Morgunblaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 18
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009 Í SÍÐUSTU viku birtist furðuleg grein í heiðurssæti á síðum Morgunblaðsins, þ.e. á leiðaraopnu blaðsins. Greinin var eftir pró- fessor Ian Buruma við Bard-háskólann í New York; skóla sem býður nemendum sínum, meðal annars, upp á kennslu í gagnrýninni hugsun. Greinin gerði mig hugsi. Eftir að hafa lesið greinina tvisvar komst ég að þeirri niðurstöðu að ég hafði ekki hugmynd um hvert höf- undur stefndi með skrifum sínum. Jafnvel fyrirsögnin var villandi. Á yfirborðinu fjallaði greinin um leik- stjórann Roman Polanski, handtöku hans í Sviss, framsalsbeiðni frá Bandaríkjunum, menningarlegan mismun Frakka og Bandaríkja- manna, sekt Polanskis og hvort hon- um bæri að taka út sína refsingu. Greinin var full af spurning- armerkjum eins og „hvað ef“, „kannski“ og „ef til vill“. Um flesta þætti þessa máls hefur verið fjallað í íslenskum fjölmiðlum. Þar á meðal á síðum Morgunblaðs- ins, þar sem blaðamennirnir Ragn- hildur Sverrisdóttir og Bjarni Ólafs- son tóku á viðfangsefninu tæpitungulaust. Óþarfi að orðlengja um það utan þess að skýrt þarf að koma fram að glæpurinn sem Pol- anski viðgekkst fyrir dómi kallaði á mildasta dóminn af því sem ákær- urnar hljóðuðu upp á. Það var gert til að hlífa fórnarlambinu æsku sinn- ar vegna, en samanlagt hefðu hinir ákæruliðirnir dugað til að koma Pol- anski bak við lás og slá í 50 ár. Það er því ekki verið að tala um smá- vægilega yfirsjón þegar mál Pol- anskis ber á góma. Því má líka bæta við að flótti hans undan réttvísinni og sjálfskipuð „útlegð“ leiddi ekkert harðræði yfir hann. Engum er vor- kunn að sitja af sér útlegð í höf- uðborg menningar og lista, París. Það sem vakti mest- an áhuga hjá mér við lestur greinarinnar var spurning sem Buruma velti upp um menning- arstig Frakka og Bandaríkjamanna. Hann spyr hvort um- burðarlyndi Frakka gagnvart glæpum, sem þekktir listamenn fremja, bendi til þess að Frakkar séu sið- menntaðri en Bandaríkjamenn og stingur jafnvel uppá að embætt- ismenn og fjölmiðlar í Bandaríkj- unum leggist í lýðskrum þegar mál fræga fólkins ber þar á góma. Pol- anski gæti hugsanlega goldið þess. Það felst ákveðin ögrun í þessum vangaveltum og dæmin sem Buruma tekur um siðvitund og af- leiðingar dómaframkvæmda meðal þessara þjóða ýta undir það. Dæmi Buruma um franskan smá- krimma sem gat sér frægð sem „ut- angarðsrithöfundur“ á síðustu öld getur ekki talist samanburðarhæft við nauðgun 13 ára stúlkubarns. Það er einmitt mælikvarði siðmenningar Vesturlanda að börn eru með lögum varin gegn annarlegum hvötum manna á borð við Polanski. Lista- spírurnar sem skrifuðu nöfn sín á lausnarbeiðni Polanskis hafa gert sig brotlegar við þessa grundvall- arsiðareglu vestræns samfélags. Í umfjöllun Buruma eru aðeins til- tekin nöfn frægra evrópskra leik- stjóra og með því gefið í skyn að við- horf Frakka séu evrópsk viðhorf. Í raun eru þetta hvorki evrópsk við- horf né vestræn. Nálgast frekar að vera fagfélagsleg viðhorf, enda hafa bandarískir leikarar og leikstjórar tekið fullan þátt í undirskriftasöfn- uninni. Dálítið svona eins og að halda með sínu liði í boltanum. Þó er enn að finna innan þeirra raða fólk sem stendur af sér þrýstinginn; fólk sem skynjar samhengi hlutanna. Leikstjóranum Luc Besson var boð- ið að skrifa nafn sitt á bænaskjal til frelsunar Polanski. Hann hafnaði því með þeim rökum að sjálfur ætti hann 13 ára dóttur og yrði hún fyrir slíku ofbeldi myndu 30 ár ekki duga til að afmá minninguna um það. Og hvernig á líka foreldri 13 ára barns að réttlætt fyrir barninu sínu að vegna frægðar geti útvalinn hópur einstaklinga komist upp með níð- ingsverk vegna þess að heimurinn stendur í þakkarskuld við framlag þeirra til listarinnar. Ef þú kennir barninu þínu að ákveðinn verknaður sé glæpur gengur ekki að setja hornklofa utan um einstaka ger- endur. Til að færa þessa umræðu enn nær okkur má minna á að þessa dag- ana er sjónvarpið að birta viðvaranir til foreldra um að vakta netnotkun barna sinna; úti í myrkrinu bíða alls kyns öfuguggar eftir sakleysingjum sem gæta ekki að sér. Það fer vel á því að skilaboðin sem send eru út í samfélagið séu þá skýr svo framtíð barnanna breytist ekki í martröð. Viðbrögð mín við grein Buruma má taka sem viðurkenningu þess að Bard-hálskólinn standi undir mark- miði sínu að vekja til umhugsunar. Greinin, staðsetning hennar í blaðinu og innihald sýna hins vegar að nýir tímar hafa haldið innreið sína á Morgunblaðið. Pólitískri rétt- hugsun