Morgunblaðið - 20.10.2009, Side 14
14 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009
TALIÐ er nú að Hamid Karzai, forseti Afganist-
ans, hafi ekki fengið tilskilið fylgi, eða meirihluta
atkvæða, til að ná kjöri í forsetakosningunum sem
fram fóru fyrir tveimur mánuðum. Óháð nefnd,
sem skipuð var til að rannsaka ásakanir um stór-
felld kosningasvik, komst að þeirri niðurstöðu að
ógilda ætti atkvæði frá 210 kjörstöðum og „ákveð-
ið hlutfall atkvæða frambjóðendanna“.
Samkvæmt kjörtölum sem birtar voru eftir
kosningarnar 20. ágúst fékk Karzai 55% at-
kvæðanna og helsti keppinautur hans, Abdullah
Abdullah, 28%. Bandarísk eftirlitsstofnun, Demo-
cracy International, sagði í gær að niðurstaða
rannsóknarnefndarinnar þýddi að ógilda ætti 1,3
milljónir atkvæða. Útreikningar stofnunarinnar
bentu til þess að Karzai hefði aðeins fengið 48,3%
atkvæðanna og ekki náð kjöri. Kjósa þyrfti því aft-
ur á milli hans og Abdullah Abdullah.
Sagður andvígur annarri umferð
Yfirkjörstjórn landsins á að tilkynna úrslit
kosninganna. Margir telja hana halla undir Karzai
en henni ber lagaleg skylda til að fara eftir nið-
urstöðum rannsóknarnefndarinnar. Ekki var ljóst
í gær hvernig Karzai myndi bregðast við úrskurði
nefndarinnar. Fréttir hermdu að hann íhugaði að
áfrýja úrskurðinum.
Karzai hefur neitað öllum ásökunum um kosn-
ingasvik og kveðst vera réttkjörinn forseti. Eft-
irlitsmenn hafa hins vegar sagt að rekja megi allt
að fjórðung greiddra atkvæða til kosningasvika.
Fréttamaður BBC í Kabúl hafði eftir heimild-
armönnum sínum að Karzai teldi að vestræn ríki
hefðu lagt á ráðin um að svipta hann kosningasigr-
inum og hann hefði hótað að hindra tilraunir til að
efna til annarrar umferðar. Bandaríkjastjórn hef-
ur sagt að hún hyggist ekki senda fleiri hermenn
til Afganistans fyrr en deilan um kosningarnar
verði leyst. bogi@mbl.is
Hamid Karzai náði ekki kjöri
Áætlað er að forsetinn hafi fengið um 48% atkvæðanna í kosningunum fyrir
tveimur mánuðum og kjósa þurfi að nýju á milli hans og helsta keppinautar hans
» Ógilda þarf 1,3 milljónir at-
kvæða vegna kosningasvika
» Karzai sagður íhuga að áfrýja
úrskurði rannsóknarnefndar
Reuters
Réttkjörinn? Hamid Karzai neitar
öllum ásökunum um kosningasvik.
KONUR í hefðbundnum klæðnaði Newar-
kvenna taka þátt í nýársgöngu í Katmandú, höf-
uðborg Nepals. Newar-menn fögnuðu nýju ári í
gær og kröfðust þess að tímatal þeirra, Nepal
Sambat, yrði notað í öllu landinu í stað tímatals
sem var tekið upp í Nepal seint á nítjándu öld.
Reuters
NÝJU ÁRI FAGNAÐ Í HÖFUÐBORG NEPALS
Moskvu. AFP. | Þegar lögreglan
stöðvaði bíl rússneska sagnfræði-
prófessorsins Míkhaíls Supruns í
síðasta mánuði bjóst hann ekki við
yfirheyrslum um rannsóknir hans á
örlögum fólks af þýskum uppruna
sem Josef Stalín lét flytja í bæi í
grennd við hafnarborgina Arkhang-
elsk í Norður-Rússlandi á árunum
1945-56.
Suprun komst að því að rann-
sóknir hans höfðu vakið athygli
rússnesku leyniþjónustunnar FSB.
Hann var fluttur í lögreglustöð og
sakaður um að hafa brotið gegn frið-
helgi einkalífsins með því að birta
upplýsingar um fólkið. Suprun segir
að þessi ásökun sé „fáránleg“.
Leyniþjónustumenn leituðu einn-
ig í íbúð sagnfræðiprófessorsins og
lögðu hald á tölvu hans og skjöl um
fórnarlömb hreinsana Stalíns og
Gúlag-fangabúðanna illræmdu.
„Allt var tekið í burtu. Allt, sem
ég ég hef unnið að síðustu 10 árin,
var í tölvunni,“ segir Suprun.
