Morgunblaðið - 20.10.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.10.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009 Heimsferðir bjóða vegna forfalla 4 sæti í helgar- ferð til Sevilla á Spáni 22.-26. október. Sevilla er einstaklega fögur borg, rík af sögu og stórfeng- legum byggingum, veitinga- og kaffihúsum, heillandi torgum og óendanlegu úrvali verslana. Smelltu þér í einstaka helgarferð þar sem tíminn nýtist einstalega vel, en flogið er út að morgni fimmtudags og komið heim að kvöldi mánu- dags. Fyrstur kemur fyrstur fær! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð frá kr. 79.900 Netverð á mann, m.v. gist- ingu í tvíbýli á Hotel Alcora **** með morgunverði í 4 nætur. Aukagjald fyrir einbýli kr. 20.000. Sértilboð vegna forfalla 22. október. Flugsæti báðar leiðir með sköttum kr. 69.900. Ótrúlegt tilboð - 4 sæti laus v/forfalla Sevilla 22. október frá kr. 79.900 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FYRSTU svörin við spurningum Evrópusam- bandsins (ESB) varðandi aðildarumsókn Íslands eru farin til Brüssel, að sögn Össurar Skarphéð- inssonar. Enn hefur ekki verið skipað í samninganefnd Ís- lands eða þá samningahópa sem samþykkt var á Alþingi að skipa. Össur segir það verða gert á allra næstu dögum, sem og að skipa formann nefndar- innar. „Við erum á síðustu metrunum í þessu,“ segir hann. Í þingsályktun meirihluta utanríkismálanefndar um að- ildarumsóknina segir m.a. að meginþungi málsins frá degi til dags muni hvíla á samninganefnd sem utanríkisráðherra skipar að höfðu samráði við ríkisstjórn. Einnig verði gert ráð fyrir að settir verði á fót 9-12 samningahópar um afmörkuð efnissvið samninganna. Hver hópur verði leiddur af formanni samninganefndar en auk hans sitji í hópunum margvíslegir sérfræð- ingar á hverju sviði. Síðan segir í ályktuninni, sem hefur verið veganesti utanríkisráðuneytisins eftir að Alþingi samþykkti að ganga til viðræðna við ESB: „Þessir hópar halda utan um samningaviðræð- ur, hver á sínu sviði, allt frá upphafi ferlisins til enda. Það felst m.a. í því að undirbúa svör við spurningum sambandsins, taka þátt í yfirferð yfir regluverk Íslands og ESB og undirbúa samnings- afstöðu Íslands, auk þess að taka þátt í samninga- viðræðum.“ Spurður hvort það fari saman að ekki sé búið að skipa í samninganefnd eða -hópa áður en svör við spurningum séu send til Brüssel, segir Össur það ekki eiga að hafa nein áhrif. Þegar sé búið að leita til sömu sérfræðinga innan stjórnsýslunnar og hagsmunahópa sem muni hvort eð er fara í umrædda samningahópa. „Það hefur mikil samræða og samstarf átt sér stað við stjórnsýsluna, hagsmunasamtök og fé- lagasamtök. Tekið hefur verið tillit til viðhorfa sem flestra og haft samráð við þá,“ segir Össur og bendir á að spurningalisti ESB krefjist þess fyrst og fremst að lýst sé staðreyndum um landið sjálft og aðstæður hér. Segir gæði svaranna mikil Össur segir skipan samninganefndar vera á ábyrgð utanríkisráðherra. Tillaga að nefndar- mönnum muni fara fyrir sérstaka ráðherranefnd til samþykktar. Vandað hafi verið til verka og leitað til fagráðu- neyta, stjórnsýslunnar almennt og hagsmuna- hópa. Það eigi ekki að koma niður á svörunum þótt eftir sé að skipa nefndina eða tilheyrandi samningahópa þar til valinna sérfræðinga. „Vinnan við svörunina hefur gengið mjög vel og samráð við stjórnsýslu og hagsmunahópa ver- ið gott. Brugðist hefur verið við fljótt og vel og gæði svaranna mikil,“ segir Össur en öll svör Ís- lands verða birt opinberlega. Fyrstu svör farin til Brüssel  Þó að ekki sé búið að skipa samningahópa var reiknað með samráði við þá aðila við svörun á spurningum ESB  Verða hvort eð er í samningahópum, segir Össur » ESB sendi 2.500 spurningar » Birta á svörin opinberlega » Síðustu skil 16. nóvember Össur Skarphéðinsson Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is UNGAHLUTFALL