Saga - 1957, Blaðsíða 40
254
ur og koma henni á framfæri. Þetta vildi nefnd-
in ekki þiggja og fór sjálf í Alþingishúsið þing-
setningardaginn með fánann. Þar hitti hún
meðal þingmanna annan milliþingaforsetann,
en hann vildi ekki heldur taka við fánanum.
Loks báðu konurnar um fund með hinum ný-
kjörnu forsetum og hittu síðan deildarforsetana
á tilsettum tíma, en forseti Sameinaðs Alþingis
var ekki mættur, og tóku þeir 'þá við gjöfinni,
en aldrei mun fáni þessi hafa sézt við hún á
Alþingishúsinu, og kvörtuðu konurnar undan
þessu í blaðagrein, þar sem þær röktu þessar
raunir sínar.23)
VI.
Það er annars af fánamálinu að segja, að það
var tekið fyrir á Alþingi þetta sumar, 1913, og
var þar flutt frumvarp um löggildingu sérfána
og skyldi Sameinað alþingi ráða gerð fánans,
en afgreiðslu þess þar lauk þannig, að samþykkt
var að vísa málinu til stjórnarinnar. Ráðherra
skyldi ræða það við konung og leggja svo fyrir
Alþingi nýtt frumvarp um íslenzkan fána.
Ágreiningur um gerð fánans olli þessari nið-
urstöðu. Um haustið gaf konungur út úrskurð
um, að ísland skyldi hafa sérfána og skyldi gerð
hans ákveðin með nýjum úrskurði. í því skyni
skipaði ráðherra fimm manna nefnd 1 árslok
1913, sem kunnugt er, og skilaði hún mjög ýtar-
legu áliti árið eftir24) og lagði til, að fáninn
skyldi vera heiðblár feldur með hvítum krossi og
23) ísafold 5. júlí 1913.
24) íslenzki fáninn, Rvík 1914.