Saga


Saga - 1957, Page 53

Saga - 1957, Page 53
267 Hann var ýmist lcallaður hinn sterki eða kennd- ur til vopna sinna. Árni Magnússon segir, að hann hafi verið nefndur Vopna-Teitur af því, að hann gekk ætíð mcð vopnum og var með þeim síðustu, er vopn brúkuðu á íslandi til bardaga. Síra Jón Halldórsson í Hítardal telur, að hann hafi verið sá, „sem hér í landi bar seinast brynju og alvæpni eftir fornum sið“ (Lbs. 174, 4to). Jón Espólín kemst svo að orði, að sunnanmenn segi, að Teitur hafi seinastur vopn borið og öll hertygi, en norðanmenn nefni til þess Hrólf sterka Bjarnason (Árbækur VII, 121). Teitur var alinn upp við kaþólskar siðvenjur og var rúmlega tvítugur að aldri, er siðaskipti urðu hér á landi. Foreldra hans er síðast getið á árunum 1552 — 53 á Stafnesi, en um þær mundir virðist Teitur kominn austur í Biskups- tungur, þar sem hann átti síðan heima. Nálægt þeim tíma hefir hann kvænzt fyrri konu sinni, er hann missti eftir frekar stutta sambúð. Seinni kona hans, er hann hefir kvænzt um 1560, var bræðrabarn við Gísla Jónsson biskup í Skálholti (1558-87). Hafa þær tengdir við biskupinn eflaust orðið Teiti drjúgur styrkur. Þar á meðal byggði biskup honum stólsjörðina Auðsholt í Biskupstungum, og bjó Teitur þar til elli. Hann lifði langt fram á daga Odds bisk- ups, var enn á lífi 1605, 76 ára gamall. Þar sem Teitur bjó í nágrenni við Skálholt, mun hann hafa verið handgenginn biskupi á ýmsan hátt og að minnsta kosti stundum fylgd- armaður hans á yfirreiðum. Þannig er hans getið í fylgd með biskupi við visitatíu að Mos- felli í Grímsnesi um 1570 (Isl. fornbrs. XV, 646). Hinn 12. des. 1570 var Teitur einn dóms-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.