Íslands, Bretlands og Hollands segja í sam- eiginlegri yfirlýsingu að sá agi sem beita þurfi í fjárlögum Íslands í kjöl- far samþykktar Íslands á lánafyr- irkomulagi vegna Icesave verði ís- lensku þjóðinni ekki auðveldur. Mikilvægt skref Ráðherrarnir lýsa yfir stuðningi við árangursríka endurskoðun Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins í samræmi við þær ákvarðanir sem teknar voru í nóvember í fyrra á grundvelli vilja- yfirlýsingar Íslands. Þeir ganga út frá því að lausn Icesave-málsins, ásamt fjárhagslegum stuðningi frá öðrum löndum Evrópu og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, séu mikilvægt skref í þá átt að bæta verulega stöðu Íslands á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum og aðgengi að þeim. Í yfirlýsingunni segjast ráðherr- arnir vera einhuga um að vinna sam- an á næstu mánuðum og árum. „Í því felst meðal annars að ræða að beiðni einhvers aðilanna um álitaefni sem upp kunna að koma og bregðast við þeim eftir atvikum. Aðilarnir munu starfa saman að því að veita aðstoð við endurheimt þeirra eigna Lands- bankans sem um ræðir.“ Fram kemur að með breyttum lánasamningum, hafi Bretland og Holland m.a. samþykkt efnahags- legu skilyrðin í lögum nr. 96/2009. Fjárlaga- agi verður Íslending- um erfiður Yfirlýsing þriggja fjármálaráðherraTryggvi Þór Herbertsson, sjálf-stæðismaður, tók einnig til máls og fullyrti að ef enginn hagvöxtur yrði á fyrirhuguðu uppgreiðslutímabili fyrir Ice- save, nánar tiltekið á árunum 2016-2024, myndu vaxta- greiðslur á tímabilinu nema 120 milljörðum króna en höfuðstóll- inn, um 350 milljarðar, verða sá sami þegar tímabilinu lyki. Í nýsamþykktu samkomulagi væri gert ráð fyrir að greiðslur vegna Icesave yrðu aldrei meiri en 6% af höfuðstól á ári. Samn- ingsárin þyrfti hins vegar alltaf að greiða áfallna vexti af vaxta- greiðslum af láni Breta og Hol- lendinga fyrir upphæðinni. Greiða alltaf vexti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.