hefur verið vikið til hliðar. Lesendum er ekki lengur boðið uppá „réttan“ skilning heldur gefinn kostur á að íhuga fréttaefnið og leggja sitt eigið mat undir í um- ræðunni. Það líkar mér. Roman Polanski í ljósi siðmenningar Eftir Ragnhildi Kolka » Grein í Morgun- blaðinu vakti mig til umhugsunar um viðhorf til siðferðilegra spurn- inga og meðhöndlun fréttaefnis. Ragnhildur Kolka Höfundur er lífeindafræðingur. NÚ HEFUR ríkis- stjórnin birt fjárlaga- frumvarpið fyrir næsta ár og innihald þess kemur ekki á óvart. Þeim aðilum sem stóðu að gerð stöð- ugleikasáttmálans síðast- liðið sumar, aðilum vinnu- markaðarins, ríkis- stjórninni og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, var öllum ljóst að fram- undan væru sársaukafullar aðgerð- ir sem ekki yrði undan vikist. Í stöð- ugleikasáttmálanum voru lagðar línur um hvernig tekið yrði á breyt- ingum í rekstri ríkisins þannig að grunnstoðir samfélagsins og vinnu- markaðarins yrðu fyrir sem minnst- um skaða. Fyrirheit voru gefin um að laun hinna tekjulægstu yrðu var- in. Hallinn á ríkissjóði er gríð- arlegur. Niðurskurður og skatta- hækkanir eru nú boðaðar ásamt ýmsum öðrum aðgerðum. Mark- miðið er að ná að greiða niður for- dæmalausan halla á ríkissjóði. Þetta á að gerast á 3-4 árum. Þetta á að gera með þeim hætti að auka á byrðar almennings með áður óþekktum hætti. Stöðugleikasáttmálinn Það er ekkert launungarmál að við opinberir starfsmenn héldum því sjónarmiði á lofti við gerð stöðugleikasáttmálans að rík- isstjórnin yrði að auka skatttekjur sínar til að ná niður gríðarlegum fjár- lagahalla. Af tvennu illu yrði að ná í meiri tekjur til handa ríkissjóði frekar en að skera niður velferð- arkerfið og ganga svo nærri grunn- stoðum samfélags- ins – almannaþjón- ustunni í heild – að skaðinn yrði jafnvel óbætanlegur. Nið- urstaðan í viðræðum um stöðug- leikasáttmálann varð sú að skorið yrði niður um 5% hjá heilbrigðis- ráðuneytinu og félagsmálaráðu- neytinu, 7% hjá menntamálaráðu- neytinu og 10% hjá öðrum ráðu- neytum. Hins vegar var það kristaltært að sérstaklega yrði gætt að því að verja störf og kjör hinna lægst launuðu. Með þetta að mark- miði átti ríkið að gæta að velferð starfsmanna sinna, það átti að tryggja að til engra hvataaðgerða yrði gripið og eins að stjórnendur ríkisstofnana myndu ekki grípa til illa grundaðra aðgerða. Í framhaldi af sáttmálanum við aðila vinnu- markaðarins samþykkti rík- isstjórnin að yfirmenn og stjórn- endur ríkisstofnana almennt ættu að nálgast boðaðan niðurskurð í launaútgjöldum og breytingar á kjörum með mjög ákveðnum hætti. Megininntakið í ákvörðun rík- isstjórnarinnar var að ekki skyldi lækka heildarlaun undir 400 þúsund krónum á mánuði. Fyrirheitin svikin Nú er að koma í ljós að for- stöðumenn ýmissa ríkisstofnana ætla ekki að fara eftir stöðug- leikasáttmálanum og hunsa þar með ákvarðanir og fyrirmæli ríkisstjórn- arinnar. Í yfirlýsingu stjórnarinnar frá því í sumar sagði: „Hjá þeim ríkisstarfsmönnum sem hafa heildarlaun umfram 400.000 krónur á mánuði skal í sam- ráði við viðkomandi ráðuneyti og stofnanir yfirfara samsetningu heildarlauna og vinnufyrirkomulag með það að markmiði að laun þeirra sem mest bera úr býtum lækki hlut- fallslega meira en þeirra sem lægri laun hafa. Við yfirferð af þessu tagi skal tekið tillit til þess niðurskurðar sem þegar hefur átt sér stað innan ráðuneyta og stofnana.“ Félögin innan BSRB fögnuðu þessari sam- þykkt ríkisstjórnarinnar þar sem af- dráttarlaust var kveðið á um hvern- ig fara ætti í sparnaðaraðgerðir. Stjórnendur sumra ríkisstofnana hafa aftur á móti ekki tekið mark á Kjararýrnun og uppsagnir Eftir Árni Stefán Jónsson »Nú er að koma í ljós að forstöðumenn ýmissa ríkisstofnana ætla ekki að fara eftir stöðugleikasáttmál- anum og hunsa þar með ákvarðanir og fyrirmæli ríkisstjórnarinnar. Árni Stefán Jónsson – meira fyrir áskrifendur Jólahlaðborð Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Meðal efnis verður : Jólahlaðborð á veitingahúsum. Hvað er annað í boði en jólahlaðborð. Jólahlaðborð heima skemmtilegar uppskriftir. Fallega skreytt jólahlaðborð. Tónleikar og aðrar uppákomur. Ásamt mörgu öðru spennandi efni. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 26. október. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsi- legt sérblað um jólahlaðborð 30. október. Fjöldinn allur af veitingahúsum bjóða upp á jólahlaðborð og sérrétti á aðventunni og mikið í boði fyrir þá sem vilja gera sér glaðan dag á þessum skemmtilega tíma ársins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.