Saga - 1957, Side 9
223
ræða um sögu eða önnur efni við menn úr öll-
um landshlutum. Einkum hefur oft verið góður
tími til fræðaiðkana á alþingi á dögum Gizur-
ar biskups Isleifssonar, því að þá var friður
mikill í landinu. Þessi ráð til að safna Land-
námuefninu þarf ekki að ræða nánara né drepa
á önnur, þótt til kunni að vera. öllum má vera
ljóst, að engir sérstakir örðugleikar voru á að
hitta menn úr öllum landshlutum.
Samkvæmt því, sem áður var sagt, hafa liðið
kringum 200 ár frá landnámsöld til ritunar
Landnámu, og er eðlilegt, að menn spyrji, hvort
nokkrar líkur séu til þess, að treysta megi
landnámsfrásögnunum að einhverju eða öllu
leyti. Oft hefur verið um það rætt og stund-
um má enn heyra á það minnzt, að fornmenn
hafi verið minnisbetri en nútíðarmenn, af því
að færra hafi glapið menn í fornöld en nú á
dögum. Enn fremur hefur því verið haldið
fram, að menn hafi þjálfað betur minni sitt,
er þeir þurftu að beita því, t. d. við að muna
lögin, en gátu ekki flúið til bóka eins og menn
nú á dögum. Sjálfsagt er nokkuð hæft í þessu
hvorutveggja, en mergurinn málsins er þó sá,
að menn muna fyrst og fremst þá hluti, sem
þeir verða að muna eða hafa einhvern áhuga
á. Sannindi Landnámu verður því að skoða
í því ljósi, hvort þjóðfélagsaðstæður hafi knúið
menn til að leggja efni hennar á minnið eða
líkur séu til þess, að menn hafi haft áhuga
á því af einhverjum öðrum ástæðum. Athugun
leiðir skjótt í ljós, að hvorttveggja var fyrir
hendi.
Á þjóðveldisöld var ættin mjög sterkt afl
í þjóðfélaginu hér á landi, þótt bönd hennar