Morgunblaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009 tilmælum stjórnvalda. Innan stofn- ana er verið að lækka laun starfs- manna sem eru með heildarlaun allt niður í 250 þúsund krónur á mánuði. Verstu dæmin um þetta eru frá Landspítala – Háskólasjúkrahúsi (LSH) og hefur heilbrigðisráðherra verið upplýstur um hvað þar er á seyði. LSH hefur gefið það op- inberlega út að sú stofnun muni ekki taka mark á samþykktum rík- isstjórnarinnar. Einnig kom athygl- isverð yfirlýsing frá forstjóra sjúkrahússins rétt eftir að fjárlögin voru lögð fram. Hann tilkynnti að það þyrfti að segja upp 400 til 500 manns! Ef svo er, þá er það í engu samræmi við stöðugleikasáttmálann og yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en þar segir: „Við útfærslu niðurskurðarins eru sett þau markmið að verja störf og lægstu laun og tryggja launajafn- rétti kynjanna. Leita skal leiða til að minnka yfirvinnu sem mest má og minnka starfshlutfall í stað upp- sagna.“ Yfirlýsing forstjóra LSH jafnast á við stríðsyfirlýsingu – ekki einungis við samtök opinberra starfsmanna heldur einnig ríkis- stjórnina. Uppsögn á 4-500 starfs- mönnum spítalans þýðir 9-10% fækkun starfsfólks. Og hvað þá um stöðugleikasáttmálann sem undirrit- aður var síðastliðið sumar? Ríkis- stjórnin þarf að huga að því hvort hún ætlar að láta einstaka forstöðu- menn ráða því hvort haft verði sam- ráð og samstarf um þau erfiðu úr- lausnarefni sem við stöndum nú frammi fyrir. Eða stendur stjórninni á sama hvort stöðugleikasáttmálinn verði kafsigldur með þessum hætti? Fyrsti varaformaður BSRB og formaður SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu. , ,MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út-gáfudaga aðsendar umræðugreinarfrá lesendum. Blaðið áskilur sér rétttil að hafna greinum, stytta texta ísamráði við höfunda og ákveða hvortgrein birtist í umræðunni, í bréfumtil blaðsins eða á vefnum mbl.is.Blaðið birtir ekki greinar, sem eruskrifaðar fyrst og fremst til aðkynna starfsemi einstakra stofnana,fyrirtækja eða samtaka eða til aðkynna viðburði, svo sem fundi ográðstefnur. InnsendikerfiðÞeir sem þurfa að senda Morg-unblaðinu greinar eru vinsamlegabeðnir að nota innsendikerfi blaðs-ins. Formið er undir liðnum „Sendainn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is.Einnig er hægt að slá inn slóðinawww.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka að- sendra greina www.knorr.is Safnaðu Knorr strikamerkjum F í t o n / S Í A f i 0 2 9 2 9 9 Þátttaka hefur farið fram úr björtustu vonum og eru gjafirnar því miður búnar. Full ástæða er þó til að senda strikamerkin sín inn því nöfn allra þátttakanda fara í pott og 30. október verður dregið um hvaða fimm heppnir safnarar fara í 100.000 króna verslunarferð í Kringlunni. Fimm heppnir safnarar fara í 100.000 kr. verslunarferð í Kringlunni! Þú færð söfnuna r- umslag ið í næs ta stórmar kaði! Fyrir hvert innsentumslag gefurÁsbjörn Ólafsson ehf.eina matvöru tilMæðrastyrksnefndar. Byrjað verður að bólusetja sjúklinga í tilgreindum forgangshópum og þungaðar konur á heilsugæslustöðvum um land allt mánudaginn 2. nóvember 2009. • Sjúklingar með tilgreinda „undirliggjandi sjúkdóma“ og þungaðar konur hafi samband við heilsugæslu næst lögheimilum sínum og panti tíma fyrir bólusetninguna. • Tekið verður á móti pöntunum frá og með fimmtudegi 22. október 2009. Gert er ráð fyrir að læknar sjúklinga með sjúkdóma samkvæmt meðfylgjandi upptalningu hvetji þá til að láta bólusetja sig og afhendi þeim sérstakt staðfestingarblað sem framvísað er við bólusetninguna. Þá geta sjúklingar, sem greindir hafa verið með sjúkdóma á listanum, einnig pantað tíma í bólusetningu þótt þeir hafi ekki fengið staðfestingarblöð. Ætla má að það taki um fjórar vikur að bólusetja nefnda hópa fólks með „undirliggjandi sjúkdóma“ og þungaðar konur á landinu öllu. Í framhaldinu verður almenningi boðin bólusetning og verður það auglýst sérstaklega í nóvember næstkomandi. Sjúklingar með eftirfarandi „undirliggjandi sjúkdóma“ eru hvattir til að láta bólusetja sig: • Hjartasjúkdóma, einkum hjartabilun, alvarlega kransæðasjúkdóma og alvarlega meðfædda hjartasjúkdóma. • Öndunarfærasjúkdóma sem þarfnast stöðugrar fyrirbyggjandi lyfjameðferðar (meðal annars astma). • Hormónasjúkdóma (insúlínháða sykursýki og barksteraskort). • Tauga- og vöðvasjúkdóma sem truflað geta öndun. • Alvarlega nýrnabilun. • Alvarlega lifrarsjúkdóma (skorpulifur). • Offitu. • Ónæmisbælandi sjúkdóma (á til dæmis við um krabbameinsmeðferð og líffæraþega). Ef spurningar vakna um þörf sjúklinga fyrir bólusetningu eru viðkomandi beðnir um að ráðfæra sig við lækna sína. Tíu ára og eldri nægir ein bólusetning til að öðlast hámarksvernd gagnvart inflúensunni. Börn á aldrinum 6 mánaða til og með níu ára þurfa hins vegar að mæta tvisvar í bólusetningu með þriggja vikna millibili. Þeim sem haldnir eru eru alvarlegu eggjaofnæmi eða ofnæmi fyrir latex er ráðið frá því að láta bólusetja sig. Bólusetning vegna A(H1N1) – svínainflúensu Nánari upplýsingar um bóluefnið og bólusetningu vegna A(H1N1) er að finna á influensa.is. Tilkynningar og upplýsingar um viðbúnað vegna inflúensu A(H1N1) eru á influensa.is og á almannavarnir.is. Landlæknisembættið sóttvarnalæknir Ríkislögreglustjórinn almannavarnadeild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.