Saga - 1974, Side 207
RITFREGNIR
199
aðilar að togaraútgerð, þeirra á meðal ýmsir embættismenn, sem
fjárráð höfðu. Leiðir Heimir ótvíræð rök að því í kaflanum um af-
komu togarafélaganna, hve hagur þeirra stóð með miklum blóma
fram undir að líða tók á fyrri heimsstyrjöldina og áhrifa gífur-
legra verðhækkana á útgerðarvörum tók að gæta. — Vöxtur og
viðgangur Reykjavíkur á árunum 1905—1917 var fyrst og fremst
að þakka útgerð togaranna, enda voru þeir flestir gerðir út þaðan.
Reyndar má að nokkru leyti segja það sama um fólksfjölgun í
Hafnarfirði, því að þaðan var töluverð ísl. togaraútgerð, auk þess
sem útlendingar höfðu þaðan þegar á þeim árum þess konar rekst-
ur. — í bók Heimis Þorleifssonar er þessu öllu gerð glögg skil,
auk þess sem hann fjallar um aðra þætti, eins og þjónustu við út-
gerðina, aflabrögð skipanna, veiðar þeirra og mið, samskipti sjó-
manna og útgerðarmanna og í því sambandi kaup og kjör togara-
manna, að ógleymdri vinnuþrælkun á skipum þessum í þann tíð.
Sagt er ýtarlega frá togaraverkfallinu 1916, er var fyrsta sjó-
mannaverkfall hér á landi. Loks er endað á að greina frá því sem
gerðist í þessari atvinnugrein árið 1917, þegar 10 togarar eru
seldir í sömu andrá og þeim siglt til Frakklands, þar sem kaup-
endur þeirra voru. Aldrei fyrr hefur jafn skæru ljósi verið brugðið
yfir svið þeirra atburða sem í frásögn Heimis og er svo reyndar
um margt fleira í riti hans.
Margar töflur og línurit eru í bókinni, og er að þeim mikill skýr-
ingarauki, sem ekki yrði að öðrum kosti gerð skil nema í löngu
niáli. Eru þau vinnubrögð mjög lofsverð. Þá er mikill bókarbætir
að myndakostinum, en birtar eru myndir af 23 togurum af þeim
29, sem íslendingar eignuðust á því tímabili, sem um er fjallað í
mtinu. Auk þess eru margar myndir aðrar, m.a. af mönnum, sem
helzt koma við sögu togaraútgerðar á þessu tímabili, af hlutabréf-
um ýmissa togarafélaga o. fl. — Allur er búnaður ritsins eins og
hér gerist beztur. — Eins og fyrr er getið, eru tilvitnanir allar
fyrir aftan meginmál, svo og heimilda- og nafnaskrá. — í ritdómi
einum um bókina sá ég að því fundið, að henni fylgdi ekki atriðis-
°iúaskrá. En ef haft er í huga, hvernig slíkar skrár eru almennt,
kýst ég við, að sú skrá hefði orðið rýr í roði, og að mínum dómi með
öllu óþörf.
III.
Undir lokin vil ég víkja að nokkrum atriðum, sem kynni að vera
Mitsmál um. — Þar sem sagt er frá Wards-útgerðinni (bls. 34),
er frá því greint, að Pike Ward hafi komið hér á nýrri verkunar-
aðferð á saltfiski, sem notuð hafi verið í Labrador. Heimir segir,
að Þessi fiskur hafi verið kallaður Wards-fiskur. Það nafn mun