Morgunblaðið - 20.10.2009, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Stjórnvöldhafa gert lít-ið úr efna-
hagslegum afleið-
ingum fyrir Ísland
vegna þess sam-
komulags sem þau
hafa gert við hollensk og bresk
stjórnvöld. Þau hafa jafnvel
gengið svo langt, samanber orð
viðskiptaráðherra um liðna
helgi, að halda því fram að
greiðslubyrði Íslands þyngist
ekki vegna samkomulagsins.
Sú fullyrðing stenst alls ekki.
Í þeim fyrirvörum sem Al-
þingi samþykkti í sumar, og
þingmenn allra flokka töldu þá
alveg nauðsynlega, var kveðið
á um tiltekna greiðslubyrði að
hámarki og aðeins í tiltekinn
tíma, eða til ársins 2024. Að
þeim tíma loknum féllu eft-
irstöðvarnar niður væri
skuldabréfið ekki að fullu
greitt.
Nú bregður svo við að
stjórnvöld hafa fallið frá þessu
og samþykkt að greiða skulda-
bréfið að fullu. Verði hag-
vöxtur lítill og endurheimtur
undir væntingum, sem er alls
ekki fráleitur möguleiki, gæti
svo farið að greiðslur héldu
áfram áratugum saman.
Við þetta bætist að íslensk
stjórnvöld hafa nú fallist á að
greiða alltaf áfallna vexti án
tillits til hagvaxtar. Verði hag-
vöxtur enginn á árunum 2016-
2024 og höfuðstóll óbreyttur
þarf engu að síður að greiða
vexti upp á um 250 milljarða
króna á þessu árabili.
Efnahagslegi fyrirvarinn,
sem allir töldu í sumar að væri
alveg nauðsyn-
legur, er með öðr-
um orðum harla
lítils virði eftir
uppgjöf rík-
isstjórnar Íslands.
Annað sem lítið
hefur verið rætt en getur haft
gríðarlega þýðingu fyrir
skuldabyrði Íslands, er sú
gengisáhætta sem blasir við ís-
lenska tryggingasjóðnum. Um
þetta atriði er fjallað ítarlega á
bls. 13 hér að framan. Þar er
bent á að veikist krónan getur
skuld Íslands hæglega vaxið
um hundruð milljarða króna.
Stjórnvöld halda því að vísu
fram að það að skuldsetja
þjóðina stórkostlega muni
styrkja gengi krónunnar, en
ýmsir hafa eðli máls sam-
kvæmt efast um þá kenningu.
Venjan er sú að gengi gjald-
miðla veikist að öðru jöfnu við
mikla skuldsetningu og óljóst
hvers vegna önnur lögmál
ættu að gilda hér á landi.
Þó að hæpið sé að slá
nokkru föstu um gengisþróun
er óhætt að fullyrða að vegna
þessa er í Icesave-samning-
unum fólgin gífurleg gengis-
áhætta sem stjórnvöld eða Al-
þingi geta með engu móti leyft
sér að leggja á þjóðina.
Samþykki Alþingi nýgert
Icesave-samkomulag stjórn-
valda hljóta landsmenn að
efast um hverra hagsmuna
þingmenn eru að gæta. Öllum
má í það minnsta vera ljóst að
með samkomulaginu hafa
efnahagslegir hagsmunir Ís-
lendinga verið fyrir borð born-
ir.
Nýja Icesave-
samkomulagið gerir
efnahagslegu fyrir-
varana lítils virði }
Aukin greiðslubyrði og
gríðarleg gengisáhætta
Nú er unnið öt-ullega að því
að gera Ísland
varanlega að fá-
tækara ríki en það
þarf að vera. Það gerir íslensk
ríkisstjórn í samvinnu við
starfsbræður í Bretlandi og
Hollandi og handrukkarar al-
þjóðlegrar efnahagslegrar
hjálparstofnunar horfa ógn-
andi á frá hliðarlínunni.
Spekingum er teflt fram
sem segja að næsta auðveld-
lega sé hægt að taka á sig
skuldbindingar á stærð við
kostnað af fjórum Kára-
hnjúkavirkjunum, sem ekki
myndu framleiða rafmagn!
Þjóðin er ekki enn farin að
borga neitt af þessum ógn-
ar„skuldum“, en hún er þegar
farin að stynja yfir öðru sem á
henni hvílir.
Notað er tækifærið með
vísun í fátækt til að plokka
sýslumenn af
landsbyggðinni og
sömu leið fara
skattstjórar og
fyrirsvarsmenn
dómstóla. Það er auðvitað til
vinsælda fallið að segjast ætla
að selja sendiráð, bústaði og
skrifstofuhús, þegar verð
þeirra er í botni í viðkomandi
landi. Og það er einnig talið
lag til að svíkja loforð frá því í
vor um að minnka alls ekki
þjónustu við fatlað fólk eins
og forystumaður þess hefur
bent á. Já, það er dýrt að vera
fátækur nú eins og endranær,
en vera þó ekki fátækari en
svo að í sömu andrá og að
þjóðinni er þrengt er mælt
með að hún tilneydd safni á
árinu sem er að líða 40 millj-
örðum króna í vexti, af
„skuldum“, sem henni ber
ekki að greiða, af „láni“ sem
ekki er fallið í gjalddaga.
