Saga - 1957, Blaðsíða 53
267
Hann var ýmist lcallaður hinn sterki eða kennd-
ur til vopna sinna. Árni Magnússon segir, að
hann hafi verið nefndur Vopna-Teitur af því,
að hann gekk ætíð mcð vopnum og var með þeim
síðustu, er vopn brúkuðu á íslandi til bardaga.
Síra Jón Halldórsson í Hítardal telur, að hann
hafi verið sá, „sem hér í landi bar seinast brynju
og alvæpni eftir fornum sið“ (Lbs. 174, 4to).
Jón Espólín kemst svo að orði, að sunnanmenn
segi, að Teitur hafi seinastur vopn borið og öll
hertygi, en norðanmenn nefni til þess Hrólf
sterka Bjarnason (Árbækur VII, 121).
Teitur var alinn upp við kaþólskar siðvenjur
og var rúmlega tvítugur að aldri, er siðaskipti
urðu hér á landi. Foreldra hans er síðast getið
á árunum 1552 — 53 á Stafnesi, en um þær
mundir virðist Teitur kominn austur í Biskups-
tungur, þar sem hann átti síðan heima. Nálægt
þeim tíma hefir hann kvænzt fyrri konu sinni,
er hann missti eftir frekar stutta sambúð.
Seinni kona hans, er hann hefir kvænzt um
1560, var bræðrabarn við Gísla Jónsson biskup
í Skálholti (1558-87). Hafa þær tengdir við
biskupinn eflaust orðið Teiti drjúgur styrkur.
Þar á meðal byggði biskup honum stólsjörðina
Auðsholt í Biskupstungum, og bjó Teitur þar
til elli. Hann lifði langt fram á daga Odds bisk-
ups, var enn á lífi 1605, 76 ára gamall.
Þar sem Teitur bjó í nágrenni við Skálholt,
mun hann hafa verið handgenginn biskupi á
ýmsan hátt og að minnsta kosti stundum fylgd-
armaður hans á yfirreiðum. Þannig er hans
getið í fylgd með biskupi við visitatíu að Mos-
felli í Grímsnesi um 1570 (Isl. fornbrs. XV,
646). Hinn 12. des. 1570 var Teitur einn dóms-