Saga - 1983, Blaðsíða 171
YFIRLIT UM ÞRÓUN BÓKASAFNA Á ÍSLANDI
169
t>>ngi leystu úr læðingi mikinn fítonsanda, ekki eingöngu á sviði
verklegra framfara, heldur einnig í menningarlegum efnum.
okasafnsmálin voru þar engin undantekning. Skal til marks um
gripið niður í aðfengna grein Um félagsskap í Fróða, blaði
Jörns Jónssonar eldra á Akureyri, sem út kom þann 20. apríl
1880.
Þá er uppfræðing alþýðu í stóru ólagi, sem helzt kynni að
mega laga með því að stofna lestrarfjelög í hverri sveit, því
næg reynsla er fengin um það, að þar sem lestrarfjelög eru,
hafa þau komið miklu góðu til leiðar, bæði glætt og aukið
menntunina og vakið áhuga manna á öllum landsmálum; en
aPtur þar sem þau eru ekki, er víða mikið minni og ójafnari
framför í menntuninni. Það eru að vísu margir menn, sem
fylgja vel tímanum og kaupa sjer bæði blöð og fræðibækur,
en hinir eru þó ekki færri, sem láta það vera; sumir hafa
ekki efni á því og sumir enga löngun til þess, svo þessir
menn verða mjög á eptir tímanum, sem þó ekki má eiga sjer
stað á þessari nýbyrjuðu frelsis- og framfara öld. Hver sveit
ættl að hafa eitt lestrarfjelag eða fleiri smærri deildir eptir
atvikum, þar sem fjelagsmenn leggðu fast árstillag til bóka-
aupa, keyptu sjer bæði eldri bækur og tímarit, og allar
rmðibækur og blöð, sem út koma á voru máli, og sem eru
. alþýðu hæfi. Á þennan hátt kæmist menntunin og þekk-
lng á landsmálum vorum betur í það horf að verða almenn,
°g þá hjeldust hugir manna betur vakandi í sameiningu á
''elferðarmálum landsins; því sjálfsagt er, að þar sem
estrarfjelög eru þurfa menn við og við að halda lestrarfje-
agsfundi, og þar er bezta tækifæri að sameina eða bera
saman skoðanir sínar á öllum málefnum, sem nokkuð hefur
verið ritað um, og þetta einmitt gæti orðið til að beina
mörgu máli í betra horf.25
alma er skemmst frá því að segja, að svo virðist, sem menn hafi
að f6nnt Vert^ a sama máli og hinn ónefndi höfundur pistilsins hér
fjöiranian. Að minnsta kosti er það staðreynd, að lestrarfélögum
dag ar mJög um land allt næstu árin og allt til aldamóta. Voru til
's stofnuð 16 lestrarfélög í landinu árið 1890.26
Urðu um þetta leyti ýmsar hræringar varðandi amtsbóka-