Morgunblaðið - 20.10.2009, Side 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009
Á MORGUN, miðvikudag, kl. 16:30
ætla íbúar í Hlíðum, Holtum og
Norðurmýri að stöðva umferð á
Miklubraut um stutta stund og
vekja þar með athygli á skertum
lífsgæðum íbúa við Miklubraut
vegna svifryks- og hávaðameng-
unar. Stór borði verður strengdur
yfir götuna og verður reykgrímum
og dreifimiðum dreift til fólks í bíl-
unum sem stöðvaðir verða. Tilefnið
er samgönguþing á Kjarvalsstöðum
þennan sama dag þar sem íbúar
eiga að móta samgöngustefnuna.
Stöðva umferð
Fulltrúaráðs-
fundur Starfs-
mannafélags
Reykjavíkur-
borgar mótmælir
harðlega þeim
áformum rík-
isstjórnarinnar
að standa ekki
við þau fyrirheit
sem gefin voru í tengslum við
kjarasamninga á árinu 2008. Sam-
kvæmt þeim átti persónuafsláttur
að hækka um 7.000 kr. umfram
verðlag á næstu þremur árum. Í
samræmi við þessa yfirlýsingu
hækkaði persónuafsláttur um 2.000
kr. við síðustu áramót.
Mótmæla harðlega
sviknum loforðum
BLINDRAFÉLAGIÐ fetar nú nýjar
leiðir í sölu happdrættismiða. Allir
landsmenn á aldrinum 30-88 ára
munu fá senda miða rafrænt og
munu þeir birtast sem valkrafa í
heimabönkum þeirra. Alls eru 297
vinningar í boði; tveir bílavinningar
frá Heklu, 120 ferðavinningar frá
Heimsferðum, 75 gistivinningar frá
Fosshótelum og 100 gjafakort í
Kringluna. Dregið verður hinn 11.
desember nk.
Blindrahappdrætti
INSAFE, netverk þeirra þjóða sem
starfa að netöryggisáætlun Evr-
ópusambandsins, stendur að Evr-
ópuþingi ungmennaráða um net-
öryggi í Lúxemborg dagana 22.-23.
október nk. Undir yfirskriftinni
„YEP 2009“ munu 54 ungmenni á
aldrinum 14-17 ára frá netörygg-
ismiðstöðvum 27 landa í Evrópu
hittast og ræða málefni tengd notk-
un þeirra á netinu og nýmiðlum.
Netöryggi
Á LAUGARDAG
nk. verður
Íþróttafélagið
Glóð í Kópavogi
fimm ára. Þá
verður dagskrá
allan daginn og
hefst kl. 10:00
með kynningu á
ringói á menn-
ingarflötinni við Listasafnið. Kl.
11:00 verður ratleikur og eru
börn sérstaklega velkomin. Efnt
verður til málþings í Gullsmára
kl. 13:30 þar sem fjallað verður
um hreyfingu, fæðuval og heilsu.
Kl. 19:00 verður svo kvöldverður
og skemmtidagskrá í Gullsmára.
Allir eru velkomnir á þessa af-
mælisdagskrá og kostar 2.500
krónur inn. Nánari upplýsingar
um dagskrá hátíðarinnar eru á
www.glod.is.
Íþróttafélagið
Glóð fimm ára
STUTT
UM þessar mundir eru 100 ár
síðan skólahúsið í Múlakoti á
Síðu var tekið í notkun. Bygging
þess var hafin í framhaldi af setn-
ingu fræðslulaganna 1907, þar
sem sveitarfélögum var gert skylt
að sjá börnum á aldrinum 10-14
ára fyrir skólagöngu og fræðslu.
Skólahúsið í Múlakoti mun
vera eitt síðasta húsið sem byggt
var í kjölfar þessarar lagasetn-
ingar og stendur enn á upphaf-
legum stað í nothæfu ásigkomu-
lagi.
Sveitarstjórn Skaftárhrepps
hefur falið menningarmálanefnd
og fræðslunefnd Skaftárhrepps
að að minnast þessara tímamóta í
sögu skólahalds í hreppnum. Hafa
þær ákveðið að gera það með sam-
komu í skólahúsinu sunnudaginn 8.
nóvember nk. kl. 14. Ein öld Hundrað ár eru nú liðin frá því kennsla hófst í Múlakotsskóla á Síðu.
Múlakotsskóli á Síðu fagnar 100 ára afmæli
Í HNOTSKURN
»Skólastjórar í Múlakots-skóla voru aðeins tveir þau
um það bil 60 ár sem skóli var
starfræktur í húsinu.
»Það voru þeir ÞorlákurVigfússon, bóndi í Múla-
koti, og síðan sonur hans
Bjarni.
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Patti Húsgögn
Landsins mesta úrval af sófasettum
íslen
sk fr
amle
iðsla
SWS-8851 3+1+1
Boston-lux NICE
man-8356 3+1+1
Roma boston-lux
Tungusófar
Sófasett
Stakir sófar
Hornsófar
íslen
sk fr
amle
iðsla
íslen
sk fr
amle
iðsla
íslen
sk fr
amle
iðsla
Bonn
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
SWS horn
149.900 k
r
149.900 k
r
verð áð
ur 399.9
00 kr
P-8185
269.900 k
r
verð áð
ur 319.9
00 kr
íslen
sk fr
amle
iðsla
299.900 k
r
íslen
sk fr
amle
iðsla
verð áð
ur 469.0
00 kr
man-87-leður bogasófi