Saga - 1957, Blaðsíða 82
296
byggingu búða, sérstaklega er þessu áfátt um
Vestmannaeyjar, og hef ég því alveg sleppt
þeim, en þess skal getið, að engin breyting
hefur þar orðið á tölu jarða á umræddu tíma-
bili. Loks vantar svo í Jarðabókina Múla- og
Skaftafellssýslur. Allar þessar takmarkanir á
heimildagildi jarðabókarinnar vil ég biðja les-
endur að hafa í huga við lestur taflnanna.
Tafla III ber með sér, að fyrir 1696 hefur
byggðum bólum fjölgað um 210. Mest er fjölg-
un í Árnes-, Húnavatns- og Borgarfjarðar-
sýslu, en nokkru minni í Mýra- og ísafjarðar-
sýslu. Langflestar verða þessar nýbyggingar
20 — 40 árum áður en jarðatalið fór fram, þ. e.
um 1670 — 1690, og nær allar eftir miðja 17. öld-
ina. I þrem sýslum, Skagafjarðar-, Gullbringu-
og Eyjafjarðarsýslu, fækkar bústöðum á þessu
tímabili. I Gullbringusýslu er ástæðan sú, að
hjáleigur eru lagðar niður, vegna þess að heima-
jörðin má ekki vera án grasnytjanna og að land-
ið gengur úr sér. Trúlega er það einnig aðal-
ástæðan fyrir fækkun býlanna í hinum tveim
sýslunum, þó að það sé ekki jafnauðsætt af lýs-
ingum jarðanna og í Gullbringusýslu. Eftir
1696 hafa verið byggðir eða endurbyggðir 60
bústaðir, og er nær þriðjungur þeirra í Snæ-
fellsnessýslu, aðallega grasnytja- og þurrabúð-
ir. Mestur hluti þessara 60 bústaða er byggður
eftir 1702, flestir milli 1703 og 1706. Á árunum
1696—1702 fara 336 bústaðir í eyði og er þar
Snæfellsnessýsla langhæst á blaði með 61 bú-
stað. Flest eru það grasnytja- og þurrabúðir
fyrir Jökli, þar sem 37 búðir lögðust í eyði á
þessum árum eða fleiri en eftir bóluna 1707
(sbr. töflu V). Hins vegar höfðu þessi harð-