Saga - 1983, Blaðsíða 344
342
RITFREGNIR
við nám á Möðruvöllum og stundaði barnafræðslu, en var öllum frjálsum
stundum við skriftir og hefur látið eftir sig ómælisauð.
Þessi hluti sagnasafnsins hans Sigfúsar hefst á sögum um guð og kölska, og
eilífðarvistina í paradís og helvíti, og því lýkur með sæbúasögum og kreddum
um merkisdaga, en síðasta sögnin segir frá ástardrykknum, tíkarblóði, sem
stúlkur gáfu piltum. „Urðu þeir þá ósjálfráðir af lostgirnd" og fjörugt frásagn-
arefni.
Að baki dauðans dyrum
Kölski er heldur umgengilegur í íslenskum sögum, auðginntur og orðheld-
inn, en efahyggjumenn fá harðan dóm hjá drottni í sögum Sigfúsar. Þegar
þetta er ritað er sýnd í Bíóbæ í Kópavogi kvikmyndin Að baki dauðans dyrum,
og fjallar um Ieiðslur í heima framliðinna. Myndin virðist gerð eftir forskrift
íslenskra þjóðsagna, og er efni hennar best sett fram hjá Sigfúsi í þætti af
Eiríki í Snæhvammi, en hann var í leiðslu í ríki dauðra í fjögur dægur. Ekkert
er nýtt undir sólinni, og hugmyndir bandarískra kvikmyndaframleiðenda um
lífið fyrir handan og hans Sigfúsar Sigfússonar eru hinar sömu.
Annars eru fá ævintýri og leiðslusagnir í sagnasafni Sigfúsar, sem birtast að
þessu sinni. Þar segir mest af fyrirburðum, fjarskyggni, draugum og forynjum
og liggja sumar frásagnirnar á mörkum glæpa- og hryllingssögunnar. Menn
virðast hafa drýgt verstu glæpi í blóra við hjátrúna. í III. b. (227-34) segirfrá
Gunnlaugi og Sólveigu, heimasætu á Brú á Jökuldal. Hann varð óvættinni
Gunnlaugsbana að bráð frammi á fjöllum, en þar mun hafa verið að verki
annar vonbiðill Sólveigar. - Bóndi drepur smala sinn í reiðikasti, og til verður
draugurinn Tungu-Brestur (II. 323-29). Fræg er sagan um Bjarna-Dísu, kon-
una, sem leitarmenn drápu, er þeir fundu hana á fjöllunum inn af Seyðisfirði
eftir mannskaðabyl. Hún hafði legið í fönn en haft brennivínskút og hangiket
í nestið. Hún var víst við skál, en björ'gunarliðið hélt að hún væri gengin aftur,
og óttinn við drauginn Bjarna-Dísu varð margra manna bani (II, 164-81)-
Enginn nema Sigfús hefði komið mörgum sögunum á blað á þann hátt sem hér
er gert.
Viðmælendur Sigfúsar voru ekki nærri allir þjáðir af draugatrú, þótt margt
bæri fyrir sjónir. Ein af söguhetjum hans var Ingunn Davíðsdóttir fjarsýna.
Um hana og Mekkínu Ólafsdóttureru merkilegir þættir, m.a. Hrakningasaga
Þorsteins í Götu. Hann hraktist í fárviðri í 11 dægur um Fljótsheiði eftir
hreindýraveiði, en Ingunn gat fylgst með honum og sagt tíðindi í byggð. Það
vildi svo til, að er ég las þetta, barst mér bréf frá vini mínum sem stundar
hreindýrabúskap í Alaska; hann var þá að kynna sér þá tækni Eskimóa að sja
hreindýrin á bak við fjöllin, en kvaðst ekki vera kominn langt í fræðunum.
Þótt stíllinn á safninu hans Sigfúsar liggi nærri töluðu máli, bregður þar
stundum út af, og annarra „áraslög rjúfa kyrrðina" og hlátur vofunnar verður
„líkastur hljómi í sprunginni klukku" (II. b. 65). Sagan Blendin heimsókn er