Fleiri rússneskir sagnfræðingar
óttast að þeir sem rannsaka kúgun
Stalíns verði fyrir reiði rússneskra
yfirvalda sem hafa lyft einræðis-
herranum aftur á stall með mestu
leiðtogunum í sögu Rússlands, m.a.
með því skírskota til sigurs Rússa í
síðari heimsstyrjöldinni. Þeir sem
gagnrýna söguskoðun rússneskra
stjórnvalda segja að þau hafi gengið
of langt í því að bæta ímynd Stalíns,
t.a.m. þegar þau ákváðu árið 2007 að
heimila útgáfu skólabókar þar sem
farið er lofsamlegum orðum um
„skilvirkan“ stjórnunarstíl einræðis-
herrans.
Vinsældir Stalíns virðast hafa
aukist meðal almennings í Rúss-
landi. Til að mynda varð hann í
þriðja sæti þegar áhorfendur sjón-
varpsstöðvar greiddu atkvæði í
fyrra um hver væri mesti maðurinn í
sögu Rússlands.
Veigra sér við að hjálpa
Mannréttindasamtökin Memorial
hafa einnig átt í útistöðum við rúss-
nesk yfirvöld vegna rannsókna á
glæpum Stalíns. Lögreglan réðst inn
í skrifstofu samtakanna í Sankti Pét-
ursborg í desember og lagði hald á
skjöl og tölvudiska með upplýs-
ingum sem samtökin höfðu safnað
um kúgunina á valdatíma Stalíns.
Lögreglan skilaði gögnunum eftir að
deilt hafði verið um málið fyrir rétti
og kvaðst hafa lagt hald á þau vegna
rannsóknar á „öfgastefnu“.
Irina Stsjerbakova, sagnfræð-
ingur sem hefur rannsakað Gúlagið
á vegum mannréttindasamtakanna,
segir fólk farið að veigra sér við því
að hjálpa samtökunum, einkum
starfsmenn skjalasafna þar sem
geymd eru gögn frá Stalínstím-
anum. bogi@mbl.is
Yfirvöldin amast við rann-
sóknum á glæpum Stalíns
Rússneska leyniþjónustan lagði hald á gögn sagnfræðiprófessors um kúgunina
Reuters
Vinsæll Rússnesk kona heldur á mynd af Jósef Stalín í miðborg Moskvu.
Stjarnfræðingar
tilkynntu í gær
að fundist hefðu
32 áður óþekkt-
ar reikistjörnur
utan sólkerfis
okkar.
Sumar fjar-
reikistjarnanna
eru fimm sinn-
um stærri en
jörðin, en aðrar
eru fimm til tíu
sinnum massameiri en Júpíter.
Reikistjörnurnar fundust með
mjög nákvæmum litrófsmæli sem
nefnist HARPS, en hann var fest-
ur á 3,6 metra breiðan spegilssjón-
auka evrópsku stjörnustöðv-
arinnar í La Silla í Chile.
Alls er nú vitað um meira en
400 reikistjörnur utan sólkerfis
okkar. Um fimmtungur þeirra
fannst með HARPS-litrófsmæl-
inum.
Flestar fjarreikistjarnanna eru
„gasrisar“, líkt og Júpíter, en aðr-
ar eru líkari jörðinni og með allt
að 20 sinnum meiri massa en hún.
Fundu 32 reiki-
stjörnur utan
sólkerfis okkar
Fjarreikistjarna
með sexfaldan
jarðmassa.
Tölvuglæpa-
menn hafa svikið
út hundruð millj-
óna króna með
því að fá tölvu-
notendur til að
sækja falsaðan
veiruvarnar-
hugbúnað, að því
er fréttavefur
BBC hefur eftir
sérfræðingum í
tölvuöryggismálum.
Samkvæmt upplýsingum frá hug-
búnaðarfyrirtækinu Symantec létu
43 milljónir manna glepjast af þess-
ari brellu töluglæpamanna á einu
ári, frá byrjun júlí á síðasta ári til
loka júní sl. Sérfræðingar Sym-
antec fundu meira en 250 slík forrit
sem nefnast á „scareware“ á ensku.
Forritin eru yfirleitt skaðleg þegar
þau eru sótt og glæpamennirnir
geta notað þau til að fá upplýsingar
um kreditkort tölvunotenda.
Glæpamennirnir nota oft spretti-
glugga með auglýsingu, sem lítur
út fyrir að koma frá viðurkenndu
fyrirtæki, og oft eru notaðar sömu
leturgerðir og Microsoft og fleiri
hugbúnaðarfyrirtæki nota.
Auglýsingarnar spretta upp þeg-
ar tölvunotandinn fer á milli vef-
síðna og varað er við því að öryggi
tölvunnar sé í hættu. Ef notandinn
smellir á skilaboðin er honum beint
á aðra vefsíðu þar sem hann getur
sótt veiruvarnarhugbúnað fyrir allt
að 12.000 krónur. Kaupandinn þarf
að gefa upp upplýsingar um kredit-
kort sitt og glæpamennirnir geta
síðan notað þær seinna til að svíkja
út enn meira fé.
Svíkja út fé með
veiruvarnablekkingu
Um 43 milljónir
létu glepjast.