Saga - 1983, Blaðsíða 13
ÞRÆLAHALD Á ÞJÓÐVELDISÖLD
11
sinna, svo framarlega sem þeir létu það ógert á lönguföstu og lög-
helguðum tíðum.21 Útburður þrælabarna var því jafnónauðsyn-
leg fyrirhöfn, a.m.k. frá lagalegu sjónarmiði, og útburður ann-
arra óæskilegra húsdýraafkvæma. Að gefnum lagaheimildum fyr-
ir drápi þræla er spurningin sú, eins og svo oft áður, að hve miklu
leyti þær hafi verið nýttar. Bæði Jón Jóhannesson og Björn Þor-
steinsson telja líklegt, að í heiðnum sið a.m.k. hafi óvinnufærir
þrælar verið teknir af lifi.22 Árni Pálsson nefnir sjálfur ýmis
dæmi þess, að ómagar og gamalmenni hafi verið drepin, þegar illa
áraði.23 Hafi fullorðið fólk fengið slíka meðferð af hagkvæmnis-
ástæðum, er vandséð, að aðrar reglur hafi gilt fyrir ómálga börn
þræla, nema síður sé. Jafnframt er ótrúlegt, að virðing fyrir lífi
þræla hafi aukist eftir að bændum tók að standa ógn af offjölgun
þeirra. Margar aðrar aðferðir til að takmarka fjölda þræla hafa
auðvitað verið húsbændum tiltækar. Meðal þeirra má nefna sölu
þeirra úr landi,24 illa meðferð, aðgreiningu kynjanna o.s.frv.
Auk þess, sem rakið hefur verið, eru ýmsir aðrir örðugleikar við
kenningu Árna. Þeirri áleitnu spurningu, hvernig bændum, sem
að hans mati gátu ekki hamlað á móti offjölgun þræla, tókst á
hinn bóginn svo vel upp við þá iðju, að þrælar hurfu algerlega á
skömmum tíma, lætur Árni t.d. algerlega ósvarað.
Þrátt fyrir marga vankanta á kenningu Árna um endalok
þrælahalds á þjóðveldisöld, er hún þó sú heillegasta og ítarlegasta
um það efni, sem við höfum fundið. Aðrir fræðimenn hafa aðal-
lega fjallað um það í framhjáhlaupi og því tekið það mun lausari
og óskipulegri tökum.
C. Minnkandi framboð þrcela
Enda þótt Jón Jóhannesson hafi fallist á ofangreinda kenningu
21 Þessi ákvæði eru í Grágás, talin skráð um 1120. Sjá t.d. Jón Jóhannesson,
bls. 417.
22 Björn Þorsteinsson, bls. 128. Jón Jóhannesson, bls. 417.
23 Árni Pálsson, bls. 200.
24 Peter Foote (bls. 57) vitnar í ákvæði í Grágás í sambandi við ómaga og
skuldaþræla, að þá megi „eigi af landi selja...“ Þetta bendir til þess, að eitt-
hvað hafi verið um útflutning fólks, þá helst þræla að okkar mati. E.t.v.
hafa þeir verið seldir til annarra Norðurlanda, þar sem þrælahald hélst leng-
ur en á íslandi. Sjá einnig Björn Þorsteinsson, bls. 128.