Saga - 1957, Blaðsíða 105
319
Mesta mjólkurleysi, og það meina eg með
sannindum, að það hafi verið 1633, þegar vetur
kom á í Eyjafirði 6 vikum fyrir vetur.1) „Keyrði
„þá niður fádæma snjó, og gengu jafnan þann
„vetur grimmar frosthríðar. Þá var sauðfé so
„mikið hér í Eyjafirði um sumarið áður, að
„hvergi var garðahús fyrir fullorðið fé. Um
„þenna vetur drapst 9 hundruð fjár einasta frá
„Gullbrekku að Saurbæ (sem mun vera tveggja
„bæjarleiða lengd), og fennti fé flest. Bóndinn
„í Gullbrekku átti um haustið 3 hundruð fjár,
„en um vorið eftir 3 ær. Eitt hross stóð eftir
„uppi í Saurbæjarhaga, því það tók fyrir sig,
„að það át upp hin hrossin, sem drápust. Þá varð
„stráfellir á fénaði um allan Eyjafjörð nema
„hjá fáeinum mönnum, hverjir sem fornspáir
„uggðu harðindin fyrir fram og förguðu miklu
„af fé sínu, sem voru þessir helzt: nefnil. prest-
„ur í Saurbæ,2) er sumarið áður seldi kaup-
„mönnum 60 ær og að því skapi sauði. Skar þar
„á ofan býsna margt heima. Líka Þrúgsárbónd-
„inn, er mesta fjölda fargaði um haustið, einn-
„ig bóndinn á Botni, sem afkomst á sama hátt.
„Bóndinn á Litladal missti og mikið fátt, en
„skar þó lítið eður ekkert sumarið áður, því
„hann hafði altíð jörð þar upp á fjallinu. En
„um vorið, þegar allir voru sauðlausir orðnir,
„komu menn til hans og báðu hann selja sér
„eina á, en hann synjaði öllum. Þrim árum síð-
„ar eður 1636 tók snjóflóð hjá honum fjárhús
j.öll með öllu fénu. í búðunum á Þverdal gengu
U Sá vetur var kallaður hvíti vetur.
2) Síra Sigurður Einarsson (d. 1640) var þá prestur
í Saurbæ, en Gunnlaugur, sonur hans, aðstoðarprestur.