Saga - 1957, Blaðsíða 98
312
þræla Hjörleifs, þótt um slíkt verði vitanlega
ekkert fullyrt. Hjörleifur hefur þó að líkindum
tekið þátt í herförum með einhverjum víkinga-
höfðingja, enda hefur þurft mikinn mannafla
til þeirra.
Næst skulum við athuga, hvað átt sé við með
hinu mikla jarðhúsi, sem Hjörleifur gekk í. Hér
vill svo vel til, að írskar heimildir eru frásögn
Landnámu til stuðnings. Orðið jarðhús virðist
eiga við hina ævafornu grafhauga, sem eru í
héraðinu skammt fyrir norðan Dyflinni og nor-
rænir víkingar brutust í árið 863 samkvæmt
írskum heimildum. Grafhaugar þessir eru taldir
hafa verið reistir á öðru árþúsundi fyrir Krists
burð og eru geysimiklir ummáls. Frægastir
þeirra eru þeir, sem venjulega eru kallaðir á
ensku Dowth, New Grange og Knowth. Hér
verður ekki reynt að lýsa þessum fornu mann-
virkjum, en þess skal getið, að Dowth er 280
fet í þvermál, og hefur upphaflega verið um það
bil 47 feta hár, að því er talið er, þótt vitanlega
hafi hann og hinir haugarnir lækkað mikið. Inn
í haugana liggja löng jarðgöng að grafklefum.
Yfir haugum þessum hefur hvílt ævaforn
helgi í Irlandi, allt frá heiðnum sið. Haugarnir
eru tengdir heiðnum guðum í fornírskum bók-
menntum, en bannhelgi hauganna raskaðist ekki
við hinn kristna sið. Þetta er tvímælalaust or-
sökin til þess, að írskum annálahöfundum verð-
ur svo tíðrætt um þær tiltektir víkinga að ráð-
ast inn í haugana. Irum hefur þótt sem víking-
ar væru að fremja helgibrot með því að fara
inn í þessi jarðhús, en hinir norrænu menn hafa
vitanlega verið að slægjast eftir gulli og öðrum
dýrgripum. Enginn vafi getur leikið á því, að