Morgunblaðið - 20.10.2009, Page 22

Morgunblaðið - 20.10.2009, Page 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009 Æskuvinur minn, Þorvaldur Ásgeirsson, dó langt fyrir aldur fram föstudaginn 2. október. Við höfum verið vinir í hartnær fimmtíu ár frá því að við kynntumst í fyrsta bekk gagn- fræðadeildar Miðbæjarskóla. Við vor- um þar fjórir vinir sem höfum haldið vinskap okkar allan þennan tíma, að- allega fyrir tilstuðlan Þorvaldar, sem alltaf hefur verið sérstaklega traustur og ræktarlegur vinur. Meðal annars stóð hann fyrir mánaðarlegum spila- kvöldum um langt árabil. Við Þorvaldur reyndum snemma fyrir okkur í fyrirtækjarekstri. Meðal annars stofnuðum við sextán ára gamlir fyrirtæki sem framleiddi og seldi hátísku herrabindi og höfuðskýl- ur fyrir stúlkur og seldum í verslanir Þorvaldur Ásgeirsson ✝ Þorvaldur Ás-geirsson fæddist í Reykjavík 1. janúar 1948. Hann andaðist 2. október sl. og fór útför hans fram í kyrrþey. um allt land. Við sáum um efniskaup og að sníða vörurnar og réð- um svo saumakonur í sauminn. Þetta gekk bærilega hjá okkur. Annað fyrirtæki stofn- uðum við á svipuðum tíma sem annaðist þak- málun á húsum, oft við stórhættulegar aðstæð- ur. Við högnuðumst vel á þessu enda voru skatt- ar og önnur opinber gjöld ekki að þvælast fyrir okkur. Hagnaðurinn varð þó ekki mosavaxinn í vösum okkar. Þor- valdur fór í Tækniskólann og útskrif- aðist sem byggingatæknifræðingur og starfaði við byggingariðnaðinn alla ævi sína bæði sem framkvæmdaaðili og eins við byggingaeftirlit. Hann byggði fjölda húsa fyrir eigin reikning en það verk sem hæst rís og mun halda uppi orðstír hans sem vandaðs hönnuðar og byggingarstjóra er að sjálfsögðu verslunarmiðstöðin Fjörð- ur í Hafnarfirði. Hann stóð þar vakt- ina af samviskusemi og ótrúlegum dugnaði og leysti úr fjölda bygginga- fræðilegra vandamála á degi hverjum. Leiða má líkur að því að hann hafi yf- irkeyrt sig þar á vinnu við mjög erf- iðar aðstæður þar sem öll spjót stóðu á honum. Þorvaldur hafði alla hæfileika sem prýða best þá sem fást við bygging- arframkvæmdir. Hann var mjög góð- um gáfum gæddur og hafði fádæma gott verksvit. Hann var afburða snöggur að greina þau vandamál, sem upp komu og fljótur að finna traustar og hagkvæmar lausnir. Þegar hann var búinn að sjá leiðina sem best var að fara var hann fastur fyrir og hélt ákveðinn áfram í átt að lokamarkmiði. Hann kvæntist snemma Áslaugu konu sinni og þau eignuðust þrjú börn Sturlu, Tinnu og Hrafn, auk þess gekk hann Rakel, dóttur Áslaugar, í föður stað. Þau Áslaug voru mjög samhent við að búa börnum sínum kærleiksríkt og gott heimili. Hann var afar stoltur af börnum sínum og öllu því sem þau gerðu og talaði mikið um þau og eins var það með barnabörnin tvö. Því miður hallaði mjög undan fæti hjá Þorvaldi á síðustu árum þegar sjúkdómur hans tók völdin. Ég kveð minn gamla vin með þungu hjarta og bið þess að ástvinir hans varðveiti góðu minningarnar um hann. Við vinirnir munum gera það. Helgi Baldursson. Kveðja frá nemendum í MPHEx við H.R. Fyrir rúmu ári síðan settumst við á skólabekk til að takast á við nýja teg- und meistaranáms í lýðheilsu- og for- ystufræðum við Háskólann í Reykja- vík. Þegar bryddað er upp á nýjung af þessu tagi þarf traustan lærimeist- ara. Hann fengum við í Guðjóni Magnússyni. Viska