Saga - 1983, Blaðsíða 359
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
357
Mörg þeirra rita, sem við teljum á verksviði félagsins að gefa út, eru þess
eðlis að þau útheimta mikið fjármagn, en gefa litla ábatavon. Til þeirra
þarf því að koma fjárhagsleg aðstoð með einhverjum hætti. Sú aðstoð
hefur líka komið úr ýmsum áttum á liðnum árum. Ég nefni hér styrk frá
Alþingi, Reykjavíkurborg, Þjóðhátíðarsjóði og Vísindasjóði. Það sýnir
hlýjan hug til starfsemi félagsins og fyrir þann stuðning vil ég fyrir hönd
stjórnar félagsins þakka við þetta tækifæri.
Hagstæða þróun Sögufélags þakka ég ekki sízt öllum hinum mörgu fé-
lagsmönnum og öðrum stuðningsmönnum um leið og ég vona, að þeir
haldi áfram tryggð sinni við félagið, svo að það megi eflast og dafna og
sýna, að það sé sú lyftistöng fyrir islenzka menningu sem frumherjarnir
ætluðust til í upphafi þessarar aldar.
Að lokum vil ég færa meðstjórnarmönnum mínum í stjórn Sögufélags,
svo og afgreiðslustjóra þess, þakkir minar fyrir gott og ánægjulegt sam-
starf á liðnu stjórnartímabili, jafnframt þvi sem ég óska Sögufélagi alls
velfarnaðar.“
Reikningar. Heimir Þorleifsson, gjaldkeri félagsins, gerði síðan grein
fyrir reikningum Sögufélags fyrir árið 1982, og lágu þeir fyrir fjölritaðir á
fundinum, undirritaðir af endurskoðendum félagsins.
Fundarstjóri gaf orðið laust um skýrslu og reikninga, en enginn fundar-
manna sá ástæðu til að kveðja sér hljóðs í þetta sinn. Voru reikningar
samþykktir samhljóða.
Kosningar. Skv. 3. gr. félagslaga skyldi fara fram kosning tveggja
manna i aðalstjórn til tveggja ára. Tveir aðalstjórnarmenn, Einar
Laxness, sem kosinn var á aðalfundi 1981, og Heimir Þorleifsson, sem
kosinn var í sæti Péturs heitins Sæmundsen, á aðalfundi 1982 skyldu
ganga úr stjórn á aðalfundi 1983; voru þeir endurkjörnir til tveggja ára.
Aðrir aðalstjórnarmenn, sem sitja til aðalfundar 1984, eru Helgi Þorláks-
son, Ólafur Egilsson og Sigríður Th. Erlendsdóttir. í varastjórn til eins
árs voru endurkjörin Anna Agnarsdóttir og Sigurður Ragnarsson. Þá
voru endurskoðendur reikninga endurkjörnir til eins árs, Ólafur Ragnarsson
og Sveinbjörn Rafnsson; varamaður var endurkjörinn Halldór Ólafsson.
Fyrirlestur. Að loknum aðalfundarstörfum og kaffihléi flutti dr. Jón
Hnefill Aðalsteinsson erindi, sem hann nefndi ,,Önnungar“.
Fundarstjóri þakkaði síðan félagsmönnum góða fundarsókn og sleit
aðalfundi Sögufélags 1983.
Stjórnarfundur. Hinn 31. mai s.l. var haldinn fyrsti stjórnarfundur
Sögufélags eftir aðalfund, og skipti stjórnin þá með sér verkum, skv. 3.
gr. félagslaga:
Forseti: Einar Laxness
Gjaldkeri: Heimir Þorleifsson
Ritari: Helgi Þorláksson.