Morgunblaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009
Frú Clooney í gegnsæju“,„Smávaxinn afturendi“,„Dauðadrukkið súper-
módel“, „Nafli Kate Hudson“,
„Courtney Cox (45): Í fantaformi á
fimmtugsaldri“, „Nicole Kidman
(42): Ég hef aldrei farið í botox“,
„Verslar ómáluð“.
Þessar fyrirsagnir eru teknar afFólkshluta vefmiðilsins Eyj-
unnar en flestar þeirra er hægt að
rekja til visir.is. En dv.is er með
óheilnæman slatta af áþekkum fyr-
irsögnum líka. Og þegar Eyjan
sjálf tekur sig til er hoggið í sama
knérunn (og Eyjan er meira að
segja með sérsvið í þessum efnum,
sem snýst um hversu kynþokka-
fullar konur geta verið á miðjum
aldri). Og já, gott ef hið háa Morg-
unblað hefur ekki gerst sekt um að
læða út frétt og frétt af þessum
toga.
Í þessum fréttum felst afar djúp
og stæk kvenfyrirlitning. Hún er
svo djúp reyndar að flest gerum
við okkur ekki almennilega grein
fyrir henni, erum ekki meðvituð
um hana þar sem hún er rígbundin
í alla vestræna hugsun að því er
virðist, situr pikkföst í allri orð-
ræðu, ákvarðanatöku og valdboð-
un, liggur þvers og kruss um sam-
félagið eins og ósýnilegur,
níðsterkur kóngulóarvefur.
Fyrirlitningin og virðingarleysiðer framreitt í formi flippaðra
og „skemmtilegra“ frétta og þess
vegna er allt í lagi að skrifa þær.
Það er ekki hægt að taka þær al-
varlega. Ég, pistilhöfundurinn, er
bara fúll og húmorslaus, skv. þess-
ari réttlætingu. En skoðum þetta
nánar. Af hverju eru allar þessar
fréttir af kvenfólki? Jú, af þeirri
einföldu ástæðu að karlar fara með
völdin í þessum skrifum/miðlum.
Annars værum við að lesa um
þröngu og gegnsæju sundskýluna
hans Johnny Depp dag eftir dag.
Ég verð að hryggja ykkur með
því að tildrög skrifanna liggja þó í
öðru. Þau liggja í pirringi út í það
sem sumir álíta greinilega full-
komlega eðlileg skrif um svokall-
aða dægur- eða afþreyingarmenn-
ingu, þær listir sem eru knúnar af
gangverki fjöldaframleiðslunnar,
form eins og dægurtónlist, kvik-
myndir, tölvuleikir og sjónvarps-
þættir. Það er eins og fréttastjórar
sumra þeirra miðla sem hér hafa
verið nefndir hendi öllu ofan-
greindu í einn pott sem kallast
slúður.
Pistli þessum er því ekki ætlaðað gera lítið úr fréttum úr
dægurmenningu, ég meina, hún er
lifibrauðið mitt! En dægurmenn-
ingu er hægt að taka alvöru tök-
um, virðingarverðum tökum sem
geta, þó ótrúlegt megi virðast, ver-
ið skemmtileg um leið. En bíðið nú
hæg, á þá að henda út öllu brjósta-
og fyllirísruglinu? Er það ekki mál-
ið, miðað við orð mín í upphafi?
Með öðrum orðum: er mögulegt að
skrifa „létt og skemmtilegt“ efni
sem felur ekki í sér að gera lítið úr
kvenfólki?
Ég er andvígur þeirri stefnusem visir.is fylgir í þessum
efnum. Fyrirsagnir og efnistök
sem stíma beint á rætnar og
ómerkilegar hvatir mannsins, eitt-
hvað sem er vitað að lætur fólk,
þessi dýr sem við erum, tikka.
Finnst það ekki kúl. En það er
sorglegt en satt að þetta er það
sem fólk étur upp, eins og allar
þessar „Mest lesið“ stikur sýna.
Viljum við eftir allt saman, innst
inni, lesa endalausar greinar um
rassinn á Sharon Stone? Nei, ég
bara trúi því ekki. Það er eitthvað
sjúkt við þetta (sagði hann, opnaði
nýtt wordskjal, og fór að skrifa
stutta og skemmtilega frétt um
Amy Winehouse). arnart@mbl.is
Hvað er þetta annað en kvenfyrirlitning?
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
» Fyrirlitningin ogvirðingarleysið er
framreitt í formi flipp-
aðra og „skemmtilegra“
frétta og þess vegna er
allt í lagi að skrifa þær.
Það er ekki hægt að
taka þær alvarlega.
Frétt? Rassinn á Sharon Stone, gerið svo vel. Eru þá allir sáttir?