hans og þekking var djúpstæð og höfum við fengið að njóta ríkulega af. Um það hvað prýða mætti góðan stjórnanda sagði hann að í hnotskurn þyrfti sá að „hafa áhuga á fólki“. Í þeim efnum var Guð- jón einstök fyrirmynd og til hinsta dags var hann í stöðugu sambandi jafnt við okkur nemendur sína sem ráðamenn í heilbrigðismálum og áhrifafólk í lýðheilsu úti í heimi. Hann var ötull talsmaður úrbóta í heilbrigð- ismálum í víðasta skilningi. Skoðanir sínar setti hann fram með skýrum og rökvísum hætti og með hag með- bræðra sinna að leiðarljósi. Því er fráfall Guðjóns mikill missir, ekki að- eins okkar og Háskólans í Reykjavík heldur ekki síður fyrir íslenskt og al- þjóðlegt heilbrigðisstarf. Við munum sárlega sakna Guðjóns og minnast hans með þakklæti og hlýjum huga. Honum til heiðurs vilj- um við leitast við að halda uppi merk- inu og starfa í þágu heilsu og heil- brigðis. Fjölskyldu hans vottum við innilega samúð okkar. F.h. nemenda í MPHEx, Jón Baldursson. Samstarfsmaður til margra ára, Guðjón Magnússon, er látinn, langt fyrir aldur fram. Guðjóni kynntist ég fyrst í Stokkhólmi á áttunda áratugn- um. Hann var þar í námi. Nokkrum árum síðar var Guðjón skipaður að- stoðarlandlæknir og hafði þá lokið doktorsprófi í félagslækningum. Hófst þá samvinna sem varði um 15 ára skeið og aldrei bar skugga á. Milli landlæknisembættis og heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytis er og þarf að vera mikil samvinna. Það samstarf var alltaf gott meðan ég var ráðuneytisstjóri, en aldrei var það betra en um eins árs skeið þegar Guðjón var settur landlæknir. Á þessum árum unnum við Guðjón náið saman, m.a. í fjölmörgum nefndum þar sem hann kom að sem fulltrúi landlæknisembættisins. Vil ég sér- staklega nefna nefnd sem samdi fyrstu íslensku heilbrigðisáætlunina. Einnig var Guðjón á þessu tímabili formaður landsnefndar um alnæmis- varnir. Nefndin vann mikið og þarft starf undir hans forystu. Sumarið 1990 hafði embætti stað- gengils ráðuneytisstjóra verið ómannað um eins árs skeið. Ráðherra skýrði mér frá því að hann hefði boðið Guðjóni embættið. Guðjón setti ýmis skilyrði fyrir því að taka embættið að sér, skilyrði sem mér fannst óað- gengileg fyrir ráðuneytið. Skýrði ég ráðherra frá þeirri skoðun minni. Ráðherra gekk að skilyrðum Guð- jóns. Næstu fimm árin varð samvinna Guðjón Magnússon ✝ Guðjón Magn-ússon fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1944. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu í Kaupmanna- höfn 4. október sl. og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 15. október. Meira: mbl.is/minningar okkar því enn nánari og meiri en áður og stóð þar til ég lét af embætti í árslok 1995. Samstarf okkar Guðjóns var sem fyrr prýðilegt og unnum við saman að fjölmörgum framfaramálum á sviði heilbrigðisþjónustu. Meðal þeirra var upp- byggingin að Sogni. Guðjón vann á þessum árum einnig að marg- víslegum málum er lutu að breytingum á skipulagi heilbrigðiskerfisins s.s. til- raunum til að koma aftur á tilvísana- skyldu og niðurlagningu starfsemi Heilsuverndarstöðvarinnar. Við starfslok mín sótti Guðjón um embætti ráðuneytisstjóra. Ég taldi Guðjón í hópi þeirra umsækjanda sem helst kæmu til greina í embættið og sjálfkjörinn ef ráðherra vildi að áfram væri læknismenntaður maður ráðuneytisstjóri. Svo