Saga


Saga - 1957, Blaðsíða 9

Saga - 1957, Blaðsíða 9
223 ræða um sögu eða önnur efni við menn úr öll- um landshlutum. Einkum hefur oft verið góður tími til fræðaiðkana á alþingi á dögum Gizur- ar biskups Isleifssonar, því að þá var friður mikill í landinu. Þessi ráð til að safna Land- námuefninu þarf ekki að ræða nánara né drepa á önnur, þótt til kunni að vera. öllum má vera ljóst, að engir sérstakir örðugleikar voru á að hitta menn úr öllum landshlutum. Samkvæmt því, sem áður var sagt, hafa liðið kringum 200 ár frá landnámsöld til ritunar Landnámu, og er eðlilegt, að menn spyrji, hvort nokkrar líkur séu til þess, að treysta megi landnámsfrásögnunum að einhverju eða öllu leyti. Oft hefur verið um það rætt og stund- um má enn heyra á það minnzt, að fornmenn hafi verið minnisbetri en nútíðarmenn, af því að færra hafi glapið menn í fornöld en nú á dögum. Enn fremur hefur því verið haldið fram, að menn hafi þjálfað betur minni sitt, er þeir þurftu að beita því, t. d. við að muna lögin, en gátu ekki flúið til bóka eins og menn nú á dögum. Sjálfsagt er nokkuð hæft í þessu hvorutveggja, en mergurinn málsins er þó sá, að menn muna fyrst og fremst þá hluti, sem þeir verða að muna eða hafa einhvern áhuga á. Sannindi Landnámu verður því að skoða í því ljósi, hvort þjóðfélagsaðstæður hafi knúið menn til að leggja efni hennar á minnið eða líkur séu til þess, að menn hafi haft áhuga á því af einhverjum öðrum ástæðum. Athugun leiðir skjótt í ljós, að hvorttveggja var fyrir hendi. Á þjóðveldisöld var ættin mjög sterkt afl í þjóðfélaginu hér á landi, þótt bönd hennar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.