Er mönnum sjálfrátt
í söfnun skulda?}Dýrt að vera fátækur Sú var tíðin að ekkert atvinnuleysivar á Íslandi. Í sjávarplássum álandsbyggðinni var alltaf vinnu aðfá, jafnt fyrir unga sem aldna. Þeg-ar ég var 14 ára og sumarleyfi um
það bil að hefjast barst listi í skólann þar sem
krökkunum var boðið að velja um hvort þeir
vildu vinna í aðgerðinni eða hraðinu. Ég valdi
aðgerðina og þrjú sumur vann ég þar. Þessi
tími er bjartur í minningunni. Við vorum nokk-
ur úr bekknum sem völdum aðgerðina, en ann-
ars þótti heldur fínna að vinna í hraðinu. Í
rauninni var þetta ekki eiginleg aðgerð, heldur
var krakkahópurinn látinn spyrða, rífa upp úr
körum, stafla og umstafla saltfiski. Þarna
kynntumst við krakkarnir á öðrum forsendum
en í skólanum og óvænt vináttubönd mynd-
uðust. Til marks um hversu gott var að vera í
aðgerðinni var þessi sami hópur áfram saman þrjú sum-
ur. Við kynntumst „gömlu körlunum“ og það er ómet-
anlegt að hafa kynnst lífinu á þennan hátt. Að hausti
bauðst okkur öllum að vinna í síld og þáðum það flest. Við
fengum aðeins að kynnast alvöru síldarstemningu þar
sem á þessum tíma var enn raðað í trétunnur.
Á þessum árum datt engum vinnufærum manni í hug
að vera atvinnulaus, þó að atvinnan sem væri í boði væri
ekki sú sem menn höfðu menntað sig til. Menn gengu í
störfin. Upp úr tvítugu lagði ég land undir fót og hélt til
Kaupmannahafnar til að vinna. Mörgum þótti þetta skrít-
ið tiltæki þar sem 10% atvinnuleysi var á þeim tíma í Dan-
mörku. Ég vildi hins vegar vinna hvað sem var
og eftir heimsókn í ráðningarskrifstofu var
hringt í mig tveimur dögum seinna. Ekki datt
einn einasti dagur út, þegar vinnan var búin á
einum stað var beðið eftir starfskrafti á þeim
næsta. Að lokum fékk ég fastráðningu og var
alsæl í uppvaskinu í Fællesbanken.
Nú er málum svo háttað á Íslandi að at-
vinnuleysi ríkir. Það skrítna er þó að víða
vantar fólk. Íslendingar virðast vera dottnir í
sama gírinn og Danir voru í fyrir 20+ árum.
Ég get ekki annað en velt fyrir mér hvenær
Íslendingar hættu að vilja vinna þau störf sem
í boði eru. Breyttist hugsunarháttur þjóð-
arinnar á uppgangstímum eða er þetta þróun
sem hefur orðið svo hægt að enginn áttaði sig
á hvað var að gerast? Ég velti því líka fyrir
mér hvort úti á landi tíðkist það síður að menn
veigri sér við að vinna hvað sem er. Sá sem velur að búa
úti á landi veit nefnilega að þar með fækkar atvinnutæki-
færunum. Sá sem menntar sig sem verkfræðingur og
flytur á Höfn í Hornafirði hlýtur að vera tilbúinn að vinna
í aðgerðinni eða sláturhúsinu ef ekkert annað er að hafa.
Eða hvað?
Þeir sem eru svo heppnir að hafa vinnu ættu kannski að
velta þeirri spurningu fyrir sér hvort þeir væru tilbúnir
að gera hvað sem er ef þeir yrðu atvinnulausir. Vilja þeir
vinna í sláturhúsi, t.d. við að skera hálsæðar? Eða eru
þeir tilbúnir að skella sér á eina loðnuvertíð?
sia@mbl.is
Sigrún
Ásmundsdóttir
Pistill
Vill einhver skera hálsæðar?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Obama finnst bank-
arnir vera bíræfnir
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
L
iðsmenn Baracks Obam-
as Bandaríkjaforseta
gerðu í viðtalsþáttum
um helgina atlögu að
fjármálafyrirtækjum á
Wall Street vegna væntanlegra bón-
usgreiðslna, sem þykja á skjön við at-
vinnuástandið í landinu.
„Þessir bónusar eru móðgun,“
sagði David Axelrod, háttsettur ráð-
gjafi Obamas, í þættinum This Week
á stöðinni ABC á sunnudag.