fór að ráðherra valdi annan í embættið. Ég taldi sjálf- gefið að Guðjón yrði skipaður land- læknir þegar það embætti losnaði nokkrum árum seinna. Ég tel að Guð- jón hafi tvímælalaust verið hæfastur þeirra sem um það embætti sóttu. Aftur fór svo að ráðherra skipaði ann- an. Guðjón hvarf þá til starfa á er- lendum vettvangi og sinnti þeim af- bragðsvel. Hann var um árabil rektor við Norræna heilsuverndarháskól- ann í Gautaborg. Síðan réð hann sig til forystustarfa við Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinn- ar í Kaupmannahöfn. Í þessum störf- um gat Guðjón sér gott orð sem af- bragðsstarfsmaður, ötull og fylginn sér, eins og vænta mátti. Guðjón var mikill metnaðarmaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann bar hag íslenskrar heilbrigðis- þjónustu mjög fyrir brjósti og vann mestan hluta starfsævi sínar í hennar þágu. Að leiðarlokum sendum við Guð- rún hugheilar samúðarkveðjur til Sigrúnar, sonanna og fjölskyldna þeirra. Blessuð sé minning Guðjóns Magnússonar. Páll Sigurðsson. Mig setti hljóðan er ég fékk þær sorgarfréttir að einn besti vinur okk- ar hjóna, Guðjón Magnússon, hefði orðið bráðkvaddur í Kaupmannahöfn þá fyrr um daginn. Þessi fregn kom eins og þruma úr heiðskýru lofti þar sem stutt er síðan við vorum í góðu yfirlæti hjá þeim Sigrúnu í Garða- bænum og höfðum ráðgert að hittast aftur í október. Við Guðjón vorum samstúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík, hófum samtímis lækna- nám við Háskóla Íslands og vorum þátttakendur í félagsstarfi Vöku fé- lagi lýðræðissinnaðra stúdenta. Leið- ir okkar lágu aftur saman við sérnám í Stokkhólmi og stofnuðum þá ásamt öðrum Félag íslenskra lækna í Sví- þjóð. Á Stokkhólmsárunum myndaðist sterkt vináttuband milli fjölskyldna okkar sem hafa haldið æ síðan. Eftir störf hjá landlækni og heilbrigðis- ráðuneyti hér heima tók Guðjón við starfi rektors við Norræna heilbrigð- isháskólann í Gautaborg. Ég dvaldi þar af og til á þessum árum og það gladdi mig og aðra íslenska náms- menn hvað nemendur og starfsfólk gáfu Guðjóni gott orð sem stjórnanda og kennara. Guðjón bjó á þessum ár- um í fjarbúð frá eiginkonu sinni Sig- rúnu og eyddum við því töluverðum tíma saman. Kynntist ég þá vel hversu skipulagður hann var í starfi, vinnusamur, ráðagóður og fróður um sitt sérsvið og málefni líðandi stund- ar. Eftir veru sína í Gautaborg starf- aði hann sem framkvæmdastjóri við Evrópudeild WHO í Kaupmannahöfn og kom ég þar af og til, að hans beiðni, sem ráðgjafi varðandi skipu- lega leghálskrabbameinsleit. Mér er því vel kunnugt um að hans var þar sárt saknað er hann hætti störfum vegna aldurstakmarka WHO. Vegna starfa sinna fyrir WHO þurfti hann að ferðast mikið innan og utan Evr- ópu. Ég nefndi stundum við hann að öll þessi ferðalög, vinnufundir og skýrslugerðir hlytu að taka á hann en hann gerði lítið úr enda sagðist hann nú hafa Sigrúnu sína sér við hlið sem væri ólíkt betra en þegar hann var einn í Gautaborg. Eftir að Guðjón hætti störfum fyrir WHO taldi ég að nú myndi hann slaka á en það var öðru nær. Fyrr en varði var hann búinn að taka að sér prófessorsstöðu við Háskólann í Reykjavík, ráðgjafastörf fyrir ýmsa innlenda og erlenda aðila, auk stöðu stjórnarformanns við sinn gamla skóla í Gautaborg. Þau hjón bjuggu því á víxl í Garðabæ og Kaupmanna- höfn þaðan sem Guðjón fór reglulega á vinnufundi utan Danmerkur. Guðjón mat konu sína mikils og bar aldrei skugga á samband þeirra öll þau ár sem við áttum samleið. Synir þeirra, Arnar Þór og tvíburarnir Heiðar Már og Halldór Fannar, eru á líkum aldri og Vilborg dóttir okkar hjóna og fylgdumst við gagnkvæmt með uppvexti og þroskaferli barnanna. Velferð sona og fjöl- skyldna þeirra var honum hugleikin en um leið var hann áhugasamur um hag dóttur minnar og fjölskyldu hennar. Það er erfitt að sætta sig við að samverustundir okkar verði ekki fleiri, stundir þar sem við með gagn- kvæmu trausti ræddum og krufðum svo margt til mergjar. Kæri vinur. Við Sigrún söknum þín sárt og biðjum drottinn að blessa Sig- rúnu þína og fjölskyldu á þeim tíma saknaðar sem framundan er. Kristján Sigurðsson. Guðjón Magnússon var skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu og staðgengill ráðuneytisstjóra þegar ég kom til verka sem ráðherra heilbrigð- ismála árið 1991. Miklir efnahagserf- iðleikar steðjuðu þá að þjóðinni; at- vinnuleysi og tekjufall bæði heimila og ríkissjóðs. Þá eins og nú var sá einn nauðugur kostur að grípa til að- gerða í ríkisfjármálum þó vandinn nú sé til muna meiri og þeim mun alvar- legri krafan um samdrátt í útgjöldum hins opinbera. Þær aðgerðir, sem gripið var til árið 1991 og næstu ár á eftir, voru ekki auðveldar né vinsæl- ar; síst þær aðgerðir, sem grípa þurfti til vegna nauðsyn samdráttar útgjalda til heilbrigðismála. Sumar þeirra voru síst að skapi eða gerðar með stuðningi heilbrigðistéttanna. Heilbrigðismenntað fólk í ráðuneyt- inu var oft sömu skoðunar og starfs- systkini utan ráðuneytisins en vann engu að síður ötullega og af trú- mennsku að þeim verkum, sem því voru þar falin. Einn þessara starfs- manna var Guðjón Magnússon, sem fljótlega varð einn þeirra, sem ég treysti mest á sakir þekkingar hans, dugnaðar og ósérhlífni. Ég lærði fljótt að meta mannkosti Guðjóns, skaplyndi hans, trúmennsku í starfi og einstaka hæfni til þess að leysa vandamál. Nú – þegar bráðum tutt- ugu ár eru liðin frá þessum tíma – hefur reynslan orðið sú, að nánast ekkert af því, sem við beittum okkur fyrir í heilbrigðismálum árin eftir 1991, hefur verið látið ganga til baka þrátt fyrir hina hörðu gagnrýni og það eina, sem hörfað var með og máli skiptir, virðist nú aftur vera komið á dagskrá tuttugu árum síðar, meira að segja stutt af þeim, sem mest beittu sér gegn slíkri lausn þegar við Guð- jón unnum að henni saman. Eftir að samstarfi okkar í ráðu- neytinu lauk skildum við að skiptum enda lá fyrir Guðjóni að starfa á er- lendum vettvangi um ára bil. Kunn- ingsskap okkar héldum við engu að síður og tókum gjarna tal saman ef og þegar við hittumst. Fyrir rösku einu ári lágu leiðirnar saman aftur. Guð- jón tók þá að sér ásamt dr. Geir Gunnlaugssyni verkefni við skipu- lagningu og uppbyggingu heilbrigð- ismála við Apaflóa í Malaví, sem Þró- unarsamvinnustofnun Íslands hefur unnið að í rösk níu ár og hefur nú ný- verið samið um við lýðheilsudeild Há- skólans í Reykjavík að við deildin sinnti sem ráðgjafi stofnunarinnar. Geir var gamall og reyndur ráðgjafi ÞSSÍ en Guðjón nýr. Þeir tvímenn- ingar voru einstaklega samstilltir og góðir samstarfsmenn og í ljós kom nú sem jafnan áður að Guðjón var ein- staklega hæfur