Saga - 1983, Blaðsíða 31
UM BASKNESKA FISKIMENN Á NORÐUR-ATLANTSHAFI 29
Myndirnar á þessum fornu listaverkum, þessum vitnisburði um
sjóferðir og tilhneigingar Baska til sjómennsku, eru af skipum,
..arrantzales", eða fiskimönnum sem róa á eftir hval, seglskipum,
akkerum, silfruðum öldum, hvölum og hafmeyjum (Mynd 1 og
2).
Antonio de Nebrija6 segir í „Crónica de los Reyes Católicos"
að Baskar séu „menn snjallir í siglingalistinni og djarfir í sjóorust-
um og fyrir slíkt áttu þeir bæði skip og útbúnað og voru þeir fróð-
ari en nokkur önnur þjóð í heimi."7
En úthafsveiðar og könnunarleiðangrar Baska til forna voru þó
í hámarki í lok 15. aldar og upphafi þeirrar 16., þegar þjóðfélags-
aðstæður í Baskalandi og þá einkum kristin konungsríki gerðu
kleift að skipuleggja langar sjóferðir.
Menjar sem fundist hafa meðfram allri strönd Biskajaflóans,
svo sem varðberg og varðturnar, þaðan sem trumbuslagarar gáfu
viðvörunarmerki þegar hvalavaða eða annars konar fiskavaða
nálgaðist, eða þaðan sem „kallararnir" lýstu ástandi sjávar í
morgunsárið, benda ótvírætt til að Baskar hneigðust snemma til
sjómennsku. Því ollu bæði landfræðilegar ástæður og aðrar eins
og nú mun lýst.
Hlutfallsleg smæð Baskalands miðað við önnur héruð á Spáni
(Mynd 3), auður þess að járni, hinir miklu skógar til forna og
landstaða, hafa valdið, að frá því einhvern tíma á miðöldum og
fram til vorra tíma, hafa Baskar verið frábrugðnir öðrum þjóðum
á Spáni; þeir hafa verið fiskimenn, sæfarar og skipasmiðir. Haf-
ið, skógarnir og járnið hafa því ráðið miklu um sögu þeirra, sem
er svo nátengd hafinu.
Hinum umfangsmiklu fiskveiðum Baska, sem meira að segja
höfðu í för með sér að ströng lög voru sett um að skógar skyldu
ræktaðir upp aftur,8 og að til varð þjóðfélagsstétt sem auðgaðist
eingöngu á verzlun með sjávarafurðir (svipuð og „gentry á
Englandi), var frá fornu fari stjórnað af bræðralögum eða gildum,
sem gættu hagsmuna fiskimannanna, settu lög um starfsemina
6 (1441 — 1522), fulltrúi húmanísku endurreisnarstefnunnar á Spáni og latínu-
kennari við Salamancaháskóla, hann ritaði meðal annars „Gramática de la
Lengua Casatellana.“
7 Martín de Ugalde. Síntesis de la Historia del País Vasco. Bls. 123. Madrid
(1974).
8 J. Caro Baroja. Ibid. Bls. 197. Madrid (1971).