Hagfræðingurinn Joseph Stiglitz
hefur gagnrýnt völd almannatengla í
Bandaríkjunum og bent á að fyrir
hvern þingmann séu fimm almanna-
tenglar í Washington. Stiglitz segir
að undanfarna níu mánuði hafi al-
mannatenglarnir verið í sumarfríi á
meðan almannafé var mokað í fjár-
málafyrirtækin, en nú séu þeir hins
vegar komnir á kreik á nýjan leik til
varnar fjármálafyrirtækjunum.
Axelrod beindi spjótum sínum að
bönkunum á sömu forsendum og
sagði að þau ættu að hætta að þrýsta
á þingið með fulltingi almannatengla
til að stöðva nýjar reglugerðir, sem
nú væri verið að undirbúa á þingi um
fjármálafyrirtæki.
Rahm Emanuel, starfsmanna-
stjóri Obamas, kom fram í spjall-
þætti á sjónvarpsfréttastöðinni CNN
um helgina og skammaði einnig fjár-
málafyrirtækin fyrir að vanrækja
skyldur sínar. Þau ættu það hjálp
stjórnvalda að þakka hversu fljótt
þau hefðu komist á réttan kjöl. „Þau
báðu ekki aðeins um hjálp,“ sagði
hann. „Nú reyna þau að berjast gegn
neytendaembætti og annarri vernd,
sem á að koma í veg fyrir að aftur
skapist ástand þar sem athafnir á
Wall Street og á fjármálamörkuðum
keyra efnahagslífið fram af bjarg-
brúninni.“
Fjármálafyrirtækið Goldman
Sachs ber hæst í umræðunni um að
þrátt fyrir hrun og björgunar-
aðgerðir bandarískra stjórnmála hafi
hugarfarið í fjármálaheiminum ekk-
ert breyst og allt sæki í sama farið. Í
liðinni viku var tilkynnt að hagnaður
fyrirtækisins á þriðja fjórðungi þessa
árs hefði verið 3,19 milljarðar doll-
ara. Leitt hefur verið getum að því að
kaupaukar Goldman Sachs fari yfir
23 milljarða dollara á þessu ári.
Obama lætur ekki bara útsendara
sína um að gagnrýna Wall Street og
fjármálafyrirtækin. Hann hefur á
undanförnum vikum flutt tvær ræð-
ur, sem áttu að vera fjármálaheim-
inum hvatning til að axla ábyrgð og
bæta siðferði. Þar hefur hann talað
um glannaskap og óheftar öfgar.
Hins vegar þykir hegðun Tim-
othys Geithners fjármálaráðherra
ekki vera í takti við málflutning for-
setans. Frank Rich, dálkahöfundur
The New York Times, gerir að um-
fjöllunarefni að fyrstu sjö mánuði
ársins hafi Geithner nánast eingöngu
sótt ráð til manna hjá fyrirtækjunum
Goldman Sachs, Citigroup og JP
Morgan. Á fréttaveitu Bloomberg
var í liðinni viku sagt að innsti hring-
ur ráðgjafa Geithners kæmi frá sömu
fyrirtækjum. Rich bendir á að þetta
séu ráðgjafar, sem hægt sé að ráða
án staðfestingar þingsins og bætir
við: „Það er erfitt að sjá hvernig
nokkur opinber starfsmaður geti
boðið byrginn hugsunarhætti sem
hann er marineraður í dag og nótt.“
Reuters
Skammar banka Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bank-
ana fyrir óbreytt vinnubrögð, en orð hans virðast ekki komast til skila.
Bandaríkjastjórn gagnrýnir nú
bankana fyrir bónusa og tregðu
til að lána fé út í atvinnulífið. Fyr-
ir ári hefðu margir þeirra verið á
barmi gjaldþrots, en ríkið bjarg-
að þeim með skattpeningum.
Þótt nú gæti aukinnar kokhreysti á
Wall Street væri ofmælt að segja að
bandarískt efnahagslíf væri komið
á beinu brautina á ný eftir efna-
hagshremmingarnar í fyrra. Helsta
vísbendingin um að enn séu blikur á
lofti er atvinnuleysið, sem nú
mælist 9,8% og er búist við að það
muni enn aukast.
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum
hefur ekki verið meira í 26 ár og
helmingur atvinnulausra hefur ver-
ið án vinnu í sex mánuði eða meira.
Samkvæmt tölum atvinnumála-
ráðuneytisins eru sex atvinnulausir
einstaklingar um hvert laust starf.
Bandarísk stjórnvöld hafa sett
787 milljarða dollara í að koma
efnahagslífinu af stað á nýjan leik
og embættismenn benda á að aðeins
helmingurinn hafi verið notaður
enn sem komið er. Vonast þeir til að
áhrifin af þessum fjárútlátum eigi
enn eftir að koma í ljós.
MARGIR ÁN
ATVINNU
››