hjá blesgæsum sem höfðu viðdvöl hér á landi í haust reyndist vera tæplega 15%, sam- kvæmt talningu dr. Arnórs Þ. Sigfússonar fuglafræð- ings. Þetta er svipað ungahlutfall og í fyrra. Haustin tvö þar á undan, þ.e. 2006 og 2007, var hlutfall unga ekki nema um 10%. Arnór sagði þetta gefa von um að blesgæsastofn- inn færi að hjarna við, en hann hefur átt undir högg að sækja. Blesgæsir voru alfriðaðar hér árið 2006 og við það hætti stofninn að minnka. Nokkur ár þar á undan hafði blesgæsum fækkað ár frá ári. Arnór seg- ir afkomuna verða að batna til að stofninn fari að stækka. Ekki er nákvæmlega vitað hvað hefur valdið dræmum varpárangri blesgæsanna á varpstöðvum þeirra í Grænlandi. Í febrúar síðastliðnum var hald- inn fundur sérfræðinga og fuglaáhugamanna á eynni Islay í Skotlandi. Þar eru aðalvetrarstöðvar blesgæsa í Skotlandi og eins helsingja. Á fundinum voru lögð drög að verndaráætlun fyrir blesgæsir. Drögin eru nú til umræðu í löndunum sem blesgæsirnar gista. Hér á landi halda blesgæsirnar sig aðallega í kringum Hvanneyri í Borgarfirði og á Suðurlandi. Blesgæsirnar sem koma við í Borgarfirði hafa vet- ursetu á Írlandi en þær sem stoppa á Suðurlandi halda til Skotlands til vetursetu. Arnór sagði bles- gæsirnar vera mjög vanafastar. Á Hvanneyri má t.d. sjá merktar gæsir sem halda sig í sama túninu haust eftir haust. Þessi mikla vana- festa kann að eiga sinn þátt í að blesgæsirnar eiga erfitt með að laga sig að breyttum aðstæðum. Blesgæsum hætti að fækka þegar þær voru friðaðar Ljósmynd/Arnór Þ. Sigfússon Blesgæs Gæsirnar hafa viðkomu hér á landi á leið sinni milli Bretlandseyja og varpstöðvanna í Grænlandi. Gætu átt erfitt með að laga sig að aðstæðum vegna vanafestu Ungahlutfall hjá blesgæsum 15% í haust MAGNÚS Ásgeirsson, inn- kaupastjóri eldsneytis hjá N1, segir að hækkun eldsneytisverðs í gær sé til komin vegna hækkunar heims- markaðsverðsins. Þó krónan hafi styrkst sé gengið fjarri því að vega upp hækkunina, en gera megi ráð fyrir að verðið haldist svipað næstu tvö til þrjú árin. Lítrinn af bensíni hækkaði um 5 krónur hjá Olís, N1 og Skeljungi og kostar nú 186,80 krónur í sjálfs- afgreiðslu. Lítrinn af dísilolíu hækk- aði hjá þeim um 4 krónur og kostar 184,60 krónur hjá fyrirtækjunum. Sveiflur Nokkrar sveiflur hafa verið í verð- inu að undanförnu, en í byrjun ágúst kostaði bensínlítrinn 191,80 krónur og dísilolíulítrinn 182,60 krónur. Þá sá Magnús til sólar með haustinu og hann segir að miðað við ný gögn frá samtökum olíuútflutningsríkja, OPEC, megi gera ráð fyrir að verðið haldist svipað næstu tvö til þrjú árin, þó sveiflur geti komið inn á milli. Í þessu sambandi má nefna að 14. júlí 2008 fór dísilolíulítrinn í 199,80 krón- ur. steinthor@mbl.is Spáir svipuðu verði næstu ár Breyting Bensínið hækkar enn. Eldsneytið hækkar hjá Olís, N1 og Skeljungi UPPTÖK eldsins í Lifrarsamlaginu í Vestmannaeyjum eru enn ókunn og ekkert útilokað í því sambandi. Rannsóknin leiddi í ljós að elds- upptökin voru í því rými þar sem verkstæðið er og kaldhreinsun á lýsi fer fram. Hins vegar var ekki hægt að finna út hvernig eldurinn kvikn- aði þar sem vettvangurinn var nán- ast brunninn til ösku. Vettvangs- rannsókn fór fram á föstudag og naut lögreglan í Vestmannaeyjum aðstoðar tæknideildar lögreglustjór- ans á höfuðborgarsvæðinu. Vettvangurinn brann til ösku 13 ÁRA piltur hefur viðurkennt hjá lögreglu að vera valdur að íkveikju í húsi við Skólavörðustíg í Reykjavík á sunnudag. Jafnframt hefur hann játað að hafa átt þátt í íkveikju í húsi við Hverfisgötu um miðjan sept- ember síðastliðinn. Lögreglan handtók þrjá 13 ára drengi í kjölfar brunans í auðu timb- urhúsi við Skólavörðustíg og voru þeir yfirheyrðir á sunnudag og í gær. Málið verður nú sent barna- verndaryfirvöldum til úrlausnar. Ungur piltur hefur játað íkveikju

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.