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
Jóhannes kl. 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:20 - 8 - 10:40 Lúxus
9 kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i.10 ára The Ugly Truth kl. 10:15 B.i.14 ára
Guð blessi Ísland kl. 5:45 - 8 LEYFÐ Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3:45 LEYFÐ
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára
HHH
„Ef þú sást fyrstu myndina
og fílaðir hana, þá máttu
alls ekki sleppa þessari!“
T.V. – Kvikmyndir.is
Mikil grimmd og logandi
frásögn. Lisbeth Salander
er orðin klassísk og ein
eftirminnilegasta persóna
glæpabókmenntana.
F.E. Rás 2
„Frábær eins og sú fyrsta! Heldur
athygli manns allan tímann!
Maður getur eiginlega ekki beðið
um meiri gæði!“
–H.K., Bylgjan
HHH
„Skylduáhorf fyrir alla
aðdáendur Larssons,
– sannarlega eldfim
spennumynd.”
MMJ – kvikmyndir.com
HHHH
„Öllu því svalasta,
magnaðasta og flottasta
úr þykkri spennusögu er
þjappað saman í alveg
hreint frábæra
spennumynd.“
– ÞÞ, DV
HHHH
„Stúlkan sem lék sér að eldinum
er ekki síðri en forveri hennar ...
afar spennandi, takturinn betri...
Michael Nykvist og Noomi Rapace
eru frábær í hlutverkum sínum“
– VJV, FBL
HHH
„Stúlkan sem lék sér að
eldinum er þrælgóð skemmtun
og æsispennandi, grimm og
harðvítug þegar kemur
að uppgjörinu”
–S.V., MBL
SÝND Í SMÁRABÍÓI
HHH
„...frumleg og fyndin
í bland við óhugnaðinn“
– S.V., MBL
„Kyntröllið Fox plumar
sig vel sem hin djöfulóða
Jennifer!“
– S.V., MBL
SÝND Í REGNBOGANUM
Ekki fyrir
viðkvæma
HHHH
„Verður vafalaust
titluð meistarverk...“
– H.S., Mbl
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
HHHH
„Gainsbourg er rosaleg...“
– E.E., DV
Fyndnasta rómantíska gamanmynd ársins
Sýnd kl. 6, 8 og 10
Sýnd kl. 8Sýnd kl. 6, 9 og 10:10
HHH
„Ef þú sást fyrstu myndina
og fílaðir hana, þá máttu
alls ekki sleppa þessari!“
T.V. – Kvikmyndir.is
Mikil grimmd og logandi
frásögn. Lisbeth Salander
er orðin klassísk og ein
eftirminnilegasta persóna
glæpabókmenntana.
F.E. Rás 2
HHH
„Skylduáhorf fyrir alla
aðdáendur Larssons,
– sannarlega eldfim
spennumynd.”
MMJ – kvikmyndir.com
HHHH
„Öllu því svalasta,
magnaðasta og flottasta
úr þykkri spennusögu er
þjappað saman í alveg
hreint frábæra
spennumynd.“
– ÞÞ, DV Sýnd kl. 6
HHH
„9 er fyrirtaks samansuða af
spennu, ævintýrum og óhugnaði
í réttum hlutföllum”
B.I. – kvikmyndir.com
HHH
„9 er með þeim frumlegri – og
drungalegri – teiknimyndum sem
ég hef séð í langan tíma. Grafíkin
er augnakonfekt í orðsins fyllstu
merkingu.”
T.V. – Kvikmyndir.is
SÝND Í REGNBOGANUM
HHH
„Teikningarnar og
tölvugrafíkin ber vott
um hugmyndaauðgi
og er afar vönduð,
sannkallað konfekt
fyrir augað.”
-S.V., MBL
„9 er allt að því
fram-andi verk í
fábreytilegri kvik-
myndaflórunni, mynd
sem skilur við mann
dálítið sleginn út af
laginu og jákvæðan”
-S.V., MBL
SUMIR
DAGAR...
NÝ ÍSLENSK
GAMANMYND
HHH
„Jóhannes er myndin
hans Ladda, hún er röð
af bráðfyndnum up-
pákomum sem hann og
pottþétt aukaleikaralið
koma frábærlega til skila
svo úr verður ósvikin
skemmtun. ...Sann-
kölluð „feelgood”-mynd,
ekki veitir af.”
– S.V., MBL
HHHHH
„Þetta er alvöru tær snilld.”
A.K., Útvarpi Sögu
600 k
r.
Gildir
ekki í
lúxus
500 k
r.
500 kr
.
500 k
r.
HHH
-Empire
„10 ára sonur minn hafði mun meira
gaman af því að horfa á þessa mynd
en hina sykursætu Wall-E“
-K.G., Ynja.net
600 kr
.
600 kr
.
600 kr.
600 kr.
HHHHH
„Æðisleg. Þetta er það besta
síðan Sódóma Reykjavík“
Þú færð 5%
endurgreitt
í Smárabíó
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
-bara lúxus
Sími 553 2075
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.isðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR!
500 KR. Á ALLAR MYNDIR Í HÚSINU, ALLAN DAGINN!
ATH! Gildir ekki á íslenskar myndir.