til þess að leysa vandamál, að greina kjarnann frá hisminu og finna farsæla lausn. Við hjá ÞSSÍ hugðum því gott til sam- starfs við Guðjón og mátum hann mikils. Nú er Guðjón látinn langt fyrir ald- ur fram. Þróunarsamvinnustofnun Íslands missti þar góðan liðsmann, heilráðan, sanngjarnan og traustan. Fyrir hönd minnar stofnunar og starfsmanna hennar, svo og í eigin nafni, sendi ég eiginkonu Guðjóns, börnum og öðrum ættingjum einlæg- ar samúðarkveðjur. Góður maður er genginn. Sighvatur Björgvinsson, frkvstj. Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands. Þegar litið er yfir hvernig líf okkar og Guðjóns hefur verið samofið í nær þrjátíu ár kemur upp í hugann mynd af einstaklega fallegri og sterkri ábreiðu. Meginþræðirnir í þeim vefn- aði eru yfirgripsmikil þekking hans og hæfni hans til að miðla af sér, traust, umhyggja og einlæg vinátta. Ábreiðuna skreyta glitrandi steinar vináttu Sigrúnar, marglitir þræðir sonanna og tengdadætra og átta silf- urþræðir sem gætu táknað barna- börnin og lyfta upp litum ábreiðunn- ar. Leiðir okkar og Guðjóns lágu sam- an á margvíslegum vettvangi. Kynni okkar hófust þegar hann var leiðbein- andi við meistaraverkefni Vilborgar í lýðheilsufræðum. Það samstarf var rétt að byrja þegar hann, sem starf- andi landlæknir, bauð henni starf sem hjúkrunarfræðingur við Land- læknisembættið. Öll þau ár sem Guð- jón var rektor Norræna lýðheilsuhá- skólans sat Vilborg í stjórn skólans og þegar hún hætti þar í stjórn á síð- asta ári tók Guðjón við þeim kyndli. Þegar hann kom til starfa hjá Al- þjóðaheilbrigðismálastofnuninni var Vilborg þar við störf. Og aðeins nokkrum dögum áður en Guðjón lést hélt hann fyrirlestur á námskeiði sem Leifur hefur umsjón með við lækna- deild Háskóla Íslands. Þetta eru nokkrir þræðir af mörgum í faglegu samstarfi okkar og Guðjóns. Guðjón hugsaði stórt og var víð- sýnn, og einlægur áhugi hans á mannúðarmálum hafði sterk áhrif á störf hans í þágu heilbrigðis og heil- brigðisþjónustu. Hann var fljótur að greina aðalatriði frá aukaatriðum og hafði einstaka hæfileika að setja mál sitt fram með skýrum og greinargóð- um hætti. Hann var framsýnn og vildi vinna að framþróun í öllum þeim verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var Íslandi til sóma hvar sem hann fór. Upp úr faglegu samstarfi okkar myndaðist einlæg vinátta. Margir þræðir ábreiðunnar urðu til utan vinnu, við stór eða lítil tilefni, innanlands og erlendis, við bara tvö, þrjú, fjögur eða í miklu fjöl- menni. Grunnþræðir hennar styrkt- ust líka þegar Heiðar Már og Sigríð- ur Sól systurdóttir Vilborgar ákváðu að feta lífsgönguna saman. Guðjón var mikill fjölskyldumaður og Sigrún var hans besti vinur og akkerið í lífi hans. Arnar Þór, Halldór Fannar, Heiðar Már og fjölskyldur þeirra skiptu Guðjón gríðarlega miklu máli. Þau voru honum öll svo mikils virði og jafn elskuð af honum. Um það ræddi hann oft. Nú notum við ábreið- una til að verma okkur við missinn sem er við fráfall hans. Við þökkum fyrir allt sem Guðjón Magnússon var okkur, og biðjum góðan Guð að blessa minningu hans. Vilborg Ingólfsdóttir og Leifur Bárðarson.  Fleiri minningargreinar um Guð- jón Magnússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                         

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.